Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 22
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir Finnst þér þú þarfnast nýrra krafta, nýrrar gleði og nýrra hug- mynda? Gæti þér þótt gott að setjast niður með góðu fólki, hlusta, syngja, hugsa og spjalla um það, sem þú heyrir? Dag hvern er kirkja okkar að rétta okkur hjálparhönd til að gera líf okkar svo sem við vildum að það vsri, dag hvern er beðið og starfað í söfnuðum okkar. Nú ætla nokkur kristin félög innan kirkj- unnar að halda samkomu í Reykja- vík til að hvetja okkur til nánari og dýpri umhugsunar um trú okkar. I>að eru KFUM og K, kristniboðsfé- lögin og kristilega skólahreyfingin. Yfirskrift vikunnar er Kristsvakn- ing ’83. Samkomur verða alla vik- una, á hverju kvöldi klukkan 20.30, að Amtmannsstíg 2b í húsi KFUM og K. Við erum öll velkomin þang- að, segja þau, sem standa fyrir sam- komunum, og okkur hér á síðunni finnst það notaleg tilfinning, sem við vonum að ykkur finnist líka. Hvað er vakning? Helga Soffía Konráðsdóttir guð- fræðinemi er ein í þeim hópi, sem hefur undirbúið Kristsvakningu '83. Við höldum upp í háskóla og tökum hana tali uppi á kapellu- lofti, kaffistofu guðfræðinema. Samkomuvikan heitir Kristsvakn- ing ’83. Hvað er vakning, Helga Soffía? Vakning er eitthvað kraftmikið, eitthvað, sem vekur, ýtir við og hreyfir. Ýmsar vakningar ganga yfir þjóðfélagið núna, t.d. líkams- ræktarvakning. En Kristsvakning er öðru vísi. Það er hreyfing í hugsun og lífi fólks — þegar það fer að hugsa um Krist, spyrja sjálft sig um afstöðu sína til hans og um afstöðu sína til umhverfis- ins og heimsins. Helga Soffía Konráðsdóttir Helga Soffía horfir hugsandi út um gluggann. Við líka. Útskýrðu þetta nánar. Þetta er spurningin um tilgang manns f lífinu, hvers vegna lifum við og hvert er markmiðið. Margt í lífinu og umhverfinu vekur mann til umhugsunar, t.d. dauðsfall eða einhver sérstök tfðindi. En Kristsvakning hefur það að markmiði að vekja til umhugsun- ar um Krist. Til hvaða umhugsunar um Krist? Kristur ætti ekki að vera okkur ókunnugt nafn í þjóðfélaginu. Það er annað mál hvað mikið við hugs- um um hann og kenningu hans. Þegar við förum að spyrja spurn- inga um Krist förum við að spyrja um afstöðu sjálfra okkar. Kapelluloftið fyllist af fólki, sem talar um heima og geima, ólíku fólki sjálfsagt og á ýmsum aldri þótt allir eigi það sameigin- legt að vera þarna á loftinu. Og við hugsum til þeirra áhrifa, sem við öll hljótum þó á einhvern máta að hafa hvert á annað, og þess vegna spyrjum við: Hvernig getum við vaknað til nýrr- ar umhugsunar um Krist, er það undir sjálfum okkur komið eða ein- hverju öðru? Þegar þú vaknar til umhugsun- ar og ferð að spyrja sjálfa þig og aðra um Krist veit ég ekki hvort þér finnst eitthvað merkilegt á ferðinni. Það er eins misjafnt ' manneskjurnar eru margar, velta fyrir sér sömu hlutunu, en komast að ólíkum niðurstööum. Hvaða niðurstöðu þú kemst að fer m.a. eftir þvf hvernig boðskapur- inn er framreiddur. Þú gætir t.d. komizt að þeirri niðurstöðu að Kristur hafi verið stórmerkur uppreisnarforingi, sem hafi haft vekjandi áhrif á fólk á sínum tíma. En þú getur lfka komizt að þeirri niðurstöðu þegar þú hugsar um hann og það, sem hefur verið skrifað um hann, að hann komi sjálfri þér við f nútímanum, skipti sköpum í lífi þfnu. Þú getur kom- izt að þeirri niðurstöðu að það sé undir sambandi þfnu við hann komið hvort þú lifir lffi, sem þér finnst fullnægjandi. Það, sem gild- ir fyrst og fremst, er að vera ær- legur við sjálfan sig. Hver er Kristur þér? Þetta er mikil spurning. Eg get yfirleitt ekki hugsað mér að vera án hans. En hvað þýðir það? Er þetta ekki bara einhver merking- arlaus setning að segja svona? Þegar ég veit að ég er ekki ein að takast á við lífið og tilveruna er ég örugg. Mér finnst það gefa mér rétt tengsl við lífið af því að minn lífsskilningur er sá að til sé Guð, sem birtist í Jesú Kristi. Allir skapaðir hlutir velta á því. Jísús Artslur »on œannkgns -vötn þin Hjálpar þú „Að vilja veitist mér auð- velt, en ekki að framkvæma hið góða. Hið góða, sem ég vil, gjöri ég ekki, en hið vonda, sem ég vil ekki, það gjöri ég.“ Hversu mörg okkar geta ekki tekið undir þessi orð Páls postula í Rómverjabréfinu. Við, sem flest okkar eigum svo annríkt — og höfum varla tfma til að sinna okkar nán- ustu — hvernig getum við haft tíma til að hjálpa þeim, sem sitja einmana og bíða? Hugsaðu um það hvað tíminn er óútreiknanlegur. Þú ert ef til vill í kapphlaupi við hann núna, en hversu lengi verður þú það? Lífsins gangur er að vaxa upp og eiga sitt blómaskeið. Þegar kvölda tekur og vinum fer að fækka verður þú ef til vill einmana — hver dagur verður lengi að líða. Þú hefur eflaust tekið eftir því, að oft skortir virðingu gagnvart til? þeim sem eldri eru. Hvort sem það er í daglegu lífi, í strætisvögnum, samkomum og jafnvel sjúkrahúsum — þar verðum við eingöngu vör við þetta virðingarleysi, þó vissulega sé þar gott starf unnið. Gleymum því aldrei, að gamla fólkið í kringum okkur er oft tilfinningaríkir ein- staklingar, sem hafa lifað ólíkari tíma en við sem yngri erum getum ímyndað okkur. Af þeim getum við lært. Þeir sem lífsreynsluna og árin mörg hafa að baki ættu að vera þeir sem við sýnum mesta virðingu í þjóðfélaginu. Þekkir þú ekki einhvern, sem kominn er á efri ár, sem þú gætir rétt hönd þína, þó ekki væri nema stund í senn. Þannig færir þú ljós inní lff þeirra, sem þurfa á því að halda. Þannig útbreiðir þú fagnaðarerindið. Biblíulestrar vikuna 23.-29. október Sunnudagur 23. okt. Mánudagur 24. okt. Þriðjudagur 25. okt. Miðvikudagur 26. okt. Fimmtudagur 27. okt. Föstudagur 28. okt. Laugardagur 29. okt. Jóh. 4:34-42. Op. Jóh. 1:9—20. Ásjóna hans var sem sólin skínandi í mætti sínum. Op. 2:1—7. Gjör iðrun og breyttu eins og fyrrum. Op. 2:8—11. Drottinn þekkir þrengingu vora og fátækt. Op. 2:12—17. Drottinn þekkir aðstöðu vora. Op. 2:8—29. Haldið því, sem þér hafið, þangað til ég kem. Op. 3:1—6. Að kallast kristinn, en vera það ekki. „Minn matur er að gjöra vilja þess, sem sendi mig“ 21. sunnudagur eftir trinitatis. Jóh. 4:34—42 {guóspjalli dagsins í dag segir Jesús, að hans matur sé að gera vilja Guðs. Jesús er korninn til að fullkomna verk Guðs. Og verk hans tala — bera guði vitni og sjá: uppskeran er tilbúin. Akrarnir eru hvítir. Þessi orð Jesú segja okkur hver til- gangur okkar er í lifinu. Við höfum verk að vinna í ríki Guðs. Við höfum það verkefni að bera honum vitnisburð, sem sáði sæðinu helga fyrir okkur. Kristur kom í þennan heim til að opinbera okkur kærleika Guðs og hann segir: „Því vatnið, sem ég gef honum, verður í honum að lind, sem streymir fram til eilífs lífs.“ Þannig á orð hans að vera eins og frækorn, sem þér er gefið — þú ert hinn frjói jarðvegur, sem berð því ávöxt. Þú þarft ekki að bíða lengur. Uppskeran er tilbúin. Þú getur hafist handa strax. „Minn matur er að gera vilja þess, sem sendi mig,“ segir Drottinn. I hans fótspor göngum við til þeirra, sem van- máttar eru — opinberum kærleika Guðs — berum orði hans vitni í öllu okkar daglega lífi. Og árangurinn? Árangurinn leynir sér ekki — ekki aðeins vegna vitnis- burðar þíns — heldur vegna þess að „vér höfum sjálfir heyrt hann og vitum, að hann er sannarlega frelsari heims- ins“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.