Morgunblaðið - 18.05.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.05.1969, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1969 11 Jóhann Hjálmarsson skrifar um BÓKMENNTIR Skrýtin saga en sönn EINKENNILEGASTA skáld- saga Gunnars Gunnarssonar er án efa Vikivaki, sem fyrst kom út á dönsku 1932, og í íslenskri þýðingu Halldórs Laxness árið 1948. Ég hef lengi haft dálæti á þessari bók og þess vegna langar rnig til að rifja upp efni hennar og búning í tilefni átt- ræðisafmœlis sikáldsins. Vikivaki samanstendur af blöð um Jaka Sonarsonar látims, ásamt inngangsorðuim og skýrimguim út gefanda. Svo vitnað sé til hiruna „óhjákvæmilegu innganigsorða“ útgefanda, þá greinir Vikivaki írá þeim „fuirðulegu sorgaratvik um, og þó næsta grátbroslegu, sem vonu undanfari hinis sér- kennilega fráfalls“ Jaka Sonar- sonar. Sjálfur hafði Jaki valið riti símu fyrirsögnina Skrýtin saga en sönn, en það finnst út- gefanda óhæfur bókartitill. Út- gefandi bendir á í inngangsorð- um síniuim, að þó mörgum kunni að þykja sagan ótrúleg, hljóti hún að minimsta kosti að verða lesendum undrunarefni vegna þeirrar alvöru og saninfærinigar, sem hún beri í sér. En hver var þessi Jaki? Mað- uir, sem lifað hafði fjarri ætt- jörð sinni mestan hluta ævinnar og gerðist allt í einu einsetu- maður í auðri fjailabyggð. Þessd sérvitringur „reisti þar efra kostn aðarsama stórbyggingu, sem ekki virtist standa á neimurn skyn- samlegum forsemdum, úr járn- bentri steinsteypu í samnýttum stíl, funkis, með stálgluggum, á- þekkasta kletti meðal kletta, og að því leyti í sainræmi við um- hverfið; auk þessa vermihús, bif reiðaskúr, flugvélarskýii skamimt frá vatniniu, já hvorki meira né minna en flugvélarskýli hjá vatn inu. Jaki Sonarson var gamal- vanur flugferðamaður, og þeg- ar tillit er tekið til óvegarinis kringum Fokstaðabæinn, verður ekki sagt að þessi flugstöðvar- útbúnaður hafi verið meiri mun- aður en hvað annað í búi hans“. í upphafi blaða sirma, talar Jaki Sonarson um þá rimgulreið, „sem óhjákvæmilega verður ef saman slæst eilíft líf og stund- legt“. Hann trúir blöðurn sínom fyrir þeim atburðum, sem ger- ast á nýársnótt og biður þann, sem ef til vill á eftir að rek- ast á þau, að lesa með gát. Og hvað er það, sem á sér stað á Fokstöðum hjá einbúamuim Jaka? Eru það hugarórar eða staðföst vissa. Bærinin fyllist af fólki, eins og það hafi skyndilega sprottið upp úr jörðiimni Þetta uindar- lega fólk er jafn 'hrætt við Jaka og nærvera þess vekur honum furðu. í þessum hópi er höfuð- laus maður, auk höfuðs, sem síð- ar reynist vera atf Gretti hin- um sterka Ásmundarsyni, og meira að segja hundur og hestur. Jaka skilst að þetta lið hafi ver- ið grafið á Fokstöðum forðum daga og sé af einhverjum ástæð- um vakið til lífsin'S. Fólkið held- ur Jaka vera himnaföðurimn og líður ekki á lömgu þangað til það setuir sjálft á svið dóms- dag, játar Jaka syndir sínar og .yfinsjónir. Aðsópsmesti synda- játarinn er Þorgerður nokkur Árnddóttir, fyrrverandi hús- freyja á Fokstöðum. Hún hefur verið ástkona séra Sigvalda, sem einmig er kominn á vettvang. „Meðan hún var að segja frá sé ég aðeinis mikilleik hennar, sá það eitt hve hátt maður getur hafizt yfir mennsku sína — og hefst víst að jafnaði", skrifar Jaki, og bætir við. „Má þó vera að kvenmenn standi í enn hrylli legri riámunda við allífið. Karl- maðurinn er hvikulli, fonmlaus- ari, ef til vill einnig formríkari, duttlungafullur skýjahiminn yf- ir heitu víðlendi, sem með ó- skiljanlegu, allt að því ófyrir- gefanlegu tiúnaðartrausti lætur kvíðafullt blóð sitt dreyma í dirfsku upp aftur þá hluti, sem hjá honum eru myrkur grunur og loftkenndar þrár, dreyma þá með boldlegum hætti á nýjan leik, taka afleiðingunum og fæða“. Séra Sigvaldi er í augum Jaka „uppmáluð forarvilpa sam- viskubitsins", þai sem han-n styn ur upp iðrun sinni, að vonum hræddur við þann drottinn, sem var köllun hans að þjóna. „Þó var hann, þrátt fyrir allan sinn vesaldóm, svo menniskur maður og meðbróðir, að ekki var hægt annað en kenna í brjósti um hann“, skrifar Jaki emnfremiur. Mun daufgerðari en þau Þor- gerður og Sigvaldi eru aðrir upp vakningar sögunnar, ef undan er skilinn sá, sem mestum tíð- indum sætir: Grettir Ásmundar- son. Við höfuð Grettis ræðir Jaki mikið og tekur ástfóstri við það. Höfðinu segir hann frá guð inium volduga Mammoni, guði vorra tíma, eins og Jaki kemst að orði. Þegar Grettir spyr hvort það goð sé mikið og gott, svarar Jaki: „Þeir sem hann dýrka fóma honum hiklaust slíkri mergð manna, að engin tala getur gefið hugmynd um það, en lifa sjálfir í örmum hans út- tauga’ðir og sálarlausir, svo mik- ill er þessi guð“. Umræður þeiinra Jaka og Grettis eru með því Skemmtilegasta í bókinni, eins og til dæmis þegar Grettir fær að vita um Gretti&sögu, sem hann kallar „munkasamsetnimg". Kostuleg er hin ítarlega frá- sögn af því þegar hinir fram- liðnu baða sig í nýtískulegri „sundlhöH“ Ja*ka; sú mynd, sem þar er dregin upp, er bæði full af viðbjóði og þrungin holdleg- um kenndum. Ég efast um að margar hliðstæður þessarar hálf súrrealistís/ku lýsingar séu til í .ísJemskuim bókimenntum; þær skáldsögur seinustu ára, sem ganga lengst í umturmun Venju bundinna h'Ugmynda, eru ekki an.nað en brjóstum.kennanleg af skræmi samanborið við þá kafla í Vikivaka þar sem ímyndunar- afl skáldsins er óháðast epískri sagnahefð. í þessu sambandi er vert að minna á, að í skáldskap Gunnars Gunnarssonar eru marg ir gróteskir staðir; í bókum hans er ekki allt slétt og fellt, vafið helgidýrð, blóðbergsilmandi eða titrandi af ljúfum söngfuglarödd um. Eftir að gestir Jaka Sonarson- ar hafa motið veitinga, byrjar vikivaki. í 'homum ákallar séra Sigvaldi Krist, biður hann um að halda sér frá heimslyst, en Þorgerður húsfreyja lofar folann fagra, gleði lífsins og áhyggju- leysi. Dansinn er rofinn af því, að einn vesalingurinn í hópnum þykist sjá himmastigann, og seg- ir þau völvuorð, sem allir leggja eyrun við. Himnastiginn verður líka það ráð, sem Jaki grípur til eftir að gamanið er farið að grána fyrir alvöru á Fokstöðum, grafbyggj- arnir teknir að gerast helsti ver- aidlegir. Að ráðum Grettis smíð ar hann stiga, sem er fjórtán tugir rima og sjö betur, sam- kvæmt fyrirmælum fjölkynnginn ar. Og að lokum sér Jaki Sonar son gesti sína hverfa í heiðríkj- una á sama hátt og vikivaka- kvæði „klifrar upp á við eftir hrútareipi ríms og viðlags, unz það deyr að lokum út í upphæð- um s’káldskaparins"; og undir stiganum finna vinir hans hann dauðan. Einn þeirra Tryggvi Skess segir: „Það eru margvís- leg öfl til í jörðinni og umhverf- is haina. Víst er um það! En nú hvílist hann samt. . Eða svo von- um vér!“ Á þeim orðuim lýkur Vikivaka. „Ert þú galdramaður?“, spyr Grettir Jaka á einum stað. Jaki skrifar: „Galdramaður, hvað var ég í rauninTii annað! — eða hafði að minnsta kosti ætlað mér að verða; rej'nt að verða! Er ekki skáldskapur galdrar? — og í rauninni öll list? Er hún ekki útúrsnúningur hlutanna; umsnún inguT rangsnúningur? “ Seinna huigleiðir Jaki, að mikið væri til gefadi, að Fokstaðaundrin væru draumur einn, eða skáldsaga, eða einhvers konar bók: „Skáld sagan ætti í því falli að vera samin af Englendingi, sem öllu skipar rétt niðuir, til dæmis ein- hverjum áþekkum þeim Wells eða Huxley. Þá mundu Ihlutimir öðlast merkingu og reglu, sem þeir bera að vísu ekki í sjálfum sér, eru ekki gæddir í raun og veru, að því sem oss er kunn- ugt, að minnsta kosti ekki svo þreifað verði á, en auka manni þægindi og borgaralegt öryggi í bókum. Þá mundu ekki hafa upp risið hér á Fpkstöðum nokkrir niiðurgrafnir menn af tilviljun sinn úr hiverri áttinni, heldur nákvæmlega þesskonar hópur sem skáldsagnahöfundur þarf á að halda til að skapa heim sem er sjáMum sér nógur, þó ímynd- aður sé, og gera má að grund- velli heiimsskoðunar, þó heiima eigi í skýjunuim.“ Og Jaiki held- ur áfram að rökræða um þann efnivið, sem hann hefur kosið sér, eða er að flækjast fyrir honum: „Ef ætti að nota þau sem efni í bók, mundu þau vera lík- ust heiðinni hér umhverfis okk- ur, allslaus og ófrjósöm, aðeins ytra borð lífs sem er í bók- mennvtalegum skilningi einskis- vert og ofaukið, óáþreifanlegt og vandbundið í orð.“ Síðan kem ur hann lesandanum til hjálpar: „Æ, hamingjan gæfi að þau hefðu aldrei vaknað! — og ég svæfi! — eða hefði að minnsta kosti ekki brennt allar brýr að baki mér inimi hiá arninum áðan. . .“ í skýringu segir útgefandi, að hann hafi haft tilhneigingu til að strika út þessar svefndrukknu hugleiðingar Jcika, einkum þær linur þar sem hann brýtur heil- amn um „hvort persónur hans, afsakið: hinir „útvöldu" séu not hæft bókarefni, og nefnir, dálít- ið lausmáll, tvö nöfn, sem gæti- lega hefði verið að minna ekki lesandann á í þessu sambandi“. f sjöunda kafla segir frá því þegar Jaki brennir handrit sín í aminum og höfuð Grettis horf- ir á. Þegar höfuðið spyr hann hverju fórnað sé, svarar Jaki að hann fórni hér „Hinum Ókunna“ lífi sínu. Vera má, að Gunnar Guninars son hefði sleppt svonefndu.m skýr imguim útgefanda, hefði hann samið Vikivaka síðar á ævinni ég tala nú ekki um á tímum þeg- ar til verða bækur á borð við margumrædda skáldsögu Hall- dórs Laxness: Kristnihald und ir Jökli. En skýringarnar og for málirnu falla vel a'ð frásögn- inni, breyta ekki þeirri heildar- mynd, sem fæst að loknum lestri, heldur má sækja þangað leið- beiningar um gerð og vandamál Vikivaka. Ef til vill eykur þessi útúrdúr samt á „rimgulreið" sögunnar. Sumir hafa af einhverj um ástæðum sniðgengið þessa skáldsögu Gunnars, dæmt hana þunga og tormelta, kannski fá- ránlega. Besta ráðið til að „skilja" Vikivaka er að minu áliti að lesa bókina eins og ævin týri. Urnræða hennar orkar svo smám saman á lesandann eins og göfugt en dálítið varasamt vín. Það skiptir ekki máli hvort sagan táknar uppgjör höfundar við liðinn tíma og nýjan, er skýrsla um tengsl hans við þjóð sína, eða lýsir glímu skáldsagna höfundar við persónur sínar, sjálft yrkisefni sitt. Vikivaka nægir það líf, sem fólgið er í sjálfum andblæ hans, vegna þess að sagan er slunginn skáldskap ur, aðdáunarverður leikur skálds Kannski fyrst og fremst leikur, en alvarleg hugvekja undir niðri Skáldskapur og reynd birtast hér sem ósættanleg skaut .Þeg- ar skáldsag'nahöfundurinn fer að lifa með persónum sínum af því- líku miskunnarleysi og Viikivaki er dæmi um, verður það líif ó- bærilegt til lengdar. Þegar hon um tekst að bægja þeim frá sér, senda þær burt upp himnastiga eða eftir einhverjum öðrum leið um, er bæði sögu hans og lífi lokið. Ég nefndi áðan Kristnihald undir Jökli. Þar talar Umbi máli skýrandans, en er gagn- stætt útgefandanum í Vikivaka háður sjálfum atburðum sögunn ar. í raun og veru er meiri skyldleiki milli þessara bóka en virðist í fljótu bragði. Kannski er sá tími að renna upp, sem heimtar bækur í líkingu við Vikivaka. Eitt er víst: hin ævintýralega dulúð Vikivaka mun reynast end ingarbetri en margt af því, sem talið er nýjum íslenskum skáld- sögum helst til gildis. Vikivaka verður sennilega ekki skipað I sveit með meiriháttar skáldverk um Gunnars Gunnarssonar. En þessi kunmáttusamlega „lausn út í bláinn", mun ekki gleymast þeim, sem komast í snertingu við galdur hennar. Jóhann Hjálmarsson. það er stækkað og látið skipta máli; hversdagsleikinn er upp- hafinn. Um vofveiflega hluti og mannlegt ólán er farið mildum höndum og föðurlegum, þó hvergi sé farið á svig við þær st- gildu kröfur, sem sjálfur veru- leikinn gerir til rithöfundar. Á ýmsan hátt má lesa skáld- verk Gunnars Gunnarssonar. Svartfugl má t. d. lesa eins og reyfara, hafi maður gaman af slíku. Fjallkirkjuna má lesa vegna stílsins, þó hann sé að visu ein- ungis einn þáttur af mörgum, sem gerir það rit að meistara- verki. Adventu má lesa eins og Ijóð. Hún er stutt, ekki efnismikil við fyrstu sýn, en leynir á sér og þarfnast varfærni við lesturinn. Og smásögur Gunnars — ef til vill hefur þeim verið gefinn helzti lít- ill gaumur til þessa — en þær standa einnig í breytilegustu lit- brigðum: alvarlegar og dular eða opinskáar og spaugilegar, nema hvort tveggja sé. Vera má, að einhverjum þyki fólkið í Dómsdegi einfaldara en svo, að hafa megi gaman af kjánaskap þess. Og vist hugsar það ekki raunvisindalega í nútíma- skilningi. En margt er skrítið i Harmoníu, segir máltækið. Dæmi eru til, að styrjöldum hafi verið sjálfhætt fyrir þá sök, að sást til halastjörnu, og má þá geta nærri, hvort eitthvað minna gat ekki farið úrskeiðis um leið. Og var þá heldur furða, þó ónota- fiðringur færi um einfeldninga norður á hjara heims andspænis þeim dularfullu ógnum, sem skelfdu til friðar jafnvel voldug- ustu kónga og keisara? Persónumar i skáldverkum Gunriars Gunnarssonar eru að sjálfsögðu fleiri en taldar verði í fljótu bragði. Allt um það er sögu- hetja hans ávallt ein og söm, hvert sem útlit hennar annars er, hverniq sem hún býr, hvar sem hún á heima, hvenær sem hún lifir oq hvenær sem hún deyr: smá frammi fyrir hinu mikla og óræða, en allt um það mikil, ein- læg og sterk í reisn sinni sem manneskja. Haínorbúðii Tryggvagötu Nú bjóðum við borgarinnar ódýrasta fjölskyldu-miðdag. Frítt fyrir börn innan 12 ára alla helgidaga. Seljum út heitan mat, smurt brauð snittur og köld borð. Leigjum sali til alls konar veizluhalda. Takið fjölskylduna út að borða. Gefið konunni fri. Munið það er ódýrara að borða hjá okkur en að matreiða heima. HAFNARBÚÐIR Tryggvagötu — Sími 14182. Erlendur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.