Morgunblaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 48
AUMASINGASÍMINN EK: 22480 LAUGARDAGUR 12. MARZ 1977 Aðilar vinnumarkaðarins: Vilja að skipuð sé sáttanefnd fljótlega Forystumenn samningsaðila ræddu við forsætisráðherra í gær FORYSTUMENN aðila vinnu- markaðarins, Björn Jónsson, for- seti ASl, og Jón H. Bergs, formað- ur VSl, áttu ( gær fund með Geir Hallgrfmssyni forsætisráðherra, en við hann ræddu þeir tæknilega hlið komandi kjarasamninga. Björn Jónsson sagði f viðtali við Morgunblaðið f gær, að honum.og Jóni hefði verið falið á sameigin- legum fundi að ræða ákveðna þætti samningamálanna. Fundur þeirra með Geir Hallgrfmssyni stóð f upp undir klukkustund. Björn sagði, að umræðuefnið á fundinum hefði verið sáttastörf og annað þvi um líkt, en efnislega var ekki rætt um samningsgerð- Synti aftur um borð Patreksfirði 11. marz. KRISTÓFER Kristjánsson, skip- stjóri á línubátnum Hólmbergi, sagði mér eftirfarandi sögu: Það var í gær í róðri i vönzkuveðri að vélin bilaði hjá okkur og urðum við að stöðva bátinn skamma stund. Þá sáu menn sem voru í brúarglugganum á bátnum mink á þilfarinu og var hann að skjót- ast að blóðgunarkassanum rétt við brúna. Þegar menn fóru út á brúarvænginn og minkurinn varð Framhald á bls. 26 ina sjálfa, að sögn Björns. Hann sagði, að aðilar vinnumarkaðarins væru þeirrar skoðunar, að ríkis- valdið ætti að skipa fljótlega sáttanefnd — eins og gert hefur verið undanfarin ár. Að öðru leyti vildi Björn ekkert tjá sig um kjaramálin — þau væru vart kom- in af stað, þar sem aðeins hefði verið haldinn einn sameiginlegur fundur deiluaðila. Þá skýrði Björn Jónsson Morgunblaðinu frá því, að fram- kvæmdastjórar beggja aðila í kjaradeilunni, þeir Ólafur Jóns- son og Snorri Jónsson, hefðu átt fund með Torfa Hjartarsyni, sáttasemjara ríkisins, skömmu eftir hinn sameiginlega fund aðila vinnumarkaðarins, en þar skýrðu þeir Torfa frá þvi, að mál- inu hefði verið visað til hans. Afmælismótið: Jafntefli eft- ir nokkrar sviptingar „ÞETTA gekk sæmilega í dag, ég hafði svart gegn Gligoric og við sömdum um jafntefli í 32. leik eftir nokkrar sviptingar," sagði Friðrik Ólafsson skák- meistari í samtali við Mbl. í gærkvöldi að lokinni 6. umferð f 100 ára afmælismóti vestur- þýzka skáksambandsins. Friðrik sagði að mótið væri talsvert strembið, einum of stíft teflt. „Þeir eru vinnuharð- ír þessir skrattakollar." sagði Friðrik. Sjá nánar um afmælis- mótið á bls. 25. Friðrik Ólafsson Iðgjald af algengustu einkabílum: Tæpar 64 þús. með söluskatti MORGUNBLAÐINU barst f gær fréttatilkynning frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu um þá ákvörðun ráðuneytisins að heimila 37% hækkun á iðgjöld- um ábyrgðartrygginga ökutækja, sem skýrt var frá f blaðinu f gær. Morðsaga frumsýnd í dag ÍSLENZKA litkvikmyndin Morðsaga verður frumsýnd í Reykjavik i dag i Stjörnubíói og Nýja biói. Sýningarnar hefjast í Stjörnubiói kl. 6, 8 og 10 og I Nýja Biói kl. 5, 7 og 9. Reynir Oddsson er fram- leiðandi myndarinnar, sem er 90 mín. löng, en hann samdi einnig handrit, kvikmyndaði klippti og leikstýrði. Aðgöngumiðaverð er miðað við verð á leiksýningar í borginni, en ástæðuna fyrir þvi að verðið er hærra en venjulegt bíómiðaverð, kvað Reynir vera vegna hins gífurlega kostnaðar sem sé samfara gerð leikinnar kvikmyndar í litum. Myridina kvað Reynir gerða fyrir íslenzkan markað og væri hún tilraun til þess að gera tækni- lega fullkomna íslenzka kvikmynd fyrir íslenzka áhorf- endur. Myndin er af Þóru Sigurþórsdóttur, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í Morð- sögu, en myndin er úr einu atriði kvikmyndarinnar. 1 morðsögu koma alls fram á annað hundrað leikarar en skráð hlutverk eru 17. Aðal- hlutverkin eru leikin af Þóru Sigurþórsdóttur, sem ekki hefur áður leikið í kvikmynd, Steindóri Hjörleifssyni og Guðrúnu Asmundsdóttur. I tilkynningu ráðuneytisins er rakið, hver beiðni bifreiðatrygg- ingafélaganna hefði verið, 44% niðurstöður Tryggingaeftirlits- ins, 40%, og álit Félags Islenzkra bifreiðaeigenda um 26,33% hækkunarþörf. Ráðuneytið segir, að það hafi fengið Guðjón Hansen trygginga- fræðing til þess að kanna öll gögn málsins og á minnisblaði til ráð- herra frá 8. marz 1977, kemst Guðjón að þeirri niðurstöðu, að hann telji eðlilegt að stuðzt verði við tillögur Tryggingaeftirlitsins, með þeirri breytingu þó, að aukn- ar kröfur verði gerðar til trygg- inga félaga um ávöxtun þeirra fjármuna, sem þau hafa i vörzlu sinni i sambandi við þessa trygg- ingagrein. Síðan segir í fréttatilkynning- unni: „Að fengnum þeim álits- gerðum, sem rætt hefur verið um hér að framan, hefur ráðherra heimilað 37% hækkuna á iðgjöld- um lögboðinna ábyrgðartrygginga frá 1. marz 1977 að telja, enda verði sjálfsáhætta ökumanna óbreytt frá því sem nú er.“ í fyrra var iðgjald á Stór- Reykjavikursvæðinu af ábyrgðar- tryggingu bifreiðar í áhættu- flokki 1B 38.900 krónur og sé sú upphæð hækkuð um 37% verður iðgjaldið nú 53.293 krónur. Þessi upphæð er án söluskatts, en sé söluskattur, 20% reiknuð með er iðgjaldið 63.952 krónur. 1 áhættu- flokki 1B eru margar algengustu einkabifreiðar, svo sem eins og Cortinur. Öræfaferðir: Stórauknar pant- anir frá Austur- ríki eftir heim- sókn landsliðsins „PÖNTUNUM frá Austurrfki f öræfaferðirnar okkar hefur varla linnt sfðan fslenzka landsliðið f handknattleik keppti þar á dög- unura," sagði (Ilfar Jacobsen, ferðaskrifstofustjóri, f samtali við Morgunblaðið f gær. Kvaðst Olfar ekki hafa gert sér grein fyrir þvi fyrr en nú hve landsliðsmennirnir hefðu verið góð landkynning. „Pantanirnar frá Austurríki eru nú þegar orðn- ar tiu sinnum fleiri en allt árið í fyrra og þær eru ennþá að ber- ast,“ sagði Úlfar. Sjónvarpið tekur upp 4—6 íslenzk leikrit á árinu ’77 UTVARPSRÁÐ samþykkti að fundi sfnum f gær að fela sjónvarpinu að gera kostnaðaráætlun um upp- færslu 10 tiltekinna fs- lenzkra leikrita, sem stofn- uninni hafa borizt til flutn- ings frá fslenzkum höfund- um. Schram, varaformanns út- varpsráðs, er stefnt að því að íslenzka sjónvarpið taki upp 4—6 íslenzk leikrit á þessu ári. Verða leikritin valin úr þeim 10 leikritum, sem að framan greinir, og verður það gert þegar kostnaðaráætlanir liggja fyrir. Að sögn Ellerts B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.