Morgunblaðið - 28.08.1977, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.08.1977, Blaðsíða 34
34 MOKGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. AGUST 1977 sex árum vegna textanna. En nú er útvarpið alveg hætt að skipta sér af þessu; ef lagið er gefið út á plötu, þá spiler útvarpið það. Enda er útvarpið rikisfyrirtæki, en ekki ritskoðari. — Svo er ann- að. Það er orðin svo til sama tón- listin á flestum plötunum. Það eru mikið til sömu örfáu mennirn- ir sem leika undir á öllum plötum eins og tii dæmis hjá Lónlí blú bojs, Ríó, Brimkló, á Visnaplöt- unni, — þarna virðist vera nokk- urn veginn sama hljómsveitin á ferð, eða þannig kemur það út í eyrum fólks, sem leggur sig ekki sérstaklega fram um að fylgjast með þessum málum. En það er sjálfsagt í þessari grein eins og öðrum, að það koma fram hæðir og lægðir í framboði og eftir- spurn. Nú virðist annar hver mað- ur vera að mála og halda sýning- ar, fyrir 15—20 árum skrifaði annar hver maður bók og þetta hlýtur að koma fram í tónlistinni líka. Ég hef dregið úr útgáfunni beinlínis vegna þessa samdráttar. Ég hef frestað ýmsu, á til dæmis nokkuð af upptökum sem ég geymi þar til þetta er gengið yfir. Ég álít að það væri nærri því sama hvað ég setti á markaðinn núna, það myndi ekki seljast fyrir kostnaði. Þette ástand mun standa yfir í 1—3 ár í viðbót, en þá verða hættir þeir menn sem hafa verið að gefa út 1—2 plötur á ári og sömuleiðis verða hljóm- sveitirnar hættar að stunda þetta sjálfar. Þegar það kostar minnst 1—2 milljónir að koma út plötu, þá getur fólk ekki endalaust tekið slíkt fé úr eigin vasa eða komizt upp með að skulda það öðrum.“ Slagbrandur rædir vid plötuútgefendur um samdrátt í sölu íslenzkra platna 0 ISLENZKAR hljómplölur hafa selzt mun verr á þessu ári en því slðasta, en erlendar plötur hafa selzt jafn vel eða betur en 1 fyrra. Útgefendur eru yfirleitl þeirrar skoðunar, að offramboð f fyrra hafi valdið því, að markaðurinn mettaðist, og einnig er það mat útgefend- anna, að misjöfn gæði platnanna og lítil fjölbreytni í tónlistinni hafi átt sinn þátl f því, að kaupendur gerðust fráhverfir íslenzkum plötum og fóru að kaupa erlendar plötur plötur í stórum stfl. Slagbrandur ræddi við fjóra plötuútgefendur um þetta mál og leitaði skýringa þeirra á þessari þróun. Þrír þessara útgefenda eiga einnig þátt í rekstri hljómplötuverzlana og hafa því góða yfirsýn yfir plötusölu á lslandi um þessar mundir. STEINAR BERG stjórnandi út- gáfufyrirtækisins Steinar hf. og plötusölu Karnabæjar, sagði: ,,Það er búið að þurrausa bæði tónlistina og listamennina. Það hlaut að koma að því að fólkið yrði leitt á Búðardalslínunni. í tvö ár hafa lög af „Merle Hagg- ard’s Greatest Hits“ og „ Ameriean Graffiti" verið ráðandi á íslenzkum plötum og menn hlutu að fá leið á þessu. Það er áberandi miklu minni sala á ís- lenzkum plötum en áður, en sala erlendra platna hefur ekkert mínnkað, síður en svo. í fyrra seldust vinsælustu íslenzku plöt- urnar í stórum upplögum, en nú hefur engin plata selzt neitt í lík- ingu við þær. Ég hef verið hepp- inn, ég hef gefið út tvær plötur og þær hafa báðar selzt vel. Ég ákvað að fara hægt í sakirnar í útgáf- unni í ár, og tók þar mið af út- komu síðasta árs. Ég þóttist sjá fram á samdrátt, því að 60 plötur eru offramboð.“ — Heldurðu, að það verði plötuflóð fyrir jólin eins og und- anfarin ár? „Ég held að það eigi eftir að koma mikið út af plötum. Menn voru bjartsýnir í byrjun árs og fyrri hluta ársins var geysimikið að gera í stúdíói Hljóðrita. Það er því mikið til af upptökum, en margar plötur eru ókomnar út. Menn eru hræddir við að setja þær á markað, þeir bíða og sjá hvað setur. Nú er vinnan farin að minnka í Hljóðrita af því að út- gefendur eiga efni á lager." JÖN ÖLAFSSON, sem rekur Hljómplötuútgáfuna hf. og hljóm- plötuverzlanir, sagði: „Já, það er almennt minni sala á islenzkum plötum. Mér finnst ég þó selja mínar plötur mjög vel. Mér finnst kassettusalan hafa aukizt gifur- lega, 100—200%, þannig að þriðj- ungur af sölu íslenzkrar plötu er ný á kassettum. — I fyrra gaf ég út margar plötur, en eyddi minna fé í þær en nú og árangurinn varð eftir því. Nú er lagt meira í okkar plötur og þær seljast líka betur. — Ástæðan fyrir samdrættinum i sölunni er hversu framleiðslan var orðin ofboðsleg og gæðin mis- jöfn. Hér áður fyrr, þegar menn voru að gera plötur, þá voru þeir að gera einhverja athyglisverða hluti. Síðan fóru þær plötur allt i einu að seljast vel og þá skelltu allir sér i leikinn og nú átti að fara að græða á þessu. En þá gleymdist bara að gera athyglis- verða hluti." — Telur þú, að von sé á plötu- flóði fyrir jólin? „Já, það verðsr plötuflóð, en samt dálítið dreifðara en áður, tónlistin nær yfir breiðara svið og plöturnar verða ólikar hver annarri." SVAVAR GESTS, stjórnandi S.G.—hljómplatna, sagði: „Aðal- skýringin er að mínu mati sú, að fólk hefur étið yfir sig af íslenzk- um plötum á sl. ári. Þá kom gífur- lega mikið út og fyrir bragðið voru íslenzkar plötur mjög mikið keyptar. Það virðist vera, að stór hluti þssara platna hafi ekki reynzt vera i þeim gæðaflokki sem fólk reiknaði með. Fólkið hafi því hvekkzt og keypt sáralítið af þessari vöru síðan. Ég vil taka það skýrt fram, að ég undanskil mig ekki undan þessu, hvað gæði vörunnar varðar, ég er undir ná- kvæmlega sömu sök seldur og aðr- ir útgefendur í þeim efnum. Þeg- ar svona gifurlega mikið er gefið út, þá vill það gjarnan fara svo, að undirleikurinn er skárstur, söng- ur oft lélegur, lagavai flausturs- legt og textar oft ákaflega lélegir. Fjöldi laganna hefði ekki fengizt spilaður í útvarpinu fyrir svona — Áttu von á plötuflóði fyrir jólin? „Ég reikna með því, já. Ég verð sjálfur ekki nema með örfáar plötur fyrir jólin og þær gjörólik- ar hver annarri. En af fréttum blaðanna um útgáfur og upptök- ur, þá sýnist mér sízt minna eiga eftir að koma út af plötum það sem eftir er ársins en i fyrra." ÖLAFÚR HARALDSSON, for- stjóri Fálkans, segir: Plötusalan i heild hefur sízt minnkað, en hlut- deild íslenzku platnanna í sölunni er áberandi minni en áður; Fólk er farið að kaupa erlendar plötur meira en áður. Þessi þróun hefur haft sín áhrif á plötuútgáfu Fálk- ans. Maður sér fram á það, að salan fer minnkandi, á sama tima og kostnaður við plötugerðina eykst mun hraðar en verðið. Þannig þyrfti salan raunverulega að fara vaxandi. Fyrir þremur ár- um, þegar Hljóðriti hf. opnaði stúdióið, þá kom gifurlegur fjöldi platna á markað, en áður hafði komið tiltölulega lítið af íslenzk- um plötum. Það hafði verið ákveðin eftirspurn eftir íslenzk- um plötum, en framboðið of lítið. Fólk keypti þvi geysimikið af plötum fyrst eftir að flóðið skall yfir, en það virðist vera, að fólkið sé orðið satt á íslenzkri tónlist. Þá er breiddin alltof lítil i islenzkri tónlist. Þetta er sama tuggan á flestum plötum og það á vafalaust sinn þátt í þessu. Hljóðið í útgef- endum er almennt dauft og mað- ur verður var við það í verzlunun- um, að eftirspurnin eftir íslenzk- um plötum er minni en áður. En ég reikna þó með jólaplötuflóði einsogáður.“ —sh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.