Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARZ 1979 3 Dagvistun fyrir fatlaða að hefjast hjá Sjálfsbjörg Á MÁNUDAG tekur til starfa dagvistun á vegum Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra, og er hún ætluð mikið fötluðu fólki, sem dvelur í heimahúsum og þarf að vera eitt heima allan daginn, meðan aðrir í f jölskyldunni eru í skólum eða vinnu. Er dagvistunin rekin í rúmgóðu húsnæði í Sjálfsbjargarhúsinu að Hátúni 12 alla virka daga á tímanum frá kl. 9 að morgni til kl. 17 síðdegis. mun síðan meta aðstoðina eftir að reynsla er komin á hvaða og hvers konar sjúklingar sækja í það. Ekki er kostnaður ljós enn, en skv. kostnaðaráætlun þar sem gert er ráð fyrir hagsýnisþáttum ýmsum, er kostnaður á mann áætlaður um 100 þúsund kr. á mánuði. Fer Sjálfsbjörg af stað með góðar vonir um vissu um þörfina, hefur þar merkilegt brautryðjendastarf. Umsókn um eyðublöð um dag- vistun eru afhent í Sjálfsbjargar- húsinu á venjulegum skrifstifu- tíma og í síma 29133. Undirbúningsnefnd og forstöðukona f hinum nýju húsakynnum dagvistunar fyrir fatlaða f Sjálfbjarga húsinu: Theodór A. Jónsson, Sigmar Ó. Maríusson, Steinunn Finnbogadóttir og Friðrik Á. Magnússon. Undanfarið hefur nefnd á vegum Sjálfsbjargar unnið að stofnun slíkrar dagvistar. En vitað er að mikil þörf er fyrir hana til að rjúfa einangrun þessa fólks, bæta heilsu þess og gera því í mörgum tilfellum kleift að dvelja lengur en ella á heimilum sínum. Ekki kváðust forstöðumenn á blaða- mannafundi vita hve mikil þörfin er. En byrjað verður með 8 manns, og hægt að fara upp í 20—25 manns. í undirbúningsnefnd um dagvistunina eiga sæti Sigmar 0. Maríusson, formaður, Friðrik Á. Magnússon og Theodór A. Jónsson. En forstöðukona er Steinunn Finnbogadóttir. Þeir sem dagvistunar munu njóta fá morgunverð, hádegisverð og miðdegiskafffi. Þeir, sem þurfa, fá sjúkraþjálfun hjá sjúkra- þjálfurum hússins. Starfsfólk mun aðstoða fólkið og leiðbeina við létt föndur og tómstundastörf. Hefur stór, rúmgóður og bjartur salur verið stúkaður niður sem íveru- salir með léttum og hagkvæmum skilrúmum, sem Landssmiðjan hefur smíðað, hliðarherbergi verður nýtt fyrir vefstóla eða annað sem þörf reynist fyrir. Og uppi á lofti er hvíldarherbergi fyrir þá, sem þurfa að „leggja sig“. Málverk prýða veggi dagvistunar- innar og eru þau eftir listakonuna Eyborgu Guðmundsdóttur, lánuð af eiginmanni hennar. Leitað hefur verið eftir fjár- hagslegri fyrirgreiðslu hjá Trygg- ingastofnun ríkisins til að standa undir rekstrinum, sem hefur talið eðlilegt að farið verði af stað, og Stefanía R. Pálsdóttir hefur opnað sýningu á máluðum rekavið, og keramikstyttum, að Laugavegi 25 og stendur sýningin yfir frá 3. til 13. marz. Er hún opin virka daga kl. 16—22 en um helgar kl. 14-22. MUNIÐ KARNIVAL UTSYNAR I KVOLD Odyr helgarferð til LONDON með leiguflugi Brottför 30 marz — Verö kr. 73.000,- Innifaliö: flugfar, gisting/ morgunveröur og kynnisferö um London. íslenzkur fararstjóri. HVAÐ ER AÐ SKE I LONDON? kl. 19.30 London Philharmonic Orchestra Stjórnandi: Bernard Haitink Einleikarl: Mayumi Fujikawa, fiöla. Tónlist — t.d. Royal Festival Hall 1. aprfl e.h. Mattheusar-passían Flytjendur: BACH-kórinn Thames Chamber Orchestra Stjórnandi: Sir David Willcocks Frábaerir einsöngvarar Enska knattspyrnan — t.d.: undan- úrslit í ensku bikarkeppninni: Arsenal — Coventry Q.P.R. — Derby Leikhús t.d. hinn vinsæli söngleikur „EVITA“ Páskaferðir Utsýnar Costa Del Sol — Brottför 11. aprfl 12 dagar — (4 vinnudagar) GISTISTAÐIR: El Remo, Santa Clara, La Nogalera, Tamarindos Verð frá kr. 139.800,- Skíöaferö til Húsavíkur Brottför: 9. april 8 dagar 11. apríl 6 dagar Verö frá kr. 58.100.- Brottför: 24. marz og 11. apríl Verö frá kr. 165.300.- Innifaliö: flugfar, gisting og íslenzkur fararstjóri AUSTURSTRÆTI 17 SÍMAR 26622 — 20100 HHll® PPHHPN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.