Morgunblaðið - 17.10.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.10.1968, Blaðsíða 10
u 10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1968 Frumvarp í danska þinginu: Hjónaband veröi leyft milli systkina f næstu viku mun danska Þjóðþingið fjalla um eitt sér- stæðasta frumvarp, sem komið hefur til umræðu nokkru sinni í Danmörku. Er hér um að ræða frumvarp til nýrra hjúskaparlaga, sem skóla stjórinn Paul Dam úr Sósíal- istíska þjóðarflokknum hefur samið. Samkvæmt frumvarp- inu skal verða heimilt að landslögum að stofna svokall aðar „stórfjölskyldur", þ.e.a.s. hópa af konum og karlmönn- um, sem af fjárhagsástæðum eða öðrum ástæðum hafa á- kveðið að búa saman. Þar að auki skal hjúskapur milli kyn villtra af báðum kynjum og milli systkina verða heimill. Samkvæmt frumvarpinu geit ur fóík gengið í hjúskap, án þess að það vilji það eigin- lega. Ef fó'lk hefur búið sam- an í þrjú ár, án þess að það hafi verið gefið saman, þá skal annar aðili geta krafizt þess, að sambúðin verði skráð hjá því opinbera með öllum þeim lögfylgjum, sem hjúskap ur hefur í för með sér. Paul Dam segir, að frum- varpið njóti fulls stuðnings Sósíalistíska þjóðarflokksins, þar sem formaður fíokksins, Aksel Larsen og varaformað- urinn, Morten Lange, hafi lýst yfir stuðningi sínum við frumvarpið. Lagafrumvarpið felur í sér, að núverandi lög um hjúskap verði afnumin og í stað þeirra komi lög um þrjár mismunandi tegundir sambúðar: 1. Hjúskapur milli manns og konu, sem bæði hafi án und- antekningar náð 18 ára aldri. Vígslan á að fara fram af full trúa sveitarstjóra eða borgar stjóra að viðstöddum tveim- ur vottum. Síðan er unnt að fá blessum þjóðkirkjunnar á hjónabandinu samkv. reglum hennar, ef hjónin vilja það. 2. Tiílöguna um afnám banns við hjónabandi mi'lli systkina rökstyður höfundur frumvarpsins á þann veg, að núverandi löggjöf sé mjög ó- sveigjanleg og þess vegna sé hún ósanngjörn. Er bent á það einkum, að hálfsystkini, sem ef til vill aldrei hafi hitt hvort annað kunni að breytast sem fullorðið fólk og vilji þá gainga í hjónaband. Þær erfðafræðilegu heiíbrigð islegu mótbárur, sem vera kynnu ti'l staðar gegn slíkum hjónaböndum. telur flutnings maður frumvarpsins, að eigi sér enga stoð vísindalega séð nu. í stað þess komi til sið- ferðilegar efasemdir varðandi sifjaspell. Flutningsmaður frumvarpsins vill meira að segja láta afnema bann við hjúskap milli alsystkina, en það hefði í för með sér breyt- ingar á refsilöggjöfinni einn ig. 3. Loks vill Paul Dam, að „hóphjónabönd“ verði leyfð. í frumvarpinu er „stórfjöl- skyldan“ skilgreind á þann hátt, að jafnvel myndun kvennabúra gætu rúmast inn an hugtaksins „stórfjöl- skyl da“. Brennuvargar kveiktu í stríðsminjasafni London, 14. okt. (AP-NTB). BRENNUVARGAR kveiktu í nótt í Stríðsminjasafni brezka heimsveldisins (Im- perial War Museum) í Lon- don. Brann hvolfþak safn- hússins til ösku, en talið er að ekki hafi orðið miklar skemmdir á safngripum. Fulltrúar frá Scotland Yard hafa í dag leitað í brúnarústun- um, og fundu þar meðal annars brot úr íkveikjusprengju. Telja þeir að tvær benzínsprengjur hafi valdið brunanum. Var ann ari komið fyrir undir hvolfþak- inu, en hinni varpað inn um glugga á fyrstu hæð. Er nú í rann sókn hvort samtök gegn styrj- öldinni í Vietnam séu viðriðin íkveikjuna, en samtök þessi efna til mótmælaaðgerða í Lon- don hinn 27. þessa mánaðar. Hafa samtökin borið úr flugrit íí Londori að undanförnu, þar sem skorað er á þátttakendur í mótmælaaðgerðunum að búa sér til sprengjur og eldsprengjur til að nota í sambandi við mótmæla fundinn. Talsmenn Scotland Yard segja, að þótt verið sé að rannsaka hvort styrjaldarand- stæðingarnir eigi hlut að íkveikj unni, hafi ekkert fundizt, er benti til þess að svo væri. Þrátt fyrir brunann var safn- ið opið almenningi í dag, og sagði talsmaður þess, dr. Christo fer Dowling, að þótt miklar skemmdir hafi orðið í lestrar- herbergis safnsins, hafi innan við 100 bækur orðið fyrir skemmd- um. í safninu eru alls um 90 þús- und bækur og um ein milljón ljósmynda. Var safnið stofnað ár ið 1917 til minningar um konur þær og karla, sem börðust í fyrri heimsstyrjöldinni fyrir ríki brezka heimsveldisins. Var hald- ið áfram gagnasöfnun eftir að síð ari heimsstyrjöldin brauzt út. Guðmundur Jónasson opnar brúna yfir Tungnaá. M.a. sem sjást á myndinni eru: Jóhannes Nordal Birgir ísleifur Gunnarsson, Geir Hailgrímsson og Þorsteinn frá Vatnsleysu. Tungnaárbrú afhent Landsvirkjun VEGAGERÐ RÍKISINS hefur í sumar unnið að byggingu brúar á Tungnaá fyrir Landsvirkjun, og lauk brúarsmíðinni um sl. mánaðamót. Hinn 10. þ.m. afhenti Vega- gerð rikisins Landsvirkjun brúna við stutta athöfn, sem fór fram á staðnum. Meðal viðstaddra voru stjórn Landsvirkjunar og fram- kvæmdastjóri hennar, vegamála- stjóri, oddviti Landmannahrepps og nokkrir starfsmenn Lands- virkjunar, svo og Guðm. Jónas- son örævabílstjóri. Dr. Jóhannes Nordal stjórnarformaður Lands- virkjunar hélt við það tækifæri ræðu, þar sem hann þakkaði vegagerðinni velunnin störf við brúargerðina og lýsti hlutverki brúarinnar. Fól hann síðan Guð- C-flokkur í Há- skóla happdrætti Ríkisstjórnin lagði í vikunni fram á Alþingi frumvairp til breytingar á lögum um stofnun happdrættis fyrir ísland. Er frumva.rpið flutt að ósk háskóla- ráðs og gerir það ráð fyrir, að heimilað verði að gefa út nýjan flokk hlutamiða, C-flokk, sem verði 'hliðstæður þeim tveim f.lokkum, sem nú eru, A-fLokki og B-flokki. í greimargerð frum- varpsins segir m.a. svo: Sú tilhögun að gefa út nýjan flokk hlutamiða, sivo sem gert vair með lögum frá 1963, hefúr gefizt mjög vel. Sparar það mikla vinnu við drátit og hefiur niotið vinsælda hjá viðskipta- mönnum Happdrættisins. Er nú svo komið, að hvergi naerri er hægt að fulinægja eftiirspum eftir hlutamiðum. Ex þessi þreyt ing því jafniframt í þágu við- skiptamaojrra Happdrættdsins. (nundi Jónassyni, sem manna mest I hefur stuðlað að öræfaferðum Is | lendinga, að opna brúna. Brúin er byggð skammt fyrir neðan Sigöldufoss í um 440 m hæð yfir sjó. Á brúarstað fell- ur áin í gljúfri, og er brúar- gólf um 20 m yfir vatnsborði ár- innar. Brúin er 68 m á lengd og 3,2 m á breidd. Framkvæmdir hófust um 20. júlí, og hafa að jafnaði starfað um 25 manns að smíðinni. Verk- stjóri var Hugi Jóhannesson. Verkfræðingar Vegagerðar rík isins hafa hannað brúna og haft á hendi verkfræðilega stjórn við brúargerðina. Kostnaður við brúargerðina er ekki endanlega uppgerður, en á ætlast um 5 millj. krónur. Brúin er gerð í þágu fyrir- hugaðrar miðlunar úr Þórisvatni en slík miðlun er einn liður í stækkun Búrfellsvirkjunar. Jafn framt auðveldar brúin virkjun- arrannsóknir á svæðinu innan við Tungnaá, en í því sambandi má nefna, að Landsvirkjun er nú að ganga frá áætlun um virkjun Tungnaár við Sigöldu. Sinfóníutónleikar Óbreytt bræðslu- síldurverð Á fundi yfirnefndar Verðlags ráðs sjávarútvegsins í gær var ákveðið að lágmarksverð á síld veiddri norðan- og austanlands í bræðslu frá 16. október til 31. desember 1968 skuli vera ó- breytt frá því sem það var í sumar, þ.e. kr. 1.28 hvert kg. Verðákvörun þessi var gerð með samhljóða atkvæðum allra yfirnefndarmanna. í yfirnefndinni áttu sæti: Jónas H. Baralz, oddamaður nefndarinnar, Hermann Lárus- son og Sigurður Jónsson til- nefndir af síldarkaupendum og Guðmundur Jörundsson og Jón Sigurðsson, tilnefndir af síldar- seljendum. SVERRE BRULAND, hinn norski aðalstjórnandi Sinfóníu- hljómsveitarinnar nú fyrri hluta vetrar, virðist taka starf sitt föst um tökum. Það var glæsibragur á flutningi forleiksins eftir Ber- lioz, „Rómverskt karneval", sem var fyrsta verkið á efnis- skrá tónleikanna sl. fimmtudag. En hljómsveitin ætti að venja sig af því að spila sinn eiginn forleik, áður en tónleikar hefj- ast. Sá gnýr, sem sumir hljóð- færaleikaranna gera, meðan hin- ir eru að stilla hljóðfæri sín, er ekki til þess fallinn að setja á- heyrendur í þær réttu andlegu stellingar, allra sízt, þegar þar má greina stef eða stefjabrot úr þeim tónverkum, sem á eftir. eiga að fara. Annar Norðmaður, sem hér var heimamaður um skeið, Olav Kielland, setti um þetta strangar reglur, og mætti landi hans f ara að dæmi hans um það. Ungur norskur fiðluleikari, Arve Tellefsen, fór með einleiks hlutverkið í fiðlukonsertinum eft ir Sibelius og skilaði því af rögg- semi og miklum myndarbrag. Fiðlutónn hans er allmikill, en ekki hlýr eða mjúkur að því skapi, eða svo virtist að minnsta kosti við hljómburðarskilyrðin í samkomuhúsi Háskólans. En það kom ekki verulega að sök í þessu verki, og var konsertinn í heild mjög ánægjulegur á að hlýða. Tækniþrautirnar í upp- hafs- og lokaþætti verksins virt ust vera einleikaranum leikur einn. — Síðast á efnisskránni var sin- fónía nr. 2 eftir franska tón- skáldið Henri Dutilleux (f. 1916) Þetta er eitt af þeim verkum, sem gaman er að hafa heyrt, þótt löngunin til að heyra það aftur ræni mann hvorki matarlyst né svefni. Þó má vera, að það ynni á við nánari kynni. En við fyrstu heyrn virðist það sviplíkt og svo ótal mörg önnur sambærileg verk frá síðustu áratugum: fullt af athyglisverðum smáatriðum, en í heildinni ekki markað svo skýrum línum, að minnisstætt verði. Nokkrir fyrirliðar úr hljóm sveitinni gegndu hér mik- ilsverðu hlutverki sem einskon- ar mótleikarar aðalhljómsveitar innar. Húsbyggjendur Takið ekki óþarfa áhættu. Ef þér eruð að steypa um þessar mundir notið þá SIKA frostvara í steypuna. J. Þorláksson & Norðmann hf. Jón Þórarinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.