Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1991 49 fjölmargar, þar var alltaf opið hús, hvort sem um lengri eða styttri tíma var að ræða. Á þessum árum var ég það sem við Vestfirðingar köllum „púki” en þá horfir lífið allt öðruvísi við en þegar maður verður eldri. Þá var Dísa bara systir hennar mömmu, kona sem maður hitti oft en þekkti í raun ekkert. Sem betur fer varð breyting á og sem betur fer fékk ég að kynnast Dísu frænku, persón- unni sjálfri. Ég mun- því minnast hennar sem viðsýnnar og skemmtilegrar konu, konu sem gaman var að spjalla við, konu sem við öll eigum eftir að sakna. Konu sem síðastliðna mán- uði sýndi ótrúlegan styrk í sínum veikindum og barðist til hinstu stundar við sjúkdóm sinn þó að hún að lokum yrði að láta undan. Baráttan stóð fram á hinstu stund og til marks um það þá komu Dísa og Kristmundur í afmælisboð hingað á Hjallabrautina þann 17. nóvember einungis fimm dögum áður en Dísa dó. Þessa sunnudags á eftir að minn- ast lengi. Ég á eftir að sakna Dísu á Lind- arflötinni, sakna jólaboðsins á jóla- dag, tilraunarinnar til ættarmóts. Svona eftir á að hyggja er það skrít- ið að það var einmitt Dísa sem síð- astliðinn vetur reyndi hvað mest að stuðla að því að ijölskyldan hitt- ist nú loks öll. Henni verður nú eflaust að ósk sinni, en því miður verður hún sjálf ekki viðstödd, allavega ekki á þann hátf sem við vildum að hún væri. Þó að nú ríki vetur hjá öllum sem Dísu þekktu og þá sérstaklega nán- ustu fjölskyldu vorar þó um síðir. Öll sár gróa að einhverju leyti þó það taki sum lengri tíma en önnur. Ég mun sakna Dísu frænku, ég mun hugsa til hennar og gera mitt til þess að ókomnir ættingjar fái að kynnast henni af frásögnum. Þannig mun Dísa frænka lifa áfram í hugum okkar allra. Svanhildur Egilsdóttir Hún elsku amma mín er dáinn! Ljós hennar er slokknað. Lífsbarátt- unni lokið. En eftir lifa minningarn- ar í hugum okkar allra sem þekkt- Gullfallegur saiur til leigu í Fossvoginum hentugur íyrir erfidrykkjur. • SEM-hópurinn. Sími 67 74 70 Minning Semjum minningargreinar, afmælisgreinar, tækifferisgreinar. Önnumst milligöngu við útfararstofnanir. Sími 91-677585. Fax 91-677586. V um hana. Minningarnar sem eru svo dýrmætar og eiga eftir að ylja okk- ur um hjartarætur um ókomna framtíð. Ég átti þeim forréttindum að fagna að vera elsta barnabarn hennar og afa og var ég oft tíður gestur á heimili þeirra á Lindarflöt- inni. Ógleymanlegar eru ferðirnar vestur á sumrin. Þegar öll fjölskyld- an ferðaðist vestur í Hvamminn til að eyða þar góðum stundum sam- an. Þar voru æskustöðvar hennar og afa og átti hún amma þar marga góða að. Oft gat það verið hundleið- inlegt að fara með henni í heim- sóknir fyrir vestan því að hún þekktf svo rosalega marga (og gat það verið erfitt fyrir útrásargjarna krakka að sitja kyrrir á sama stað lengi á meðan á endurfundunum hennar ömmu stóð.) Aðalíjörið var að fara ein með ömmu, afa, og Guðmundi frænda vestur, þá var margt brallað og ætli strákurinn hafi nokkurn tím- ann komið eins vel fram í mér og í sveitinni fyrir vestan með ömmu, afa og frændum mínum tveimur, en við erum öll þijú á svipuðu reki og höfum ég og Júlli frændi hálf- partinn alist upp með annan fótinn hjá Dísu ömmu og Krilla afa á Lind- arflötinni, að ógleymdum Guðmundi syni þeirra, en við höfum alla tíð verið eins og bestu systkini. En nú þurfuín við að sjá á eftir henni ömmu okkar Iangt fyrir aldur fram ferðast yfir móðuna miklu. Hún Dísa amma var kjarnakona og var hún kletturinn og jafnframt styrk- asta stoðin í ijölskyldunni okkar. Hinsta og eina ósk hennar var að fá að eyða síðustu jólunum í faðmi ijölskyldunnar sinnar sem að henni þótti svo vænt um. En heimurinn er hverfull. Þessi jól verða jól friðar og endurfunda hjá henni en ekki jól kvalarinnar. Hún mun eyða jól- unum með mömmu sinni og pabba sem að hún hefur ekkí séð svo lengi. En við munum minnast hennar á jólunum hér. Elsku afi og Guðmundur, sorg okkar allra er mikil en hún er lík- lega mest hjá ykkur. Megi ljósið hennar Dísu ömmu kvikna í ann- arri vídd, henni og öðrum til ánægju. Með þessum orðum kveð ég ástkæra ömmu mína og nöfnu, Þórdísi Pálsdóttur. Þórdís Harpa Lárusdóttir Fyrir nokkrum dögum kvaddi ég Dísu móðursystur mína í hinsta sinn. Mig langar til að minnast hennar með nokkrum orðum. Dísa var fædd á Þingeyri við Dýraijörð 21. júní 1933. Foreldrar hennar voru Páll Jónsson frá Hnífsdal (f. 12. desember 1903, d. 25. nóvemb- er 1943) og Jóhanna Daðey Gísla- dóttir frá ísafirði (f. 17. janúar 1908, d. 3. júlí 1981). Dísa er yngst fjögurra systkina en þau eru Guð- munda Þóranna, f. 1927, Sigurður, f. 1930, og Páíl Hreinn, f. 1932. Faðir hennar var skipstjóri og út- gerðarmaður. Það var mikil sorg sem dundi yfir fjölskylduna þegar tveir bátar hans, Hilmir og Fjölnir, fórust með skömmu millibili á stríðsárunum. Dísa missti þá föður sinn og móðurbróður, aðeins tíu ára gömul. Móðir hennar, sem þá var ung að árum, tók að sér hlutverk fyrirvinnu ásamt því að sinna stóru heimili. Þegar Dísa síðan giftist og stofnaði eigin fjölskyldu bjó móðir hennar hjá henni um árabil. Dísa giftist Kristmundi Finnbogasyni, f. 1930, skipstjóra og útgerðarmanni, frá Hvammi í Dýrafirði. Þau eign- uðust finnn börn og þau eru: Jó- hanna Daðey, f. 1952, Pálmar, f. 1955, Ágústa, f. 1957, Hafdís Bára, f. 1963 og Guðmundur, f. 1972. Barnaþörnin eru tíu talsins. Árið 1972 fluttist fjölskyldan til Garðabæjar þar sem þau eignuðust fallegt heimili. Þegar börnin fóru að tínast að heiman og stofna eigin íjölskyldu var jafnan gestkvæmt á Lindarflötinni. Barnabörnin voru þar tíðir gestir og sóttust eftir sam- vistum við ömmu sína og afa. Dísa var Vestfirðingur alla tíð þótt hún aðlagaðist lífinu vel fyrir sunnan. Hún átti sterkar rætur fyr- ir vestan og ræktaði af alúð tengsl sín við vini og ættmenni þar. Dísa var sterkur persónuleiki og mikil félagsvera. Hún naut þess að vera í samvistum við fjölskyldu sína og vini. Áhugi hennar á mönnum og málefnum var mikill og lét hún sig varða velferð annarra. Hún helgaði sig því verðuga verkefni að und- irbúa börn sín fyrir lífsbaráttuna og fórst það vel úr hendi. Hún stóð við hlið Kristmundar og studdi hann í sínu ævistarfi. Á margan hátt var hún kjölfesta fjölskyldunnar og er nú stórt skarð þar sem hún áður var. Síðustu mánuði hefur Dísa barist hetjulegri baráttu við krabbamein. Lífslöngun hennar var mikil og æðruleysi þegar hún sá fram á að hún yrði að kveðja þá er voru henni kærir. Milli móður minnar og Dísu hefur alltaf verið náið samband. Þær veittu hvor annarri stuðning í gegn- um lífið. Móðir mín hefur nú misst mikið. Við Jóhann vottum þeim sem nú eiga um sárt að binda dýpstu samúð. Megi Guð veita Kristmundi og fjölskyldu styrk i sorg þeirra. Þórhildur G. Egilsdóttir t Hjartkær eiginkona mín, móðir, amma og langamma, ÞÓREY HANNESDÓTTIR, Suðurgötu 90, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 29. nóvember kl. 11.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Sjúkrahús Akra- ness eða Hjartavernd. Árni Breiðfjörð Gíslason, Sæunn Árnadóttir, Sigmundur Ingimundarsson, Gfsli B. Árnason, Jórunn Sigtryggsdóttir, Eðvarð L. Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BERGÞÓR K. M. ALBERTSSON bifreiðastjóri, Norðurvangi 31, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 29. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd eða Krabba- meinsfélagið. María Jakobsdóttir, Jóhann G. Bergþórsson, Arnbjörg G. Björgvinsdóttir, Kristján G. Bergþórsson, Sóley Örnólfsdóttir, Bergþóra M. Bergþórsdóttir, Björn Sveinsson, Steindóra Bergþórsdóttir, Sæmundur Stefánsson og barnabörn. t Ástvinur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HANNESRAFNJÓNSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. nóvember kl. 15.00. Ólafia S. Helgadóttir, Anna Helga Hannesdóttir, Ásdís Eva Hannesdóttir, Jónas Kristinsson, Ingimundur H. Hannesson, Þórlaug B. Stefánsdóttir, Jón Hafsteinn Hannesson, Birna Björnsdóttir, Eva Björk Hannesdóttir, Ólöf Röfn, Rakel Linda, Jónas Óli og Hera Björk. t Föðurbróðir okkar, ÓLAFUR ÁSMUNDSSON frá Hálsi í Fnjóskadal, verður kvaddur í Fossvogskapellu föstudaginn 29. nóvember kl. 15.00. Hildur Einarsdóttir, Anna Margrét Einarsdóttir, Ásmundur Einarsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför BÁRU SIGURJÓNSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstaklega þökkum við starfsfólki Hrafnistu. Guðbjörg Haraldsdóttir og börn, Eggert ísaksson, Sesselja Erlendsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför KRISTÍNAR EINARSDÓTTUR, Krabbastíg 1a, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á lyfjadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Jón Jóhannsson, Aðalbjörg Jónsdóttir, Guðmundur Þ. Jónsson, Kristín Guðmundsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Tómas Guðmundsson og fjölskyldur. t Innilegar þakkir til ykkar allra, er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRNS MAGNÚSSONAR, Suðurgötu 18, Keflavík. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Einarsdóttir, Lúðvík G. Björnsson, Þórdís Garðarsdóttir, Einar G. Björnsson, Júiíanna M. Nilssen, Maria K. Björnsdóttir, Jens Elísson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför SÓLVEIGAR LÚÐVÍKSDÓTTUR, Smiðshúsi, Álftanesi. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki á lyfjadeild St. Jósepsspítala, Hafnarfirði, fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Erla Sigurjónsdóttir, Solveig Manfreðsdóttir, Vilhjálmur Már Manfreðsson, Gunnhildur Manfreðsdóttir, Sigurjón Már Manfreðsson, Valdis Fríða Manfreðsdóttir, Rakel Ólafsdóttir, Sigurjón Örn Ólafsson, Erla Jóhannsdóttir, Danival Guðjón Stefánsson, Manfreð Vilhjálmsson. Jóhanna M. Diðriksdóttir, Rúnar Hjartar, Svandís T ryggvadóttir, Stefán Gunnlaugsson, Lokað Lokað fyrir hádegi á morgun, föstudag, vegna jarðarfarar LÁRUSAR G. JONSSONAR. Guðlaugur A. Magnússon, skartgripaverslun. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.