Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1983 Sumarkvöld í vesturbænum „Dyra-símar eru eitur. Maöur selur aldrei neitt í gegnum þá,“ sagði Magnús og beygði sig niður í dyrasíma og bauð gott kvöld. Það var hlýtt og fallegt sumarkvöldið, sem hann bauð, svolítið seint, sólin var farin að nálgast Snæfellsjökul ískyggilega og á himininn varpaði hún bleikura fólva. Ský hafði hún engin til að angra sig enda þau sennilega löngu orðin leið á að stríða henni og mannfólkinu í borginni. Haf og himinn runnu saman í eitt allsherjarsólbað. Við vorum í vesturbænum og ekki köttur á kreiki. Og þó. Einn kolsvartur skaust yfir götuna alls óhræddur við bíla að því er virtist. Enda voru fáir bílar á ferð um götuna. Sennilega flestir að fylgj- ast með sólinni ganga í háttinn. Maður gæti rétt ímyndað sér að ljóðskáld notuðu sér viðlíka kyrrð til að búa til ógleymanleg ljóð. Ef til vill ortu þeir á þessum stundum um „sólina, vorið og land mitt og þjóð“. Og ef til vill gæfu þeir ljóð sín út á bók og leyfðu fólki að taka þátt í hrifningu sinni. Þá væru þeir kannski kallaðir skáld, ungskáld eða nútímaskáld. Svo eru margir sem ekki eru kallaðir skáld, en eru það samt því þeir yrkja fyrir sjálfa sig og setja það aldrei á prent. Magnús Einarsson, sem segir að dyrasímar séu eitur, hefur gefið út fyrstu ljóðabókina sína og labbar nú um götur Reykjavíkur síðla, býður fólki góða kvöldið og ljóða- bókina sína um leið. Bókin ber nafnið „Sykurlaus vitnisburður", og hún hefst á eftirfarandi orðum Magnúsar til lesenda sinna: „Sam- félagið er átekin kassetta. Kass- ettur eru mismunandi að lengd og gerð og veldur þar um tími og að- stæður. Hegðun okkar er í fullu samræmi við forrit og efni snæld- unnar. Að taka yfir réttmætt efni og innihald snældunnar, er lög- brot og fæst einungis gert í laumi, við luktar dyr. Sértu óánægður með kassettuna þína, spurðu þá hverjir hanni hana og framleiði. Sértu ánægður, hins vegar, þá spurðu einskis." Það svarar enginn í dyrasímann svo við göngum út á götuna aftur. Magnús, sem er Njarðvíkingur, er með nokkur eintök af ljóðabókinni sinni undir arminum og segir: „í rigningu er engin sala. Ég hef reynsluna af því. Fólki bregður bara í brún þegar það sér mig á tröppunum hjá sér, rennvotan og ófrýnilegan og er fljótt að loka á mig hurðinni. Nei, þá gengur nú betur að selja í sól og sumaryl. Þá er vit í að bjóða góða kvöldið. Ég býð alltaf gott kvöld. Það er alveg fastur punktur. Ég gerði það meira að segja um hábjartan dag- inn einu sinni. Áttaði mig bara ekki á því að ekki var komið kvöld. Viðtökur fólks eru margvíslegar. Ég hef verið faðmaður, hurðinni hefur verið skellt á nefið á mér og mér hefur verið boðið inn í stofu." Og með það erum við komnir upp að skemmtilegu einbýlishúsi og ung kona er eitthvað að stússa í garðinum. Gott kvöld, segir Magn- ús. Ég er hérna með nýja ljóðabók til sölu. Það má ekki bjóða þér eintak? Og hvað heitir hún? spyr konan. Sykurlaus vitnisburður. Ég vona að þú sért ekki sykursjúkur fyrir það, segir konan. Nei, ekki er það nú, en viltu ekki líta á grip- inn? Heyrðu, ég er nú bara svo mikið að gera núna eins og þú sérð. Heldurðu að þú getir ekki komið seinna? Þá skal ég lfta á bókina þína. Sjálfsagt mál, segir Magnús, og aftur erum við komnir út á götu. Ég spyr og Magnús hugsar sig um en segir svo: „Að selja eigin bók á rölti milli húsa má líkja við eggjatínslu. Hver seld bók er fundið egg. Ég lít á það sem góðan og dyggan stuðning ef einhver kaupir bók af mér. Með því sýnir hann áhuga á þessu framtaki mínu. En þetta er slæmur tími til að gefa út ljóðabók. Upphaflega ætlaði ég ekki að yrkja. Ég vakn- aði þó ekki einn morguninn og sagði: Nú skalt þú Magnús taka til við að yrkja. Raunar er maðurinn að yrkja hvern dag, það er bara spurning um hvort hann setji það á blað. Ég fann þörf fyrir því að setja mitt á blað. Það fylgir því ánægja að skrifa þetta niður fyrir sig. Það felur í sér að maður þarf að hugsa og ég hef alltaf haft gaman af því,“ segir Magnús og gengur inn í þrílyft hús og upp á efstu hæð og bankar á dyrnar. Guðmundur Björgvinsson myndlistarmaður kemur í gættina og Magnús býður góða kvöldið. Leikar fara þannig að Guðmundur kaupir eintak, aðrir í húsinu hafa áhuga en þetta er röngu megin við mánaðamótin sem Magnús er þarna á ferð. Hann fær oft að heyra það þessa stuttu kvöld- stund. Og svo erum við aftur komnir út á götu. Það er eitt að skrifa niður ljóðin sín og annað að gefa þau út á bók. „Ég vildi leyfa öðrum að lesa það sem ég hafði sett niður. En þó ég hafi farið að skrifa ljóð er fjarri lagi að ég hafi ætlað að gefa þau út. Til þess var ég hvattur hins vegar. Ég fór að athuga málið og uppgötvaði að þetta væri kannski ekki svo ómerkilegt framtak. Sjálfsagt hefði ég getað sleppt hinu og þessu til að gera bókina fágaðri eða heil- legri. En svo ákvað ég bara að setja það allt saman og kalla það „Sykurlaus vitnisburður". Nafnið? Vitnisburður er alltaf vitnisburð- ur. Ljóðin eru vitnisburður um manninn. Svo datt ég niður á þetta kynduga orð, sykurlaus. Nú á dögum er keppst við að hafa allt sykurlaust og því þá ekki ljóða- bók? Það hlýtur að vera hollt. Ef eitthvað er sykurlaust er það ókryddað, ómengað, hispurslaust." Við héldum áfram göngu okkar, hús úr húsi. Einn sagðist vera blankur og þó hann ætti pening myndi hann ekki fara að eyða hon- um í ljóðabók. Annar sagðist aldr- ei hafa lesið ljóð og ætlaði ekki að fara að byrja á því núna. Magnús sagði þar sem hann stóð við einn dyrasímann að fólki heyrðist hann oft segja „jólakort" í stað „ljóða- bók“ og hélt hann væri að grínast. Um hvað ertu að yrkja? spurði ung kona í blokk. Það er svo margt, sagði Magnús og bauð henni að komast að því sjálf. Hún hafði mikinn áhuga á því en hún fengi ekki útborgað fyrr en daginn eftir. Komdu þá, sagði hún. Magnús tíndi tvö egg þetta kvöldið, seldi tvær bækur. Hann var svosem nógu ánægður með það. Sólin hvíldi á Snæfellsjökli, hann hlyti að fara að bráðna bráð- um, og sumarkvöldið var að breyt- ast í nótt. Svarti kötturinn birtist aftur, góndi svolítið á okkur en stökk svo í burtu. Við gengum til baka eftir götunni og kvöddumst. — ai. Guðmundur Björgvinsson myndlistarraaður var ekki lengi að kaupa sér eintak af Ijóðabók Magnúsar. í gættinni stendur Birgir ótafaaon og veltir bókinni fyrir sér. Morgunblaðið/ —al. Evrópuþingið: Aukin aðstoð EBE við þriðja heiminn Strarabourg, 8. júlí. AP. iVRÓPUÞINGIÐ í Strassbourg amþykkti í dag skýrslu, þar sem korað er á Efnahagsbandalagsríkin ð auka aðstoð við þróunarlöndin m 3 milljarða dollara til viðbótar í æstu tíu árum. Að samþykktinni tóðu 77 fulltrúar en 37 greiddu at- væði gegn henni. Efnahagsbandalagið sem er tærsta viðskiptabandalag í heimi lytur um 40 prósent af varningi ínum til þróunarlanda og fær frá eim um 60 prósent af innfluttum örum. Viðskipti Evrópulanda við >nd þriðja heimsins nema árlega am svarar um 100 milljörðum íollara. ......*............ f KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAR VEXTIR IKUHHAR Bananar Del Monte — Appelsínur Autspan — Appelsínur Brazilía — Mandarínur Uruguay — Epli rauð Chile — Epli rauð New Zealand — Epli gul frönsk — Epli græn Granny Smith — Sítrónur Autspan — Grape Autspan — Vatnsmelónur— Melónur Honey Dew — Vínber græn — Vínber rauö — Perur South Africa — Plómur rauðar — Plómur gular — Ferskjur ítalskar — Ferskjur grískar — Ferskjur spánskar — Nektarínur ítalskar — Döðlur — Kiwi — Apríkósur — Avocado. EGGERT KRISDAIMSSOIM HF Sundagörðum 4, simi 85300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.