Morgunblaðið - 06.08.1976, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 06.08.1976, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. AGUST 1976 Breytinga þörf til jöfnunar á kosningarétti — frá ráðstefnu ungra Sjálfstæðismanna á Akureyri Matthfas Bjarnason sjávarútvegsráðherra flutti erindi um stöðu sjávarútvegsins á hádegisverðarfundin- um á sunnudag. Fjörugar umræður um landhelgis og sjávarútvegsmál — á ráðstefnu ungra Sjálfstæðismanna í Eyjum Helgina 27. og 28. marz sl. efndu Vörður K.U.S. á Akureyri og Heimdallur F.U.S. í Reykjavík til ráðstefnu á Akureyri þar sem fjallað var um kjördæmamálið og starfshætli Alþingis. Tókst ráð- stefnan með ágætum og nutu sunnanmenn góðrar gestrisni Ak- ureyringa og áttu ánægjulega helgi þar nvrðra. Sverrir Jónsson form. Varöar var ráðstefnustjóri og setti hann ráðstefnuna á laugardagsmorgun en siðan ræddi Halldór Blóndal kennari um breytíngar á íslenzkri kjördæmaskipan og meginþætti i kjördæmaskipan nágrannaþjóða okkar. Að loknu matarhléi fjall- aði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson frkv.stj. um blandað kerfi hlut- fallskosninga og einmennings- kjiirdæma. Jón Magnússon form. Heimdallar fjallaði um einmenn- ingskjördæmi og Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðingur um kosningakerfið í írska lýðveldinu. Að þvi loknu voru frjálsar um- ræður og fyrirspurnir. Að lokni kaffihléi ræddi Þorsteinn Fálsson ritstjóri og Ellert B. Sehram al- þingismaður um starfshætti Al- þingis og svöruðu fyrirspurnum. Fyrri starfsdegi ráðstefnunnar lauk svo með kynnisferð i Slipp- stöðina á Akureyri. A sunnudag hófst ráðstefnan eftir hádegi með frjálsum umræð- um og lögð voru fram drög að ályktun. Eftir fjörugar umræður náðíst samstaða um svohljóðandi ályktun: Ráðstefnan telur það vera höf- Vörður F.U.S. á Akure.vri er eilt af fjórum starfandi sjálfstæð- isfélögum á Akurevri. Félagið var stofnað undir nafninu Lands- málafélagið Vörður 10. feb. 1929, en breyttist sfðan í F.U.S. Vörður. Félagið er því orðið 47 ára gam- alt. Fvrsti formaður þess var Arna Sigurðsson skrifstofumaður á Ak- ureyri. Félagið hefur ávallt tekið.virk- an þátt í störfum Sjálfstæðis- flokksins á Akureyri og í kjör- dæminu og hafa fulltrúar þess löngum gegnt trúnaðarstörfum innan flokksins, í kjördæmisráði, fulltrúaráði og ýmsum nefndum og ráðum. Helztu verkefni Varðar á und- anförnum árum hafa verið aó vekja áhuga ungs fólks á stjórn- málum, kynna Sjálfstæóisflokk- inn og stefnumál hans og reyna aó auka sjálfstðisstefnunni fylgi. Háðstefnur, fundir, kynntngar og hringborðsumræður hafa verið haldntw og reynt að fá fram um- ræður og ályktanir um þau mál sem hæst ber hverju sinni. Reynt er aö komast yfir sem víðast svið í starfseminni til þess að auka sjón- vídd þeirra, sem úm málin fjalla og leita sem mestra upplýsinga hverju sinni. Kvöldverðarfundir voru lengt haldnir, en með tilkomu mikillar aukningar á alls konar félögum og klúbbum sem hat'a skyldumæt- itigar á mataríundi gat stjórn- málafélag ekki veriö samkeppnis- fært, svo að breyta varð þessu uðmarkmið að stuöla að auknu og virkara lýðræði í þjóðfélaginu, þannig að borgararnir verði leidd- ir til aukinna beinna áhrifa á mál- efni sin. Stefnumótun í þessa átt er margsiungin, og Ijóst er, að breytingar á fyrirkomulagi kosn- inga til Alþingis geta aldrei einar sér haft nema lítil áhrif til úrbóta í þessu efni. Engu að síður er ljóst, að kosningafyrirkomulagið verður að vera þannig úr garði gert, að þar sé tryggt svo virkt lýðræði sem nokkur kostur er. Hér á Islandí eru aðstæöur þannig, að verulegar kröfur verð- ur að gera til breytinga frá órétt- látum og andlýðræðislegum þátt- um i fyrirkomulagi kosninga. Tafarlaust verður að gera breytingar til jöfnunar á kosn- ingarétti borgaranna, þannig að einn einstaklingur hafi ekki margfaldan kosningarétt á við annan á grundvelli búsetu sinnar. Brýn þörf er á að auka tjáning- armöguleika kjósandans á kostn- að flokksræðisins. Eins og nú er, getur hver kjósandi einungis kos- ió írambjóðendur eins stjórn- málaflokks og verður þá að greiða þeim öllum atkvæði sitt. Kjósand- inn getur ekki eínu sinni meö útstrikunum komið i veg fyrir, að sá frambjóðandi á listanum, sem honum líkarekki, hljóti atkvæðið. Allt núverandi kerfi er þannig úr garði gert, að' framboöin eru framreidd af stjórnmálaflokkun- um og valkostir kjósenda eru litl- ir. Við breytingu á kjördæmaskip- an og kosningareglum er nauö- synlegt aö bæta úr þessu. fyrirkomulagi og var það mikil afturför, og enda þótt hægt væri að ná saman jafnfjiilmennum fundum með öðrum hætti var þetta fyrirkomulag þess eðlis, að það styrkti mjög félagsstarfsem- ina. Verkefni Varðar á þessu starfs- ári hafa einkennzt af tvennu: I fyrst lagi hefur verið reynt að kynna félagiö meðal ungs fólks og hefur því verið sent kynningar- bréf ásamt lögum félagsins og því bent á fundi og umræður, sem gæti veriö áhugaverðar fyrir það. Þá eru gefin út fréltablöð, sem send eru hinuin almenna félaga þar sem hann fær upplýsingar um væntanlega starfsemi. Fundir i vetur hafa verió viö það miðaðir að kynna athyglisverð málefni, en mikil röskun hefur verið á funda- tímum vegna ótryggra flugsam- gangna víð Reykjavík i vetur. I öðru lagi hefur verió unnið að félagaskrá og reynt að afla tekna til að mæta síauknum tilkostnaði. Argjöld voru hækkuð og hefur það hjálpað mikið til viö að laga fjárhag féiagsins. Takmarkíð. á þessu ári er að auka félagatöluna og gera félagsmenn virkari. Stjórn félagsins skipa nú: Sverrir Jónsson formaður, Guð- laug Sigurðardóttir, Guðrún Sig- urðardóttir, Ragna Haraldsdóttir, Guðmundur Vikingsson, Jón Odd- geir Guómundsson og Sigurður Sigurðsson. Skrifstofa félagsins er sameiginleg skrifstofa Sjálf- stæðísfélaganna að Kaupangs- stræti 4. Dagana 10. og II. aprfl s.l. efndu Eyverjar F.U.S. í Vest- mannaeyjum og Kjördæmissam- tök ungra Sjálfstæðismanna f Reykjaneskjördæmi til ráðstefnu um sjávarútvegs- og landhelgis- mál. Var ráðstefnan haldin í Vest- mannaeyjum og sáu Eyverjar um framkvæmd hennar. Nokkrum framámönnum f sjávarútvegi var sérstaklega boðið til ráðstefnunn- ar og höfðu þeir framsögu um nokkra helztu málaflokkana. LANDHELGISiVlÁLIÐ Framsöguerindi hafði Þórður Asgeirsson, skrifstofustjóri í sjáv- arútvegsráðuneytinu. Þórður rakti gang mála í sam- bandi við þá samninga sem þegar hafa verið gerðir við Færeyinga, Belga, Norðmenn og Þjóðverja. Sagði hann það skoðun sína, að semja bæri um veiðiheimildir til stutts tima og um lítið magn, eins og gert var við Færeyinga, Belga og Norðmenn. Aftur á móti var hann ekki eins ánægður með samningana við Þjóðverja. I sam- bandi við Bretana sagði Þórður, aö brezka stjórnin væri svo veik heima fyrir, að hún í rauninni gæti ekkert samið. Hún hefði að- eins eins atkv. meirihluta á brezka þínginu og aldrei yrði hægt að gera svo samning, að ekki einhverjir yrðu óánægðir með hann og þá sérstaklega þeir brezku þingmenn er kæmu frá útgeröarbæjunum. Þórður kom inn á mörg fleiri mál í erindi sinu, en að lokum lagði hann ríka áherzlu á, aó bar- áttan fyrir 200 mílunum væri ekki unnin og yrðum við að halda fast fram okkar málstað og mikið væri óunnið áður en sigur ynnist. Miklar umræður urðu á eftir framsöguerindinu og voru menn ekki allir á einu máli um samn- inga, en þeir sem tóku til máls voru: Björn Guðmundsson út- vegsbóndi, Vestmannaeyjum, Benedikt Guðbjartsson form. Kjördæmissamtakanna, Sigurpáll Einarsson skipstj., Grindavík, Jón Atli Kristjánsson, Reykjavík, Hreggviður Jónsson Reykjavík. SJÁVAKÚTVEGSiVIÁL Fyrsti frummælandinn var Jón Atli Kristjánsson og ræddi hann um Fjármál útgerðarinnar og fiskvinnslunnar. Rakti hann þar m.a. fjármögn- un útgerðar og fiskvinnslu, hvaða fyrirgreiðsiu útgerðin fengi hjá bönkunum og hjá ýmsum sjóðum. Var erindi Jóns Atla mjög yfir- gripsmikið og erfitt að gera grein fyrir því i stuttu máli, enda spunnust langar umræður um þessi mál og tóku margir til máls, m.a. Björn Guðmundsson. Rakti hann nokkuð gang mála í sam- bandi við útgeró fiskiskipa, en Björn er því gjörkunnugur og reyndar líka rekstri fiskvinnslu- stöðva. Þá tók einnig tilmáls Hreggvið- ur Jónsson og taldi iskyggilegt hvað bæjarútgerðir og afskipti ríkisins væri orðinn snar þáttur i útgerð og taldi hann það mjög varhugaverða þróun. Þetta væri að drepa niður einkaframtakið. Undir þessum lið tóku einnig tii máls þeir Þórður Asgeirsson, Matthias Pétursson, Sigurpáli Einarsson og Benedikt Guðbjarts- son. STAÐA SJÓiVIANNSINS OG SJÓÐAKEREIÐ Sigurpáll Einarsson, skipstjóri í Grindavík, hafði framsögn i þessu máli. Taldi Sigurpáll að sú þróun, sem orðið hefði um kaup og kjör sjómannsins, hefði haft mjög nei- kvæð áhrif. Væri nú svo komið að illmögulegt væri orðið að manna flotann vegna þess hve kjörin væru slæm, kaupið lítið, langur vinnutimi, erfið vinna og þar ofan á mínnkandi afli. Sigurpáll var einn þeirra manna, sem var i fyrirsvari sjó- manna við að afnema hið svokall- aða „sjóðakerfi“. Skýrði Sigurpáll frá gangi mála þar um. Sigurgeir Jónsson sjómaður í Vestmanna- eyjum, tók næstur til máls og tók hann mjög í sama streng og Sigur- páll um kjör sjómanna. Kom m.a. fram hjá Sigurgeiri að hann t.d., sem hefði verið á s.l. ári á tveimur afbragðs fiskiskipum og á meiri en einum hlut, kæmi út með i tekjur eftir árið svona svipað og venjulegur skrifstofumaður í landi. Taldi Sigurgeir þetta al- gjörlega óviðunandi. Margir fleiri tóku til máls og margir oftar en einu sinni. NVTING EISKVEIDILÖGSÖGUNN- AR OG ERIDUNARADGERDIR Frummælandi var Þórður As- geirsson. skrifstofustjóri. Rakti Þórður þær aðgerðir er þegar hafa verið gerðar til friðun- ar þorskstofninum sérstaklega og tilraunir til að hafa stjórn á veið- unum. Taldi Þórður rétt að friða ýmis svæði um takmarkaóan tíma, þ.e. með skyndilokunum, og reyna þannig að hafa áhrif á afla- magnið, en halda úti veiðum allt árið. Sigurpáll Einarsson, var á önd- verðum meiði við Þórð. Taldi hann að úthluta ætti hverju veiði- skipi sinn kvóta, svo mætti þaó veiða sinn kvóta hvar og hvenær sem það vildi. Inn i þessar umræður spunnust einnig þær deiiur, er nú eru á milli sjómanna suður með sjóog sjávarútvegsráðuneytisins um hið svokallaða „Frimerki" á Selvogs- bankanum, og það sem þar hefur verið að gerast. STADA sjAvarUtvegsins Matthías Bjarnason, sjávarút- vegsráóherra var sérstakur gest- ur í hádegisverðarfundinum á sunnudag. Hélt ráðherra þar langa og ítarlega ræðu um stöðu sjávarútvegsins nú. Ekki er mögulegt að gera neina grein fyr- ir hans ræðu i stuttu máli, en hann kom m.a. inn á landhelgis- málið, friðunaraðgerðir, rekstur útg'erðarinnar, fiskútflutning o.m.fl. A eftir ræðu ráðherra stóð til að hann sæti fyrir svörum, en timans vegna varð þvi miður ekkert úr þvi. Voru menn þó margs fróðari eftir ræðu ráðherrans, og hefði verið gaman, ef hægt hefði verið, að skiptast á skoðunum við hann um þessi mál, sem skipta Eyja- skeggja og Reyknesinga svo miklu máli, — og skiptir reyndar sköpum fyrir þessi byggðarlög. Kannski okkur veitist síðar tæki- færi til þess arna, og það vonandi fyrr en siðar. Var nú komið að lokum þessar- ar ráðstefnu, sem að flestra mati hafói tekizt með ágætum. Voru menn á einu máli um, að efia bæri umræðu um þessi mál og hefja bæri stöðu sjómannsins á hærra stig, því óneitanlega skipuðu störf sjómanna ekki þann sess i okkar þjóðfélagi sem þeim bæri, þar sem þetta væri undirstöðuat- vinnuvegur þessarar þjóðar og hornsteinn velmegunar hér á landi. Þættir úr starfi Varð- ar F.U.S. á Akureyri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.