Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1983 „MÉR KOM EKKI sem er að degi til — við máltíðir til dæmis, í leikhúsinu, í strætis- vagni eða hvar sem er. Auk þess hve bagalegt slíkt ástand getur verið manni, getur slíkur ótíma- bær svefnhöfgi að degi leitt til skyndilegrar vöðvalömunar og yfirliðs. Sú læknismeðferð, sem veitt er við þessu ástandi, felst í örvandi lyfjum gegn svefndrung- anum og önnur lyf, sem gefin eru til að koma í veg fyrir, að vöðva- lömum hefjist. Hrotur Sp. Hvað er að segja um aðrar al- gengar truflanir á svefni? Sv. Sinadráttur í fótleggjum að næturlagi, sem á læknamáli er kallaður nocturnal myoclonus, er afar algengt kvörtunarefni hjá fólki. Langflestir verða þó ekki varir við sinadráttinn og verða ekki fyrir neinni teljandi svefn- röskun af hans völdum; en svo eru aðrir, sem eru sífellt plagaðir af þessu og vakna þráfaldlega á nóttunni af þeim óþægindum, sem sinadrættinum fylgir. Meðferðin gegn sinadrætti felst í lyfjagjöf, sérstökum líkamsæfingum og slökunaraðferðum áður en farið er í rúmið. Það hefur gengið heldur illa að koma í veg fyrir sinadrátt, en það hefur hins vegar gengið mun betur að hjálpa fólki við að halda svefni, þótt það fái sina- drátt. Sp. Hvað veldur hrotum? Sv. Hrotur eru skjálfti og skrölt í veggjum efri hluta öndunarfær- anna í svefni. í sjálfu sér eru hrot- ur vitanlega ekki hættulegar, þótt hvimleiðar séu; en þær geta hins vegar verið fyrstu ummerki þess, að apnoea sé tekin að myndast. Aukinn líkamsþungi, notkun ró- andi lyfja eða hvað annað, sem valdið getur auknum þrengslum í efri hluta öndunarfæranna, kann svo að leiða til apnoeu — öndunar- erfiðleika í svefni — hjá þeim, sem eiga vanda til að hrjóta mjög mikið. Þá er ýmislegt, sem bendir til þess, að langvarandi og mjög miklar hrotur kunni að leiða til breytinga á blóðþrýstingi og jafn- vel truflana á starfsemi hjartans. Læknar í Bologna á Ítalíu hafa skýrt frá því, að þeim, sem eiga vanda til að hrjóta ákaflega, sé mun hættara við að fá of háan blóðþrýsting en þeim sem sofi hljótt og rótt. Sp. Ættu menn að leita sér lækn- ishjálpar við áköfum hrotum? Sv. Nei, yfirleitt ættu menn ekki að þurfa þess með, nema ef ákafar hrotur séu farnar að hafa í för með sér truflanir á eðlilegri starf- semi lungnanna og valda óþæg- indum fyrir hjarta. Það er ekkert rangt eða óeðli- legt við það, að reyna að fá fólk, sem hrýtur mikið en er heilsu- hraust, til þess að skipta um stell- ingar þegar það sefur, til að fá það til að hætta að hrjóta. Ef breyttar stellingar í svefni — eins og til dæmis að velta sér yfir á hliðina eða liggja á kviðnum — leiða til þess að menn hætti að hrjóta, er það er í reynd viss ábending um að mun síður sé hætt við stíflumyndunum fyrir loft- strauminn í öndunarfærum við- komandi, heldur en í öndunar- færum þess manns, sem hrýtur jafn mikið og viðvarandi í hvaða stellingum, sem hann sefur. Hin ýmsu stig svefnsins og eðlileg svefnlengd Sp. Hvað er að segja um martröð? Er hægt að koma í veg fyrir, að fólk fái martröð í svefni? Sv. Martröð, sem endurtekur sig og menn verða fyrir aftur og aftur og sífellt snýst um sömu skelfilegu hluti, aðstæður og atburði, telst venjulega merki þess, að um geð- rænan eða sálrænan kvilla sé þeg- ar að ræða. Hermönnum, sem tek- ið hafa þátt í bardögum, hættir til dæmis mjög til að fá martröð. Fólki, sem þjáist af alvarlegri, við- varandi martröð, er oftast gefið lyf, sem kemur í veg fyrir hröðu augnahreyfinguna í svefni, en það er einmitt það stig svefnsins, sem martröð getur gert vart við sig á. Sp. Hvað er það nákvæmlega, sem gerist, þegar maður sefur? Sv. Svefn er okkur óhjákvæmilegt hvíldarskeið á hverjum sólar- hring. Þær athuganir, sem við höfum gert á starfsemi heilans og vöðvanna, svo og á hreyfingum augnanna meðan sofið er, benda mjög til þess, að svefninn sé afar Wa lingar á heilahylgjum sofandi sjúklings auúvcldar læknum mjog a<) greina sjúkdóminn nákvæmlega. vel skipulagður frá náttúrunnar hendi. Fyrst — þegar { stað eftir að svefninn hefst — byrjar svefn- skeið án hraðra augnahreyfinga, sem á læknamáli kallast NREM- svefn, og varir sá svefn í um það bil 90 mínútur. Þá tekur við 10—20 mínútna svefnskeið með hraðri augnahreyfingu, eða REM-svefn, og eru vöðvarnir þá lamaðir, en augun hreyfast með miklum hraða, og hinn sofandi dreymir mjög mikið. Því næst tek- ur NREM-svefnskeiðið aftur við. Þessi hringrás svefnskeiðanna heldur áfram á 90 mínútna fresti allan svefninn, fjórum til fimm sinnum á nóttu. Sp. Hve mikinn svefn þarf mað- ur? Sv. Lengd svefntíma hvers ein- staklings er, að því er bezt verður séð, stjórnað af vissum erfða- fræðilegum þáttum, sem eru oft sterk einkenni meðal ættmenna. Sumt fólk sefur ekki nema fjóra klukkutíma á sólarhring, en aðrir sofa allt upp í ellefu klukkustund- ir. Áður en menn komast á fullorð- insaldur, breytist hlutfallið milli lengdar svefns og vöku smátt og smátt. En þegar menn hafa náð fullorðinsaldri, virðist skiptingin milli svefns og vöku hins vegar haldast óbreytt alla ævi. Lengd svefntíma getur verið allmismun- andi eftir einstaklingum, en al- mennt séð kemur að meðaltali 8 klukkustunda svefn á móti 16 klukkustunda vöku. Blundur um miðjan dag Sp. En þarf ekki fólk minni svefn, þegar það eldist? Sv. Það álítum við ekki. Roskið fólk sefur að vísu oft skemur en það stafar sennilega ekki af því, að það þarfnist minni svefns, heldur af því, að það er orðið sýnu heilsu- veilla og verður því fyrir marg- víslegum truflunum á svefni. Sp. Hver eru helztu merki þess, að maður fái ekki nægan svefn? Sv. Aðaleinkenni eru syfja að degi til — menn finna fyrir erfiðleikum á að sinna störfum sínum að degi til. Á læknisstöðvum, sem fást við truflanir á svefni, eru þessi ein- kenni hið fyrsta sem tekið er til athugunar: Er viðkomandi miður sín á daginn? Það er þetta atriði, sem gengið er út frá, þegar svo er tekin ákvörðun um, hvort veita eigi meðferð með lyfjum og öðrum lækningaaðferðum eða ekki. Þegar um er að ræða mjög ónóg- an svefni, fara menn oft að missa eftirtekt, verða sljóir, tala óskýr- ar, verður hættara við slysum og gera tíð mistök. Margt fólk finnur fyrir óþægilegum sviða í augum, og það verður venju fremur skap- styggt, þegar það er vansvefta. Þegar verst gegnir, er alveg óhjákvæmilegt að viðkomandi falli í svefn á daginn, og menn verða oft fyrir svefn-köstum: Þeg- ar þeir setjast niður, yfirbugar svefninn þá á samri stundu, og menn þurfa oft að berjast af hörku til að halda sér vakandi. Sp. Er nokkuð varið í að fá sér blund um miðjan daginn? Sv. í sumum þjóðlöndum tíðkast almenn siesta — þ.e. reglubundin svefnhvíld um hádaginn — og gef- ur góða raun. En ef menn fara yfirleitt að venja sig á að fá sér blund að degi til, þá ætti að halda þeim sið dagsdaglega, og alveg sérstaklega ef mönnum hættir orðið til svefnleysis. Fólk heyrist oft kvarta yfir erf- iðléikum með svefn á sunnudags- kvöldum. Venjulega er þó ástæðan sú, að menn fá sér aukalega blund milli tvö og fimm síðdegis á sunnudögum og geta svo engan veginn sofnað á venjulegum svefntíma um kvöldið. Þess vegna held ég því fram, að reglubundnar venjur séu heppilegastar í þessum efnum. Sp. Hvað um hina gömlu gullvægu reglu „snemma í háttinn, árla á ferli"? Sv. Betri regla er „á reglubundn- um tíma í háttinn og á reglu- bundnum tíma á ferli“. Sumt fólk heldur því fram, að það sé kvöld- svæft að eðlisfari og aðrir segjast vera afar morgunsvæfir. En sé þetta fólk látið sofa alveg ótruflað kemur í ljós, að svefn beggja þess- ara hópa er afar áþekkur, næstum því aiveg eins — aðeins á mismun- andi tímum sólarhringsins. Hinir kvöldsvæfu sofa alveg prýðilega eftir að þeir sofna um tvöleytið á næturnar og hinum morgunsvæfu vegnar líka ágætlega, þegar þeir sofna klukkan tíu á kvöldin og vakna þá hressir og endurnærðir eldsnemma morguns. Sp. Hvers konar hjálpar getur fólk vænzt, sem leitar sér læknishjálpar við alvarlegum truflunum á svefni? Sv. Fyrsta skrefið er að fara í all- mörg viðtöl hjá sérfræðingum — til dæmis hjá sérfræðingi í lungnasjúkdómum, til geðlæknis, til háls-, nef- og eyrnasérfræðings — allt eftir því hvers eðlis kvillinn virðist vera. Þetta er gert til að fá sem skýrasta og fyllsta sjúkdóms- skýrslu af viðkomandi, svo unnt sé að beita heppilegustu meðferðinni. Sjúkdómsskýrslan er því næst at- huguð gaumgæfilega og í því sam- bandi er leitað ráða hjá t.d. tauga- sérfræðingi, ef álitin er þörf á því. Svo er tekin ákvörðun um, hvort heppilegast sé að láta sjúklinginn gangast undir nánari athugun í sérstakri svefn-rannsóknarstofu. Sp. Hvað felst í slíkri nánari athugun? Sv. Venjulegast er athugunin fólgin í því, að sjúklingurinn er látinn sofa í eina eða tvær nætur á rannsóknarstofunni, þar sem fylgzt er með öllu því, er lýtur að svefni hans með ýmsum mæli- tækjum. Mæliplötur eru festar við enni sjúklingsins, sín hvoru megin við augun, á brjóstið við hjartað og undir hökuna. Þær bera svo boð um heilabylgjur, augnahreyfing- ar, starfsemi vöðvanna og hjart- slátt meðan á svefninum stendur. Þær tölu-upplýsingar, sem mæli- tækin sýna frá svefntímanum, er svo hægt að bera saman og ráða nánar í með þeim niðurstöðum, sem fást við svipaðar mælingar á líkamsstarfseminni í vöku að degi til. Síðan er farið vandlega yfir þær upplýsingar, sem safnað hefur verið saman um ástand sjúklings- ins og gerð sem nákvæmust sjúk- dómsgreining. Þá er komið að niðurstöðu um lækningaaðferð. Sjúklingurinn hlýtur svo ýmist læknismeðferð á því sjúkrahúsi, þar sem athugunin fór fram eða einfaldlega hjá heimilislækni sín- um. FRIED CHICKEN FÆST ADEINS milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur NYBVLAVEGI22 KÓPAVOGI S46085.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.