Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.04.1988, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1988 38 ÞINGBREF STEFÁN FRIÐBJARNARSOn Gjörbreyttir atvinmihættir Stórstreymi í þjónustu — fjara í frumframleiðslu Fólksstreymi til höfuðborgarsvæðisins Hverjir fást við hvað ? Hlutfallsleg breyting innan atvinnuveganna, 1940-80* 7,6 % r-‘ VIÐS KIPTI 15,2% 10 5' 6,8% FISKVEIÐAR FISKIÐI UAÐUR 8,8% 5,5%_ -|1 AN JAR IÐNAÐUR 1 p***0*0*00**0*00* BYGGII 4GASTA ^FSEMI 5,3% 5 9,5% 17,2% 15 10 5 10,1% 7.8% SAMGt 3NGUR — 7,3% 5 0,6% _ Veitustörf, Varnarliösstörf. X X 2,1% *Árin 1940-60 er miöaó viö fjölda virkra í atvmnulifmu. en eftir þann tima er miöaö viö fjolda ársverka. Eldn aöferöm i skránmgu þessara upplýsmga viröist ofmeta storl i fiskiönaöi á kostnaö annars iðnaöar og nokurra annarra atvinnugrema, miöaö viö yngri aöferöina. Á fyrsta heila ári heimsstyij- aldarinnar síðari — árið 1940 — störfuðu fjórir af hveijum hundrað vinnandi íslendingum (4%) við opinbera þjónustu — og rúmlega einn af hveijum hundrað (1,3%) við opinbera stjórnsýslu. Fjörutíu árum síðar — árið 1980 — var hlutfall starfandi íslendinga við opinbera stjórn- sýslu og þjónustu meir en þref- alt hærra. Þá féllu 14,1% heild- arársverka undir opinbera þjónustu og 4,5% undir opin- bera stjórnsýslu. Framangreindar upplýsing- ar er að finna í heimildaritl- ingi, sem Þjóðhagsstofnun gef- ur út, Þjóðarbúskapurinn, sögulegt yfirlit hagtalna frá 1945. Ef opinber stjórnsýsla og þjónusta hefur vaxið með svip- uðum hraða á níunda áratugn- um, sem vist má telja, er líklegt að milli 20 og 25% vinnandi Islendinga starfi nú innan eða í jöðrum hins svokallaða opin- bera geira. Enginn smágeiri það. I Stóraukin menntun og þekking, sem og alhliða tæknibylting í at- vinnugreinum, valda því öðru fremur,.að reynzt hefur unnt að framleiða meira og meira með færri og færri starfsmönnum. Framleiðsla sjávar- og búvöru hefur vaxið mikið — að magni, fjölbreytni, gæðum og verðmæti — þótt starfsfólki hafi fækkað hlutfallslega. Á sama tíma hefur eftirspurn eftir hverskonar þjónustu aukizt mikið. Ekki sízt á sviði menntun- ar, menningar, heilsugæzlu, öld- runar, dagvistunar bama, sam- gangna og hvers konar tóm- stunda- eða áhugamála. Þannig hafa störf í þjónustu margfaldast, hérlendis sem erlendis, á sama tíma sem starfsfólki hefur fækkað mikið í frumframleiðslu. Þessi gjörbylting atvinnuhátta hefur bitnað hart á landsbyggð- inni, þar sem landbúnaður og sjáv- arútvegur eru helztu undirstöður atvinnu og afkomu fólks. Fólks- streymi til höfuðborgarsvæðisins síðustu áratugi talar ótvíræðu máli um þetta efni. Ekki síður frétt í Morgunblaðinu föstudaginn 15. apríl sl. af fundi Kaupþings Norðurlands um húsnæðismál. Þar segir að „helmingur þeirra lánsumsókna, sem berast Hús- næðisstofnun ríkisins frá fólki utan af landi, sé vegna fjárfest- inga á höfuðborgarsvæðinu“. II Árið 1940 störfuðu rúmlega þrír af hvetjum tíu vinnandi Is- lendingum (32,3%) við landbúnað. Rúmlega fjórtán af hverjum eitt hundrað (14,1%) stunduðu fisk- veiðar, sóttu björgina í greipar Ægis. Sem sagt, rúmlega 46 af hverjum eitt hundrað vinnandi íslendingum höfðu störf við frum- framleiðslu. Nú er öldin önnur. Árið 1980, fjörutíu árum síðar, vóru aðeins 7,8% starfandi landsmanna við landbúnað og 5,3% við fiskveiðar. 13 af hundraði störfuðu við frum- framleiðslu í stað 46 fjörutíu árum fyrr. Þessi þróun hefur haldið áfram á níunda áratugnum, ekki sízt í landbúnaði. Fleiri vinna hinsvegar við fisk- iðnað en fyrr, eða 9,5% 1980, 6,8% 1940. Störf í öðrum iðnaði hafa og um það bil tvöfaldast á þessu tímabili, hlutfallslega, eða úr 8,8% í 17,2%. Sama máli gegnir um viðskipti, verzlun, banka, spari- sjóði og tryggingar. Ef þessir starfsflokkar eru settir undir einn hatt — viðskipti — höfðu þeir 7,6% af vinnuafli landsmanna 1940 en tvöfalt meira eða 15,2% 1980. Og þessi hattur hefur ekki verið í megrun á líðandi áratug. Störf flokkuð undir þjónustu uxu úr 16,5% ársstarfa 1940 í 25,5% 1980. Þar af var hlutur opinberrar stjómsýslu og opin- berrar þjónustu 5,3% 1940 en 18,6% 1980. Allnokkur vöxtur hefur orðið á níunda áratugnum, einkum í heilbrigðiskerfinu og fræðslukerfinu. Einn af hverjum hundrað lands- mönnum vann við vamarliðsstörf árið 1980. Þetta er lægra hlutfall en árin 1960 og 1965 en þá spönn- uðu varnarliðsstörf 1,3% heildar- starfa í landinu. Hlutföll frá 1940 em af „fjölda virkra í atvinnulífinu" — en hlut- föll 1980 af ijölda ársverka. III Samkvæmt því heimildarriti, sem hér er byggt á, vóru unnin 120.795 ársverk hér á landi 1985. Nærri lætur því að um helmingur af íbúum landsins hafi verið vinn- andi. Þessi ársverk eru sundurlið- uð svo í ritinu: • 1) Starfsemi fyrirtækja 96.387 ársverk. • 2) Starfsemi hins opinbera 19.911 ársverk. • 3) Önnur starfsemi 4.497 árs- verk. Starfsemi fyrirtækja, 96.387 ársverk, skiptist þannig: 1) Frum- framleiðsla (landbúnaður og ýisk- veiðar) 13.505 ársverk, 2) Iðnað- ur, þar með talinn fískiðnaður, 27.263 ársverk, 3) Rafmagns-, hita, og vatnsveitur 1.088 árs- verk, 4) Byggingastarfsemi 11.518 ársverk, 5) Verzlun, veit- inga- og hótelrekstur 18.138 árs- verk, 6) Samgöngur 8.215 árs- verk, 7) Peningastofnanir og tryggingafélög 8.274 ársverk og 8) þjónusta á vegum einkaaðila 8.386 ársverk. Þó þessi sundurliðun sé þriggja ára gefur hún allgóða mynd af skiptingu landsmanna í starfs- stéttir á líðandi stund. Rétt er þó að reikna með að hlutur þjónustu- starfa hafi vaxið nokkuð síðustu árin, ekki sízt á sviði tölvu- og upplýsingaþjónustu. IV Sú gjörbreyting atvinnuhátta, sem þessi samanburður speglar, hefur leikið landsbyggðina grátt. Og það er ekki björgulegt fram- undan fyrir frumframleiðsluna, landbúnað og fiskveiðar, undir- stöðugreinar atvinnulífs í stijál- býli: • 1) Helztu fiskistofnar eru fullnýttir. Fiskifræðingar leggja til frekari samdrátt veiða. • 2) Séð af sjónarhóli hag- kvæmninnar einnar saman virðist fiskiskipafloti landsmanna of stór, miðað við þann afla, sem hyggi- legt er að taka úr nytjastofnum næstu árin. • 3) Spár um áframhaldandi lækkun Bandaríkjadals 1988 og 1989, en dijúgur hluti sjávarvöru okkar er seldur úr landi í þeirri mynt, lofar ekki góðu fyrir fram- leiðslu sem ýmist er rekin á núlli eða með allnokkrum kostnaði umfram tekjur. • 4) Búvörur eru framleiddar umfram innlenda eftirspurn, þrátt fyrir mikinn framleiðslusamdrátt. • 5) Innlendur framleiðslu- kostnaður búvöru (innlend verð- bólga) útilokar verðsamkeppni á útflutningsmörkuðum. Á móti kemur að sjávarútvegur og landbúnaður verða enn um langan aldur, þrátt fyrir framan- sagt og tímabundnar efnahags- sveiflur, hornsteinar í íslenzkum þjóðarbúskap. Þessar atvinnu- greinar verða hinsvegar að laga sig að viðblasandi fiskifræðilegum og markaðslegum staðreyndum næstu framtíðar. V Landsbyggðin þarf að styrkja Fækkun starfa í frumframleiðslu og fjölgun í þjónustugreinum hefur ýtt undir fólksstreymi úr strjálbýli til þéttbýlis, frá landsbyggð til höfuðborgarsvæðis. stöðu sína í þjónustugreinum. Þær ráða ferð í samfélaginu næsta áratuginn. Og víða kunna að leynast van- og ónýttir möguleikar. Það er mörg matarholan ef vel er gáð. Og sannmæli er að þetta land á ærinn auð, ef menn kunna að notann. I því efni vakna ýmsar spumingar: Hvemig þróast sam- spil jarðvarma og fiskeldis? Hvemig þróast orkuiðnaður í landinu? Verður orkuútflutningur fjárhagslega mögulegur? Má auka ylrækt? Hvað um heilsuræktar- þjónustu í tengslum við jarðvar- mann? Höfum við fullnýtt mögu- leika í ferðamálum? Og þannig mætti lengur telja. Mikilvægt er að varðveita byggð í landinu öllu, eftir því sem aðstæður frekast leyfa: • í fyrsta lagi vegna þess að víða í stijálbýli em fyrir mikil verðmæti og fjalldýr mannvirki margskonar, sem hyggilegt er að nýta, og kosta myndi „morð fjár“ að koma fyrir annars staðar. • I annan stað vegna þess að réttur þjóðarinnar til landsins byggist ekki sízt á nýtingu þess. • I þriðja lagi vegna þess að hagkvæm nýting fiskimiðanna, sem liggja umhverfis landið allt, krefst útgerðar frá öllum lands- homum. • Síðast en ekki sízt verður að virða óskir og vilja fólks um bú- setu, að þeim mörkum sem heild- arhagsmunir setja. Af þessum sökum leggja flestar þróaðar þjóðir, ekkert síður þær sem byggja flest sitt á svokölluð- um markaðslögmálum, áherzlu á byggðastefnu í einhverri mynd. Spuming er hinsvegar, hvort íslenzk byggðastefna hefur verið eða sé á réttu róli. Hryðjuverkið í Bologna árið 1980: Sleppur Gelli við refsingu? Bologna. Reuter. Saksóknari á Ítalíu krafðist þess á miðvikudag , að Licio Gelli, forsprakki ólöglegrar frímúrarareglu, yrði dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir aðild að hryðjuverki í Bologna árið 1980 en þá biðu 85 manns bana í mik- illi sprengingu á brautarstöðinni þar í borg. Gelli, sem var stórmeistari í frímúrarareglunni P-2, þarf raunar ekki að sitja af sér neinn dóm í þessu máli. Lögformlega ástæðan er sú að þegar hann var framseldur til Ítalíu frá Sviss fyrir nokkm var hryðjuverkið í Bologna ekki meðal þess, sem honum var gefið að sök í framsalsbeiðninni. Saksóknarinn vill þó reka málið áfram, en Gelli er sakaður um að hafa skipulagt hryðjuverkið, það mesta í Evrópu eftir stríð. Libero Mancuso saksóknari sagði um Gelli fyrir réttinum, að hann væri „hættulegasti óvinur" ríkisins og hefðu hann og P-2-reglan viljað grafa undan lýðræðinu með hryðju- verkinu. Krafðist hann þess einnig, að átta menn aðrir yrðu dæmdir í átta til 15 ára fangelsi fyrir sömu sakir. Gelli var upphaflega sakaður um hlutdeild í sviksamlegu gjaldþroti Ambrosiano-bankans en fór huldu höfði í fimm ár. Fyrir nokkru gaf hann sig fram við yfirvöld í Sviss og var síðan framseldur. RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.