Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 19
Perú: Skærulið- ar hraktir brott eft- ir áhlaup Ayacucho, Pcrú, 5. júlí. AP. ÞjóÖvarðliðar hröktu skæruliða til baka í dag með stuðningi tveggja þyrla fri hernum skammt frá borginni Ayacucho, þar sem skærulið- arnir gerðu árás á lögreglu- varðstöð. Sagði í fréttum frá yfirmönn- um stjórnarhersins, að sex skæruliðar hefðu látið lífið og einn óbreyttur borgari. Ekki var getið um manntjón í röðum þjóðvarðliðanna. Árás skæruliðanna var gerð skömmu eftir sólarupprás í morgun mitt í 45 mínútna löngu rafmagnsleysi, sem varð vegna skammhlaups eftir árás skæru- liða. Árásin í morgun var á veg- um skæruliðasamtaka, sem nefna sig „Glóandi slóð“ og er hin fyrsta á Ayacucho í rúman mánuð. Stjórnvöld létu þess að engu getið í dag, að frekari átök hefðu orðið í landinu, en fréttamenn héldu því fram, að sprengjugnýr hefði heyrst í fjarska frá höfuð- borginni, Lima. Fer inn á lang flest heimili landsins! Samræmdir Eurotékkar og kort gjlda nú hérlendis nakvæmlega eins og innlendar ávísanir Þann 1. júlí síðastliðinn tóku gildi hérlendis svoneindir Eurotékk- ar, sem erlendir ferðamenn geta gefið út í íslenskum krónum hérlendis, til greiðslu á viðskiptum og þjónustu. Eurotékkar gilda nákvæmlega eins og innlendar ávísanir, að vísu með eftirfarandi takmörkunum: 1. Hver Eurotékki má ekki vera hærri en 3000,- krónur, en taka má fleiri en einn tékka. 2. Framvísa verður korti við útgáfu Eurotékka á viðskipta- stað, þannig að viðtakandi tékkans geti borið saman undir- skrift, nafn, útgáfubanka og reikningsnúmer á korti og tékka. 3. Útgáfudagur Eurotékka verður að vera innan gildistíma kortsins. 4. Viðtakandi Eurotékka verður að skrifa númer kortsins á bakhlið Eurotékkans, sem síðan er framvísað í næsta viðskiptabanka eða sparisjóði eins og venjulegri ávísun. Frekari upplýsingar um viðskipti með Eurotékkum fást hjá öllum viðskiptabönkum og sparisjóðum, hjá Kaupmannasamtökunum, sími 28811, og hjá Sambandi veitínga- og gistihúsa, sími 27410. EUROTÉKKI og KORT skulu vera eins og hér er sýnt NAFN BANKA verða að vera samhljóða bæði á Eurotékka og korti NÚMER KORTSINS skal skrifa á bakhlið Eurotékkans. ISK verður alltaf að vera fyrir framan upphæðina. HÁMARKSUPPHÆÐ Isk. 3.000.- hver Eurotékki. Taka má fleiri en einn tékka. UNDIRSKRIFT Eurotékka ber að undirrita í viðurvist starfsmanns. GILDISTÍMI öll kort gilda til 31. des. þess árs, sem getið er á kortinu. Athugið að kortiö sé í gildi. Samband viðskiptabanka og sparisjóða tveirhljóðkútar Lada 1300 fólksb. Lada 1200 Station Lada 1500 Station Lada Safir Lada Canada kr. 138.800 kr. 149.600 kr. 173.200 kr. 159.400 kr. 188.200 Skálabremsur Sjálfstæð grindkúpa með högggleypum framan og aftan til verndunar farþegarýmis. Stillanlegir stólar Rafmagnsrúðuþurrkur m/ tímarofa Rafmagnsrúðusprauta Kröftug miðstöð/loftræsting Afturrúðuþurrka m/rafmagnssprautu Afturrúðuhitari Rúmgott farþegarými fyrir 4 m/farangursrými fyrir aftan sæti Aukið farangursrými fæst á auðveldan hátt með því að leggja niður sætisbak Gormafjörðun m/tvívirkum dempurum Aflvélin er 1600 r.s. 55,8 kW (76 h.ö. DIN) 4hraðaaðalkassi 2ja hraða millikassi m/mismunadrifslæsingu Fjórtak/drifátak á öll hjól Sjálfstæð gormafjöðrun m/tvívirkum dempurum og jafnvægisstöng Diskabremsur tvöfalt hemlakerfi m/hjálparlofti Lágþrýstingshjólbarðar m/alhliða mynstri, stærð 685x16" Helstu mál: Helstu mál í mm 1.3,720 x b. 1,680 x h. 1,640 Eigin þyngd 1,150 Heildarþyngd 1,550 Hæð undir lægsta hluta í mm 220 Sporvídd: að framan í mm 1,430 aðaftanímm 1,400 Minnsti snúningshringur í m 5,5 Mesti klifurhalli í % 58 Hagstæðir greiðsluskilmálar Fyriraðeinskr. 266.100. Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf. Suðurlandsbraut 14 Síminn í söludeild er 31236. Snúningshraðamælir Vindlingakveikjari o.fl.o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.