Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, VtDSKEPTI/lllVlNNULÍF FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988 Sjónarhorn Ný viðhorfí almenningstengslum eftir Sigurð Amgn'msson Almenningstengsl merkir ekki það sama fyrir alla. Það getur t.d. þýtt skipulag og regluleg samskipti við starfsmenn, hlut- hafa og fjölmiðla, ímyndarum- sjón, kosningabarátta eða megin- þáttur í vel skipulögðu mark- aðsátaki. Almenningstengsl eru skil- greind af Almenniningstengsla- sambandi Bandaríkjanna (Public Relations Society of America) sem „stjórnunarstarf er stofnar til og viðheldur ábatasömu sam- bandi milli fyrirtækja (eða stofn- ana, samtaka, samband og bandalaga) og þess hóps fólks sem velgengni fyrirtækjanna byggist á.“ Samskipti við fjölmiðla Fjölmiðlar eru oft mikils megn- ugir og því er mikilvægt að sam- skiptum við þá sé háttað á skipuleg- an hátt, sérstaklega þegar um neyð- arástand er að ræða. Þegar Qölmiðl- ar fá ekki fullan aðgang að því sem verið er að gera, geta þeir í eyðum- ar og velta vöngum og komast e.t.v. að rangri niðurstöðu, sem getur valdið ómetanlegu, langvarandi yóni. Engum er það þó að kenna, ef svo fer, nema þeim sem ékki lætur upplýsingamar í té. Einnig ber að athuga að ef fjöl- miðlamir skýra ekki málin til hlítar tekur almenningur við, oft með óheppiiegum afleiðingum. Sann- leikurinn er hér sagna bestur þegar til lengdar lætur, því að fyrr eða síðar kemur hann fram. Afleiðing slæmra samskipta við §ölmiðla get- ur valdið tortryggni, bæði almenn- ings og viðskiptavina, í garð fyrir- tækisins. Mörgu §ölmiðlafólki er oft í nöp við „pér err“-menn og oft sagt að lítið bitastætt sé upp úr þeim („pé err“-mönnunum) að hafa. Hitt er svo annað mál að ef fagmenn, sem gera sér grein fyrir hvað er frétt- næmt og hvað ekki, sjá um almenn- ingstengsl fyrir ákveðna menn eða fyrirtæki, getur samband milli fréttamanna og almenningstengsla- manna verið öllum aðilum til mikils framdráttar. Starf sheitaruglingur Eins og áður sagði eiga ekki all- ir við það sama þegar þeir tala um almenningstengsl og vilja t.d. ein- skorða það við fjölmiðlatengsl (media relations). Er höfundur hringdi eitt sinn í Apple Computer Inc. í Califomíu í upplýsingaleit bað hann um almenningstengsladeild. Það reyndist erfitt að ná tali af stjómanda deildarinnar og var ævinlega spurt hvort höfundur væri frá einhverjum fjölmiðli. Þar sem hann var ekki frá The New York Times eða viðskiptasíðu Morgun- blaðsins var „því rniður" ekki tími til þess að ræða við hann. Honum þótti þetta undarlegt en komst fljót- lega að því að hér var einungis um blaðafulltrúa fyrirtækisins að ræða; mikið var að gera og einungis brýn erindi voru tekin fyrir. Yfírumsjón með almennings- tengslum, og þá einnig samskiptum við Qölmiðla, var í höndum sam- skiptastjóra fyrirtækisins (director of corporate communications). Því er augljóst að ekki em allir að tala um það sama þegar almennings- tengsl ber á góma. „Þegar fjölmiðlar fá ekki fullan aðgang að því sem verið er að gera, geta þeir í eyðurnar og velta vöngum og komast e.t.v. að rangri niðurstöðu, sem getur valdið ómetanlegu, langvarandi tjóni. Engum er það þó að kenna, ef svo fer, nema þeim sem ekki lætur upplýsingarnar í té.“ Ekki eingöngu fjöliniðlatengsl Almenningstengsl em þó ekki eingöngu skipuleg samskipti við fjölmiðla. í reitnum hér fyrir neðan em nefndir nokkrir flokkar, sem Almenningstengslasamband Bandaríkjanna hefur sett á blað og heyra undir almenningstengsl (ekki tæmandi listi): 1. Aætlanagerð — skoða og skýra vandamál og tækifæri, skil- greina markmið og hópa, og ráðleggja aðgerðir. 2. Samskipti — safna saman upp- lýsingum bæði innan og utan fyrirtækisins og meta þær og skoða til þess að þróa tillögur. 3. Skrif og undirbúningur fyrir útgáfu — nota hið prentaða mál til þess að ná til ýmissa hópa í gegnum fréttatilkynningar, bæklinga, skýrslur, ræður, blaða- og tímaritagreinar, vöm- upplýsingar, fréttabréf o.s.frv. 4. Upplýsingar — setja upp kerfí sem gerir það kleift að dreifa efni til viðeigandi ritstjóra og dagblaða, útvarps- og sjónvarps- stöðva og vekja áhuga þessara aðila á því að segja frá viðhorf- um fyrirtækisins / stofnunarinn- ar / sambandsins. 5. Framleiðsla — hafa almenna þekkingu á hvers konar skrifum, útliti, myndum; hvaða ljósmynd- ir og letur em áhrifamest fyrir viðkomandi bæklinga, skýrslur o.fl. 6. Einstakir viðburðir — áætla og samræma fréttamannafundi, vömsýningar, opnanir ýmiss- konar, samkeppnir o.fl. 7. Orðasamskipti — halda ræður varðandi fyrirtækið /stofriun’- ina/sambandið og einnig skrifa slíkar ræður fyrir aðra. 8. Rannsóknir og endurmat — komast yfir upplýsingar sem nota má í almenningstengslaað- gerðir í gegnum persónuleg við- töl, bókasöfn og óformlegar samræður; ráða og meta vinnu fyrirtækja sem gera skoðana- kannanir; þróa aðgerðir sem em byggðar á niðurstöðunum. Almenningstengsladeildir innan fyrirtækja Eins og fram kemur í reitnum em störfín margvísleg og oft er um töluverða sérhæfíngu að ræða. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því að flestir almennings- tengslamenn vinna ekki á almenn- ingstengslastofum, helfur í almenn- ingstengsladeildum innan fyrir- tækja. Fyrirtækin hafa frá ákveðnum hlutum að segja og telja peningun- um, sem til þess fara, vel varið. Almenningstengsladeiidimar sjá um að halda reglulegu sambandi við ritstjóra og fréttamenn, starfs- fólk, viðskiptavini, hluthafa og stjóm fyrirtækisins. Þær útbúa síðan prentað mál (mynd- eða hljóð- bönd) til stuðnings sínum sjónar- miðum. Hversu viðamikið þetta er, ræðst af tiltæku frármagni og frolda starfsfólks. Fjármálaalmenn- íngstengsl Sá þáttur sem hefur vaxið hvað mest í Bandaríkjunum undarfanfar- „Sú stefna sem er hvað mest ríkjandi nú í almenningstengslum vestanhafs er áherslan á markaðssamskipti. Þessi stefnubreyting er bein afleiðing af þvi að nú á tímum er mun líklegra að finna kaupsýslumenn í almenningstengslum, frekar en almenningstengslamenn í kaupsýslu.“ ið eru fjármálaalmenningstengsl. Þeir hópar sem þar skipta hvað mestu máli eru hluthafar, verð- bréfasalar og fréttamenn sem segja frá frármálum. Hér er eingöngu um upplýsingar varðandi ágóða eða tap fyrirtækisins að ræða. Þetta er ákaflega sérhæft og viðkvæmt svið einkum vegna tíðra ásakana á hendur verðbréfasölumum að þeir notfæri sér „innanhúss" upplýsing- ar til þess að græða á með því að kaupa hlutabréf í þeim fyrirtækjum sem upplýsingamar koma frá. Þeg- ar svo upplýsingamar eru orðnar alkunnar og hlutabréf fyrirtækisins hækka, eru þau seld af þeim sem hafði keypt þau áður en allar al- mennar tilkynningar vom birtar — með góðum hagnaði. Þetta er hins vegar ólöglegt og þungar sektir liggja við og fangelsisvist ef upp kemst. Ekki er hægt að segja einum frá einhverju án þess að segja öll- umöðrum frá því líka — samtímis. Mjög líklegt er að fjármálaal- menningstengsl verði notuð af fyr- irtækjum sem þurfa að afla frár með útgáfu hlutabréfa, eða þeim sem vilja auka traust manna á þeim hlutabréfum sem eru þegar í um- ferð, til þess að koma í veg fyrir óeðlilegar verðsveiflur. Almenningstengslastofur Almenningstengslastofur, sérs- taklega þær sem tengdar eru aug- Iýsingastofum, hafa yfír mörgu hugmyndaríku fólki að ráða og geta sinnt verkefnum fyrir fyrir- tæki sem ekki hafa þörf fyrir karl/konu í fullt starf. Hins vegar skal bent á það að mörg fyrirtæki erlendis hafa tekið þann kostinn að hafa bæði innan og utanhúss al- menningstengslafólk sér til halds og trausts. Almenningstengslastofúr í Bandaríkjunum veita mjög marg- þætta þjónustu og margar stofur með mikið umfang hafa tekið þá stefnu að skipta stofunni niður í ákveðin svið. Þessi svið nota síðan þau „samskiptatæki" sem þeim hentar best, svo sem fréttatilkynn- ingar, bæklinga, auglýsingar, sölu- fundi o.s.frv. Þessi svið eru kölluð ýmsum nöfnum svo sem almenn almenn- ingstengsl, markaðssamskipti og neytendaalmennningstengsl, frár- málaalmenningstengsl, fyrirtækj- asamskipti, iðnaðar- og hátækni- markaðssamskipti, starfsmanna- og samfélagssamskipti, og neyðar- ástandssamskipti. (Þessi orð eru óhjákvæmilega framandi, enda um beinar þýðingar að ræða.) Svokallaðar alþjónustustofur (full-service), eru þær nefndar sem veita nær alla þá þjónustu sem við- skiptavinir þeirra þurfa hugsanlega á að halda á hinum ýmsu sviðum, s.s. rannsóknir, framkvæmdir og endurmat. Stefnubreyting Sú stefna sem er hvað mest Á markaðinum ríkjandi nú í almenningstengslum vestanhafs er áherslan á markaðss- amskipti. Þessi stefnubreyting er bein afleiðing af því að nú á tímum er mun líklegra að fínna kaupsýslu- menn í almenningstengslum, frekar en almenningstengslamenn í kaup- sýslu. Þar af leiðir að framkvæmd verksins er oftast best- komin í höndum almenningstengslastof- unnar. Með þessu hefur komið rík þörf á því að leggja fram mælanleg markmið og að sýna fram á að aðgerðimar hafí haft áhrif á sölu og hagnað. Með því er unnt að rétt- læta frárútlát á sama hátt og slík útlát eru réttlætt hjá auglýsinga- fólki. Ekki er lengur hægt að rétt- læta aðgerðir án þess að þær teng- ist meginmarkmiði fyrirtækjanna svo sem vexti þeirra og ágóða. Margar auglýsingastofur erlend- is, sem hafa haft frármagn aflögu, hafa keypt almenningstengslastof- ur undanfarin á og hefur slíkt oft gefíð góða raun þar sem báðar greinamar hafa yfir ákveðinni sér- þekkingu að ráða sem kemur við- skiptamönnum vel. Almenningstengsl eru nauðsyn Eitt vandamál við almennings- tengslaaðgerðir er það að ef þær eiga að skila góðum og varanlegum árangri verður að vera um langvar- andi aðgerðir að ræða. Góð ímynd næst ekki í einu vetfangi. Um er að ræða skipulega uppbyggingu á löngum tíma bæði með almennings- tengslaaðgerðum og öðrum sam- ræmdum aðgerðum sem styðja við ímyndina í verki. Vegna þessa geta menn orðið óþolinmóðir að bíða eftir árangri, sem þó sjaldnast lætur á sér standa, enda er nú viðurkennt í viðskipta- heiminum að almenningstengsl eru nauðsyn. Höfundur er 24 ára Reykvíkingur sem útskrifaðistsl. vor með „high honor“ B.S. gráðu íaimennings- tengslum (B.S.P.R.), með við- skiptafræði sem aukagrein, frá University ofFlorida. Nýjar PS/2 einka- tölvurfrá IBM ÝMSAR nýjungar sem tengjast PS/2 einkatölvum frá IBM og settar voru á markað fyrir rúmu ári hafa verið kynntar að und- anförnu. Um er að ræða nýjung- ar bæði f vélbúnaði og hugbún- aði. í vélbúnaði má fyrst nefna nýja PS/2, gerð 50, sem nefnd er Z og hefur 80286 örgjörva. Hún mun vera hraðvirkari en eldri gerðir og er með innbyggðan 60 megabæta harðan disk. Eigendur eldri PS/2- 50 vélanna geta keypt 60 mega- bæta diska sér og jafnvel nýtt 20 megabæta diskinn sem fyrir er, í aðrar vélar. Auk þess geta þeir keypt minnisstækkun í vélamar upp á alit að 8 MB. Önnur nýjung er nýr flokkur PS/2, gerð 70, en það eru borðvél- ar með 80386 örgjörva og 60-120 megabæta diskum. Þessar vélar hafa aðgerðahraða á bilinu 16-25 megarið, þannig að PS/2-70, með 25 megariða hraða er fljótvirkasta tölvan í frölskyldunni. í þriðja lagi er kynnt PS/2-80 með 314 megabæta hörðum diski, sem stækkanlegur er upp í 628 megabæt. Þetta er sú tölvan í fröl- skyldunni sem tryggir mesta vaxta- möguleika og sýnir hve hröð þróun- in hefur orðið, því aðeins eru 1-2 ár síðan 40 megabæta diskar þóttu býsna stórir. Hvað hugbúnað varðar er einkum tvennt sem vert er að nefna. Ann- ars vegar er ritvinnsluforritið Rit- vangur 4. Þetta er fyrsti almenni hugbúnaðarpakkinn á vegum IBM sem skrifaður er fyrir OS/2, nýja stýrikerfí PS/2 vélanna. Þessu for- riti fylgir íslenskt orðasafn. Á hinn bóginn er nú kynnt forrit sem nefn- ist „image edit“ og er einkum ætlað að styrkja skrifborðsútgáfu hvað varðar það að skanna inn myndir. Ofangreindar nýjungar eru flest- ar nú þegar til afgreiðslu hjá IBM á íslandi og söluaðilum, en aðrar eru væntanlegar í haust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.