Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 1
Gjaldeyriskaupin og bankarnir Bankamir hafa að undanfömu verið harðlega gagnrýndir vegna kaupa á gjaldeyri síðustu dagana fyrir gengisfellingu. Ýmsir nafa talið að a.m.k. sumir þeirra hafí vísvitandi hamstrað gjaldeyri í því skyni ná sem mestum gengishagnaði. í skýrslu Seðlabankans segir að það sé skoðun bankastjómarinnar að miðað við þær óvissuaðstæður sem skapast höfðu hafí ekki verið um óeðlileg gjaldeyriskaup bankanna að ræða. Eðlilegt væri að viðskiptabankamir hafi þurft að búa sig undir aukna gjaldeyris- sölu næstu daga sem ekki varð síðan af vegna lokunar gjaldeyris- markaða. í blaðinu í dag er fjallað um þá atburði sem — urðu dagana fyrir O gengisfelling^u. Sameining 2 íslenzkt verzlunar- Fjárfesting 2 Flug 3 EB—punktar 5 Fólk 6 Markaðsmál 8 Sjónarhorn 10 Vísitala 12 hús í Hamborg íslenzkt verzlunarhús hefur verið stofnað í Hamborg og eru hluthafar í því fyrirtæki Þróunarfélag íslands, Iðnlánajsóður, Þráinn Þorvaldsson og Knstinn Blöndal. í viðtali við Þráin og Kristin kemur fram, að verzlun- arhús af þessu tagi sérhæfa viðskipti sín á ákveðnum landssvæðum og í ákveðnum vömflokkum, og að ekki sé óalgengt að þau starfí ( fíarlæg- um heimshlutum.Áherzla verður lögð á markaðssetningfu á nýjum íslenzk- um útflutningsvömm ásamt hefðbundnum vömm og er þá átt við fullunnar vömr frá íslandi. 12 VIÐSKIPn fílVINNULÍr PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 9. JUNI 1988 BLAÐ B Fyrirtæki Um 340m.kr. rekstr- artap Flugleiða á fyrsta ársfjórðungi Erfiðasta rekstrartímabilið að baki en félagið tapaði þó um 60 milljónum á verkfallinu REKSTRARTAP Flugleiða samkvæmt endurskoðuðum reikningum fyrir fyrstu þrjá mánuði þessa árs var um 340 milljónir króna á móti um 291 milljón á sama tímabili í fyrra. Frá þessari fjárhæð má siðan draga 6 milljón króna fjármunatekjur og um 27 mil(jón króna söluhagnað af DC-8-55 þotu sem félagið seldi i febrúar, og er því eiginlegt tap félagsins á þessu tímabili röskar 306 milljónir króna á móti 304 mil^ónum á sama tima i fyrra. Að sögn Sigurðar Helgasonar, forstjóra Flugleiða, er þessi niður- staða lítið eitt betri en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir, en fyrstu þrír mánuðir hvers árs eru jafnan flugfélaginu erfíðastir f rekstrar- legu tilliti. Rekstrartekjur Flugleiða nú fyrstu þtjá mánuðina voru 1.426 millj. króna á móti 1.127 millj. króna á sama tímabili í fyrra en rekstrargjöld nú námu 1.766 millj. króna á móti 1.418 milljónum fyrstu þrjá mánuðina á síðasta ári. Sigurður segir, að þó að rekstrar- niðurstaðan sé þannig aðeins lakari en á sama tíma í fyrra, verði að taka tillit til að nú séu komnar inn að fullu allar þær kostnaðarhækk- anir sem urðu á árinu 1987 en sem var rétt aðeins byijað að gæta fyrri hluta þess árs. Þetta hefur í för með sér að félagið er með talsvert hærri launakostnað heldur en árið á undan eða sem nemur um 40% og hlutfall launa í rekstrinu nú því talsvert hærra en þá var eða hækk- að frá því að vera um 30% upp í um 34% nú. Sigurður segir, að það sé hefð fyrir því í rekstri FÍugleiða að tap sé í rekstrinum í 7 mánuði en hagnaður hina 5 mánuðina og vegna þess að fyrstu þijá mánuðina sé félagið að ganga í gengum erfíð- asta rekstrartímabil ársins, sé ekki nema eðlilegt að þar sé um talsvert tap-að ræða. Sigurður segir ennfremur, að félagið hafi síðan verið byijað að vinna sig upp úr lægðinni þegar það sigldi inn í annan ársfjórðung en þá hafi komið til verkfall verslun- armanna og það breytt myndinni talsvert. Beint tap félagsins af völd- um verkfallsins nemur um 1,5 millj- ón dollara eða liðlega 60 milljónum króna og hefur það haft veruleg áhrif á rekstrarútkomuna í maí- mánuði, því að margir ráðstefnu- hópar t.d. beinlínis aflýstu ferðum hingað af ótta við verkföll, þó að þessar ráðstefnur hefðu ekki verið á dagskrá fyrr en eftir að verkfalli lauk. Um horfumar segir Sigurður að gengislagfæringin hafi óneitanlega hjálpað upp á sakimar en á sama tíma eigi félagið eftir að ganga frá samningum við flugliða sína en kvaðst vonast til að sú launastefna sem mörkuð hefur verið af stjóm- völdum haldi. Varðandi Evrópuflug- ið segir Sigurður að bókanir þar séu mjög svipaðar því sem var á sl. ári en hins vegar aðeins samdráttur í bókunum á N-Atlantshafínu. Bæði kæmi þar til að félagið væri með aðeins minna sætaframboð á þeirri leið en verið hefur og eins virtust bókanir koma seinna inn. Einnig hefði félagið tekið upp tekjustýring- arkerfí, þannig að félagið tæki nú ekki lengur hvaða hópa sem væri á lægstu fargjöldum miðað við að pantað væri með 6-8 mánaða fyrir- vara, líkt og lengi hefði tíðkast. Frekar væri slíkum hópum sleppt í von um að í staðinn fengjust far- þegar á hærri fargjöldum til að fylla þessi skörð. Þessi stefnubreyt- ing hefði hins vegar í för með sér að sætanýtingin væri eitthvað lak- ari. Flugleiðir hafa nú markað þá stefnu að birta ársfjórðungslega endurskoðað reikningsuppgjör yfir rekstur og stöðu fyrirtækisins. Fé- lagið gengur þannig lengra heldur en ráð er fyrir gert í nýjum reglum Verðbréfaþings varðandi upplýs- ingagjöf fyrirtækja sem fá hluta- bréf skráð hjá þinginu. Sigurður Helgason segir hins vegar að með þessu vilji Flugleiðir leggja sitt af mörkum til að efla virkan íslenskan hlutabréfamarkað. REKSTUR18 KAUPFELAGA A SIÐASTA ARI (Allar tölur í þúsundum króna) Hagnaður/Tap Rekstrartekjur Veltufjárhlutfall 1986 1987 1986 1987 1986 1987 KEA Kaupf. Eyfirðinga -2.247 37.794 4.465.911 5.486.987 118% 122% KASK Kaupf. A-Skaftafellssýslu 41.004 20.533 1.342.597 1.853.588 81% 88% KFFB Kaupf. Fáskrúðsfirðinga 3.401 72.349 KSF Kaupf. Stöðfiröinga 4.700 2.804 83.556 93.763 69% 85% KKÞ Kaupf. Kjalarnesþings 499 1.197 107.023 151.396 197% 114% KBÓ Kaupf. Bitrufjarðar 846 50.840 112% KStN Kaupf. Strandamanna 36 55.892 69% SAH Söluf. A-Húnvetninga 159 -2.224 405.711 541.365 123% 132% KH Kaupf. Húnvetninga 1.796 -8.895 390.682 492.224 61% 70% KÁ Kaupf. Árnesinga 27.724 -13.541 905.559 1.106.711 78% 82% KFV Kaupf. Vestmannaeyja -2.956 -13,941 158.323 181.178 62% 42% KHv Kaupf. Hvammsfjarðar -11.048 -20.666 304.621 396.327 71% 64% KFH Kaupf. Hafnfirðinga -630 -22.261 281.484 327.191 54% 39% KHB Kaupf. Héraðsbúa 19.000 -26.431 1.016.943 1.225.157 107% 105% KBB Kaupf. Borgfirðinga 7.934 -32.064 1.275 723 1.642.895 96% 97% KS Kaupf. Skagfirðinga 15.868 -39.435 1.099.881 1.318.902 107% 106% KRON Kaupf. Rvíkur og nágr. -31.348 -41.066 609.203 1.129.023 49% 78% KÞ Kaupf. Þingeyinga 6.246 -55.259 689.828 859.846 94% 86% Samtals 76.701 -209.172 13.137.045 16.985.634 95% 97% Heildareignir Eigið fé Eiginfjárhlutfall 1986 1987 1986 1987 1986 1987 KEA Kaupf. Eyfirðinga 3.655.918 4.350.658 1.779.153 2.038.931 49% 47% KASK Kaupf. A-Skaftafellssýslu 947.132 1.186.138 260.592 344.764 28% 29% KFFB Kaupf. Fáskrúðsfirðinga 101.235 20.350 20% KSF Kaupf. Stöðfirðinga 34.310 59.079 3.910 6.651 11% 11% KKÞ Kaupf. Kjalarnesþings 45.524 55.306 28.929 33.912 64% 61% KBÓ Kaupf. Bitrufjarðar 62.846 5.173 8% KStN Kaupf. Strandamanna 60.414 8.255 14% SAH Söluf. A-Húnvetninga 447.371 511.205 130.308 149.059 29% 29% KH Kaupf. Húnvetninga 262.353 351.555 35.710 33.169 14% 9% KÁ Kaupf. Árnesinga 768.281 768.281 208.704 227.796 27% 30% KFV Kaupf. Vestmannaeyja 86.718 97.819 10.592 -1.245 12% -1% KHv Kaupf. Hvammsfjarðar 291.045 337.767 -240 -23.321 0% -7% KFH Kaupf. Hafnfirðinga 133.847 141.350 -107 -22.006 0% -16% KHB Kaupf. Héraðsbúa 830.012 1.058.675 237.176 254.431 29% 24% KBB Kaupf. Borgfirðinga 1.139.776 1.301.275 368.365 395.767 32% 30% KS Kaupf. Skagfirðinga 1.086.590 1.365.798 420.697 470.737 39% 34% KRON Kaupf. Rvíkur og nágr. 639.198 646.121 170.881 159.542 27% 25% KÞ Kaupf. Þingeyinga 566.193 688.604 124.537, 84.776 22% 12% Samtals 10.934.268 13.144.126 3.779.189 4.186.741 35% 32% AÐALFUNDUR SIS — Aðalfundur Sambands íslenskra samvinnufélaga hefst í dag í Bifröst. Ljóst er að stjórnendum þess er mikill vandi á höndum því að rekstur SÍS gekk illa á síðasta ári. Auk þess er ljóst að mörg kaupfélag- anna eiga í erfiðleikum eins og þetta yfirlit yfir rekstur átján kaupfélagaber með sér. Sjö þessara kaupfélaga skila hagnaði upp á samanlagt tæpar 67 milljónir en hin kaupfélögin tapa tæpum 276 milljónum. Eitt þeirra, Kaup- félag Hafnfirðinga, hefur þegar brugðist við þessu með því að sameinast Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis og rætt hefur verið um sameiningu nokkurra kaupfélaga á Norðaust- uriandi. Rekstur þeirra kaupfélaga sem ekki eru talin hér upp virðist hafa gengið engu betur en upp- gjör fyrir rekstur sumra kaupfélaganna á síðasta ári liggur ekki fyrir. Þannig tapaði Kaupfélag Dýrfírðinga til dæmis ríflega 40 miiljónum og Kaupfélag Steingrímsfjarðar og Kaupfélag Önfírðinga nokkrum milljónum hvort. Kaupfélag Króksfjarðar var hins vegar rekið með tæplega tveggja milljóna afgangi. Kaupfélag Eyfirðinga, KEA, er stærst kaup- félaganna og virðist rekstur þess hafa gengið best en einnig skilar Kaupfélag Austur-Skaft- fellinga góðum arði, þó mun minni en árið 1986.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.