Morgunblaðið - 26.09.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.09.1989, Blaðsíða 38
MÖRGUNBLÁÐIÖ ÞRÍÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1989 Hjá okkur færðu einhveija þá bestu kennslu sem völ er á í tölvu- og viðskiptagreinum. Við kennum á tölvubúnað sem notaður er hjá helstu fyrirtækjum landsins. Einn nemandi um hverja tölvu og fámennir hópar, tryggja hámarks árangur og tímanýtingu. Betra verð og góð greiðslukjör. Tölvuskóli íslands S: 67 14 66 Patreksfi örður: Yiðræður um hlutaíjáraukningu og breytta eignaraðild að Odda hf. ^HREPPSNEFND PatreksQarðar ákvað á fundi á fimmtudagskvöld 'að ganga til samninga við fyrirtækið Odda hf. um opnun Odda fyrir auknu hlutafé og breyttri eignaraðild. Úlfar B. Thorodssen, sveitarstjóri Patreksfjarðar, sagði að fyrir lið- lega viku síðan hefði komið tilboð frá Jóni Magnússyni, eiganda fisk- vinnslunnar Odda, um viðræður um opnun Odda á þennan hátt. Málið hefði verið rætt í hreppsnefnd og þar samþykkt að setja tvo hrepps- nefndarmenn í viðræður við stjórn Odda um þessi mál. „Þær viðræður leiddu til þeirrar niðurstöðu að for- ráðamenn Odda upplýstu að þeir væru tilbúnir til að Ieggja félagið fram í nýtt og stærra fyrirtæki," sagði Úlfar. „Þá urðu aðilar sam- mála um að hluti þeirra samninga- Viðræðna væri að fá tvo aðila frá hvorum hópnum til að meta eignir og búnað Odda hf. og var það sajn- þykkt á fundi hreppsnefndar á fimmtudagskvöld." Hann sagði að framundan væru samningaviðræður milli fulltrúa Skrifstofutækninám hreppsins og fulltrúa Odda. Oddi hf. er í dag með fiskvinnslu einkum saltfisk en einnig -einhvetja fryst- ingu. Markmið hins nýja fyrirtækis sagði Úlfar meðal annars verða að auka frystingu Odda og alla aðstöðu sem fyrirtækið hefði til slíks. „í þessu félagi er mikil eign og styrk- ur sem yað hugmyndin er að nýta til frekari viðfangsefna." Um hugs- anlega aðstoð ríkisins sagði hann að það sæjist ekki fyrir í svipinn hvers væri að vænta frá Hlutafjár- sjóði í hlutafjárframlagi. Það væri óskrifað blað. Aðspurður um hugsanleg báta- kaup Patreksfirðinga sagði hann þau mál vera í biðstöðu meðan ver- ið væri að ganga frá þessu máli. Hann sagðist heldur ekkert geta tjáð sig um málefni frystihússins á Patreksfirði en það verður boðið upp á mánudag. Reykhólasveit: Andakíll: Danskir bændur í náms og kynnisferð Hvannatúni. NYLEGA voru staddir hér á landi danskir sauðíjárbændur í náms- og kynnisferð. Sennilega er þetta í fyrsta sinn sem Danir setjast á skólabekk í íslenskum bændaskóla. Runólfur Sigursveinsson, endur- menntunarstjóri, skipulagði dvöl þeirra hér fyrir Bændaskólann á Hvanneyri. Þeir hlýddu á fyrirlestur _>Sveins Hallgrímssonar skólastjóra þegar fréttaritara bar að garði og síðan tóku við þeir dr. Sigurgeir Þorgeirsson og Stefán Scheving Thorsteinsson. Allir þrír eru fremst- ir í fræðum sauðfjárræktarinnar hér á landi. Sauðfjárbændur nefna sig 25 úr þessum 35 manna hópi og koma á vegum endurmenntunardeildar Dal- um-búnaðarskólans á Fjóni. Þeir hlýddu á fleiri fyrirlestra á Hvann- eyri og héldu síðan áfram kynnisför sinni, m.a. í Oddsstaðarétt, til- raunabúið á Hesti, sútunarverk- smiðju á Sauðárkróki, réttir í Skagafirði og bændabýli. Þá heim- sótti hópurinn Gunnarsholt á Rang- árvöllum og ferðamannastaði á Suðurlandi. Ef áhugi er fyrir hendi hjá íslenskum bændum er möguleiki á áframhaldandi tengslum við Dal- um-bændaskólann og endurgjalda heimsókn þessa. Runólfur nefndi í því sambandi svínabændur, sem . hugsanlega gætu notið góðs af þessu samstarfi. - D.J. ÆR með lamb úr Borgarfírði í KrossQ arðarnes Mióhúsum. ÆR MEÐ lamb kom að Bakka í Geiradal í haust og reyndist hún vera frá Refstöðum í Hálsasveit í Borgarfirði. Samkvæmt upplýs- ingum Dagbjarts Dagbjartssonar bónda á Refsstöðum var ærin 6 vetra og flutti Dagbjartur ána áleiðis að Arnarvatnsheiði og sleppti hann á og iambi fyrir framan Surtshelli. Ætla má að ærin hafi ætlað í sína sumarliaga en eins og kunnugt er, voru snjó- þyngsli mikil í vetur og því líkur á því að haglendi hafi verið lítið gróið. Ætla má að ærin hafi leitað nýrra beitilanda og tapað áttum og hefur hún ásamt lambi farið a.m.k. yfir 4 varnarlínur sauðfjáiveikivarna. Ætla má að ærin hafi farið yfir girðingarnar á snjó, hins vegar sagði Dagbjartur að ærin hafi verið létt á sér og hefðu því hindranir eins og þessar girðingai1, vart tafið för hennar. Bein loftlína úr Hálsa- sveit í Krossfjarðarnes er um 104 km en í sláturhúsinu þar enduðu ærin og lambið iíf sitt. - Sveinn Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Ófá stökkin hefur heimasæta Árna Kópssonar tekið fyrir framan áhorfendur sem hafa skipt þúsundum í sumar á torfærumótum. Torfæran í Jósepsdal: Tvöfaldir meistarar og Islandsmet í jeppaflugi „EG HEF þurft að hafa mikið fynr þessu og heíúr talsvert af aurum farið í þetta dæmi. I fyrstu keppninni vissi ég ekki hvort ég færi afturábak eða áfram á nýsmíðuðu ökutækinu, en komst svo á fullan skrið. Tækið skilaði mér til sigurs í öllum mótum nema tveimur,“ sagði Árni Kópsson í samtali við Morgunblaðið. Hann vann um helgina bikarmeistarakeppni Jeppaklúbbs Reykjavíkur í síðustu torfærukeppni ársins, en hafði helgina áður tryggt sér Islandsmeist- aratitilinn í flokki sérútibúinna jeppa. Einnig varð Stefán Gunnars- son tvöfaldur meis.ari í flokki „standard“-jeppa og vann sinn flokk í keppninni á laugardaginn, sem Árni Kópsson smíðaði fyrir keppnistímabilið sannkallað furðu- tæki,_sem hann kallar Heimasæt- una. í fyrstu leist mönnum ekkert á gripinn sem líktist ekki jeppa, en þegar hver sigurinn af öðrum leit dagsins ljós fóru fleiri að smíða álíka tæki. „Ég átti alveg eins von á þvt að aðrir myndu ganga á lag- ið og smíða sams konar bíl,“ sagði Árni. „En þetta er eins og með tölvur, það er auðvelt að smíða kassann, en það er innvolsið sem verður að virka. Öll hlutföll verða að vera rétt og hlutirnir í lagi og ég held að minn bíll sé eins góður og hann getur mögulega orðið. Hann hefur skilað sínu, leyst marg- ar erfiðar þrautir. Ég hef lært það að hika er sama og að tapa í tor- færu og þetta óvænta sem alltaf er viðloðandi svona akstur er það sem ég lifi fyrir,“ sagði Árni. Annar harður ökumaður setti svip á keppnina um helgina. Gunn- ar Guðmundsson setti íslandsmet í jeppaflugi á Willys sínum. Hann sveif 19.70 metra fram af trépalli og og sló eldra met Sturlu Jónsson- ar. „Ég var nú hálf ragur í fyrstu tilraun, en lét síðan vaða í þeirri seinni og fór fram af pallinum á 120 km hraða. Þetta er náttúrulega ævintýramennska, en jeppar eiga þola svona stökk. Hinsvegar var bremsukafiinn of stuttur og ég Ienti ofaní hvarfi skömmu eftir lendingu og hélt að hausinn fyki af því högg- ið var svo mikið. Þetta slapp þó og ,það er gaman að hafa sett nýtt met,“ sagði Gunnar. fram fór í slæmu veðri. Urslit í torfærunni Flokkur sérútbúinna stig 1. Árni Kópsson (Heimasæta (grind) 2655 2. Jón S. Halldórsson Jeepster 2135 3. Ásm. Guðmansson Ford 42 1700 4. Benedikt Eiríksson Willys 1645 5. Haraldur Ásgeirsson Jeepster „Standard“-flokkur 825 1. Stefán Gunnarsson Willys 2745 2. Trausti Sigvaldason Willys 2735 3. Ríkh. Jónasson Ford 42 26809 4. RafnGuðjónssonWillys 2155 5. Gunnar P. Pétursson Willys 2510 Árni Kópsson er íslands- og bikarmeistari í torfæruakstri sérútbúinna torfærujeppa. Hann er búsettur á Bíldudal. íslandsmet í jeppallugi. Gunnar Guðmundsson sveif 19.70 metra á Willys og hirti 70.000 króna verðlaun fyrir ómakið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.