Morgunblaðið - 24.04.1988, Side 41

Morgunblaðið - 24.04.1988, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 4!> ýmist á Eyrarbakks eða Papós. Verslunin á Papósi var svo flutt að Höfn í Homafirði. Það er af verslun- inni í Vík að segja að frá árinu 1885 komu fleiri eða færri vöruskip til Víkur á ári hveiju, allt þar til bílamir urðu helstu flutningatæki Skaftfellinga á ámnum milli 1930 og 1940. Með vörupöntuninni frá Bretlandi árið 1884 og siglingu þil- skipa til Víkur var brotið blað í verslunarsögu Vestur-Skaftfell- inga. Rit Kjartans Ólafssonar Allan þann fróðleik um þetta efni sem hér hefur verið tíndur til er að finna í Verslunarsögu Vestur- Skaftfellinga, veglegri bók sem út kom skömmu fyrir jól. Þetta er fyrra bindi verks sem Kjartan Ól- afsson sagnfræðingur hefur ritað og er þar að fínna ítarlegan fróð- leik um verslunarmál Vestur-Skaft- fellinga allt fram til ársins 1914. í formála segir höfundur: „Von mín er sú að þeir sem kynnu að táta sig nokkm varða horfna lífshætti Skaftfellinga og fróðleik um menn og málefni í þeim parti heimsins, fari ekki ætíð í geitarhús ullar að leita, ef þeir opna bókina." Það er mála sannast að í riti þessu er margan fysilegan fróðleik að finna. Bókin skiptist í 12 kafla og í henni er margt mynda. í fyrsta kafla segir frá Eyrarbak- kaferðum, þar er m.a gerð grein fyrir viðskiptum Vestur-Skaftfell- inga á Eyrarbakka og verslunar- háttum þar. í öðmm kafla segir frá Dyrhólaey og Landeyjakrambúð, svo og Vestmannaeyjaferðum Skaftfellinga. Þriðji kaflinn er um Bændur með ullarlest ríða í hlað á Eyrarbakka. Lengst til vinstri Lefoiiiverslun. Úr krambúðinni á Eyrarbakka Lest á ferð yfir Jökulsá á Sól- heimasandi Papósverslun og yiðskipti Vestur- Skafellinga þar. í fjórða kafla er getið undanfara og upphafs versl- unar í Vík í Mýrdal. í fímmta kafla segir frá harðindum á ámnum 1881 til 1887 se_m ollu vemlegri mannfækkun. í sjötta kafla er fjall- að um löggildinu Víkur sem versl- unarstaðar árið 1887. Þar er einnig sagt frá upphafi verslunar J.P.T.Bryde og Guðmundar á Há- eyri. í sjöunda kafla er tekin fyrir sauðasala og sagt frá stofnun Stokkseyrarfélagsins, vömflutning- um þess til Víkur og lokum við- skipta Skaftfellinga við það félag. I áttunda kafla er fjallað um stofn- un Pöntunarfélags Vestur-Skafta- fellssýslu, lagasetningu þess og getið ólíkra umsagna um ávinning af pöntunarstarfsemi. Einnig er sagt frá endalokum þess félags, deilum um það og einnig sagt frá reikningum þess og erfiðum skulda- skilum. Níundi kafli ijallar um Kaupfélag Síðumanna, sagt frá fé- lagsmönnum og Kaupfélagi Skafat- fellinga sem stofnað var árið 1906. í tíunda kafla er sagt frá Halldórs- verslun 1884 til 1914, þar sem gerð er grein fyrir þróun verslunar Halldórs á þessu tímabili, umfangi hennar og starfsmönnum. í ellefta kafía er fjallað um verslun Bryde, gerð grein fyrir atvinnustarfsemi Bryde hér á landi og sagt frá Bryde, mann fram af manni. Gerð er grein fyrir upphafí þorpsmyndunar í tengslum við fastaverslun Bryde. Gerð grein fyrir efnahag Bryde, en hann hafði tíföld sýslumannslaun ár eftir ár. Tólfti kafii er yfírlit. Sagt frá Skipakomum til Víkur frá árinu 1895 til ársins 1913 rætt um skiptingu milli verslanna og hlut- deild Víkur í útflutningi lands- manna í eitt ár miðað við aðra versl- unarstaði Sunnanlands. Hið nýlega útkomna fyrra bindi Verslunarsögu Vestur-Skaftfell- inga er 413 blaðsíður. Verður ekki annað sagt en að menn hafí tæki- færi til að verða stórum fróðari um verslunarmál Vestur-Skaftafells- sýslu og raunar nágrannasýslna að auki við lestur þessa rits. Þó í bók- inni sé fjallað um afmarkað svæði landsins má leiða getum að því að þróun verslunarmála annars staðar á landinu hafí verið um ýmislegt svipuð og í Vestur-Skaftafellssýslu. Því ættu þéir sem áhuga hafa á íslenskri verslunar og atvinnusögu að glugga í rit þetta. Grunar mig að höfundi verði að þeirri ósk sinni að menn telji sig almennt ekki fara í geitarhús ullar að leita þegar þeir opna bókina um verslunarsögu Vestur-Skaftfellinga. TEXTI: GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR Hjá okkur sitja gæðin í fyrirrúmi. FAG Kúlu- og rúllulegur. TIMKEN Keilulegur. Ásþétti. o^^it @nlinenfal Viftu- og tímareimar. precision Hjöruliðir. SACHS Höggdeifar- og kúplingar. Þekking Reynsla Þjónusta fAlkinn SUÐURLANDS8RAUT 8. SIMI 84670 af ARISTON Þvottavél kr. 33.805,- með söluskatti œ&m&wM? Hverfisgötu 37, simar 21490 og 21846. Víkurbraut 13, Keflavík, sími 12121, Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.