Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 þar sem hann fagnaði því, að bæjar- stjórinn hefði sýnt „aimenna skynsemi" í gerðum sínum. Jafn- framt var birt framhaldsgrein í tveimur hlutum með upplýsingum um alnæmi og niðurstöður skoðana- könnunar, þar sem fram kom, að 58% aðspurðra voru sammála að- gerðum bæjarstjórans. Kapourales lýsti því ennfremur yfir, að „Steve fengi ekki að fara í laugina" þrátt fyrir að öruggt ætti að vera, að engin hætta staf- aði af honum þar. Þetta skipti í rauninni engu máli lengur, þar sem eftir þessa auðmýkingu reyndi Steve aldrei framar að fara í laug- ina. Eins var með marga aðra. Reyndar fór svo, að sundlauginni var lokað sökum skorts á eftirliti þar nokkrum vikum síðar, enda hafði hún aldrei skipt neinu veru- legu máli í bæjarlífínu. Warden beið þess, að uppnámið af völdum málsins tæki að dvína. Engu að síður héldu heitar umræð- ur áfram út allt sumarið í lesenda- dálkum blaðsins. Ethel Kimberlain, sem áður hafði búið í Williamson, fordæmdi íbúana þar og hélt því fram, að þeir væru „Qandsamlegir, ónærgætnir og gersamlega skiln- ingslausir á sorglegar aðstæður annarra." Einn af bæjarbúum, Patricia Bevins, svaraði um hæl og spurði: „Hvenær fengu sjúkdómar mannréttindi?" Wilma Dunn orti ljóð, sem var efnislega á þessa leið: „Hugsanir mínar eru fullar af skelf- ingum alnæmissjúkdómsins, afleið- ingu þess að óhlýðnast Guði. Það er verið að leggja eyru við rödd Satans ef því er haldið fram, að ekkert sé ahugavert við það, að skepnuskapur og kynvilla verði hluti af daglegu lífí.“ Staður til að fela sig- Þegar hér var komið var Steve Forrest í rauninni orðinn fangi á heimili systur sinnar. Fólk hægði á bílum sínum er það ók framhjá húsinu í von um að sjá honum bregða fyrir. „Þú getur ekki lifað eins og einsetumaður, lokaður inni í húsi um alla framtíð,“ sagði faðir' hans. Steve, sem nú var farinn að drekka ótæpilega, bar hins vegar aðeins eina von í bijósti. „Ég vil deyja.“ Snemma f ágúst þoldi hann ekki við lengur, en hringdi í heilbrigðis- yfírvöld í Vestur-Virginíu. Tom Dobbs, sem stjómar upplýsinga- starfsemi gegn alnæmi í ríkinu, bauðst til þess að útvega honum húsnæði í Charleston. Þar átti Steve bæði að geta fengið læknisaðstoð og andlegan stuðning. Hann gæti einnig fengið starf við áætlun, sem hrinda átti í framkvæmd, til þess að hindra útbreiðslu alnæmis í ríkinu. Bezt af öllu yrði þó, að eng- inn myndi þekkja hann þar. Kvöld eitt nokkrum dögum áður en Steve yfírgaf Williamson fór faðir hans með hann á ölkrá. Er þeir settust niður við barinn stóðu mennimir, sem sátu næstir þeim, upp úr sæti sínu og fluttu sig fjær. Suma þeirra hafði faðirinn þekkt í yfír 40 ár. Nokkmm dögum síðar fór Steve burt frá Williamson. Er hann ók bílnum út úr bænum, niður þröngan dalinn, sem liggur til Charleston, gat hann ekki varizt hugsunum, sem sóttu að honum um heimabæ hans. Þetta var kristið samfélag, sem m. a. hreykti sér af mörgum kirkjum. Liz, systir hans, komst svo að orði um bæjarbúa: „Þeir segja, að þeir elski Guð, en trúað fólk á ekki að koma svona fram.“ Steve fór að velta því fyrir sér, hvort hún hefði ekki rétt fyrir sér, þegar öllu var á botninn hvolft. „Þeir hafa andúð á kynvillingum, innflytjend- um, kaþólikkum," hugsaði hann með sjálfum sér. „Hvernig geta þeir farið til himna þegar þeir hata alla?“ Eftirmáli Þrátt fyrir veikindi af og til lítur Steve Forrest út fyrir að vera hress og heilbrigður. Enginn veit hins vegar hve lengi það mun vara. Hann hefur aðeins tvisvar sinnum snúið aftur til Williamson og þá komið og farið að hóttu til. Hann óttast að einhveijir muni bera kennsl á hann og þá jafnvel rejma að skjóta hann eða kveikja í heim- ili föður hans. En saga hans heldur áfram að ganga á milli manna í bænum. Hjá sumum vekur hún hræðslu, hjá öðrum kemur hún við samvizkuna. Tökum sem dæmi Karen, systur Steves. Hún hefur að minnsta kosti einu sinni á síðustu vikum verið kölluð fyrir á skrifstofu skólastjór- ans fyrir slagsmál við skólafélaga sína, sem gerðu grín að bróður hennar. Svipur hennar fyllist hörku og heift, þegar talið berst að þessum „heimsku fábjánum". Hún hyggst flytja burt þegar hún útskrifast úr framhaldsskóla í júní nk. „Mér er sama, hvert ég fer. Ég vil bara komast burt.“ Liz, systir Steves, segir að tengdafólk hennar sé hætt að koma í heimsókn og gamlir vinir snúi við henni baki úti á götu. „Ég veit, hvað þeir eru að segja. Þama er systir náungans, sem fékk alnæmi." Faðir Steves er líka bitur og seg- ir, að það eigi eftir að koma upp fleiri alnæmistilfelli á þessu svæði. „Sumir af þessum mönnum, sem hafa verið svona harðneskjulegir, svona grimmir og tillitslausir, fá þá að hugsa sig um, því að það verða þeirra böm.“ Sam Kapourales, sem varð sam- stundis frægur af málinu, veltir því nú fyrir sér hvort hann hafí gert rétt. „Mér fannst ég vera ábyrgur gagnvart meirihlutanum," segir hann, „en ég ætlaði mér vissulega ekki að særa piltinn." Beðið fyrir Steve Predikarinn Pat Garland hefur líka áhyggjur af því, að hann kunni að særa Steve. Garland, sem star- far sem trúboðsprestur á vegum babtistakirkjunnar, trúir því, að al- næmi sé „plága frá drottni" send til þess að refsa kynvillingum. En kristnir menn eiga ekki að snúa baki við náunga sínum. „Ég er að velta því fyrir mér hvort Steve Forr- est vilji ræða við mig,“ segir Garland, en þeir hafa aldrei hitzt.. „Ég er reiðubúinn til að gera allt sem ég get til að hjálpa þeim, sem gengur með þennan sjúkdóm." Sama er að segja um prestana Roberta og Neil Mogensen, hjón, sem starfa saman við biskupakirkj- una í St. Paul. Neil Mogensen hefur mælt með meiri samúð í garð al- næmissjúklinga í predikunum sínum og bæði hafa þau beðið fyrir Steve Forrest. „Óttinn við alnæmi getur reynzt siðmenningunni hættulegri en sjúkdómurinn sjálf- ur.“ Raunasaga Steves Forrest væri ekki til einskis ef hún yrði til þess, að menn drægju af henni vissa lærdóma og þá einkum hvaða ráð- stafana beri að grípa til í öðrum smábæjum er alnæmi tekur að breiðast út um öll Bandaríkin. En þetta er saga án endis, harmleikur, þar sem þijótinn vantar, nema þá helzt, að það sé óttinn. Aðeins sjúklingurinn sjálfur hef- ur fundið svarið með því að reyna að sætta sig með hægð bæði við 4j> sjúkdóminn og fólkið í heimabæ sínum. Hann segir „Ég ætti að hata það, en ég get ekki hatað nokkum mann lengur." Þann dag, sem Steve yfírgaf Williamson, nam hann staðar til að taka bensín á bensínstöð í suður- hluta bæjarins. Phyllis, frænka hans, — sú sem setti upp skiltið „Öll umferð bönnuð“ við húsið sitt — kom næst á eftir á sínum bíl. Hún gekk til hans, þar sem hann sat undir stýri og sagði: „Ég sé eftir öllu, sem ég gerði." Phyllis, sem er gift efnaðum kolanámueig- anda, sagði við Steve í gegnum bílgluggann, að henni þætti vænt um hann og að hún skammaðist sín fyrir sína eigin vanþekkingu. „Ég var hrædd,“ sagði hún að lokum og tárin komu fram í augu hennar. Um leið og Steve sneri lyklinum til þess að setja bílinn í gang þurrk- aði hann sjálfur tár úr augum sér og sagðí: „Ég skil, því að ég er líka hræddur." ‘ (Þýtt úr US News & World Report)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.