Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 2
2 B rpi 'rvr'n. p inin/n iti/impi UIUKMIVDLrHDgaiV GiGA.ifTVfinítOM MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIPn/AIVINNUUF FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988 Auglýsingar Octavo og Svona gerum við sameinast Um 30 manns munu starfa hjá íslensku auglýsingastofunni sem tekur til starfa í j úlí Fjárfesting Atlantica íhugar þáttöku í Hótel Örk og Holiday Inn AUGLÝSINGASTOFURNAR Ocktavo og Svona gerum við munu sameinast nú seinnihluta 1‘úlímánaðar og kallast þar eftir slenska augiýsingastofan. Munu alls um 30 manns starfa hjá fyrirtækinu, sem verður þá meðal stærstu auglýsingastofa hérlendis. íslenska auglýsinga- stofan verður til húsa í Framtí- Aukning heildarinnlána hjá við- skiptabönkunum var 4,3% á fyrstu fimm mánuðum ársins í samanburði við 13,6% aukningu á sama tíma í fyrra. Heildarútl- án jukust um 15% en þau höfðu aukist um 17,3% á sama tíma í fyrra. Þetta eru mikil umskipti til hins verra en tekið skal fram að afurðalán eru inn í tölum um útlán. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins varð innlánaaukning hjá einstökum bönkum eftirfarandi: Landsbankinn jók innlán um 3,1%, Útvegsbankinn 11,0%, Búnaðar- bankinn 2,8%, Iðnaðarbankinn 0,9%, Verslunarbankinn 10,0%, Samvinnubankinn 4,1% og Al- ðinni í Skeifunni. Að sögn Jóns Karlssonar, bó- kaútgefanda og eiganda Octavo, verður starfsemi íslensku auglýs- ingastofunnar með nokkuð öðru sniði heldur en hér hefur tíðkast, þar sem meiri áhersla verður lögð á markaðsmál og markaðsrann- sóknir í þágu viðskiptavina stof- unnar. Sjálf auglýsingagerðin þýðubankinn 6,1%. Innlánsaukning fyrstu 5 mán- uðina í fyrra var mun hagstæðari en þá jók Landsbankinn innlán um 18%, Útvegsbankinn 20%, Búnað- arbankinn 5,8%, Iðnaðarbankinn 8,3%, Verslunarbankinn 13,7%, Samvinnubankinn 9,5% og Al- þýðubankinn 17,4%. Á fyrstu 5 mánuðum ársins jók Landsbankinn útlán um 14,5%, Útvegsbankinn 19,9%, Búnaðar- bankinn 13,5%, Iðnaðarbankinn 13,8%, Verslunarbankinn 13,9%, Samvinnubankinn 17,5% og Al- þýðubankinn 17,2%. Þessar tölur eru ýmist mun lægri en á síðasta ári eða á svipuðu róli hjá einstök- um bönkum. verður eftir sem áður mjög stór þáttur í starfseminni. Aðstandendur nýju stofunnar hafa verið á faraldsfæti erlendis og aflað þar sambanda og sam- starfsaðila meðal kunnra auglýs- ingastofa, svo að í auknum mæli mun verða leitað eftir þjálfun og ráðgjöf hjá erlendum auglýsinga- mönnum. Jón Karlsson segir að með sam- einingu stofanna sé ætlunin að efla enn þjónustuna við viðskipta- menn stofanna, jafnframt því að fá fram stóraukna hagræðingu í rekstri, þar sem m.a. verði nú unnt að leysa öll viðfangsefni af hendi innanhúss. Hjá Octavo hafa starfað um 9 manns en um 12-14 hjá Svona gerum við, en þar eru aðaleigendur Kristján Friðriksson og Ólafur Ingi Ólafsson. Að auki eru meðal hluthafa í íslensku aug- lýsingastofunni Friðrik Friðriks- son, framkvæmdastjpri markaðs- sviðs IBM og Jónas Ólafsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Oc- tavo en verður nú framkvæmda- stjóri nýju stofunnar. BANKAEFTIRLIT Seðlabankans og sambærilegar stofnanir á hin- ÞÝSKA fyrirtækið Atlantica, sem á dögunum festi kaup á fjórðungi hlutafjár í Arnar- flugi, hafa að undanförnu þreifað fyrir sér hér á landi með þátttöku í hótelrekstri. Bæði Helgi Þór Jónsson, eig- andi Hótel Arkar í Hveragerði, og Guðbjörn Guðjónsson, eig- andi hótelsins Holiday Inn stað- festu í samtali við Morgun- blaðið að hafa átt viðræðum við fulltrúa Atlantica en vildu að öðru leyti ekki tjá sig um við- ræðurnar á þessu stigi. Reynd- ar herma heimildir Morgun- blaðsins um þátttöku Atlantica um Norðurlöndunum hafa gert með sér samning um að skiptast á upplýsingum um viðskipti á verðbréfamörkuðum. Samstarfið ætti að gera stofnunum betur kleift að hafa eftirlit með verð- bréfaviðskiptum á milli landanna en verðbréfaviðskipti á milli Norð- urlandanna að Islandi undan- skildu hafa aukist talsvert undan- farið. Þetta samstarf gæti einnig komið íslendingum vel ef ákveðið verður að leyfa verðbréfaviðskipti íslendinga eriendis og útlendinga hérlendis. Að sögn Þórðar Ólafssonar for- stöðumanns Bankaeftirlitsins var ákveðið á fundi þeirra aðila sem hafa eftirlit með bönkum og verð- Fjölmiðlun Wall Street Journal á Stöð 2 STÖÐ 2 hefur i kvöld sýningar á bandariskum sjónvarpsþáttum um viðskipti og efnahagsmál sem gerðir eru á vegum dagblaðsins Wall Street Journal. Þættirnir verða sýndir hérlendis vikulega, nokkrum dögum eftir að þeir eru sýndir í Bandaríkjunum. Að sögn Sighvats Blöndals mark- aðsstjóra Stöðvar 2 er hér um að ræða hálftíma þætti með fréttum af alþjóðaviðskiptum og efnahagsmál- um og verða þeir sýndir á fímmtu- dögum og endurteknir á laugardög- um. Ef þættimir njóta vinsælda er ætlunin að flytja í tengslum við þá fréttir af íslensku viðskiptalífí. Ef af verður mun þessi innlenda þátta- gerð hefjast í haust. í Holiday Inn séu á lokastigi Atlantica er í reynd eignar- haldsfyrirtæki með aðalbæki- stöðvar I Oberhausen í Þýska- landi. Að fyrirtækinu standa aðil- ar í hótelrekstri, veitingarekstri og ferðaþjónustu ög að því er heimildir Morgunblaðsins herma er hér á ferð fjárhagslega mjög sterkt fyrirtæki. Forsvarsmenn Atlantica hafa nú fengið augastað á íslandi sem heilsubótastað fyrir íbúa M-Evrópu og því segja heim- ildarmenn Morgunblaðsins að fyr- irtækið ætli sér hér mun stærri hluti heldur einungis að íjárfesta í Arnarflugi. bréfaviðskiptum á Norðurlöndunum árið 1986 að samstarfshópur á veg- um þeirra myndi vinna að því að auðvelda viðskipti á fjármagnsmark- aði á milli landanna innan þeirra marka sem lög einstakra landa heim- ila. Meðal þess sem samstarfíð hefur skilað er þessi samningur en sam- starfshópurinn starfar áfram og verður næsti fundur hans í Reykjavík í haust. íslendingar eru ekki aðilar að IOS- CO, alþjóðasamtökum eftirlitsaðila með verðbréfaviðskiptum, en flest hinna Norðurlandanna eru það og hafa íslendingar að sögn Þórðar að- gang að upplýsingum frá IOSCO í gegnum hin Norðurlöndin. „Við höf- um ekki enn séð ástæðu til að ganga í samtökin vegna þess hversu þróun verðbréfaviðskipta á íslandi er skammt komin," segir Þórður. „ Ef af verðbréfaviðskiptum verð- ur er mjög gott að hafa aðgang að reynslu annarra þjóða og aðild að IOSCO kæmi fyllilega til greina síðar. Mér er kunnugt um að í Seðla- bankanum hefur verið unnið að samningu reglna um heimildir til við- skipta með erlend verðbréf á grund- velli laga nr. 63. frá 1979 um gjald- eyris og viðskiptamál. Það ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að hefja þessi viðskipti mjög fljótlega eftir að allar heimildir liggja fyrir." Danir eiga einir Norðurlandaþjóð- anna aðild að EB og að mati Þórðar gefur samstarfíð íslendingum mögu- leika á því að fylgjast vel með þróun- inni innan EB enda hafa Danir orðið að aðlaga löggjöf sína um þessi mál að kröfum EB JÍslendingar taka einn- ig sem aðili að EFTA þátt í viðræðum EFTA og EB ríkja um stöðu aðila í EFTA ríkjum gagnvart sameiginleg- um markaði innan EB þegar hann verður að veruleika árið 1992. Að sögn Tryggva Axelssonar lög- fræðings í Viðskiptaráðuneytinu eru þessar viðræður enn á frumstigi. TOLYUSKOLIGJ J SUMARNÁMSKEIÐ1988 — > Grannnámskeið 6. jiílí kl. 9.00-16.00 Stýrikerfi (DOS) 7.-8. júlí kl. 9.00-16.00 WORD 11.-13. júlí kl. 9.00-13.00 WORDPERFECT 14.-15. júlí kl. 9.00-16.00 EXCEL 18.-20. júlí kl. 9.00-16.00 MULTIPLAN 21.-22. júlí kl. 9.00-16.00 j Námskeiðin eru haldin á Nýbýlavegi 16, Kópavogi. Athugið möguleika ykkar á að sækja um styrk fyrir náms- kostnaði hjá tilheyrandi stéttarfélagi. SKRÁNING 0G NÁNARIUPPLÝSINGAR í SÍMA 641222. HAUSTNÁMSKEIÐ HEFJAST 29. ÁGÚST. GÍSLI J. JOHNSEN Nýbýlavegi 16, Kópavogi Sími 641222 r i i HvailiiyoluJJ. simibJJAj; Akureyri: Tölvutæki - Bókval Kaupvangsstræti4, sími: 26100 Bankar Óhagstæðarí þróun inn- og útlána — samanborið við síðastliðið ár Fjármál Samstarf bankaeftirlita á Norðurlöndunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.