Morgunblaðið - 28.11.1991, Page 27

Morgunblaðið - 28.11.1991, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1991 27 Leigubifreiðastj órar óánægðir með háan af- slátt af vinnu þeirra JÓN M. Smith, sem sæti á í undirbúningsnefnd þeirra leigubifreiða- stjóra sem nýverið sóttu um rekstrarleyfi fyrir nýja leigubifreiðastöð, segir að helsta ástæða þessarar umsóknar sé óánægja leigubifreiða- stjóra með það fyrirkomulag, sem nú tíðkist á leigubifreiðastöðvum höfuðborgarsvæðisins. Afsláttur sé gefinn á vinnu þeirra, allt upp í 28%, án samþykkis þeirra sjálfra. „Stöðvarstjórar leigubifreiða- stöðvanna hafa verið að gefa fyrir- tækjum og stofnunum afslátt allt upp í 28% án okkar samþykkis. Vinna okkar er boðin niður algerlega gegn okkar vilja og svo kemur þetta niður á tekjum okkar," segir Jón. Hann segir það vera á milli fimm- tíu og sjötíu leigubifreiðastjóra frá hinum helstu leigubifreiðastöðvum Reykjavíkursvæðisins, sem starfí á nýju stöðinni ef leyfið fæst. „Þetta hefur verið rætt okkar á milli í tæp tvö ár. Þetta á þó ekki að þýða að leigubifreiðastjórum fjölgi, því nú þegar eru þeir of margir. Það stefnir þess vegna allt í að einhver stöðv- anna leggi upp laupana,” segir Jón M. Smith. íþróttamannvirki Stálgrindahús fyr- ir um 168 milljónir SVEINN Halldórsson, umboðs- maður bandaríska fyrirtækisins Butler, sem framleiðir m.a. stál- Eignabankinn hf.: Nýtt fjár- festingarfé- lag- stofnað Almenningshlutafélagið Eignabankinn hf. hefur hafið starfsemi og býður nú til sölu hlutafé að upphæð 10 milljónir króna. Félagið hefur hlotið stað- festingu ríkisskattstjóra og því geta kaupendur hlutabréfa feng- ið endurgreiddan tekjuskatt að ákveðnu hámarki. Markmið félagsins er að fjárfesta í hlutabréfum, verðbréfum og fast- eignum. Þegar hafa selst hlutabréf fyrir 18,5 milljónir og hlutafjáreig- endur eru 28 talsins, að sögn Guð- jóns Styrkárssonar, hæstaréttarlög- manns og stjórnarformanns félags- ins. Auk hans eru í forsvari fyrir félaginu Gunnar Rósinkrans, verk- fræðingur, Valgeir T. Sigurðsson í Luxemborg og Bjarni Bærings, framkvæmdastjóri. grindahús, segir að fyrirtækið bjóði uppsett, einangrað stál- grindahús án sökkuls fyrir um 168 milljónir króna fyrir utan virðisaukaskatt. Þetta sé staðlað hús án alls búnaðar, en fullnægi öllum kröfum og geti hýst úrslit- aleikinn í heimsmeistarakeppn- inni í handknattleik árið 1995. Sveinn sagði að Víðishúsið í Kópavogi væri frá Butler, en það væri 6.660 fermetrar. Umrætt verð miðaðist hins vegar við 7.632 fer- metra gólfflöt (106 m x 72 m) og 18 metra lofthæð upp í mæni. Það væri hannað samkvæmt ströngustu stöðlum um íslenskar byggingar og einangrað samkvæmt sömu stuðl- um. „Hvernig sem litið er á dæmið þá er þetta mörgum sinnum lægra verð en talað er um, þegar íþrótta- hús er annars staðar, og heildar- kostnaður yrði sennilega um helm- ingi lægri miðað við fullfrágengið hús.” Sveinn sagði að íþróttahallir í Bandaríkjunum væru nær eingöngu smíðaðar úr stáli, því það væri hag- kvæm og ódýr lausn. „Við gætum þess vegna byggt yfir knattspyrnu- völl fyrir þann pening sem ríkið ætlaði að greiða vegna byggingu íþróttahúss í Kópavogi vegna heimsmeistarakeppninnar.” Háskólabíó: Tvær lúðrasveitir með sameiginlega tónleika LÚÐRASVEITIN Svanur og Lúðrasveit verkalýðsins halda sameigin- lega tónleika í Háskólabíó laugardaginn 30. nóvember kl. 14 og er þetta í fyrsta skipti sem þessar tvær stóru lúðrasveitir halda sameig- inlega tónleika. Hvor um sig munu þær spila eldasvítuna eftir Handel og lag vin- nokkur lög en síðan sameinast þær sælu sjónvarpsþáttanna um Simp- í eina stóra sveit, með um 80 hljóð- son-fjölskylduna. Stjórnendur færaleikara sem spilar m.a. Myndir lúðrasveitanna eru Róbert Darling á sýningu eftir Mussorgsky, Flug- og Malcolm Holloway. Takr& me& vfrrr ag kurmfrrgfa Gestgjafar kvöldsins munu Ijá því persónulegan blæ með því að velja eftirrétt eða forrétt eftir sinni eigin uppskrift, eins og (dou sjálf hafa kynnst í Bandarikjunum. Hótel Holiday Inn verður skreytt og fært í hátíðarbúning og Björn R. Einarsson og félagar munu laða fram viðeigandi stemmningu með Ijúfri hljómlist. Mi&o og bor&apontonir hjá veijp^wjóra Holidoy Inn, Sigtúni 38, í sima: 689000 • Fax: 680675 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Dagskrá til heiðurs Helga Dagskrá í tilefni af heildarútgáfu á þýðingum Helga Hálfdánarsonar á leikritum Shakespears og á grísku harmleikjunum var flutt í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Fjöldi leikara tók þátt í dagskránni, ásamt hljófæra- leikurum. Á myndinni eru, frá vinstri, Örn Arnason, Arnar Jónsson, Helgi Skúlason og Róbert Arnfinnsson og fremst á sviðinu standa Edda Heiðrún Bachmann og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Íslensk-ameríska félagið og Hótel Holiday Inn gefa nú Islendingum kost á að taka þátt í hinum eina og sanna "Thanksgiving" kvöldverði í Setrinu um næstu Þakkargjörðarhelgi dagana- 28., 29. og 30. nóvember 1991. Misstu ekki af þessu sérstaka tækifæri til þess að bragða á alvöru kalkún framreiddum með ekta amerískri fyllingu/'Cranberrysósu, "Sweet potatoes" og "Pumpkin Pie". Sérstakir gestgjafar kvöldsins verða: fimmtudagskvöldið 28/11, bandarísku sendiherrahjónin Sue og Charles E Cobb Jr., föstudagskvöldið 29/11, hjónin Lilly og Þórhallur Asgeirsson og laugardagskvöldið 30/11, hjónin Lára Margrét Ragnarsdóttir og Olafur Grétar Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.