Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 12
fttiíir^MmPWfoiín VIDSKIFn AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988 Fyrirtæki Byijum með mjög öflugu markaðsátaki Rætt við forstöðumenn Iceland Crown, nýstofnaðs íslenzks verzlunarhúss í Vestur-Þýzkalandi STJORNIN — Stjóm Iceland Crown í Hamborg. Talið frá vinstri: Kristinn Blöndal, sem verður for- stöðumaður fyrirtækisins, Gunnlaugur M. Sigmundsson, Þráinn Þorvaldsson, stjómarformaður, Ami Ama- son, Hreinn Jakobsson og Stefán Melsted. í síðustu viku var gengið frá stofn- un íslenzks verzlunarhúss í Ham- borg. Hluthafar f þessu fyrirtæki eru Þróunarfélag íslands, Iðn- lánasjóður, Þráinn Þorvaldsson, fyrrum framkvæmdastjóri Út- flutningsráðs, en hann rekur nú ráðgjafar- og fjárfestingafyrir- tæki og Kristinn Blöndal, sem um þriggja ára skeið hefur veitt for- stöðu söluskrifstofu Sölustofnun- ar lagmetis í Þýzkalandi. Þá eru fleiri aðilar að kanna þátttöku, en vonazt er til að þetta verði öflugt fyrirtæki f framtfðinni. Tilgangur þess er að selja fslenzkar vörur á Þýzkalandsmarkaði svo og vörur annars staðar frá. Verzlunarhús er fyrirtæki, sem sérhæfir sig í kaupum og sölu á vörum, sem framleiddar eru af öðrum. Algengt er, að verziunar- hús kaupi vörumar og selji þær fyrir eigin reikning. Fyrirtæki þessi vinna bæði að útflutningi og innflutningi. Þetta fyrirtækja- form er gamalgróið á Vesturlönd- um og stór hluti útflutnings margra landa fer um verzlunar- hús.I Vestur-Þýzkalandi fara 30% af heildarútflutningnum um verzl- unarhús, f Hollandi 25%, f Frakk- landi og Englandi um 20%. Fyrirtæki þessi sérhæfa viðskipti sín á ákveðnum landsvæðum og í ákveðnum vöruflokkum. Mjög al- gengt er, að þau starfi í fjarlægum heimshlutum. Verzlunarhús hafa yflrleitt skrif- stofur á viðkomandi mörkuðum. Þau starfa því í mjög nánu sambandi við markaðinn. Þessi fyrirtæki hafa miklu hlutverki að gegna í útflutn- ingsþróun. Innan þeirra myndast mikil þekking á viðkomandi markaði og það sparar væntanlegum útflytj- endum mikinn tíma og kostnað að þurfa aðeins að leita til eins aðila á markaðinum. Stofnað að frumkvæði Þróunarfélagsins — Þetta verzlunarhús er stofnað að frumkvæði Þróunarfélags íslands, sagði Þráinn Þorvaldsson í viðtali við viðskiptablaðið. — Fyrirtækið verður alfarið í eigu íslenzkra aðila, en það sem skiptir kannski mestu máli er, að það er staðsett á markaðinum erlendis. Það er þróun, sem við eigum eftir að sjá meira af í framtfðinni, en sem þó er þegar hafín t. d. hjá íslenzku skipafélögunum. Við verð- um að stefna að því í vaxandi mæli að koma okkar eigin fólki fyrir á erlendum mörkuðum. Mér var falið að koma hugmynd- inni í framkvæmd og síðar kom Kristinn Blöndal að málinu. Ástæðan fyrir því að Þróunarfélagið og Iðn- lánasjóður hafa tekið höndum saman og stofnað þetta fyrirtæki er sú, að þessir aðilar, bæði Þróunarfélagið og Iðnlánasjóður, hafa lánað fé til íslenzkra fyrirtækja, sem framleiða fyrir útflutning og vilja þvf bæta og efla markaðsstöðu þeirra á erlendum vettvangi með þátttöku í verzlunar- húsi sem þessu. Áherzla verður lögð á markaðssetningu á nýjum íslenzk- um útflutningsvörum ásamt hefð- bundnum vörum. í stjóm fyrirtækis- ins eru menn, sem allir eru fagmenn á sviði fjármála og utanríkisvið- skipta. Menn hafa velt því lengi fyrir sér að stofna fyrirtæki af þessu tagi. Ég held hins vegar, að það sé meiri áhugi á þessu núna. Það gera sér allir grein fyrir því, að þörf er á stór- auknu útflutningsátaki og taka þarf upp nýjar aðferðir og þugmyndir með breyttum tímum. í sambandi við stoftiun þessa fyrirtækis má benda á, að engar hömlur verða sett- ar á meðferð hlutabréfa í því, þannig að allir hluthafar geta selt hlutabréf sín, þegar þeim sýnist. Þá má geta þess, að annað og fleira en peningar er viðurkennt sem framlag eigenda til fyrirtækisins, þegar hlutafé er reiknað. Þar era þekking og reynsla einnig talin til verðmæta. Þetta er algengt víða erlendis, enda þótt það hafí ekki tíðkazt í miklum mæli hér á landi fram að þessu. Þá er Ifka áformað að tengja afkomu þeirra, sem við fyrirtækið starfa, afkomu þess. Þar koma bæði til beinar ft'árgreiðslur og greiðslur f formi hlutabréfa í fyrirtækinu. Ætlunin er sú, að taka smám saman upp þær reglur og aðferðir, sem tíðkast hjá fyrirtækjum erlendis í þessu tilliti. í stjóm Iceland Crown eru þeir Þráinn Þorvaldsson, stjómarfor- maður, Gunnlaugui M. Sigmunds- son, Ámi Amason og í varastjóm Hreinn Jakobsson og Stefán Melsted, en Kristinn Blöndal verður forstöðu- maður, eins og áður var getið. Áherzla lögð á fullunnar vörur — Við munum leggja megin áherzlu á það í fyrirtæki okkar að selja fullunnar vörar frá íslandi, sagði Kristinn Blöndal. — Við mun- um jafnframt reyna að nýta þekk- ingu okkar og reynslu til að markaðs- setja nýjungar á matvælasviðinu og kalla það fram, sem við íslendingar höfum sérstaklega fram að bjóða. Við munum starfa í mikilli sam- keppni við fyrirtæki frá öðram Norð- urlöndum eins og Noregi, Danmörku og Svíþjóð en einnig að sjálfsögðu í mikilli samkeppni við þýzk fyrirtæki. Þetta nýja fyrirtæki ræður yfir það miklu Qármagni, að það getur farið út í öflugt markaðsátak í upp- hafi, en vangeta á því sviði hefur oft háð íslenzkum fyrirtækjum er- lendis. Til að byija með verðum við aðeins tvö sem störfum þama, en öll skilyrði til að ná skjótum og raun- hæfum árangri eiga að vera fyrir hendi og fyrirtækið verður með að- setur á góðum stað í Hamborg. Ef margir aðilar með samstæðar vörar eiga eftir að leita til okkar, þá sjáum við um að selja vörar frá þeim öllum. Þetta sparar þeim fé og fyrirhöfn, þar sem þeir þurfa þá ekki að fara til Þýzkalands og fínna sér umboðsmenn þar með öllum þeim tilkostnaði, sem því tilheyrir. Nú getum við verið í fyrirsvari fyrir þá alla. Það sem ég á við með þessu er, að þær vörur, sem við seljum fyrir hina ýmsu aðila, munum við setja saman í vöruflokka, þar sem vöruteg- undimar styðja hver aðra. Sem dreififyrirtæki munum við leggja höfuðáherzlu á að dreifa vöram okk- ar í verzlunarkeðjur. Ætlunin er einnig að byggja starfsemi okkar þannig upp, að við getum síðar farið inn á svokallaðan stofnanamarkað. Styrkleiki okkar felst m. a. í því, að þama verður um fyrirtæki að ræða, sem getur beðið eftir árangri af starfsemi sinni ( nokkum tíma og hefur þar af leiðandi tækifæri til að koma sér upp miklu traustari grand- velli en ella fyrir framtíðarárangri. Verðlag FYRSTI útreikningur eftir nýjum vísitölugrunni i framfærsluvísi- tölunni fer fram um þessar mund- ir hjá Hagstofu íslands. Hinn nýji grunnur byggist 'a neyslukönnun sem gerð var á árunum 1985 og 1986. Könnunin náði til alls lands- ins og til allra fjölskyldugerða — bæði atvinnurekenda og launþega. Að sögn Vilhjálms Ólafssonar, skrifstofustjóra hjá Hagstofunni, var sá grunnur sem áður var notaður Það vill oft verða svo, að þegar aðil- ar þurfa að fá peninga í budduna mjög fljótt til að halda því gang- andi, eins og gjaman á sér stað hér á íslandi með dýra fjármagni, þá hafa aðilar ekki tíma til að bíða eft- ir æskilegri uppbyggingu á markaðs- starfi sínu. Nú eigum við í viðræðum við um tíu íslenzk fyrirtæki um sölu á fram- leiðsluvöram þeirra og flest þeirra era í matvælaframleiðslu. í upphafl verður lögð áherzla á matvælasviðið. Það er mín skoðun, að matvælafram- leiðslan verði þrátt fyrir allt gullkista okkar íslendinga í framtíðinni og fleiri og fleiri erlend fyrirtæki eru nú farin að spyijast fyrir um mögu- leika á því að ftárfesta hér á landi á því sviði. Þetta stafar fyrst og fremst af þeim breytingum, sem nú era að eiga sér stað á markaðinum. Þar er að koma fram yngra fólk, sem hefur aðra vitund og gerir kröfu til heilbrigðari fæðu. A sama tíma og mengunin vex í heiminum, þá verða auðlindir íslands æ verðmætari. Um leið er það mjög mikilvægt, að við skynjum þetta og geram okk- ur grein fyrir því, að við verðum nú strax að hefjast handa. Úti í Evrópu er fólk um þrítugt mun umhverfls- sinnaðra en fólk um fimmtugt. Yngra fólkið hefur haft tækifæri til þess að ferðazt miklu meira og hefur kynnzt heiminum allt öðra vísi. Það er mun opnara og hefur náð að kynn- ast matarvenjum og lifnaðarháttum annarra þjóða og gerir þá kröfur ! samræmi við það. Við verðum líka að gera okkur grein fyrir, að neyt- endur era að verða miklu jákvæðari gagnvart vöram í hágæðaflokki. Þær mega kosta eitthvað, enda þótt þær þurfi ekki endilega að vera dýrar. Við erum sjálfir búnir að upplifa samskipti við erlenda umboðsmenn og hversu erfitt það er fyrir seljend- ur hér heima að fá allar þær upplýs- ingar, sem þeir þarfnast. Við komum til með að starfa mjög opið og náið með þeim aðilum, sem við verðum umboðsmenn fyrir, þannig að þeir hafi á hveijum tíma sem allra beztu upplýsingar um markaðinn og starf- semi okkar. Markaðurinn er að breytast. Það flnna það allir, að samkeppnin þar er að harðna mjög mikið. Menn verða því að taka upp aðrar aðferðir og vera í nánari tengslum við markað- inn. Það er kannski það, sem skilur á milli feigs og ófeigs í þessu tilliti, hvort þeir séu í góðum tengslum við markaðinn. Nafnið Iceland Crown er hluti af þeirri ímynd um hágæða- vöra, sem við ætlum að reyna skapa í tengslum við kynningu á okkar vöram út á við. Þess vegna er þetta heiti haft á ensku, þv( væri það á þýzku, þá myndum við aðeins geta fengið það verndað þar í landi. Það er hins vegar markmið okkar að geta skapað okkur heilsteypta ímynd alls staðar í Vestur-Evrópu. tekinn í notkun í febrúar 1984. Hann byggðist á neyslukönnun sem fór fram áárunum 1978-1979. Vilhjálm- ur sagði það líklegt að litlar breyting- ar hefðu orðið á vægi einstakra liða. Þó hefði vægi húsnæðisliðar og rekstur á eigin bíl líklega hækkað en á móti hefði vægi matvöruliðar og fleiri liða lækkað. Niðurstöður væra hins vegar væntanlegar alveg á næstunni. Nýrgrunnur framfærsluvísitölu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.