Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, VTOSOPn/JHVINNULÍF FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988 Gjaldeyrismál Voru gjaldeyriskaup bankanna eðlileg? Umræða um hamstur bankanna á gjaldeyri virðist á misskilningi byggð og að mati margra bankamanna ætti fremur að beina gagnrýni að því hvernig stjórn- völd stóðu að málum fyrir gengisfellinguna GJALDEYRISFLÓÐIÐ — KAUP viðskiptabankanna á gjaldeyri dagana fyrir gengisfellinguna á dögunum hafa hlotið mikla gagnrýni. í skýrslu Seðlabankans um málið eru þessi kaup hins vegar talin eðlileg þar sem bankarnir þurftu að búa sig undir aukna gjaldeyr- issölu sem ekki varð síðan af vegna lokunar gjaldeyrismarkaða. Enn- fremur er bent á að heildargjaldeyrisjöfnuður bankanna versnaði um tæpar 100 milljónir á tímabilinu frá 29. apríl til 17. maí. eftir Kristin Briem ATBURÐIR sem áttu sér stað kringum gengisfellinguna dag- ana 6-ll.maí munu seint líða landsmönnum úr minni. Mikið gjaldeyrisútstreymi úr Seðla- bankanum og eftirspurn eftir gjaldeyri þriðjudaginn 10. maíog- „svarta miðvikudaginn" varð til þess að bankastjórn Seðlabankans tók þá ákvörðun í samráði við ríkisstjómina að fella niður geng- isskráningu föstudaginn 13. maí. Nokkrir þættir í þessu máli hafa orðið tilefni til gagnrýni á Seðla- banka, sljómvöld og bankana sjálfa. Það er í fyrsta lagi hvemig einstak- ir stjóramálamenn kyntu undir spá- kaupmennsku meðal einstaklinga og fyrirtækja á undangengnum vikum. í öðm lagi virðist hin mikla eftir- spum eftir gjaldeyri — sem segja má að hafi hafíst um það leyti sem alþingi var slitið — hafa komið ráða- mönnum í opna skjöldu. í þriðja lagi hefur þáttur bankanna einnig verið umtalaður og þeim legið á hálsi fyr- ir að hafa misnotað aðstöðu sína til að hagnast á gengisfellingunni. Loks hefur nokkur gagnrýni beinst að Seðlabankanum fyrir aðgerðarleysi og hversu seint upplýsingar lágu fyrir um hlut einstakra bankastofn- ana í þeim viðskiptum sem áttu sér stað á þessum dögum. Jólaös í bönkunum Þegar líða tók á þriðjudaginn 10. maí varð vart við mjög vaxandi eftir- spum eftir gjaldeyri en þennan dag staðfesti Seðlabankinn pantanir fyrir 1201 milljón króna. Óvenju mikil gjaldeyrissala á mánudeginum og í vikunni á undan virðist hafa hrundið af stað þessu mikla gjaldeyrisút- streymi. Þetta er tæpur helmingur af þeim gjaldeyri sem Seðlabankinn seldi til viðskiptabankanna á §órum dögum en sú upphæð nam samtals 2487 milljónum. Þar af var innifalin endumýjum tveggja lána alls að §ár- hæð 370 milljónir. Til samanburðar má geta þess að venjuleg sala í apríl mánuði var 330 milljónir á dag og því varð ekki hjá þvi komist að stöðva gjaldeyrissölu að því að talið var. Það er líklega engin tilviljun að gjaldeyrisstreymið hófst fyrir alvöru þennan dag sem var lokadagur þingsins. Almennt hafði verið gert ráð fyrir gengisfellingunni eftir þinglok enda höfðu háværar kröfur um hana margsinnis komið fram frá talsmönnum fiskvinnslunnar. Þess utan höfðu stjómmálamenn og for- svarsmenn í atvinnulífinu margoft rætt um þörfina fyrir gengisfellingu. Sá orðrómur hafði gengið Qöllunum hærra í viðskiptalífinu að gengis- fellingin yrði á milli 10-15. maí eftir að þingið færi heim og áður en Þor- steinn Pálsson færi til Banda- ríkjanna. Reyndar gekk einnig sá orðrómur að gengisfellingin hefði verið ákveðin seinna eða um mán- aðamótin og er vitað um dæmi þess að stór fyrirtæki hafi treyst á þetta og ekki haft sig í frammi í gjaldeyri- skapphlaupinu. A fundi að morgni þriðjudagsins í Samstarfsnefnd um gjaldeyrismál kom fram að hálfgerð jólaös væri að myndast í bönkunum. Seðlabank- inn virðist þó ekki hafa vitað hvað var í uppsiglingu. Á hádegisfundi í bankaráðinu á þriðjudeginum gerði Þröstur ólafsson fyrirspum um kaup og sölu gjaldeyris. Þröstur sagði í samtali við viðskiptablaðið að for- maður bankastjómar hefði á fundin- um svarað því til að kaup á gjald- eyri hefðu verið allmikil að undan- fömu en ekki verulega stór. „Þetta virðist hafa skollið jrfír strax eftir hádegið eða að ekki hafí legið fyrir upplýsingar um viðskiptin um morg- uninn." Aðspurður um málið í heild sinni sagði Þröstur sér virðast að hér hafí verið um samantekin ráð að ræða þvi allir hefðu farið af stað í einu. Munstrið væri allt öðmvísi heldur en sést hefði undanfarin ár. „Hér áður skapaðist stígandi í gjald- eyrissölunni og þetta hafði langan aðdraganda. Þama gerist þetta á einum og hálfum degi,“ sagði Þröst- ur Ólafsson. Að öðra leyti virðist vera ógerlegt að fá upplýsingar um þau samskipti sem áttu sér stað milli viðskiptaráðu- neytis og Seðlabanka þá daga sem gjaldeyrisflóðið stóð yfir. Ekki óeðlileg gjaldeyriskaup Bankamir hafa að litlu leyti svar- að gagnrýni sem fram hefur komið um að þeir hafí misnotað aðstöðu sína sem er rakið til þess að um- framkaup þeirra námu rúmum ein- um milljarði. Gengishagnaður þeirra af þessum kaupum er talinn nema allt að 100 milljónir en ljóst er að gengishagnaður þeirra í heild var vel á annað hundrað milljónir. Sund- urliðaðar tölur um gjaldeyrisvið- skipti einstakra banka samkvæmt heimildum blaðsins um kaup á gjald- eyri frá Seðlabanka á tímabilinu 6-11. maí vora þannig að Lands- banki keypti fyrir rúmar 850 milljón- ir króna, Búnaðarbankinn 625 millj- ónir, Útvegsbankinn 500 milljónir, Iðnaðarbankinn 444 milljónir, Sam- vinnubankinn 55 milljónir og aðrir bankar og sparisjóðir fyrir 37 millj- ónir. Ýmir hafa haft á orði að hlutur Iðnaðarbankans sé óeðlilega stór en eins og fram hefur komið í yfirlýs- ingu frá bankanum var ein milli- færsla af reikningi Iðnaðarbankans hjá Seðiabankanum til erlends banka um 200 milljónir króna. Þá kemur fram að staða á gjaldeyrisjöfnuði Iðnaðarbankans var aðeins rúmar 30 milljónir að kvöldi 11. maí. í sambandi við gjaldeyriskaup bankanna almennt þarf að taka til- lit til þess að þeir höguðu kaupum sínum á gjaldeyri í samræmi við þá miklií eftirspum sem skapaðist fyrir gengisfellinguna. í bréfí Seðlabank- ans til Jóns Sigurðssonar, viðskipta- ráðherra, segir um þetta: „Sam- kvæmt framanskráðu er Ijóst að kaup viðskiptabanka og sparisjóða á gjaldeyri umfram sölu á þessu tíma- bili námu 1010 mkr. Það er skoðun bankastjómar Seðlabankans að mið- Þessi markaðsvísir geymir ná- kvæmar upplýsingar um fyrirtæki á íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Auk venjulegra upplýsinga um heimilisfang, síma, telex, telefax o.fl. er þar að fínna upplýsingar um stjómendur, ijölda starfsmanna, hlutafé, veltu. Síðast en ekki sízt er starfsemi viðkomandi fyrirtækja lýst á allt að 7 tungumálum, ef fyrirtækin óska þess. Allar upplýsingar í markaðsvís- inum era geymdar í gagnabönkum Kompass. Upplýsingamar eru aldr- ei eldri en árs gamlar og byggja á persónulegum heimsóknum mark- aðsfulltrúa Kompass { viðkomandi fyrirtæki. í markaðsvísinum era orðalyklar á fímm tungumálum yfír 25.000 að við þær óvissuaðstæður sem skapast höfðu hafi ekki verið um óeðlileg gjaldeyriskaup bankanna að ræða. Eðlilegt var að viðskiptabank- amir teldu sig þurfa að búa sig undir veralega gjaldeyrissölu næstu daga sem ekki varð síðan af þar sem gengisskráning var felld niður. Framanskráðu til staðfestingar skal þess getið að heildargjaldeyrisjöfn- uður viðskiptabankanna hinn 29. apríl 1988 var 1343 mkr. en hinn 17. maí 1244 milljónir. Hafði versn- að um 99 mkr. á tímabilinu." Þetta segir þó ekki alla söguna því gjaldeyrigöfnuður sumra bank- anna versnaði en annarra batnaði á þessum tíma eins og segir í fréttatil- kynningu viðskiptaráðuneytisins. Umræða um gjaldeyrisviðskiptin hefur að litlu leyti beinst að upplýs- ingum um gjaldeyrisjöfnuð bank- anna. Þeir þurfa samkvæmt reglum Seðlabankans að vera með jákvæðan gjaldeyrisjöfnuð og er t.d. ljóst að ríkisbankamir eiga að jafnaði nokk- ur hundrað milljónir af gjaldeyri hvor um sig til að mæta eftirspum. Bankar hljóta því að öðra jöfnu að fá gengishagnað af sínum gjaldeyr- isforða þegar gengisfellingar eiga sér stað. Slíkur forði hér á landi er nauðsynlegur því viðskiptamenn þurfa ekki að panta gjaldeyri með dags fyrirvara, þegar um stærri pantanir er að ræða, heldur er nóg að framvísa innheimtukröfum til að fá gjaldeyri afgreiddan samdægurs. Tap vegna fastgengisstefnu Tryggvi Pálsson, bankastjóri Verslunarbankans, sagði í samtali við viðskiptablaðið að samkvæmt opinberam upplýsingum Seðlabank- ans hafí gjaldeyrisútstreymið verið 300 milljónum krónum minna en áður hafi komið fram. Engu að síður hafí gjaldeyrissalan verið þreföld venjuleg sala og strax séð að eftir- spum viðskiptamanna með gjaldeyri myndi haldast næstu daga. „Gjald- vöra- og þjónustuheiti, það er á íslenzku, dönsku, ensku, þýzku og frönsku. í framleiðslu- og þjónustu- skrá bókarinnar era þessi 25.000 vöra- og þjónustuheiti síðan ná- kvæmlega flokkuð í um það bil 1000 vöraflokka samkvæmt eðli vörannar eða þjónustunnar. Þau fyrirtæki, sem selja þjón- ustuna, era jafnframt greinilega merkt í svokölluðu Kompass- punktakerfi markaðsvísisins, en það gefur til kynna, hvort hvert ein- stakt fyrirtæki framleiðir viðkom- andi vöra, hefur vörana í heildsölu, í umboðssölu eða dreifír henni á annan hátt. Fyrirtækjamerki og vörumerki eru þama birt í all stóru formi. Áformað er, að markaðsvísir Markaðsupplýsingar Fyrsti Markaðsvísir Kompass koniiim út - Nær yfir ísland, Grænland og Færeyjar ÚT er kominn fyrsti markaðsvísir Kompass fyrir ísland, Grænland og Færeyjar. Bók þessi er um 1200 bls. og skiptist í þrjá megin- hluta, atriðisorðaskrá, framleiðslu- og þjónustuskrá og fyrirtækja- skrá. Nú eru Kompass-fyrirtæki rekin í 19 löndum Evrópu og 12 löndum utan Evrópu, en hvert Kompass fyrirtæki er rekið sem sjálf- stætt fyrirtæki í náinni samvinnu við Kompass International. eyri sem átti að hafa tiltækan á mánudegi þurfti að panta á miðviku- degi. Það hefur áður komið fyrir að Seðlabankinn hafí neitað að afgreiða gjaldeyri til viðskiptabankanna við aðstæður sem þessar. Okkur er uppálagt af Seðlabankanum að vera ekki í skuld með gjaldeyri og þurft- um að anna eftirspum. Bankarnir fylgdu þeim reglum sem Seðlabank- inn hefur sett og það má varpa fram þeirri spumingu hvort það sé eðli- legra að græða eða tapa. Ég tel að bankamir hafí ekki verið með óeðli- legar birgðir af gjaldeyri. Þeir era að jafnaði með eignir í gjaldeyri umfram skuldir og meðan gengið var fast töpuðu þeir á degi hveij- um,“ sagði Tryggvi Pálsson. Bankamenn sem rætt var við tóku yfirleitt í sama streng og bentu á að bankamir hafi aukið gjaldeyr- iskaup sín til að standa undir auknu útstreymi en ekki til að hagnast. Fram hefur komið að t.d. Búnaðar- bankinn lenti í vandræðum í febrúar þegar gengið var fellt um 6% — varð uppiskroppa með gjaldeyri og lenti í gengistapi. Þörf á breyttum reglum En hvaða lærdóm má draga af því sem gerðist 9-11. maí í gjaldeyr- ismálum. Viðskiptaráðherra hefur lýst því yfír að breytinga sé þörf á reglum um sölu gjaldeyris frá Seðla- bankanum til viðskiptabankanna. Nýlega áréttaði viðskiptaráðherra þau tilmæii til Seðlabankans að skýrslur um gjaldeyrisviðskipti yrðu gerðar tíðar en nú er og að bankinn taki ekki meiri gengisáhættu á sig en nauðsynlegt er. Núverandi fyrir- komulag á gjaldeyrissölu felur sem kunnugt er í sér að miðað er við gengisskráningu á þeim degi þegar pöntun á sér stað en gjaldeyrir er síðan afgreiddur tveim dögum síðar. Hugmyndir um breytingar á þessu kerfí era í þá átt að miða við gengj á afhendingardegi fremur en pönt- unardegi. Gallinn er hins vegar sá að þar með myndu Islendingar hverfa frá því fýrirkomulagi sem ríkir hjá öðram vestrænum þjóðum í viðskiptum með gjaldeyri. Hugsan- lega gæti breytt fyrirkomulag slitið úr samhengi gjaldeyrisviðskipti bankanna heima og erlendis. Viðmælendur blaðsins í banka kerfínu töldu sumir aðdraganda gengisfellingarinnar vera kjama málsins. Meðan að jafnvel ráðherrar og þingmenn boðuðu gengisfellingu væri ekki óeðlilegt að einstaklingar og fyrirtæki reyndu að ná í gjald- eyri til að veija sig gengistapi. Svona ráðstafanir þyrfti að gera leiftur- snöggt með skömmum fyrirvara þannig að ekki skapaðist ástand á borð við það sem ríkti „svarta mið- vikudaginn" og daginn fyrir. MARKAÐSVISIR — Bókin er um 1200 bls. og inn- heldur ítarlegar upplýsingar um fyrirtæki á lslandi, Grænlandi og Færeyjum. Kompass fyrir ísland, Færeyjar og Grænland komi síðan út í febrúar ár hvert hér á landi eins og annars staðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.