Morgunblaðið - 17.10.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.10.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1968 15 ★ Misheppnaðar Rhodesíu-viðrœður ★ Sovézkir menntamenn einangrazt ★ Hernaðareinrœði eftir daga Maos? Lítil von um samkomulag ALGERT samkomulag náðist ekki í viðræðum Harold Wil- sons, forsætisráðherra Breta og Ian Smiths, forsætisráðherra Rhodesíu í viðræðunum í síð- ustu viku, og litlar horfur eru á því að þessáf viðræður leiði til samkomulags í framtíðinni. Ólíklegt er, að Smith fái ráð- herra sína til þess að fallast á þau lágmarksskilyrði, sem brezka stjórnin setur fyrir við- urkenningu á stjórn hans. Á hinn bóginn virðist enginn vafi leika á því, að fyrir báðum hafi vakað að reyna í einlægni að ná samkomulagi. Ólíklegt er að þeir hafi ákveðið að hefja viðræður sín í milli ef ekki hefði verið einhver von um samkomulag. Rhódesíumálið er Bretum mik ill álitshnekkir, því að allar aðr ar nýlendur þeirra í Afríku hafa samið við þá um sjálfstæði með hagsmuni allra landsmanna fyr- ir augum. Kjarni deilunnar er sá, að Bretar vilja tryggja hags- muni meirihluta afrískra manna en Rhodesíustjórn ekki, og um þetta atriði ríkir djúpur grund vallarágreiningur. Að þessu sinni hefur Wilson ekki lagt meg ináherzlu á kröfu sína um, að afríski meirihlutinn myndi stjórn áður en sjálfstæði landsins verði viðurkennt, en stjórn hans krefst þess, að í löglegri stjórn arskrá verði ákvæði sem geri ráð fyrir þróun í þessa átt, miklu örari þróun en gert var ráð fyrir í síðustu stjórnar- skránni, sem Bretar veittuRhod esíu áður en nýlendan lýsti ein- hliða yfir sjálfstæði, og örari þróun en hvíti minnihlutinn get ur fallizt á. VAXANDI EINANGRUN Hvíti minnihlutinn í Rhódesíu óttast að verði fallizt á það sjón armið að afríski meirihlutinn fái um síðir öll völd í sínar hendur verði framtíð hans stefnt í hættu, Og hefur þessi ótti auk- izt við hina vaxandi spennu, sem gert hefur vart við sig í sambúð kynþáttanna síðan lýst var yfir sjálfstæði nýlendunnar. En þrátt fyrir þetta vill Smith- stjórnin reyna að komast að sam komulagi við brezku stjórnina, bæði vegna þeirra áhrifa sem efnahagslegar refsiaðgerðir hafa haft á efnahag landsins og ekki síður vegna vaxandi einangrun ar landsins. Einu bandamenn Rhódesíumanna eru Portúgalar og Suður-Afríkumenn, sem þeir hafa orðið að setja traust sitt á í síauknum mæli. Ef Rhódesíu- menn láta verða af því áformi sínu að stofna lýðveldi og semja nýja stjórnarskrá, jafngildir það því, að þeir taka upp apart- heid-stefnu, það er sömu stefnu og Suður-Afríkustjórn fylgir í kynþáttamálum. Rhódesíumenn gera sér hins vegar grein fyrir því, að Suður Afríka býr einnig við vaxandi einangrun í heiminum, jafnvel á sviðum íþrótta og menningar- Einnig bendir margt til þess, að Suður-Afríkumenn séu ekki ýkja hrifnir að því að auka á ein- angrun sína með því að taka upp náið samband við Rhódesíu. í>á veldur það jafnt Suður Afríku- mönnum sem Rhódesíumönnum áhyggjum, að margt bendir til þess að skæruhernaður blökku- manna í suðurhluta Afríku sé að færast í aukana. í Rhódesíu munu öfgasinnar í flokki Smiths fagna því, að sam- komulag náðist ekki í Gíbraltar viðræðunum. En hófsamari menn, þeirra á meðal margir kaup- sýslumenn, eru áhyggjufullir Rhódesíumenn eru vonsviknir, en finnst það ekki undarlegt að samkomulag tókst ekki. SVARTSÝNI Bretar voru bjartsýnni á ár- angur áður en viðræðurnar hóf Wilson ust en Rhódesíumenn, en gerðu sér grein fyrir því, að Wilson átti í erfiðleikum með að gera nógu miklar tilslakanir til að brúa bilið. Hins vegar var talið að Wilson hefði varla farið til viðræðna við Smith, ef hann hefði ekki talið einhverjar líkur til þess að þær bæru árangur. Hörðustu andstæðingar Smiths í Bretlandi óttuðust það mest, að Wilson viki frá grundvallar- skilyrðum sínum fyrir því, að hagsmunir afríska meirihlutans yrðu tryggðir. Síðan viðræðurnar fóru út um þúfur virðast Bretar svartsýnir á að samkomulag náist í fram- tíðinni. The Times segir, að ef viðræðurnar leiði ekki til fram- haldsviðræðna er beri meiri ár- angur, muni Bretar bíða mikinn hnekki og verði að heyja kostn- aðarsama efnahagsstyrjöld, sem ekki verði séð fyrir endann á, og aðstaða Smiths í stjórnmálum Rhódesíu geti versnað, þar sem hann hafi vakið reiði hægri- sinnaðra öfgamanna án þess að tryggja sér stuðning frjálslynd- ari manna. Brezk blöð, sem andvíg eru Wilson, vona einnig að samningaumleitunum sé ekki lokið, þótt þau segi, að hann geti sjálfum sér um kennt, ef þær fari út um þúfur. Truflun á almannafriði? RÉTTARHÖLDIN ímálumPa vel Litvinovs og frú Larissa Dan iel í síðustu viku voru hin síð- ustu í röð margra pólitískra rétt arhalda, sem borið hafa vott um vaxandi nýstalínisma í Sovét- ríkjunum á undanförnum árum. En Litvinov og frú Daniel og aðrir sakborningar voru hins vegar ekki ákærð fyrir stjórn- málastarfsemi eins og sakborn- ingar í fyrri réttarhöldum held ur truflun á almannafriði. Truflunin á að hafa átt sér stað þegar sakborningarnir sátu í örfáar mínútur á Rauða torgi í ágúst og héldu á spjöldum, þar sem innrásinni í Tékkósló og Smith: Þeir f jar læg jast stöi vakíu var mótmælt. En sam- kvæmt ritaðri frásögn eins þátt takandans í mótmælaaðgerðunum er birzt hefur í vestrænum blöð um, réðust óeinkennisklæddir lögreglumenn nær samstundis á andmælendurna með barsmíðum og tóku þá fasta. Þessu hefur aldrei verið neitað af opin- berri hálfu, svo að segja má að það hafi verið lögregluþjónar- nir en ekki andmælendurnir sem trufluðu almannafrið. I réttarhöldunum krafðist verj andi sakborninganna þess að lögreglan yrði sótt til saka fyr- ir truflun á almannafriði og all- ir sakborningarnir fimm kváð- ust vera saklausir. Sönnunar- gögn sækjanda virðast ekki hafa verið sannfærandi, þar sem tal- ið var nauðsynlegt að réttar- höldin yrðu lokuð almenningi og vestrænum blaðamönnum og að- eins opin fámennum hópi ætt- ingja hinna ákærðu, en þeim hef ur greinilega verið hótað öllu illu, ef þau segðu eitthvað frá réttarhöldunum. VÍSBENDING UM ÓVISSU Ýmislegt hefur þó kvisazt út um réttarhöldin, sem stóðu í þrjá daga, fyrst og fremst vegna hugrekkis stuðningsmanna sak- borninganna, sem blaðamenn töl uðu við þar sem þeir stóðu fyrir utan dómshúsið meðan réttar- höldin fóru fram. Það var áreið anlega engin tilviljun, að val- inn var réttarsalur, þar sem að- eins eru sæti fyrir 40 áheyr- endur og að fulltrúa samtak- anna Amnesty International, sem gæta hagsmuna pólitískra fanga, sem hafa það eitt til saka unnið að láta skoðun sína í ljósi, án þess að beita ofbeldi, var meinað að fylgjast með réttar- höldunum. Þótt sakborningarnir væru í raun og veru dæmdir fyrir skel egga baráttu gegn lögleysum fyrri réttarhalda auk þátttök- unnar í mótmæalaðgerðunum, eru dómamir ef til vill vísbend- ing um að óvissu gæti í afstöðu sovézkra yfirvalda til þeirra sem dirfast að mótmæla hinni opinberri stefnu. Litvinov var dæmdur í 5 ára útlegð á af- skekktum stað og frú Daniel í 4 ára útlegð, en það er ekki tal- inn eins harður dómur og þriggja ára vinnubúðarvist, sem þau hefðu getað fengið, og tvímæla- laust vægari dómur en sjö ára vinnubúðarvist, sem rithöfund- arnir Galanskov og Sinjavsky afplána nú. Hins vegar eru út- legðardómar e kki óvanalegir, og afplánar skáldið Josef Brod sky fimm ára vinnubúðarvist, sem hann var dæmdur í í fyrra. Líklegt má telja, að útlegðar dómarnir lei*i til harðnandi bar- áttu gegn suvézkum menntamönn um. En um lefð má vænta harðnandi andstöðu þeirra gegn yfirvöldunum, svo að búast má við auknum mótsetningum. Bil- ið milli forustumannanna og menntamanna og annarra, sem standa utan valdaklíkunnar og krefjast breytinga, mun breikka Hverjir ráða í Peking? OPINBERAR frásagnir af há tíðarhöldunum í Peking á 19 ára afmæli kínversku byltingar- innar hafa staðfest að herinn hefur tryggt sér geysimikil völd í Kína. Þessar frásagnir geta einnig gefið nokkra vísbendingu Larissa Daniel: 4 ár uín, hvernig innanlandsástand- inu í Kína og mörgu öðru, sem hefur verið mönnum ráðigáta, er í raun og veru háttað. Nokkrar helztu ráðgáturnar eru þessar: (1) Er menningar- byltingin að fjara út? (2) Hafa æðstu leiðtogarnir gert með sér samkomulag, sem tryggt gæti jafnvægi í stjórnmálum lands- ins? (3) Hvað hefur orðið um .kjarnorkuvopnatilraunir Kín verja síðan þeir náðu furðuskrjót um árangri á þessu sviði um mitt ár í fyrra? Kínverskar blaðagreinar leiða í ljós, að æðstu völdin í land- inu eru í höndum 13 manna klíku og að yfirlýstur arftaki Mao Tse-tungs, Lin Piao land- varnaráðherra, hefur manna mest áhrif á stjórn landsins. En ýmsir ókunnir menn hafa öllum á óvart verið skipaðir í há em- bætti. NÝIF. MENN f frásögnum af hátíðarhöldun um var vikið frá viðtekinni venju þegar skýrt var frá því að í þeim hefði tekið þátt stjórn málanefnd miðstjórnarinnar, sem skýrt var tekið fram að undir- gefin væri æðstu valdaforyst- unni og aðskilin frá henni. Eng inn hinna æðstu valdamanna á sæti í stjórnmálaráðinu, en fyrir daga menningarbyltingarinnar var stjórnmiálaráðið yfirstjórn kommúnistaflokksins og þjóðar- innar og réði öllu. Að minnsta kosti sex þeirra tíu manna, sem skráðir eru full trú^r í stjórnmálaráðinu, hafa verið fordæmdir á fundum rauðra varðliða og kallaðir óvin ir hugsana Maos. Seta þeirra í stjórnmálaráðinu gæti bent til þess, að komizt hafi verið að samkomulagi í æðstu valdafor- ystunni, og að þetta samkomu- lag geti tryggt jafnvægi í stað þess glundroða í flokknum og skrifstofubákni stjórnarinnar, Mao: Hvað tekur vi*V? sem menningarbyltingin hefur haft í för með sér'. Tveir herforingjar, sem nefnd ir eru á þessum lista yfir full- trúa stjórnmálaráðsins, eru við- riðnir kjarnorkuáætlun Kín- verja. Þeir eru Nieh Jung- chen, sem var marskálkur að tign áður en allar gráður í kín- verska hernum voru lagðar nið- ur 1965, og Yeh Chien-ying, sem einnig er fyrrverandi mar- skálkur og auk þess varafor- Framhald á bls. 17 ERLENT YFIRLIT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.