Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1991 21 líkurnar á alnæmissmiti verði litlar eða engar. Til að ferðamenn hafi þetta val verða þeir að fá upplýs- ingar um valkosti. Hér á landi er heilbrigðisyfirvöldum umhugað um að ferðamenn njóti ferðalaga og komi heilir heim. „Smokkurinn óskar þér góðrar ferðar” Aður en fólk leggur af stað í lang- ferð fær það einhvern til að vökva blómin, gæta íbúðarinnar, endurnýj- ar vegabréfíð, fær sér viðeigandi bólusetningar og trygginar. Fyrir- hyggja í kynlífí ætti einnig að vera sjálfsögð — til dæmis að stinga smokkabréfi ofan í innanklæðisvesk- ið — það er ekki alltaf auðvelt að nálgast smokka í ókunnu landi. Stutt grein eins og þessi getur aldrei orðið tæmandi en vekur von- andi til umhugsunar um alnæmi og ferðalög. Sameiginlega ættum við að geta fundið leið til að gera fólki kleift að ferðast á öruggan og ánægj- ulegan hátt — aftur og aftur. í greininni er að mestu leyti stuðst við könnun sem gerð var á vegum alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Kaupmannahöfn og Iandsnefndar um Alnæmisvarnir í HoIIandi. Ritstjóri: Aart Hendriks. „Aids and mobility — The impact of intemational mobility on the spread of HIV and the need and possibility for Aids/HIV prevention programmes.” WHO regional offíce for Europe, Copenhagen, 1991. Höfundur er starfsmaður landsnefndar um alnæmisvarnir. Æviminningar Arna Tryggvasonar BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlyg- ur hefur gefið út bókina Lífróður eftir Ingólf Margeirsson sem hefur að geyma æviminningar Árna Tryggvasonar leikara. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Lífróður er ævisaga í hæsta gæða- flokki. Náið samstarf Árna og Ing- ólfs hefur skilað vönduðu og miklu verki. Ámi rekur hið litríka lífs- hlaup sitt á tæplega 400 síðum; frá æskuárunum í Hrísey, unglingstím- anum við sjómennsku, á handfær- um og á síld og við innanbúðar- störf í kaupfélaginu í Borgarfirði eystra, uns örlagavefurinn skolaði honum á leikhúsfjalir höfuðborgar- innar. Bókin greinir frá lífinu á sviðinu jafnt sem baksviðs og segir frá fjölda eftirminnilegra samferð- armanna Árna, óþekktu alþýðufólki jafnt sem þjóðkunnum einstakling- um og bregður upp myndum af horfnum þjóðháttum og varpar nýju Ijósi á leiklistarsögu Islendinga. Árni segir á lifandi, hispurslaus- an og einlægan hátt frá öllu þessu mikla lífshlaupi, ekki síst þegar frægðin og lífið bak við leiktjöldin urðu honum ofviða og baráttan við „svarta hundinn” - þunglyndið - Bókatíðindi 1991 komin út: Bókaverð svipað og í fyrra FJÖLDI útgefinna bókatitla á þessu ári gæti orðið á bilinu 450-470 að sögn Heimis Pálssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bó- kaútgefenda, en í Bókatíðindum 1991, sem gefin hafa verið út og dreift verður á öll heimili landsins á næstunni, eru kynntir rösklega 400 titlar. Lítil sem engin hækkun virðist hafa orðið á „meðalskáld- sögunni” milli ára, og eins og í fyrra kostar hún nú 2.400-2.500 krónur. í fréttatilkynningu frá Félagi ís- lenskra bókaútgefenda segir að samanburður á verði bóka frá ári til árs sé ætíð bæði erfiður og vara- samur, en svo virðist sem bókaút- gefendur hafi kostað kapps um að hagræða og spara þannig að þeir gætu lagt sitt af mörkum til að standa við margfræga þjóðarsátt. í Bókatíðindum í fyrra voru kynntir liðlega 340 titlar, en fjölgunin milli ára þykir þó ekki vísbending um mikla hlutfallsaukningu í bókaút- gáfunni, heldur sýni einkanlega að útgefendur telji Bókatíðindin góðan og batnandi kynningarvettvang. Fram kemur að helstu breytingar í bókaflokkum frá síðasta ári til ársins 1991 verði þær að þýddum skáldverkum fyrir börn og unglinga fjölgi, en á öðrum bókaflokkum hafi sáralitlar breytingar verið gerðar. tók við. Árni segir undanbragða- laust frá þeirri miklu glímu sem verður að teljast einstök frásögn í íslenskri ævisagnaritun. Lífróður er rituð af lipurð og innsæi og seg- ir sögu Árna Tryggvasonar af heið- arleik og innlifun og einnig með kímni og hlýju og af næmum skiln- ingi á umhverfi og persónur bókar- innar. Bókin sem er 350 blaðsíður er prýdd fjölda ljósmynda. Árni Tryggvason og Ingólfur Margeirsson. lega athygli í Bandaríkjunum og vlðar enda þótt engin önnur dæmi sé um það að smitaðir heilbrigðis- starfsmenn hafi smitað sjúklinga jafnvel þótt um smitaða skurðlækna sé að ræða. Illu heilli eru nú uppi háværar raddir um það í Bandaríkj- unum að skylda alla heilbrigðis- starfsmenn að gangast undir mót- efnapróf gegn veirunni sem í reynd mundi þýða að smituðum starfs- mönnum yrði vikið úr starfi. Rökin fyrir því að hafna slíku eru veiga- mikil. Smitlíkur eru hverfandi litlar sé smitgátar gætt. Þótt einstakling- ur mælist ekki með mótefni útilokar það ekki nýsmit. Endurtaka þyrfti með jöfnu millibili slíkar mælingar á öllum heilbrigðisstarfsmönnum með miklum tilkostnaði. Og hvað á að gera við smitaðan heilbrigðis- starfsmann sem er heilbrigður að öðru leyti? Gæti þetta leitt til þess að heilbrigðisstarfsmenn neituðu að sinna smituðum sjúklingum? 1 raun- inni eru þetta sömu rök sem notuð hafa verið gegn því að mótefna- mæla alla sjúklinga sem leita til heilbrigðisþjónustunnar. Miklu vænlegra er að leggja áherslu á að smitgátarreglum sé ávallt fylgt. Nýlega hafa fulltrúar norrænna tannlækna lagt áherslu á þetta sjón- armið á fundi sem haldinn var í Reykjavík I ágúst síðastliðnum. Það er því mikilvægt að missa ekki sjónar á því sem máli skiptir. Smithættan er í rauninni ekki í heilbrigðisþjónustunni. Hún er ann- ars staðar. Vilji menn forðast smit þarf að sýna aðgát í kynlífi og nota ber smokkinn þegar minnsti vafí leikur á því hvort rekkjunautur geti verið smitaður. Það þarf að beijast gegn fíkniefnaneyslu og leggja áherslu á fíkniefnaneytendur skiptist ekki á sprautum og nálum. Smit við blóðgjafir og notkun storkuþátta til handa dreyrasjúkl- ingum heyra sem betur fer sögunni til. Alnæmi er sjúkdómur, sem ekki er bundinn við sérstaka minnihluta- hópa, heldur getur hent hvern sem er sem ekki sýnir nauðsynlega að- gát. Er því ekki rétt að velta þeirri spurningu fyrir sér hvort tímabært sé að fara með þennan sjúkdóm eins og aðra sjúkdóma hvað nafn- leynd varðar? Þær ströngu reglur, sem gilda um nafnleynd og al- næmi, geta valdið vandamálum við meðferð og greiningu á sjúkrahús- I um. Það kann líka að vera að slíkar reglur stuðli að því að hjúpa sjúk- dóminn dulúð og geti jafnvel ýtt undir fordóma gagnvart honum. Höfundur er læknir og sérfræðingur í smitsjúkdómum. Aðventan hefst nú um helgina. Þar með hefst jólaundirbúningur á flestum íslenskum heimilum. ADVENTUKRANSAR. Aðventukransinn er orðinn ómissandi þáttur í aðdraganda jólahátíðarinnar. Eigum nú fyrirliggjandi ótrúlega mikið úrval af allskonar aðventukrönsum, stórum sem smáum. Einnig allt skreytingarefni, vilji fólk útbúa kransinn heima. JÓLAGRENI - NOBIUS. Vandið val á jólagreni, kaupið gott greni sem hefur verið geymt við réttar aðstæður. Látið fagfólk okkar veita góð ráð. Við mælum nú sérstaklega með NOBILIS greni. Það er fallegt og barrheldið. JÓLATRÉSSALAN ER HAFIN. JÓUN BYRJA HJÁ OKKUR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.