Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1983 ERSKINE CALDWELL að gekk ekki átakalaust fyrir sig hjá Erskine Caldwell að gerast rithöfundur. í sjö ár mátti hann skrifa án þess einu sinni að fá birta eftir sig sögu. Hann skrif- aði í belg og biðu- og sendi sögur í allar áttir, en alltaf fékk kall handritin í hausinn aftur. Það er stórmerkilegt, hversu margar ástæður menn geta gefið fyrir því að birta ekki sögu, segir Caldwell. En hann gafst ekki upp. Hann tók að sér ýmis störf til að fram- fleyta fjölskyldu sinni: hann var dyravörður, mjólkurpóstur, bíl- stjóri, kokkur, blaðamaður, þjónn, lífvörður, bóksali, sjómaður og margt fleira varð hann að taka sér fyrir hendur þessi sjö ár sem eng- inn vildi birta eftir hann sögu. Ég hef gert margt fyrir reynslu- sakir, segir Caldwell, en á þessum árum neyddist ég til að gera hluti sem ég hefði annars aldrei gert. En öll reynsla, bæði góð og vond, er rithöfundinum mikilvæg. Það sem maður reynir býr með manni og vaknar upp þegar maður þarf á því að halda. En reynslan ein dug- ar þó skammt þegar á fara að setja saman sögu. Það verður að finna reynslunni stað í ímyndun- araflinu; maður verður að nota ímyndunaraflið til að skapa líf á bók, því hið eiginlega líf er svo leiðigjarnt og hversdagslegt. Loks á miðju ári 1929 tóku lítil tímarit að birta sögur eftir Cald- well. Og undir handleiðslu Max Perkins varð Érskine Caldwell al- vöru rithöfundur. Scribners gaf út American Earth 1931 og Tobacco Road 1932, en eftir það skildu leið- ir. Caldwell segir: Mér þótti sárt að skilja við Perkins. En það gerðist svo, að það var kreppa í landinu og Tob- acco Road seldist einungis í þús- und eintökum og þeir hjá Scrib- ners höfnuðu skáldsögu sem ég kailaði Autumn Hill. Það var gott með okkur Perkins og ég vildi ekki fara frá honum en lét undan for- tölum umboðsmanns míns og færði mig til Viking Press. Caldwell var 26 ára gamall, þeg- ar honum barst einn daginn bréf þar sem Maxwell Perkins bað hann um smásögur til athugunar. Það var í fyrsta sinn sem ég hafði verið beðinn um slíkt, segir Caldwell. Og bréf Perkins hleypti í mig slíkum fídonskrafti að ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, skrif- að jafn mikið á jafn skömmum tíma. í þrjá mánuði skrifaði ég nýja sögu á dag og sendi jafnóðum til Max. Ég var uppfullur af hugmyndum og eini vandinn var að finna tíma til að koma þeim á blað. Tuttugu og fjórar stundir í sólarhring voru mér ekki nóg. Ég hætti að trekkja upp heimilis- klukkuna, en bara að hafa hana fyrir augunum reyndist mér óbærilegt, svo ég læsti hana inní skáp. Jafnharðan og Max hafnaði sögu, þá sendi ég hana til litlu tímaritanna þar til hún fékkst birt. Póstburðargjöld urðu stærri liður í heimilisbókhaldinu en mat- ur og sígarettur. Loks kom að því að 3ja mánaða barátta mín bar árangur. Ég fékk bréf frá Max þar sem hann til- kynnti mér, að hann hefði ákveðið að birta eina sögu eftir mig í Scrib- ners Magazine. En Max hafði ekki gert upp við sig hvaða sögu hann ætlaði að birta. Samkvæmt mínu bókhaldi átti ég hjá honum fimm sögur og ég varð skyndilega grip- inn þeim ótta að honum myndi ekki líka nein þeirra og ekki þirta neina. Ég settist niður og á tveim- ur nóttum og einum degi tókst mér að klára þrjár nýjar sögur. Svo valdi ég þrjár aðrar úr bunk- anum á borðinu hjá mér, svo hann hefði ellefu sögur að velja úr. En ég sendi ekki þessar sex með póst- inum, heldur taldi ég ráðlegra að fara siálfur með þær til New York: Ég sá fyrir lestarslys og al- varlega seinkun í póstútburði! Caldwell kom ekki dúr á auga í rútunni til New York og þegar þangað kom hafði hann magnað með sér hræðslu við Perkíns og hann áræddi varla að stíga inn fyrir dyr í húsi Scribners. A end- anum laumaðist hann inn en í stað þess að spyrja eftir Perkins, skildi hann handritin eftir í umslagi og skrifaði á miða að sig yrði að finna á Manger-hótelinu næstu tvo daga. Svo lokaði hann sig inná hótelherbergi og beið í ofvæni eft- ir símhringingu. Snemma næsta morguns hringdi Perkins. Hann hafði nú ákveðið að birta tvær sögur og sneri sér svo að fjármál- unum: Hvað segirðu um „two-fifty“ fyrir báðar? spurði hann. „Two-fifty?“ spurði Caldwell, ja, ég veit það ekki. Ég hélt kannski ég fengi eilítið meira ... Jæja, já, sagði Perkins. Hvað segirðu þá um „three-fifty"? Það er eins mikið og við getum mögu- lega borgað. Þetta eru erfiðir tím- ar, eins og þú veist, og við verðum að horfa í aurinn. Já, ég skil, sagði Caldwell. Ég býst við að það verði þá í lagi, en ég hélt samt ég myndi fá aðeins meira en þrjá og hálfan dollar — af því að þær voru tvær, sjáðu. Þrjá og hálfan dollar! Nei, þú hefur misskilið mig, Caldwell, sagði Perkins. Ekki þrjá og hálfan dollar. Nei, ég átti við þrjú hundr- uð og fimmtíu dollara. Ha, nú! sagði Caldwell. Já, það er sannarlega allt annað. Það er nú líkast til. Þrjú hundruð og fimmtíu dollarar, það er einmitt það... illiam Faulkner sagði stúd- entum eitt sinn við Missis- ippi-háskóla hverjir væru fimm bestir samtímahöfundar í Amr- íku: Thomas Wolfe, John Dos Passos, Erskine Caldwell, Ernest Hemingway og hann sjálfur. Þekkti Caldwell einhvern þessara oft fleiri fræga samlanda í rithöf- undastétt? Nei, ég hef haft lítil kynni af rithöfundum. Ég kærði mig aldrei um slíkt. Einu rithöfundarnir sem ég hef haft almennileg kynni af eru William Saroyan og John Steinbeck og náungi að nafni Pep West, Nathaniel West. Ég hitti Steinbeck fyrst í Mexíkó og næst í Nýja Englandi og þá í New York. Við vorum alltaf að hittast hér og þar. Og ég hef haft töluvert saman að sælda við bæði Saroyan og West og líkað það vel, því þeir náungar tala aldrei um það sem þeir eru að gera. Þeir tala um aUt. Svo hef ég verið málkunnugur ýmsum rithöfundum. Sherwood Anderson til dæmis. Hann var einu sinni í Arizona og eyddi heilli viku með mér í Tucson. Ég þekkti líka Theodore Dreiser; hann var þræll í Hollywood þegar ég var þar. Raunar höfðum við sama um- boðsmann. Og Sinclair Lewis kom iðulega við hjá mér í Connecticut á leið sinni útí sveit. En ég get ekki sagt að ég hafi nokkru sinni staðið í nánu vinfengi við rithöfund. Ég hef alltaf verið útaf fyrir mig og kunnað best við mig einsamall með vinnu minni. Ég hef lítið farið út um dagana; kaffihús, krár og veitingastofur eru ekki minn heimur. Hvað um Faulkner? Við hittumst tvívegis, held ég, einu sinni í Frakklandi og einu sinni í New York. Það eina sem ég minnist að við ræddum, var sá vandi að tala við fólk í útlendu landi þegar maður kunni enga tungu nema móðurmálið! Hverjar bækur og hverjir höf- undar telurðu að hafi haft áhrif á þig sem ungan mann? Ja, þegar ég var ungur, þá var tími litlu tímaritanna. Þau eru ekki til lengur. í þá daga var lenska að hefja útgáfu tímarits ef menn áttu pening til að borga prentaranum. Útbreiðsla þessara tímarita var náttúrlega sáralítil, mest 500—1000 eintök, en þetta voru góð tímarit og nauðsynleg; þau birtu ýmsa tilraunagerð í skáldsagna- og ljóðagerð, sem stóru tímaritin, eins og Saturday Evening Post og Colliers, litu ekki við. Og ef maður vildi ekki skrifa eins og stóru tímaritin buðu, þá átti maður ekki í annað hús að venda en litlu tímaritin. Þau birtu það sem var nýtt og merkilegt að gerast í bókmenntunum. Ég þroskaðist með þessum tímaritum og las þau og varð fyrir áhrifum frá því sem þau birtu. Og fyrsta smásagan mín sem var birt, kom í einu slíku litlu tímariti í París; transition hét það og átti sér merkilega sögu í bókmenntunum. En hvað um bækur eins og Win- esburg, Ohio? Ég mat Anderson mikils. Hann var mér nokkurs konar fyrirmynd, því honum hafði tekist að ná árangri í að skrfa sögur skyldar þeim sem ég sjálfur hafði í huga að skrifa. Én það kom aldrei til álita að líkja eftir honum. Lastu Fitsgerald og Hemingway þegar þeir voru fyrst gefnir út á þriðja áratugnum? Nei. Ég hafði engan áhuga á því. Þeir voru að gera það sem þeir voru að gera og ég var að gera það sem ég var að gera. Það hefur eyðilagt margan rithöfundinn að líkja eftir öðrum höfundum sem skrifað hafa góðar bækur. Eftir- liking er aldrei góð. Og ég hafði aldrei neinn áhuga á því að lesa það sem aðrir voru að gera. Það truflaði mig bara. Ég var of upp- tekinn af því að skrifa sjálfur. Ég les yfirleitt ekki bækur, sjáðu, en ég reyni að skrifa þær. Er það satt að þú hafir ekki einu sinni lesið Mark Twain? Já, segir Caldwell og hlær, ekki ennþá. Ég hef eitthvað til að hlakka til! Nei, sjáðu, þetta er bara mín stefna að lesa ekki aðr* höfunda. Ég hef ekkert á móti bóklestri, síður en svo, þetta er bara sérviska. Ég vil heldur lesa tvö blöð á kveldi heldur en skáld- sögu. Lengi átti ég mér þá kenn- ingu að lesa eina bók eftir atkvæðamestu samtímahöfunda. Þá fékk ég hugmynd um hvað þeir voru að gera og ein bók var nóg. Ég þurfti ekki að lesa aðra. Þann- ig las ég eina bók eftir Faulkner, As 1 Lay Dying, og mér fannst það dásamleg bók, svo ég myndaði mér skoðun á Faulkner sem höfundi bara á þessari einu bók og ég held ég hafi gert rétt að mynda mér þá skoðun. Sama gildir um aðra höf- unda. Ein bók, það var allt og sumt sem ég las. Ég las eina bók eftir Steinbeck, eina eftir Hem- ingway, eina eftir Dreiser, eina eftir Sherwood Anderson. Ég reyni að skrifa bækur, eins og ég sagði þér, og læt öðrum eftir að lesa bækur. Þú hefur aldrei verið í neinum bókmenntaklíkum? Nei, ég er enginn spekingur, sjáðu; ég er aðeins sögumaður. Ég hef aldrei þóst hafa á takteinum mikinn fróðleik uppúr bókum. Ég hef áhuga á lífinu; ég hef áhuga á fólki, alls konar fólki. Ég komst aldrei inní háskólaandrúmsloftið: ég lauk aldrei prófum og hef ekk- ert með það að gera að taka þátt í háleitum umræðum um bók- menntir. Ég gat aldrei rætt afturábak og áfram um ný svör við Shakespeare, Dante eða Wordsworth — og ég get það ekki enn. Ég hef ekki tungutak til að vera gjaldgengur í slík ræðuhöld. Ég er aðeins venjulegur rithöf- undur, aðeins maður að segja sögu — ekkert meir. Talið berst stuttlega að pólitík og Caldwell segir: Maður þarf ekki að vera sósíal- isti til að hafa skilning á fátækt og ógæfu. Minn skilningur á fátækt varð til í æsku minni í Georgíu. Ég er af fátækum kominn og í mörg ár, þegar ég vildi verða rithöfund- Alþjóðaskákmótið f Bela Crkva: íslendingarnir misstu af lestinni í lokin Skák Margeir Pétursson Um mánaðamótin lauk í Bela Crkva í Júgóslavíu öflugu alþjóð- legu skákmóti, þar sem fimm ung- ir íslenskir skákmenn voru á með- al þátttakenda. Á mótinu tefldu 200 skákmenn frá 15 þjóðum, þar af níu stórmeistarar og tíu alþjóð- legir meistarar og voru tefldar þrettán umferðir eftir svissneska kerfinu. Margir af beztu skák- mönnum Júgóslavíu voru með, enda var keppnin um efsta sætið geysilega hörð. Við íslendingar átt- um allan tímann fulltrúa í toppbar- áttunni, en í lokin sneri gæfan við okkur bakinu með þeim afleiðing- um að sigurvegarinn varð ekki úr okkar hópi. Engu að síður var út- koman mjög viðunandi, en úrslit mótsins urðu þessi: 1. Martinovic (Júgóslavíu) 10'/2 v. 2. Murshed (Bangla-Desh) 10 v. 3.-9. Jón L. Árnason, Margeir Pétursson, Velimirovic, Sahovic, Marjanovic, Karaklajic (Júgóslav- íu) og Skembris (Grikklandi) 9‘/2 v. Karl Þorsteins hlaut 8 v. og Jó- hann Hjartarson og Elvar Guð- mundsson báðir 7 v. Þeir Jóhann og Karl byrjuðu frábærlega vel og virtust stefna hraðbyri að því að ná árangri alþjóðlegs meistara. Jóhann vann þá m.a. júgóslavneska stórmeistarann Nikolac mjög sannfærandi. En aðstæður á mótinu voru ekki sérstaklega góður, maturinn t.d. verri en við eigum að venjast og magakveisa hrjáði okkur alla. Þreyta fór því að há okkur öllum og eftir slæmt tímabil um miðbik mótsins náðu þeir Jóhann og Karl sér ekki fyllilega á strik. Með aukinni æf- ingu og keppni ættu þeir tveir og Elvar Guðmundsson þó vart að vera í vandræðum með að næla sér í alþjóðatitilinn. En til þess að hreppa hann þarf að tefla heilt mót af fullum styrkleika og þar stendur hnífurinn í kúnni hjá þeim félögum. Við Jón L. Árnason misstum báðir af lestinni í baráttunni um efsta sætið á klaufalegan hátt. f tíundu umferð sást mér t.d. yfir einfaldan vinning í skák minni við sigurvegara mótsins, júgó- slavneska stórmeistarann Mart- inovic. Eftir 32 leiki í skákinni kom upp þessi staða: Svart: Martinovic Hvítt: Margeir Pétursson 33. Ha7!! - Hdl? Ekki 33. - Rxd3, 34. d7! - Rxf2, 35. d8=D - Hxd8, 36. b8=D+ og hvítur vinnur, en rétt var 33. — Rc6! og staðan er mjög tvísýn. 34. Hxf5 — Hxd3, 35. Hxe5 — llxdfi, 36. He7+? 36. He8! hefði unnið sam- stundis. Það er í raun furðulegt að mér hafi sézt yfir þetta fléttustef í svo einfaldri mynd, eftir að hafa verið búinn að reikna það út í hinu flókna af- brigði í skýringunni við 33. leik svarts hér á undan. 36. - Kf6, 37. Ha8 - Hdd8 Hér bauð Martinovic jafntefli, en illu heilli hafnaði ég og tapaði skákinni eftir 38. Hxb8 — Hxb8, 39. Hxh&? (Nauðsynlegt var 39. Hc7) 39. — Ke6!, 40. Kg3 — Kd5 og svörtu frípeðin urðu óstöðvandi. Jón L. Árnason vann stór- meistarana Sahovic og Vukic mjög örugglega í fyrri hluta mótsins og tefldi flestar skákir sínar mjög vel. En í elleftu um- ferð var hann alveg heillum horfinn í skák sinni við júgó- slavneska stjórmeistarann Marjanovic, fékk óteflandi stöðu eftir byrjunina og tapaði síðan manni og skákinni. Þeir Martinovic og Murshed voru báðir farsælir á mótinu, en auðvitað þarf heppni til að verða efstur á svo jöfnu og hörðu móti. Árangur Mursheds er sérstak- lega athyglisverður, en hann er aðeins sautján ára gamall og gíf- urlega mikið skákmannsefni. Hann fékk alþjóðlegan meist- aratitil að launum fyrir að verða unglingameistari Asíu, en öfugt við suma aðra slíka, stendur hann fyllilega undir þeirri nafnbót. Að lokum kemur hér skák þar sem Jón L. Árnason yfirspilar júgóslavneska stórmeistarann Dragutin Sahovic eftir öllum kúnstarinnar reglum. Sahovic tekst ekki að finna neina áætlun í miðtaflinu og Jón nær öruggu frumkvæði. Hvítt: Sahovic (Júgóslavíu) Svart: Jón L. Árnason Birds-byrjun 1. f4 — c5, 2. Rf3 — Rf6, 3. g3 - g6, 4. Bg2 - Bg7, 5. d3 - Rc6, 6. e4 — d6, 7. 0-0 Nú er komin upp vel þekkt staða úr lokaða afbrigðinu í Sik- ileyjarvörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.