Morgunblaðið - 06.08.1976, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 06.08.1976, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. AGUST 1976 EINS og fram hefur komið í fréttum gerðist Skógræktar- félag Islands ásamt Skógrækt ríkisins aðili að Norræna skógræktarsambandinu (Nordisk Skogunion) á síðast- liðnu ári. Norræna skógræktarsambandið var stofnað árið 1947 með aðild flestra skógræktarstofnana í Noregi, Dan- mörku, Sviþjóð og Finnlandi og hefur starfað síðan. Markmið þess er að koma á samvinnu milli Norðurland- anna á sviði skógræktar og beinist hún aðallega að því að styðja að samvinnu stofnana og félaga, sem starfa að skógrækt — koma á reglubundnum fundum og fræðslu- ferðum, þ. á m. norrænni skógræktarráðstefnu fjórða hvert ár — og loks að því að auka upplýsingaþjónustu (útgáfustarfsemi) umskógrækt. í nefnd fyrir íslenzku deildina voru kosnir þeir Jónas Jónsson, Bjarni Helgason og Snorri Sigurðsson af hálfu Skógræktarfélags íslands, en frá Skógrækt rikisins: Hákon Bjarnason, Sigurður Blöndal og Haukur Ragnars- son. t gróðrarstöðinni á Hallormsstað. Má nærri gta að okkur er það mikils virði að eiga nána sam- vinnu við Norðurlandaþjóðirnar í skógræktarmálum, bæði til að læra af fenginni reynslu frænd- þjóðanna og sömuleíðis til að fylgjast meó margskonar tilraun- um og rannsóknum sem unnið er að hjá þeim á skógræktarsviðinu. 1 tilefni þess að íslendingar hafa nú gerzt aðilar að samband- inu komu hingað til lands í kynnisferð 28 sérfræðingar í skógrækt, sumir ásamt eiginkon- um, svo hópurinn varð alls 42. Hef dvöldust gestirnir dagana 25. júlí— 1. ágúst til þess að skoða og kynnast ástandi í þessum málum hjá okkurags tslands, setti fund- inn með stuttri ræðu en síðan rakti Hákon Bjarnason sögu skóg- ræktar hérlendis í stórum drátt- um. Þá voru farnar skipulagðar skoðunarferðir um Hallorms- staðaskóg undir leiðsögn Sigurðar Blöndals og Jóns Loftssonar, skógarvarða og lögð sérstök áherzla á kynningu lerkis- tegunda. Síðan hélt Sigurður Blöndal ýtarlegt og faglegt erindi um ræktun lerkis á íslandi, en eins og kunnugt er hefur ræktun lerkis gefið sérstaklega góða raun á Haliormsstað. Eftir tveggja daga dvöl á Hallormsstað hélt hópurinn norður yfir fjöll. Komið var við í Ásbyrgi og lerkigróður skoðaður þar. Næsta dag var haldið í Mývatnssveit og gestum sýnd m.a. trjárækt í yfir 300 m hæð yfir sjó. Þaðan var svo farið í Vaglaskóg. Flogið var frá Akureyri til Reykjavikur og þaðan farið í skoðunarferð um Borgarfjörð. Á leiðinni þangað var Rannsóknar- stöðin við Mógilsá heimsótt, en eins og menn muna var sú stöð Jreist fyrir þjóðargjöf Norðmanna til tslendinga árið 1961. Frá Mógilsá var haldið í Skorra- dal og hinn myndarlegórur þar skoðaður — síðan í Reykholti — sem nefna mætti Mekka Norður- landabúa, en ekið þaðan um Kaldadal tii Þingvalla. Þar var gestum sýndur furulundurinn sem er elzti ræktaður skógarreit- ur hérlendis. Síðasta daginn, sem norrænu skógræktarmennirnir dvöldust hér var farin kynnisferð um skóg- ræktarsvæðið í Haukadal og um Suðurlandsundirlendið. Af þessu sést að farið var með norrænu skógræktarmennina um öll helztu skógræktarsvæði lands- ins til þess að þeir gætu gert sér nokkra grein fyrir ástandinu í skógræktarmálum hjá okkur, en hérlendum skógræktarmönnum er það tvímælalaust mikils virði að fá hingað sérfræðinga á ýms- umsviðum skógræktar til þess að heyra álit þeirra á stöðu okkar og fá að skiptast á skoðunum við þá. Allir undruðust norrænu skóg- ræktarmennirnir mjög hve miklum árangri hefði tekizt að ná Norrænir skógræktarmenn á ferð um ísland á hinum takmörkuðu skógræktar- svæðum okkar, einkanlega þegar tekið er tillit til, hve stutt er slðan skógrækt hófst að nokkru marki hér eða frá því um 1955. En þess- um mönnum, sem hafa sérhæft sig í að „lesa land“ út frá gróður- farslegu sjónarmiði, varð ekki síður starsýnt á uppblásturinn, sem hvarvetna blasir við og margir spurðu: Er íslendingum ekki Ijóst, hvað er að gerast? Gera ábúendur sér ekki grein fyrir því að það er þeim fyrst og fremst í hag að gróður landsins sé verndaður og skógrækt efld? XXX Á blaðamannafundi sem hald- inn var með einum fulltrúa frá hverju landi, fórust þeim m.a. orð á þessa leið: Dr. Peder Braathe prófessor, frá Norsk Institut for Skog- forskning: Það kemur mér á óvart, hve vel hefur miðað áfram í skógrækt á islandi síðan 1955 og árangur er vissulega lofsverður. Þið búið hér við erfitt loftslag og vandamálin margfaldast vegna þess 'hve girðingarframkvæmdir eru nauð- synlegar. Landkostir eru sums staðar líkir hér og í Noregi og ræktun sitkagrenisins á sér vafa- laust góða framtíð á islandi eins og I Noregi. Norska furan hefur hins vegar ekki reynzt eins vel, en tilraunir við hana sýna aðeins hve mikilvægt það er að finna réttar tegundir til ræktunar á hverjum stað. Þegar hinir upprunalegu skógar hér voru höggnir til nytja voru það sjálfsagt beztu trén sem höggv+n voru fyrst en þau lélegri látin standa. Ég tel því afar mikil- vægt það starf, sem nú er unnið á Mógilsá, þar sem verið er að rækta góða einstaklinga til að bæta stofninn. Þetta er fyrsta heimsókn mín til íslands og margt ber nýstárlegt fyrir augu. Eitt af því sem ég undrast mjög, er hve fáir bændur — varla nokkrir — hafa gróður- sett tré við býli sín til skjóls og yndisauka, en það er eiginlega Vöxtulegur fjallaþinur I skóginum. Hann er ættaður frá Colorado og hefur dafnað hér sfðan 1905. i i f % • IHii WíiíffiSSÍÍifflBxiB&fc i < ■ $, & i ' i ipjHp p ý 'mt - Við blágrenitré I Mörkinni. föst regla meðal bænda í Noregi. Ég tek ekki gilda þá skýringu að veðurfar hér sé of erfitt til þess. Stig Hagner dósent frá Svenska Cellulosa Aktebolaget: Starf mitt er m.a. fólgið í þvi að ferðast og skoða skóga viðsvegar um Svíþjóð og á sumum stöðum eru aðstæður til skógræktar líkar og hér. Vandamálin eru því víða svipuð og ég hafði því áhuga á að sjá hvað hér er að gerast á sviði skógræktar. Skógrækt á sér langan aldur í Sviþjóð en stuttan hér. Á báðum stöðum er þó mikil- vægt að vinna við prófun og kynningu á nýjum tegundum. Eftir ferðalag um landið undrast ég hve góður árangur virðist vera mögulegur hér í skógrækt og það hlýtur að vera hagstætt þjóðar- búinu að þeim málum sé sinnt af kappi, þvi margar nytjar má fá úr skógi. Til dæmis getur hann gefið mun betra beitiland. Þetta verða menn að hafa í huga ef Island á að halda áfram að vera landbúnaðar- latid, því ég sé ekki betur en gereyðing gróðurs sé víða yfirvof- andi vegna uppblásturs, ef ekki verður gripið til stórtækra úr- ræða. Nú er vitað að Island var þakið gróðri við landnám, en nú er Islendingum það ef til vill ekki ljóst (!). S. Grosen deildarstjóri i Det danske Hedeselskab: Ég er hreykinn af því að það var danskur maður ^em varð einna fyrstur til að planta trjám hér, en þar á ég við Christian E. Flensborg, sem stóð fyrir því að plantað var í furulundinn á Þing- völlum árið 1899. Danska Heiða- félagið, sem Flensborg vann hjá, var stofnað Jyrir 110 árum, en í Danmörku hafa sjálfsagt verið sömu byrjunarörðugleikar i-skóg- rækt og hér, sem stafa m.a. af því að allur almenningur er lítið skógræktarsinnaður. I þessum málum, sem mörgum hugsjóna- málum, þarf vakningu til og hugarfarsbreytingu meðal fólks gagnvart gróðri landsins. í Dan- mörku áttum við ötulan brautriðj- anda á árum fyrr, Dalgas að nafni. Ef til vill er Hákon Bjarna-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.