Morgunblaðið - 06.08.1976, Síða 35

Morgunblaðið - 06.08.1976, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. AGUST 1976 35 Björgvin í for- ystu eftir annan ðag golfmótsins þannig að samanlagt er hann með 150 högg. Ragnar Ölafsson, sem hafði forystu eftir fyrsta daginn, lék á 79 höggum í gær og er því samtals með 152 högg. Magnús Halldórsson er með 154 högg sam- tals, fjórði er Sigurður Thoraren- sen, GK, með 156 högg (78-78) fimmti er Sigurður Pétursson, GR, með 157 högg samtals (76- 81) , sjötti er Óskar Sæmundsson, GR, með 158 högg (77-81) sjöundi er Ágúst Svavarsson, GK, með 159 högg (81-78) og í áttunda sæti er Atli Aðalsteinsson frá Vest- mannaeyjum með 159 högg (77- 82) . Eins og í fyrradag háði veður keppendum mjög mikið í gær, og fóru greinilega margir mun verr út úr keppninni en efni stóðu til. í 1. flokki var staðan þannig eftir fyrstu tvo dagana: 1. Knútur Björnsson, GK (83-83) 166 2. Ómar ö. Ragnarss. GL (85-81) 166 3. Gfsli Sigurðss. GK (85-85) 170 4. Jón Þ. Ólafss., GR (86-85) 171 5. Kjartan Pálsson, NK (89-82) 171 Ungur piltur úr Golfklúbbnum Keili, Magnús Halldórsson, stóð sig allra kylfinga bezt á öðrum degi Islandsmótsins f golfi á Graf- arholtsvellinum við Reykjavfk. Lék hann á 73 höggum, þremur höggum minna en Islandsmeist- arinn Björgvin Þorsteinsson, og nægði þessi ágæti árangur Magn- úsar til þess að skjóta honum upp f þriðja sætið f keppninni. Björgvin Þorsteinsson, GA, hef- ur forystu að lokinni keppni ann- ars dags. Hann lék á 76 höggum í gær og 74 höggum í fyrradag, Björgvin Þorsteinsson. GOÐ MARKVARZLA BJARGAÐIÖÐRU STIG- INU FYRIR LEIK tslendinga og Finna f 2. riðli Drengjamóts Norðurlanda f knattspyrnu, sem fram fór á Laugardalsvellinum á miðviku- dagskvöldið, lauk með jafntefli 1—1. Það fór ekki á milli mála, að Finnar voru sterkari aðilinn í þessum leik, þó sérstaklega f fyrri hálfleik. Attu þeir þá nokkur góð tækifæri til að skora, en mark- vörður lslendinga, Sigurður Gunnarsson úr Víking, átti stór- leik og bjargaði nokkrum sinnum mjög vel. Sérstaklega sýndi hann glæsilega markvörzlu á sfðustu mínútum fyrri hálfleiks. Er líða tók á sfðari hálfleik fór leikurinn að jafnast og áttu þá ISLAND tslendingar nokkur sæmileg tæki- færi, sem þeim tókst ekki að nýta. Það voru Finnar, sem voru fyrri til að skora, en markið gerði fyrir- liði þeirra, Hannu Kaatranen, en hann var einn bezti maður í liði Finna. Helgi Helgason frá Húsavík jafnaði fyrir tsland á 78. mfn., en hann átti mjög góðan leik í sfðari hálfleik. Eins og áður sagði átti Sigurður Gunnarsson mjög góðan leik í markinu og sömuleiðis þeir Ómar Jóhannsson ÍBV, Pálmi Jónsson FH, auk Helga Helgasonar. I heildina tekið áttu íslenzku leik- mennirnir ágætan leik og börðust þeir allan leiktimann. DANIR UNNU V- ÞJÚÐVERJA 2-0 DANIR sigruðu Vestur-Þjóðverja með 2-0 f fyrsta leik f 1. riðli Norðurlandamóts drengja f knatt- spyrnu, sem fram fór f Keflavfk á miðvikudagskvöldið. Þrátt fyrir fremur óhagstætt veður var feik- urinn vef leikinn af báðum liðum, en það fór ekki á milli mála að Danir voru sterkari aðilinn. Þjóðverjar léku undan vindi f fyrri hálfleik og sóttu nokkuð til að byrja með, en um miðjan hálf- leikinn jafnaðist leikurinn. Á 19. mín. var dæmd vítaspyrna á Þjóð- verja, en markvörður þeirra varði vel. Nokkru sfðar áttu Danir hörkuskot í þverslá. Það voru ekki liðnar nema 5 mfn. af síðari hálfleik, er Per Ber- telsen skoraði fyrir Dani og á 22. mín. skoraði hann aftur. Eftir síðara markið sóttu Þjóð- verjar mjög og héldu uppi nær látlausri pressu að marki Dana, en þeim gekk jlla að skapa sér tækifæri, nema hvað þeir áttu hörkuskot í stöng. Danir sigruðu í þessari keppni í fyrra og eru lfklegir til að verja titilinn að þessu sinni, því lið þeirra er skipað mjög skemmti- legum leikmönnum og raunar má segja það sama um þýzka liðið. — Það er ástæða til að vekja athygli fólks á þessari keppni, þvf drengjaliðin, sem þar keppa, sýna mjög góða knattspýrnu, sem ísl- enzku 1. deildarliðin væru full- sæmd af. Jóhann Torfason skorar fyrsta mark feiksíns f gærkvöldi, framhjá Diðrik markverði, en Adolf Guðmundsson er fyrir aftan Jóhann. (Ljósm. RAX) KR-ingar klifra upp töfluna, en Vííangur stopp á 13 stigum KR-ingar bættu tveimur dýrmæt- um stigum f safnið f gærkvöldi er þeir unnu Vfkinga 2:1. Eiga KR- ingarnir nú nokkra möguleika á að hljóta 2. sætið f 1. deildinni, þó þeir möguleikar séu ef tif vill ekki miklir. Víkingarnir hafa hins vegar tapað fjórum sfðustu leikjum sfnum f 1. deildinni og auk þess leik sfnum við Akranes f bikarkeppninni. Hafa Vfkingarn- ir nú lengi staðið f stað með 13 stig og svo sannarlega virðist sú tala vera mikil óhappatala fyrir Vfkingana, sem framan af mótinu fylgdu Valsmönnum eftir eins og skugginn. Leikurinn í gærkvöldi var all- þokkalegur miðað við aðstæður, en völlurinn var mjög háll eftir allar rigningarnar. Bæði lið KR og Víkings eru þó þekktari fyrir góða baráttu en skemmtilegan samleik og eins og við mátti búast var baráttan aðaleinkenni leiks- ins. KR-ingarnir nýttu betur tæki- færi sín í þessum leik og upp- skáru þvf sigur, en Víkingarnir áttu hins vegar sfzt færri tækifæri alls ekki minna f leiknum ef á heildina er litið. Fyrsta mark leiksins kom á 31. minútu fyrri hálfleiks og kom það eftir slæm mistök Adolfs Guðmundssonar I Víkingsvörn- inni. Ætlaði hann að gefa knött- inn til Diðriks markvarðar, en hitti knöttinn illa. Áður en Diðrik náði að hafa hendur á knettinum var Jóhann Torfason kominn að á fullri ferð og átti ekki í erfiðleik- um með að renna knettinum framhjá Diðriki. Höfðu Víkingarnir sótt meira fram að markinu og nokkrum sinnum reynt skiptingar frá Ósk- ari á vinstri kantinum yfir á Jóhannes á þeim hægri, sem opn- aði vörn KR-inganna án þess þó að Víkingarnir næðu að nýta sér tækifæri sín. KR-ingarnir börðust allan tímann af krafti og gáfu hvergi eftir og að sjálfsögðu var Halldór Björnsson fremstur í flokki KR-inganna, a.m.k. hvað baráttuna snerti. Fékk Halldór reyndar að lfta gula spjaldið dómarans í fyrri hálfleiknum fyrir að brúka kjaft. Bjargaði Halldór sennilega félaga sínum Birni Péturssyni í það skiptið, því Bjarni Pálmason dómari virtist vera að fara að gefa Birni áminn- ingu þegar Halldór kom aðvíf- andi. Strax á 9. mínútu seinni hálf- leiksins skoruðu KR-ingar sitt annað mark og komust í 2:0. Átti Jóhann Torfason allan heiður af því marki, en hann brauzt af harð- fylgi í gegnum vörn Víkinganna. Skaut hann sfðan að markinu frá vftateigshorni og Guðmundur Ingvason fylgdi vel og renndi knettinum laglega framhjá Dið- riki af stuttu færi. Fimm minútum síðar skoruðu svo Vikingarnir þannig að áfram hélzt spenna í leiknum. Helgi Helgason gaf góða sendingu á Óskar Tómasson inn í vítateiginn og Óskar skoraði fallegt mark eft- ir að hafa leikið á einn varnar- mann KR og síðan á Magnús markvörð. Fleiri mörk voru ekki skoruð í þessum leik en Jóhann Torfason og fleiri KR-ingar áttu góða möguleika á að auka forskot- ið næstu mínúturnar, en undir lokin sóttu Víkingarnir aftur meira, þó allt kæmi fyrir ekki. KR-ingarnir sigruðu þvi i þessum leik, en Víkingarnir eru enn með sín 13 stig, hvað sem það verður •engt- LIÐ KR: Magnús Guðmundsson 3, Guðjón Hilmarsson 2, Sigurð- ur Indriðason 2, Ottó Guðmundsson 2, Ólafur Ólafsson 2, Halldór Björnsson 3, Hálfdán Örlygsson 1, Jóhann Torfason 3, Guðmund- ur Ingvason 1, Björn Pétursson 1, Haukur Ottesen 2, Stefán Örn Sigurðsson (varam.) 1, örn Guðmundsson (varam.) 1. LIÐ VtKINGS: Diðrik Ólafsson 3, Ragnar Gfslason 1, Magnús Þorvaldsson 2, Eirfkur Þorsteinsson 3, Helgi Helgason 1, Róbert Agnarsson 2, Adolf Guðmundsson 1, Gunnlaugur Kristfinnsson 2, Jóhannes Bárðarson I, Oskar Tómasson 3, Lárus Jónsson 1. DÖMARI: Bjarni Pálmason 2. Haukur Ottesen og Adolf Guðmundsson berjast um knöttinn. MIKIL SPENNA I NORÐUR- LANDAMBSTARAMÓT1DRENGJA EFTIR leikina f Norðurlanda- móti drengja í knattspyrnu f gærkvöldi er mikil spenna komin f mótið og leikirnir sem fram fara f kvöld hreinir úr- slitaleikir f riðlunum báðum. Finnar og Norðmenn gerðu jafntefli 1:1 f gærkvöldi og eru finnsku Norðurlanda- meistararnir raunverulega úr leik f keppninni um meistara- titilinn eftir þau úrslit. Norð- mennirnir mæta tslendingum á Laugardalsvelli f kvöld klukkan 19 og er sá leikur hreinn úrslitaleikur f riðlin- um. Það lið sem sigrar fer f úrslitin á móti Dönum eða Svfum. Sfðastnefndu liðin léku f gærkvöldi og varð jafntefli 2:2. Áður höfðu Danirnir unnið V-Þjóðver ja 2:0 og verða Svfar því að vinna V-Þjóðverja með meira en tveggja marka mun f kvöld ef þeir eiga að komast f úrslitin. Sigri Danirn- ir lið Þjóðverjanna 2:0 þarf að fara fram aukaleikur milli Dana og Svfa um réttinn til að leika til úrslita f keppninni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.