Morgunblaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12 MARZ 1977 23 Sviss: Þjódaratkvædi um hvort vísa skuli útlend- ingum úr landi Genf — 11. marz — Reuter. Um helgina ganga Svisslend- ingar til þjóðaratkvæðis um hvort hundruðum þúsunda útlendinga, sem starfa f landinu, verði vfsað þaðan. Erlendir launþegar f Sviss eru um þessar mundir 958 þús- und, Svisslendingar sjálfir eru 6.2 milljónir, en tillagan, sem gengið er til atkvæða um, er þess efnis, að erlendir verkamenn f landinu megi ekki vera fleiri en sem nemur einum áttunda fbúa- tölu landsins. Að undanförnu hef- ur vera hins mikla fjölda útlend- inga f landinu verið mikið deilu- mál f Sviss. meðal annars vegna þess, að atvinnuleysi er í landinu. Um leið og Svisslendingar taka afstöðu til þess hvort fækkað verði þeim útlendingum, sem leyfi hafa til að starfa í landinu, greiða þeir atkvæði um hvort fækkað verði þeim, sem árlega fá rikisborgararétt. Á undanförnum árum hafa um 8000 útlendingar hlotið svissneskan ríkisborgara- rétt, en nú er lagt til að þeim verði fækkað um helming. Flestir útlendingar, sem starfa i Sviss , eru af spænsku og ítölsku þjóðerni. Svissneska stjórnin er andvíg þeim tillögum sem hér um ræðir og nýtur i þvi stuðnings stærstu stjórnmálaflokka lands- ins, flestra dagblaða og forystu- manna i iðnaði og verkalýsfélgö- um. Tillögur um að fækka erlendum verkamönnum I Sviss til muna hafa áður verið felldar i þjóðarat- kvæðagreiðslu. Rússar vilja draga samnínga- viðræður við EBE á langinn BrUssel — 11. marz —^ NTB HAFT er eftir heimildum f Briissel, að Sovétrfkin muni Fara frá Noregi vegna morðsins Ósló — 11. marz AP LÖGFRÆÐINGURINN Annaeus Schjödt hefur lýst þvi yfir, að hann muni fara frá Noregi ásamt eiginkonu sinni, Sylviu, sem visað hefur verið úr landi fyrir hlut- deild hennar í morðinu á Marokkó-manninum í Lille- hammer árið 1973. Silvia Schjödt er fædd í S- Afríku, og munu hjónin annað- hvort setjast þar að eða i ísrael. Hún fékk 5V4 ársdóm fyrir hlut- deild sina í morðinu á Marokkó- manninum og var einnig dæmd fyrir njósnastarfsemi. Hún hefur þegar afplánað 23 mánuði af dómnum. I sdi við mál þetta voru fimm ísraelsmenn einnig dæmdir fyrir njósnastarfsemi. Sylvia giftist lögfræðingi sínum eftir að ljóst varð að hæstiréttur Noregs tæki áfrýjun málsins ekki til greina. Faðir Schjödts var á sínum tima ákærandi i máli norska nazista- foringjans Quislings. Schjödt er virtur málflutnings- maður í Ósló Hann hefur verið formaður útgáfustjórnar viku- blaðsins Hjemmet undanfarin ár. fallast á að semja við Efnahags- bandalagið I heild um gagn- kvæmar fiskveiðiheimildir innan 200 mtlna fiskveiðilögsögunnar, en i orði kveðnu verði samningar gerðir milli Efnahagsbandalags- ins og aðildarrlkja þess annars vegar og Sovétríkjanna hins vegar. Sömu heimildarmenn telja að Sovétmenn sjái sér hag í því að draga samningaviðræðurnar, sem slitnaði upp úr á fimmtudaginn var, á langinn, þannig að sovézk skip geti enn um sinn stundað veiðar innan 200 milna EBE sam- kvæmt bráðabirgðasamningnum, sem nú er í gildi. Viðræðum hefur verið frestað til 19. apríl n.k., en bráðabirgðasamningurinn var til marz-loka. Samkvæmt honum máttu Sovétmenn veiða 40 þúsund tonn á þessum fyrsta árs- fjórðungi, en talið er fullvist að þeir hafi veitt upp í hann þegar i janúar. Liklegt er að bráðabirgða- samningurinn verði framlengdur, en horfur eru á að marga mánuði taki að komast að endanlegu sam- komulagi. EBE-rikin vilja forðast árekstra við Sovétmenn á miðum sinum meðan samkomulag hefur ekki tekizt til langs tima, enda er erfið- leikum bundið að setja ríkjum utan bandalagsins kvótareglur meðan rikin innan þess hafa ekki orðið ásátt um kvóta sína. Tíu fyrir einn — hótuðu mannræningjarnir í Washington Einn gislanna fær góðar viðtökur hjá konu sinni. Gislarnir bera m mann- ræningjunum misjafnlega söguna, og Betty Neal segir foringjann hafa sýnt sér mann- gæzku, Hefði hann lofað sér því að henni yrði ekkert mein gert ef hún tæki að sér að svara í símann, og telur hún að hann hafi valið sig úr hópi annarra gisla af þeirri ástæðu að hún sé ekki af Gyðingaættum. Karlmenn í hópi gíslanna virðast hafa hlotið verri meðferð af hálfu mannræningjanna, og einn hefur eftir foringjanum, að félli einn manna hans fyrir hendi lögreglunnar, yrður 10 gíslar myrtir í staðinn. Mannræningjarnir bundu hendur karlmanna-fyrir aftan bak en flestar kvennanna voru ekki hafðar i böndum. Fyrsta dag umsátursins fengu gíslarnir engan mat, en annan daginn fengu þeir kaffi og kleinuhringi. Þeir gislanna sem hafðir voru í böndum, voru sumir hverjir leystir meðan þeir mötuðust, og síðar voru hendur þeirra bundnar að Washington 11. marz — Reuter „ÞEIR ætluðu að höggva af okkur höfuðið og láta okkur svo hanga út um gluggann,“ sagði einn gfslanna þegar mann- ræningjarnir slepptu 134 i morgun. Ungur maður benti eiginkonu sinni á sár sem hann var með rétt fyrir neðan auga og sagði að mannræningjarnir hefðu barið sig. framan, sem var ekki eins sárs- aukafullt. Bernard Simon, bíaðafulltrúi B'nai B'rith-hreyfingarinnar, segir mannræningjana hafa Framhald á bls. 26 Vörður vopnaður sverði við aðalstöðvar Hanafi-safnaðarins. Stúdentaóeirdir á Italíu Róm — 11. marz — NTB. MIKLAR óeirðir urðu i elztu bæjarhverfunum i Bologna i dag eftir að háskólanemi einn var skotinn til bana í átökum við lög- regluna. Stúdeníar reistu sér virki úr húsgögnum, sem þeir köstuðu út um glugga háskólans. Bílum var velt og handsprengjum og grjóti kastað að lögreglunni. Þá var eldur borinn að lögreglu- bifreið og litur háskólahverfið út eins og vigvöllur, að sögn sjónar- votta. Talið er að um eitt þúsund stúdentar hafi tekið þátt i óeirð- um þessum. Fjölmennt lögreglu- lið var kvatt út til að reyna að stilla til friðar. Að sögn lögreglunnar var upp- haf óeirðanna með þeim hætti að vinstri sinnaðir öfgamenn í hópi stúdenta voru reknir út úr há- skólanum af félögum sinum. Þeir sneru aftur með liðsöfnuð og freistuðu þess að komast inn i bygginguna, en afleiðingarnar urðu þær sem fyrr greinir. RENAULT Sýnum laugardag og sunnudag frá kl. 1—6 RENAULT 4 VAN - RENAULT 12 - RENAULT 20 RENAULT Komið og skoðið vinsælu Renault bílana í húskynnum okkar að Suðurlandsbraut 20. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.