Morgunblaðið - 28.08.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.08.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. AGUST 1977 23 Ebenezer Ásgeirsson i sýningarbás Vörumarkaðarins. Ljósm. Mbl. Friðbiófur. RÆTT VIÐ EBENEZER ÁSGEIRSSON í VÖRUMARKAÐNUM „Stærri markaðir og meiri fjölbreytni í mark- aðsverði koma með frjálsri álagningiT Útkomudagur 29/8 Steinar hf. Dreifing um Karnabæ s. 28155 Sé enn sömu hjónin koma og þegar ég byrjaði Þann 8 september n.k. verða 10 ár liðin frá því Ebenezer opnaði Vörumarkaðinn. Fyrst var eingöngu á boðstólum matvara í verzluninni en síðar bættust við deildir með heimilistækjum, húsgögnum, vefn- aðarvöru og nú er Vörumarkaðurinn að hefja sölu á tækjum fyrir mötu- neyti og stórþvottahús í fjölbýlishús- um. Þrátt fyrir að deildunum i Vöru- markaðnum hafi fjölgað er matvaran þó enn uppistaðan í rekstri fyrirtæk- isins en alls vinna um 40 manns hjá því. — Ég á ekki auðvelt að gera upp á milli vörutegunda hjá mér Allt er þetta í sjálfu sér jafn spenn- andi en ef ég ætti að nefna eitthvað þá eru það húsgögnin. Þar þarf mestu útsjónarsemina í pöntunum Mér hefur alltaf þótt gaman að fást við matvöruna og fyrst var maður stöðugt að reyna að sanna að hægt væri að setja upp matvörumarkað Nú erum við búin að sanna að það er hægt. Ég er líka ánægður með að enn kemur mikið af hjónafólki til min í verzlunina, sem kom til mín fyrst þegar ég var að byrja. Flutningur í Breiðholtið strandaði á skipulaginu — Hér á sýningunni sýni ég bæði húsgögn og heimilistæki Ef ég ætti að nefna nýjungar sem við kynnum dettur mér i hug tæki frá þýzka fyrirtækinu Bamix en við köll- um það töfrasprotann Þetta er þeyt- ari, sem má nota til að mala kaffi, búa til flórsykur úr venjulegum sykri og margt fleira Þá kynnum við hér potta og pönnur með marvill-húð, sem þýðir að það brennur ekki við í sýningarbás Vörumarkaðarins getur að líta mikið úrval húsgagna. Réttara að heildsalar séu færri og stærri b — Ég fer ekki dult með þá skoðun mína að það er ekki nógu mikið samstarf hjá kaupmönnum sjálfum og hjá þeim gagnvart heildsölum Það mætti koma ýmsum málum bet- ur fyrir ef þarna væri til staðar góð samvinna Ég tel að heildsalar þurfi alltaf að vera til en það gæti verið réttara að þeir væri færri og stærri Framhald á bls. 47 — Þegar ég hóf rekstur Vöru- markaðarins fyrir tæpum 10 árum voru ýmsar skæðar tungur á lofti út I stórmarkaðina, en þessar raddir hafa hjaðnað með árunum. Ég hef líka mætt mikilli góðvild hjá öllum heildsölum og hef reynt að hafa góða samvinnu við þá. Reynslan hefur kennt mér að stór- markaðurmeð matvöru einni sam- an getur ekki gengið til lengdar og ég sé fyrir mér að stórmarkaðimir geti enn fært úr kvlarnar. ef frelsi verður gefið í álagningu. Þá kæmu til stærri markaðir og meiri fjöl- breytni I markaðsverði, sagði Ebe- nezer Ásgeirsson, forstjóri Vöru- markaðarins I Ármúla, þegar við ræddum við hann I sýningarbás fyrirtækisins ! Laugardalshöllinni. Vörumarkaðurinn kynnir á sýning unni tæki, sem nefnt er töfra- sprotinn. Til að kynna þetta tæki kom til landsins kona frá fram- leiðendum þess og sést hún hér sýna gestum sýningarinnar hvernig töfrasprotinn er notaður. og egg liggja laus ofan á pönnunni án smjörs. Einnig erum við með heimilistæki frá þýzka fyrirtækinu Gaggeman en þetta eru einingar, sem samanstanda af eldunarplötum, grilli og ofni með blásara Nei, stækkun hjá fyrirtækinu er ekki á döfinni nema við fáum enn stærra húsnæði en við höfum nú. Ég ætlaði mér að flytja verzlunina í Breiðholtshverfið en þar strandaði á skipulaginu í því var gert ráð fyrir að matvara yrði sér i húsi og aðrar vörur einnig greindar niður Þetta samrýmist ekki þörfum stórmarkaða nú og ég er líka þeirrar skoðunar að þetta sé rangt gegnvart fólkinu, sem kemir til að verzla Það hefur sýnt sig að fólk-vill hafa vörur af hinum ýmsu flokkum á einum og sama staðnum Ef þeir sem skipuleggja íbúðarhverfi eins og Breiðholtið ætla að halda þessu til streitu þá verður það til þess eins að lengja þá leið, sem fólkið þarf að fara til að verzla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.