Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1991 27 Leigubifreiðastj órar óánægðir með háan af- slátt af vinnu þeirra JÓN M. Smith, sem sæti á í undirbúningsnefnd þeirra leigubifreiða- stjóra sem nýverið sóttu um rekstrarleyfi fyrir nýja leigubifreiðastöð, segir að helsta ástæða þessarar umsóknar sé óánægja leigubifreiða- stjóra með það fyrirkomulag, sem nú tíðkist á leigubifreiðastöðvum höfuðborgarsvæðisins. Afsláttur sé gefinn á vinnu þeirra, allt upp í 28%, án samþykkis þeirra sjálfra. „Stöðvarstjórar leigubifreiða- stöðvanna hafa verið að gefa fyrir- tækjum og stofnunum afslátt allt upp í 28% án okkar samþykkis. Vinna okkar er boðin niður algerlega gegn okkar vilja og svo kemur þetta niður á tekjum okkar," segir Jón. Hann segir það vera á milli fimm- tíu og sjötíu leigubifreiðastjóra frá hinum helstu leigubifreiðastöðvum Reykjavíkursvæðisins, sem starfí á nýju stöðinni ef leyfið fæst. „Þetta hefur verið rætt okkar á milli í tæp tvö ár. Þetta á þó ekki að þýða að leigubifreiðastjórum fjölgi, því nú þegar eru þeir of margir. Það stefnir þess vegna allt í að einhver stöðv- anna leggi upp laupana,” segir Jón M. Smith. íþróttamannvirki Stálgrindahús fyr- ir um 168 milljónir SVEINN Halldórsson, umboðs- maður bandaríska fyrirtækisins Butler, sem framleiðir m.a. stál- Eignabankinn hf.: Nýtt fjár- festingarfé- lag- stofnað Almenningshlutafélagið Eignabankinn hf. hefur hafið starfsemi og býður nú til sölu hlutafé að upphæð 10 milljónir króna. Félagið hefur hlotið stað- festingu ríkisskattstjóra og því geta kaupendur hlutabréfa feng- ið endurgreiddan tekjuskatt að ákveðnu hámarki. Markmið félagsins er að fjárfesta í hlutabréfum, verðbréfum og fast- eignum. Þegar hafa selst hlutabréf fyrir 18,5 milljónir og hlutafjáreig- endur eru 28 talsins, að sögn Guð- jóns Styrkárssonar, hæstaréttarlög- manns og stjórnarformanns félags- ins. Auk hans eru í forsvari fyrir félaginu Gunnar Rósinkrans, verk- fræðingur, Valgeir T. Sigurðsson í Luxemborg og Bjarni Bærings, framkvæmdastjóri. grindahús, segir að fyrirtækið bjóði uppsett, einangrað stál- grindahús án sökkuls fyrir um 168 milljónir króna fyrir utan virðisaukaskatt. Þetta sé staðlað hús án alls búnaðar, en fullnægi öllum kröfum og geti hýst úrslit- aleikinn í heimsmeistarakeppn- inni í handknattleik árið 1995. Sveinn sagði að Víðishúsið í Kópavogi væri frá Butler, en það væri 6.660 fermetrar. Umrætt verð miðaðist hins vegar við 7.632 fer- metra gólfflöt (106 m x 72 m) og 18 metra lofthæð upp í mæni. Það væri hannað samkvæmt ströngustu stöðlum um íslenskar byggingar og einangrað samkvæmt sömu stuðl- um. „Hvernig sem litið er á dæmið þá er þetta mörgum sinnum lægra verð en talað er um, þegar íþrótta- hús er annars staðar, og heildar- kostnaður yrði sennilega um helm- ingi lægri miðað við fullfrágengið hús.” Sveinn sagði að íþróttahallir í Bandaríkjunum væru nær eingöngu smíðaðar úr stáli, því það væri hag- kvæm og ódýr lausn. „Við gætum þess vegna byggt yfir knattspyrnu- völl fyrir þann pening sem ríkið ætlaði að greiða vegna byggingu íþróttahúss í Kópavogi vegna heimsmeistarakeppninnar.” Háskólabíó: Tvær lúðrasveitir með sameiginlega tónleika LÚÐRASVEITIN Svanur og Lúðrasveit verkalýðsins halda sameigin- lega tónleika í Háskólabíó laugardaginn 30. nóvember kl. 14 og er þetta í fyrsta skipti sem þessar tvær stóru lúðrasveitir halda sameig- inlega tónleika. Hvor um sig munu þær spila eldasvítuna eftir Handel og lag vin- nokkur lög en síðan sameinast þær sælu sjónvarpsþáttanna um Simp- í eina stóra sveit, með um 80 hljóð- son-fjölskylduna. Stjórnendur færaleikara sem spilar m.a. Myndir lúðrasveitanna eru Róbert Darling á sýningu eftir Mussorgsky, Flug- og Malcolm Holloway. Takr& me& vfrrr ag kurmfrrgfa Gestgjafar kvöldsins munu Ijá því persónulegan blæ með því að velja eftirrétt eða forrétt eftir sinni eigin uppskrift, eins og (dou sjálf hafa kynnst í Bandarikjunum. Hótel Holiday Inn verður skreytt og fært í hátíðarbúning og Björn R. Einarsson og félagar munu laða fram viðeigandi stemmningu með Ijúfri hljómlist. Mi&o og bor&apontonir hjá veijp^wjóra Holidoy Inn, Sigtúni 38, í sima: 689000 • Fax: 680675 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Dagskrá til heiðurs Helga Dagskrá í tilefni af heildarútgáfu á þýðingum Helga Hálfdánarsonar á leikritum Shakespears og á grísku harmleikjunum var flutt í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Fjöldi leikara tók þátt í dagskránni, ásamt hljófæra- leikurum. Á myndinni eru, frá vinstri, Örn Arnason, Arnar Jónsson, Helgi Skúlason og Róbert Arnfinnsson og fremst á sviðinu standa Edda Heiðrún Bachmann og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Íslensk-ameríska félagið og Hótel Holiday Inn gefa nú Islendingum kost á að taka þátt í hinum eina og sanna "Thanksgiving" kvöldverði í Setrinu um næstu Þakkargjörðarhelgi dagana- 28., 29. og 30. nóvember 1991. Misstu ekki af þessu sérstaka tækifæri til þess að bragða á alvöru kalkún framreiddum með ekta amerískri fyllingu/'Cranberrysósu, "Sweet potatoes" og "Pumpkin Pie". Sérstakir gestgjafar kvöldsins verða: fimmtudagskvöldið 28/11, bandarísku sendiherrahjónin Sue og Charles E Cobb Jr., föstudagskvöldið 29/11, hjónin Lilly og Þórhallur Asgeirsson og laugardagskvöldið 30/11, hjónin Lára Margrét Ragnarsdóttir og Olafur Grétar Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.