Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 57 geti jafnað sig á næsta vori. Fyllsta ástæða er að minnsta kosti til að bíða og sjá hvernig þau koma til með að líta út á laufgun- artíma næsta vor. Vert er að vekja athygli á, að í fyrravetur voru hér gerðar tilraunir með vetrarúðun gegn skordýrum í trjágróðri og notað nýtt efni, sem hér hefur ekki áður verið reynt. Virðist árangur af þessum tilraunum lofa góðu. Efni þetta, sem er olía er blanda má vatni og nefnist AKI- DAN, verður að notast á trén að vetrarlagi og ekki má úða yfir sí- grænan gróður, né það síðla vors að brum sé tekið að þrútna. Oða verður í þurru og frostlausu veðri og helst í kyrru veðri. Efnið leysir upp egg skordýranna, ef það nær til þeirra. Þarf því að úða vel og vandlega og ætti þá lítil hætta að vera á, að maðkaplágan geri usla i garðinum næsta sumar, ef þessi vetrarúðum er framkvæmd. Undanfarna góðviðrisdaga hafa fjölmennir hópar fríðra kvenna gengið um garða og úthaga og safnað sölnuðum blómstönglum og grösum. Nú er mjög í tísku að búa til hverskonar borð- og vegg- skreytingar úr þurrkuðum jurtum og ber að fagna slíku. Vafalaust gefst mönnum tækifæri til að sjá mörg fagurlega gerð listaverk úr þurrkuðum blómum á jólabösur- um um næstu jól og er það vel, ef með þeim hætti eru tök á að safna fé til góðra málefna. Að loknum jólum gætu svo þeir sem eru með allan hugann við garðinn sinn, hugað að ýmsu sem gæti orðið til þæginda og ánægju- auka í garðinum á næsta sumri og víst er um það, að iagtækir menn geta smíðað í garðinn sinn marga góða hluti og nefni ég sem dæmi bekki, borð, barnastóla og leik- tæki. Þá minni ég á, að rétt er að hafa til taks hlera eða grindur undir snjókarlana, þegar börnin taka til við sína vetrarleiki. Snjófargið á grasflötinni getur haft slæmar eftirverkanir ef klakahrúga liggur lengi á grasfletinum. Læt ég svo lokið þessum haust- þáttum og vona að þeir hafi komið einhverjum að gagni. ist til þess að það yrði ekki til þess að spiila fyrir friðarumleitunum í landinu. En eftir að Israelar drógu hluta herliðs síns til baka þann 17. maí og sveitir falangista komu sér fyrir í Chouf-fjöllum, sneri hann aftur að stjórnmálunum. Tók hann höndum saman við Rashid Karami, fyrrum forsætis- ráðherra, og Suleiman Franjieh, fyrrum forseta, svo og Sýrlend- inga. Þar með opnaðist gjá í sam- komulag Líbana og Israela, sem gæti að endingu teygt sig inn í stjórn Gemayels og splundrað henni. Undanfarið hefur Jumblatt lát- ið í ljósi óánægju sína með þrýst- ing af hálfu Sýrlendinga. Þeir hafa stutt hann með ráðum og dáð, en sjaldnast tekið beinan þátt í bardögunum. Á hinn bóginn hef- ur Jumblatt fundist þeir vera farnir að skipta sér einum of mik- ið af stjórnun hans og óspart viðr- að þá skoðun sína. Það er ekki lengra síðan en í fyrra, að Jumblatt var ásakaður fyrir skort á ákveðni þegar ísrael- ar gerðu innrás sína í Líbanon í fyrra með það að markmiði, að hrekja Palestínumenn þaðan. Þessa dagana stýrir Jumblatt herliði drúsa í Chouf-fjöllunum í harðri baráttu þeirra fyrir til- verurétti sínum á svæði, sem þeir hafa búið á um langt skeið. Sú barátta gæti leitt til falls stjórnar Amin Gemayels, forseta landsins. Þá hafa drúsar á undan- förnum vikum haldið uppi kröft- ugri skothríð af og til á höfuð- borgina Beirút og friðargæslu- sveitir Bandaríkjamanna, Frakka og ítala suður af henni. Það hvarflar ekki að neinum að saka Jumblatt um kveifarhátt nú. - SSv. (Heimildir: AP, Time, Newsweek og Economist.) I FYRSTA SINN A ISLANDI HERRAR ATHUGIÐ: shoynear framleiöir sérstakar úrvals snyrti- vörur fyrir herra, sem innihalda jurtaolíur og náttúruleg Collagen. shoynear lífrænu snyrtivörurnar frá Baden-Baden í V.-Þýskalandi Allar shoynear snyrtivörurnar Mikió úrval af kremum, hreinsivörum og baóvörum. Fyrir húð, sem krefst mikillar umhyggju, bjóóum vió sérstaka „línu“, sem inniheldur náttúruleg Collagen. shoynear eru búnar til úr dýrmætum náttúruefnum af vísindamönnum, lyfjafræðingum og læknum. Undir stöðugu eftirliti lækna, er nýjustu vísindum og rannsóknum beitt í þágu feguröar og heilbrigði. m shoynear É shoynear snyrtivörurnar eru seldar í apótekum. shoynear SNYRTIVÖRUR Pósthólf 7108 - 127 Reykjavík - Sími 24311 * \hst þú hvað \blvo kostar? Nú hefur Veltir á boðstólum íleiri gerðir aí Volvo íólksbiíreiðum og á betra verði en nokkru sinni íyrr. Eins og verðlistinn ber með sér er breiddin mjög mikil, en hvergi er þó slakað á kröíum um öryggi. Volvo öryggið er alltaí hið sama. Verð- munurinn er hins vegar íólginn í mis- munandi stœrð, vélarafli, útliti og íburði, og t.d. eru allir 240 bílarnir með vökva- stýri. Verðlistinn er miðaður við gengi íslensku krónunnar 5/10 '83, ryðvörn er inniíalin í verðinu. Haíið samband við sölumenn okkar. VELTIR HF. Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.