Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1983 79 íslensk aðstoð í Ghana Hjálparstofnun kirkjunnar sendi nýlega 40 tonn af þurrkuð- um saltfiski til hjálparstarfs í Ghana. Frekari sendingar eru áætlaðar á næstu vikum, þar sem ástandið í Ghana er nú mjög bág- borið. í fréttatilkynningu frá Hjálp- arstofnun kirkjunnar segir að upphaflega hafi Rauði kross ís- lands og Hjálparstofnunin stað- ið að skyndisöfnun síðla veturs vegna neyðarástands sem upp kom í Ghana vegna flóttamanna frá Nígeríu og þá hafi safnast um 300.000 krónur. Hjálpar- stofnunin hafði svo frumkvæðið að því að virkja fleiri aðila til samstarfs og lagði m.a. ríkis- sjóður til eina milljón til hjálp- arstarfsins. Nú er ætlunin að efla enn frekar hjálparstarfið í Ghana með matarsendingum því þar ríkir, að sögn Hjálparstofnunar- innar, nánast hungursneyð vegna þurrka síðustu mánuði, auk þess sem atvinnuleysi sé nær algjört og uppskera lítil. Alkirkjuráð hefur sett á fót hjálparstarf með áherslu á dreifingu matvæla í fyrstu og svo þróunar- og uppbygg- ingarstarf að neyðarhjálp lok- inni. íslenski saltfiskurinn er talinn henta mjög vel til hjálp- arstarfs, bæði með tilliti til næringargildis og dreifingar og hefur nú tekist náið samstarf milli hjálparstofnunarinnar og Alkirkjuráðsins um íslenska að- stoð í Ghana. SÆLUV1KA Saujöchlvtóki'83 Þórðurí HeimilistaeKjum fer.,símleiÓis" umlandiðmeð bílasímann frá AP Draumur um bílasíma er nú loksins orðinn að veruleika hér uppi á (slandi. Dreifikerfið er óðum að komast í gagnið og reglugerðirnar komnar á hreint. Þess vegna er Þórður í Heimilistækjum lagður upp í ferð um landið til þess að kynna bílasíma frá AP-radio. AP-radio bílasíminn uppfyllir allar kröfur sem yfirvöld hér á landi gera til slíkra tækja, enda hefur hann veriðþróaðurogframleiddursérstaklegafyrir íslenskar aðstæður. Þórður mun m.a. heimsækja starfsmenn Vegagerðarinnar og Rarik; lögreglu, lækna, dýralækna, hjálparsveitir og verktaka. Hann mun ferðast um á drapplitum Galant station þrælmerktum Heimilistækjum hf. og AP- radio. Öllum áhugamönnum er velkomið að stoppa Þórð hvar sem til hans næst og spyrja hann út úr um AP-bílasímann. Ferðaáætlun l.vikuna er sem hér segir: Mánudagur 11.7. : Höfn, Djúpivogur. Þriðjudagur 12.7. : Eskifjörður, fleyðarfjörður, Neskaupstaður. Miðvikudagur 13.7. : Seyðisfjörður Fimmtudagur 14.7. : Egilsstaðir Föstudagur 15.7. : Húsavík Laugardagur 16.7. : Akureyri Mánudagur 18.7. : Akureyri & Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTI JNI 8-15855 1 8 16. JÚLÍ LAUGARDAGUR: FLUGDAGUR: Fjölbreytt dagskrá á flugvelli. KNATTSPYRriUKEPPni yngri flokKa, bæjarkeppni: Siglufjörður og Sauðár- krókur/ Dalvík og Sauðárkrókur DAnSLEIKUR í Bifröst: llljómsveit Ingimars Eydal. 17. JÚLÍ SUWNUDAGUR: FRJÁLSÍÞRÓTTANÓT—meistarakeppni FRÍ 3ja Deild. ÚTITÓnLElKAR í Grænuklauf, þar koma fram hljómsveitirnar: Medium - Tyról — Vonbrigði — Iss og Bubbi Mortens og EGÓ. 18. JÚLÍ MÁWUDAGUR: DAnSKIR ÞJÓÐDAnSAR. ÚTISKÁKMÓT. 19. JÚLÍ ÞRIÐJUDAGUR: nÝR STÓRMARKAÐUR K.S. opnaður við Ártorg. KnATTSPYRnULEIKUR. Tindastóll keppir við 1. deildarlið. 20. JÚLÍ MIÐVIKUDAGUR: BÓKMEnnTAKVÖLD í Bifröst: Leikfélag Sauðárkróks. 21. JÚLÍ FIMMTUDAGUR: JASSKVÖLD í Bifröst: Jassklúbbur Skagafjarðar. 22. JÚLÍ FÖSTUDAGUR: DAnSLEIKUR í Bifröst: Hljómsveit Geirmundar. 23. JÚLÍ LAUGARDAGUR: GÖnGUDAGUR fjölskyldunnar: ferð að Ingveldarstöðum. Gengið í Glerhallarvík. BÆJARKEPPm í Sundlauginni: Sauðárkrókur/Borgarnes. GOLFMÓT. GÖTULEIKHÚS: Svart og sykurlaust úr Reykjavík. UnGLinGADAnSLEIKUR í Bifröst: Hljómsveitin TYROL. DAHSLEIKUR í Bifröst: Hliómsveitin Alfa — Beta. 24. JÚLÍ SUINNlinAC.IIR; UMSS: Unglingamót SkagaQarðar í sundi. FJÖLSKYLDUSÆLA í Grænuklauf. Fjölbreytt dagskrá. * ALLA DAGA: ÚTSÝMISFERÐIR um Skagafjarðar- hérað. MÁLVERKASÝINIING Jónasar stýrimanns Guðmundssonar BÁTSFERÐIR til Drangeyjar með leiðsögumanni. Farið frá Sauðárkróki. SUMARSÆLUKVÖLD með uppákomum í Sælkerahúsinu ogá Hótel Mælifelli. STANGAVEIÐII'IÓT í Sauðárkróksfjöru. MÁINUDAG TIL FÖSTUDAGS kl. 15 til 18 göngugata í Aðalgötu. FRAMLEIÐSLUFYRIRTÆKI til sýnis almenningi kl. 15 til 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.