Morgunblaðið - 28.08.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.08.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. AGÚST 1977 7 Á fyrri hluta síðusta aldar barst sértrúarstefna kristin, baptisminn, til Danmerkur, og til þess að veita viðnám þessum „voða" vartil þeirra úrræða gripið, að varpa for- göngumönnum stefnunnarí fangelsi. Þá reis upp maður, sem enn er ekki metinn að verðleikum fyrir ævilanga baráttu hans fyrir trúfrelsi, islenzki guðfræðingurinn Magnús Eiríksson, ágætur maður að lærdómi, mann- kostum og trúaralvöru. Hann greip pennann til að and- mæla kröftuglega því, að slikri kúgun í trúmálum væri beitt i Danmörk og vitnaði til orða Páls postula: „Til frelsis frelsaði Kristur oss". Barátta Magnúsar Eiríks- sonarfann veikan hljóm- grunn með Dönum, en meðal þeirra lifði hann starfsævina alla, og landar hans hér heima gáfu orðum hans næsta lítinn gaum. Er svo skammt liðið síðan menn töldu það úrræði í gömlu menningarlandi að beita slíkri kúgun, spyrja menn? og ættu þó að vita að víða um heim erslikri kúgun beitt enn i dag. Ekki kaþólsk- ir menn, mótmælendur, á Spáni hafa sætt margskonar ofsóknum fram til þessa, en væntanlega verður þeirra aðstaða betri þegar nýja stjórnarskráin tekur þar gildi Og einmitt baptistar hafa orðið hvað harðast úti af hendi valdhafanna í ráð- stjórnarríkjum Rússlands og þrásinnis sætt ofsóknum og fangelsunum. Baráttunni erekki lokið, fjarri fer þvi. En hvernig nota menn frelsið, þarsem frelsið er fengið? Menn fagna lausn úr fjötr- um gamalla hleypidóma, en sú lausn, þótt dýrmæt sé, gerir engan mann frjálsan, allra sízt að kristilegum skiln- ingi. Það eitt, að þú segir skilið við gamlar og úreltar kennisetningar og hafnir ýmsu því, sem fyrri kynslóðir trúðu, gerir þig ekki frjálsan. Ef þú ert ekki á valdi Krists, á valdi hugsjóna hans, flytur frjálsræðið þérenga blessun, því að sú hollusta, sem fjötr- ar þig sem frjálsan mann við hugsjónir hans, gefur lífi þinu gildi og gerir þig að kristnum manni. Ef þú átt ekki hugsjón, sem fellir á þig þann fjötur að þú gefir henni fúslega allt, ertu ekki frjáls. Er sá fjötur ógæfa þín og böl? Þegar sú spurn vaknar, kemur mér oft í hug kona, sem ég jarðsöng fyrir þrem- fjórum áratugum. Hún var á tíræðisaldri. Hún var bónda- dóttir á gömlu stórbýli norður i Strandasýslu. Ung batzt hún ástarböndum við mann i fjarlægri sveit og fór að heim- an til að finna hamingjuna með unnusta sinum í heim- kynnum hans. En þegar þangað var komið, veiktist hann og dó. Með sorg sína að veganesti hélt hún aftur heim á föðurleifð sína. Hún batt ekki ástir við annan mann en lifði eftir þetta í nærfellt 70 ár á jörð föður síns og bjó þar. Hún elskaði svo þann stað og minningu feðra og mæðra, að þaðan gat hún ekki farið fyrr en hún fluttist hingað til Reykjavíkur til fósturdóttur sinnar og var þá fyrir löngu orðin blind og hrum. Þessa löngu ævi bjó hún á sama blettinum, hélt þar uppi heimili með virð- ingu og sæmd, ól upp fóstur- börn, bundin átthögum og hugsjón, við frábæran dugn- að og athafnalíf samfara gjaf- mildi og greiðasemi við marga á óvenjulega langri lífsleið. Var þessi kona frjáls? Henni höfðu verið opnar auð- veldari leiðir, en hún hafnaði þeim og batt sig alla ævi siðan í nálega 70 ár hugsjón, sem hún vildi lifa fyrir unz yfir lyki. Hún var á valdi þeirrar hugsjónar að lifa þar sem hún elskaði minningarn- ar og landið norður á köldum Ströndum við óblíð kjör. Hver er raunverulega frjáls- ari, kona þessi eða rótlaus maður, sem er óháður öllu nema eigin duttlungum, á ekkert köllunarverk, ekkert markmið, sem gefi lífinu inni- hald? Tökum dæmi, sem ekki þarf lengi að leita að: Sjáðu mann, sem lifað hef- ur langan og oft þreytandi starfsdag. Með sjálfum sér hefur hann hugsað hlakkandi til þeirrar stundar, er hann fengi lausn frá störfum og gæti unað ellinni í friði áhyggjulaus og frjáls, loksins raunverulega frjáls! Að því kemur, en starfskrafta hefur hann enn. Elliárin geta orðið mörg, og hann hefur ekki gætt þess, að búa sig undir þau ár og eiga viðfangsefni til að stytta sér langar stund- ir. Verður þá ekki oft eins og gleðina sé erfitt að finna og vonin, sem hann batt við frjálsræðið, frelsið reynist tál- von? Hvers virði er mannin- um nú frelsið, sem hann hafði þráð á löngum starfs- degi og stundum erfiðum? Getur það ekki reynzt og reynist það ekki oft hermdar- gjöf? Lífið er dularfullt. Það verður í allri sinni marg- breytni ekki afgreitt með ódýrum orðum. Hver heil- brigður maður þráir f relsi og finnur að án þess vill hann ekki lifa. En frelsið verður okkur aldrei til blessunar fyrr en okkur lærist að færa það sem fórnargjöf á altari hug- sjónar, sem við finnum frið og gleði í að lifa fyrir. „Til frelsis frelsaði Kristur oss", sagði postulinn. Njót- um þess. Þolum ekki að á okkur séu felldir fjötrar, en hamingju finnum við ekki fyrr en okkur lærist að færa frelsið af fúsum vilja sem fórn á altari þeirra hugsjóna, sem Kristur fæddist, lifði, dó og reis upp til að boða. Þú þekkir líf hans, kenningu hans og þá fórn sem hann færði alla leiðina frá jötunni og á krossinn, — var hann ekki frjáls? Frjáls? Skó-Útsalan Gífurleg verðlækkun — Skór á alla fætur Karlmannaskór — kvenskór — barnaskór — inniskór Skóverzlun Péturs Andréssonar Laugavegi 74 Skóverzlunin Framnesvegi 2, Sími 17345. Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjódleikhúsinu Givenchy III komið aftur ilmvötn, steinkvötn, freyðibað, krem eftir bað, sápur ■ Nýkomið fyrir herra— Givenchy Gentleman og Monsieur Givenchy rakspíri, krem eftir rakstur, fyrir viðkvæma húð, steink- vötn, svitalyktareyðir, sápur. Póstsendum Hafnarstræti 17, Sími 11685. Eigum fyrirliggjandi frá i DUALMATIC r í Bandaríkjunum svört og hvít. Verð frá kr. 105.500.- Einnig ýmsir aukahlutir svo sem: Blæjuhús á Willysjeppa, Driflokur -— Stýrisdemparar — Varahjóls- og bensínbrúsagrindur — Bensínbrúsar — Hettur yfir varahjól og bensínbrúsa — Hjólbogahlífar — Tilsniðin teppi á gólf. Póstsendum. VELVANGUR H/F Hamraborg 7 — Kópavogi Símar 42233 og 42257

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.