Morgunblaðið - 06.08.1976, Side 21

Morgunblaðið - 06.08.1976, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. AGUST 1976 21 Ræöa Sigurbjörns Einarssonar biskups viö embættistöku forseta íslands 1. ágúst Biskup lslands flytur blessunarorð við guðsþjónustuna íDömkirkjunni. Mennsku mannsins er ekki borgið nema horft sé hærra en tindar hennar ná Sálm. 121. „£g hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp? Hjáip mín kemur frá Drottni.skapara himins og jarðar. Drottinn varðveiti inngöngu þfna og útgöngu héðan f frá og að eilffu.“ Höfundur þessara hendinga bjó í fjallalandi eins og vér. Það gat verið hvíld að renna augum þangað, sem fjöllin voru í fjarska, sveipuð árroða og aft- anskini, hádegismóðu og tibrá, földuð skýjum, margbreytin og þó sífellt söm, óhagganleg i öll- um veðrum, rótföst í jörð, laug- uð himinblámans lind. Það er hollt að líta hátt. Þá verður það stundum heilsusamlega litið og lágt marg hvað, sem lifað er fyrir og barizt er móti. Þegar vér riðum straumvötnin' áður fyrri, máttum vér ekki horfa niður, heldur upp og fram. Iðan olli svima, ef horft var í hana, sogaði mann til sin. Övanir vatnamenn fengu það ráð að horfa ekki ofan fyrir sig, held- ur á eatthvað fast, leiti eða stein á bakkanum framundan, hnjúk í fjarska. A svipaðan veg hugs- aði sá forni maður, sem sagðist hefja augu sin til fjallanna. Iðu- straumur dæguratvika og dags- ins vanda allt í kring. Ég lit upp, segir hann, ég horfi til tindanna traustu, sem þarna voru, þegar ég lauk upp augum fyrst, og þarna verða, þegar ég loka þeim síðast og allt er horf- ið, sem nú byltist fram á brot- inu hérna megin við minn feigðarhyl. Og þá minnist ég hans, sem var áður en fjöllin fæddust og jörðin og heimurinn urðu til, frá eilífð til eilífðar athvarfið sama. E.t.v. var þess- um manni svo til rúms skipað í lffinu, að öðrum var ætlað að lita upp til hans og þangað í átt sem hann horfði. Hvert skyldi hann hefja augu? Það er öllum nauðsyn að geta litið upp fyrir sig, upp fyrir allt, ekki sizt þeim, sem til þess eru valdir að vera mjög í augsýn annarra og bera mikla ábyrgð á þvi, hvert aðrir beina augum. Það má og vera, að fjöllin, sem höf. talar um, séu mynd af einhverju þvf, sem hann átti við að stríða, fjallgarðar erfiðleika og úr- lausnarefna blöstu við. Slíkt gerist fyrr og síðar í sögu manna og þjóða. En eitt vissa hann: Hjálpin kemur, Drottinn minn, skapari himins og jarðar, bregzt ekki nú fremur en fyrr. Þessu treysti hann. Það er til trú, sem flytur fjöll. Sá sem er skapari himins og jarðar getur veitt veikum manni þann kraft. —Fjöll urðu tákn. Parnassos í Hellas er ímynd þeirrar hvesstu skyggni Grikkjans, sem beindi fagurskyni hans og vits- ins spurn að hæstu tindum. Is- land á sin helgu fjöll, tvö svo nefnd blasa við frá Bessastöð- um og bæ Ingólfs, nöfnin mættu minna á, hvernig þjóðin skyldi búa að náttúru lands síns. En þau gætu líka bent í sömu átt og skáldið Einar Bene- diktsson, þegar hann segir, að ísland, með þess hlutverk i höndunum fáu, sé það land, „þar sem tindar og höf benda trú vorri og dáð á vor takmörk — hin f jarlægu, háu“. Meðal fjallalanda er eitt, sem skipar þá sérstöðu, að það heit- ir Landið helga á menningar- tungum flestum. Þar kemur Sinai við sögu, þaðan komu boð- orðin, frumreglur allrar sið- menntaðrar löggjafar og réttar- fars. Þar er fjallið óþekkta, sem ræðan er kennd við, Fjallræð- an, sú, sem aðeins einn gat flutt. Þar er kúptur klappar- haus, þar sem krossinn stóð, og I grenndinni sá klettur, þar sem virki dauðans sjálfs var brotið. Hátt gnæfa þau í sögunni nöfn- in mörg, sem urðu tákn hins hæsta, sem borið hefur í mannsins grun eða vitund. Það er lyfting að horfa til þeirra Einbúa á sviði andands, sem gnæfa svo langt yfir lágt, það er dýrmætt að eiga samneyti við þá menn sem litu hæst og snertu tindana sjálfa í hugsun og list. Slíkt gerir hinn sanni húmanisti, sá maður, sem ann hinu mannlega, eins og það birtist i háum hugarsýnum og innblæstri, eða í handbragði á einföldum munum, sem al- múgamenn óþekktir notuðu til daglegra þarfa í harðri lifsbar- áttu en stýrðu hnifi eða prjóni þannig að einnig þar birtist eitthvað af þeirri duldu þrá mannlegrar sálar, sem seilist út fyrir básinn, upp frá matar- striti og jarðardufti. En engir tindar ná upp alla leið. Það héldum vér þegar vér vorum börn: Festingin hvildi á fells- öxlinni, tunglið settist á brún- ina, stjörnurnar snertu hnjúk- inn, það yrði gaman að komast svo hátt, þegar maður væri orð- inn stór. Það lærðist siðar, að tindarnir ná skammt, þeir benda í bláinn, rísa eins og spyrjandi barnsfingur út i geimsins hljóða tóm. Hvaðan kemur mér hjálp? Fjöllin svara ekki nema með bergmáli þinna eigin ákalla, enginn Parnassos, ekkert Helgafell, og frá Sínaí koma aðeins boð og bönn: Þú skalt, þú skalt ekki. Bergmálið hjálpar ekki, hað mannlega nægir ekki, ekki einu sinni i hæsta veldi. Og boðorðin, kröf- ur lífsins, ábyrgð þess og kvað- ir, vekja þeim, sem karlmann- legast horfist i augu við þær, spurninguna um hinzta vilja, æðsta mat, efsta dóm, eilifa hjálp. Þvi svarar engin mann- leg tunga. Það nægir ekki að hefja augu til fjallanna á sviði mannsandans, mennsku manns- ins er ekki borgið nema horft sé hærra en tindar hennar ná. Enda er hún, mennskan sjálf, fædd af náttúrunnar skauti við það, að augað seildist út fyrir mannleg mörk. Og þar kom að hún nam rödd handan yfir yztu mærin: Ég er Drottinn Guð þinn, ég kalla á þig, þú ert minn. Þá hófst and- inn úr grasi og mold þegar fyrst bjarmaði fyrir þessari vitund, þá finnur hann heimkynni sitt, þá finnur hann sjálfan sig, þeg- ar hann lýtur eilifum höfundi sinum, þegar hann veit það, að handan allra tinda og allrar smæðar er hugur sem elskar og ekki bregzt, þegar hann leggur sig í þá sterku hjálparhönd, sem bilar ekki, hvar svo sem manneskjan, í senn svo stór og svo smá, er stödd á sínu tæpa vaði, þá hönd, sem heldur, þótt fjöllin rísi eða hrynji, þótt brot- ið týnist og fótfestan renni und- an i iðunni. Þetta er orðið frá landinu, sem Jesús hefur helg- að, hann sem einnig á sín helgu, björtu spor í sögu íslands og sigurmerki síns konungdæmis í fána íslands. Til hans skal hefja sýn, og tindarnir benda ekki lengur út i bláinn og skuggar og flókar hverfa fyrir heiðum blæ og heitri sól og geimanna djúp og hjartans fylgsni enduróma svarið hans: Hjálpin kemur, hjálpin er hér, ég er þinn, fylg þú mér. Til hans hefjum ýer augu í dag, þegar forseti islands tekur við embætti, þegar hann í þriðja sinn gengst undir ábyrgð æðstu tignar og vanda sem islenzkum manni er á herðar lögð. Hann nýtur tiltrúar þeirrar þjóðar, sem einum huga felur honum forsetadóm enn að nýju, hún stendur óskipt að baki hans. Það er honum styrkur að vita þetta, eins og þjóðin finnur, að það er henni styrkur að eiga hann. En vér þurfum æðri styrk, bæði einstaklangar og þjóð, en þann, sem hver tekur hjá sjálfum sér og vér megum hver öðrum veita. Vér þurfum að þekkja traustari mið og þiggja hærri ráð. Það játum vér í dag. Hjálpin kemur frá Drottna skapara himins og jarð- ar, föður frelsarans Jesú Krists. Þetta sé játning vor og bæn vor allra fyrir þér, forseti Islands, og þar með fyrir riki og þjóð. Guði sértu falinn, staða þin og starfsgipta, ástvinir og einka- hagir, landið þitt. Drottinn varðveiti inngöngu þína og út- göngu héðan í frá og að eilifu. Yfirvofandi dauði Maos BLÖÐ f Peking eru byrjuð að ræða yfirvofandi dauða Rlao Tse- tungs — auðvitað milli Ifnanna. Annað verður að minnsta kosti ekki séð af grein f Rauða fánan- um, hugsjónariti flokksins, þar sem hvatt er til hreinsunar „þeirra valdamanna f flokknum, sem þræða braut kapitalismans" og þvf bætt við að fiokkurinn hafi staðið fyrir slfkum hreinsunum undir forystu Maos og mundi halda þvf áfram — augljóslega eftir daga Maos. „Arum saman,“ segir ritið, „hefur flokkur okkar breytt á þennan veg. undir réttri forystu Maos formanns og hann mun halda þvf áfram." Valdabaráttan i Peking hlaut að harðna þegar Mao Tse-tung hætti að koma fram opinberleéa eftir að myndir af honum i sjón- varpi höfðu sýnt hvað honum hafði hrakað og eftir dauða Chu Teh, níræða marskálksins sem hafði komið fram fyrir hönd Maos og tekið á móti erlendu stór- menni. Hins vegar er erfitt að finna i orðaflóði kínverskra blaða (en þau eru á valdi róttækra) merki um þá valdabaráttu sem er háð. Þó hefur verið viðurkennt siðan Teng Hsiao-ping var steypt af stóli í ársbyrjuú að herferð milli línanna í kínverskum blöð- um gegn vissum dæmisöguper- Mao sónum beindist í raun og veru gegn Teng eins og bent hefur verið áí þessum dálkum. Nú er ástæða til að ætla að barátta, sem blöðin heyja um þessar mundir gegn mönnum er þræða „braut kapitalismans", beinist I raun réttri gegn núver- Hua andi forsætisráðherra, Hua Kuo- feng, jafnvel þótt hann komi fram á sama tima sem æðsti embættis- maður landsins, haldi stefnumót- andi ræður og ræði við erlenda leiðtoga. Skipun Hua í embætti forsætis- ráðherra var ekki staðfest fyrr en Eftir Victor Zorza Peking-óeirðirnar leiddu til end- anlegs falls Tengs. Teng var sak- aður um að hafa efnt til óeirð- anna til þess að endurheimta völdin, en nú virðast róttækir hafa neyðzt til að draga þá ásökun til baka. Skeleggasta málgagn rót- tækra, sem kallast „Rannsóknir og gagnrýni", viðurkennir nú að Teng „geti ef til vill ekki hafa þekkt þorparana, sem léku sér að eldinum í Peking-óeirðunum." Vandséð er hvað neyddi rót- tæka til að draga til baka höfuð- ásökunana gegn Teng. Einn mögu- leikinn er sá að Teng hafi verið hreinsaður af þessari sök í rann- sókn flokksforystumanna. Póli- tísku ásakanirnar gegn honum hafa ekki verið dregnar til baka og „Rannsóknir og gagnrýna“ heldur því ákveðið fram, og önn- ur blöð einnig, að Teng hafi þjón- að hagsmunum jafnt „gagnbylt- Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.