Morgunblaðið - 17.10.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.10.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. OKTÓRER 1968 Sá óþekkti kom sá og sigraði og jafnaði ,,ótrúlegt" heimsmet Olympíuleikar eru ævinlega vettvangur hins óvænta bæði til gleði og sorgar. Þó Mexíkóleik- irnir séu aðeins á 4. degi hafa þegar skeð margir slikir atburð- ir. Heimsmethafar komast ekki í aðalkeppni eða geta þar ekkert — og svo er hitt að nær óþekktir menn á íþróttasviðinu magnast til svo stórra afreka að fræg verða í sögu leikanna og íþrótt- anna. Þannig var með Ástralíumann inn Ralph Doubell, sem í fyrri- nótt sigraði í 800 m hlaupinu. Fjrrri leikana var hann svo til óþekktur á alþjóðasviði íþrótta- manna. Fáir veittu honum at- hygM í undanrásum hlaupsins. f unidanúrslitum vakti hann athygli. Hann 'lenti í riðli með Keníamanninum Kiprigut, sem sigurstranglegastur var talinn, og eiginlega erfingi gullsins í þess ari grein eftir bronsverðlaunin á Tokíóleikunum. Kiprigut er kannski ilía við margt, en verst mun honum við að hafa mann á undan sér á hlaupabraut. Og skyndilega kom þessi Doub ell að hlið hans í undanúrslitun- um og þó hann reyndi að hrista hann af sér, tókst það ekki og Doubell vann þennan undanúr- slitariðil. Margir töldu að Kipri- guít hefði ekki tekið á. Kiprigut tók forystuna í úr- slitahlaupinu eins og búist var við 400 m miMitími var 50,9 sek — mjög hratt farið. Á eftir fylgdu hinir í þéttum hóp. Það virtist sem enginn gæti fylgt Kip rigut eftir og bilið milli hans og hinna lengdist heldur. En 150 m. frá marki tók Doubell sprett. Út úr beygjunni kom hann á mikilli ferð og sýnilega í vígahug. Hið 2-3 m bil sem var milM hans og Kipriguts minnkaði fljótt, hann komst að hlið hans og það var eins og baráttan væri tvísýn um stund, en síðan var hlaupið Dou bells og hann vann með greini- legum mun. Óp og fagnaðarlæti fólksins voru eins og hljóðmúr umhverf- is hlauparana. Þetta var óskaplegur sprettur og gneistaði af slíkri ákveðni að fá dæmi eru tií á Olympíuleik- um. Doubell jafnaði heimsmet Ry uns 1:44.3 en hafði bezt náð heima hjá sér fyrir leikana 1:47.2 mín. Hér sjáum við Englendinginn David Hemery, þriðja frá vinstri, fara yfir síðustu grindina í 400 m hlaupinu og síðan átti hann eftir 40 m braut að marki — og Olympíugull — á undraverðu heimsmeti, 48,1. Henninge (2. frá vinstri) varð annar og þriðji John Sherwood Englandi til v. Brezkt gull og brons og ótrúlegt heimsmet sett 400 metra grindahlaupi EINHVER óvæntustu úrslit á OI ympíuleikunum í Mexíkó er síg- ur Bretans Dave Hemory í 400m grindahlaupi, og útfærsla hans á 1 dag verður dagskráin þessi J á Olympíuleikimum: 16.00 200 m hlaup kvenna (undanrásir). 16.30 Langstökk karla (imdankeppni). 800 m. hl. kvenna und- 17.00 20.20 20.00 I DAC 21. 20 22.00 22.20 23.00 23.20 24.00 0.30 anras. 50 km ganga. Þrístökk, úrslit. Sleggjukast, úrslit. 110 m grindahl., úrslit. Hástökk kvenna, úrslit. 400 m hlaup karla (milli riðill). 200 m hlaup kvenna, | undanúrslit. 80 m grindahlaup kvenna, imdanrásir. 110 m grindahlaup, úr- | slit. 5000 m hlaup, úrslit. 400 m hlaup, undanúr- slit. 50 km göngu lýkur. Hér liggur heimsmethafinn á súrefnisgjöf eftir 10 km. hlaupið. Ástralski læknirinn tárfelldi yfir óförum landa síns. Ekkert bar súrefnisskorti hjá Clarke í 5 km. hlaupinu. svo a Clarke skokkaði léttilega í mark Allar helztu kempurnar í úrslitum 5000 metra hlaupsins GULLMAðURINN Naftali Temu og heimsmethafinn Ron Clark hlupu svo að segja samsíða í mark í öðrum riðli undankeppn- innar fyrir 5 þúsund metra hiaupið. Tími Kenyamannsins var þó fjórum sekúndubrotum betri eða 14,20.4 mín. Clark hljóp léttilega í mark, og virtist þun-na loftslagið ekki hafa nein áhrif á hann, en það lék hann mjög grátt í 10 þúsund metrunum — þá hné hann með- vitunidarlaus niður eftir að í markið kom. Eftir 5 þúsund metra hlaupið gekk Clark þegar af leikvelli, og vildi ekkert ræða við fréttamenn. f fyrsta riðli fór Keino með sigur af hólmi, hljóp á 14.28.4 mín., en Túnismaðurinn Gammó- udi og Walde frá Eþíópíu urðu í öðru og þriðja sæti. Beztum tíma í undankeppninni náði Frakkinn ur, en hann hljóp í þriðja riðli. Heimsmet Clarks í þessari grein er 13.16.6 mín., en Olym- píumetið á Kuts frá Sovétríkjun- um — 13.39.6 mín. Virðast litlar líkur á því að þessi met verði slegni nú á Olympíuteikunum. hlaupinu ein hin stórkostlegasta á Olympíuleikunum fyrr og síð- ar. Tími Hemorys er ÓTRÚ- LEGT AFREK, 48.1 sekúnda, þannig að hann bætti gildandi heimsmet um eína sekúndu og ó- staðfest heimsmet Vanderstocks um sjö sekúndubrot. f SKUGGANUM Fyrir hlaupið var Bandaríkja- mönnunum, Vaniderstock og Whit ney, almenrut spáð sigri, enda voru þeir báðir efstir á blaði á afrekaskrá ársins. f undan- keppninni náðu þeir líka beztu tímunum, en Hemory lét lítið á sér bera en gætti þess aðeins að ná öruggum sætum til að komasit í úrslitakeppnina. Og Bretar þótt ust hafa himin höndum tekið, þegar fréttist að báðir hlaupar- ar þeirra í þessari grein Sher- wood og Hemory hafði tekizt að tryggja sér rétt til þátttöku í úrslitahlaupinu. Áðu-r en úrslitakeppnin hófst virtist Sherwood líklegri til að veita Bandaríkjamönnunum keppni, því að hann hafði náð mjög góðum árangri í undan- keppninni. Margir vissu þó, að Hemory gat gert betur, en hann hafði sýnt í undankeppninni, enda þótt engan óraði fyrir að það yrði með þeim hætti er raun varð á. Höfðu margir brezkir í- þróttafréttaritarar talið Hemory helztu gúlilvon lands síns í frjáís íþróttakeppninni, en fleiri töldu þessar vonir þó aðeins ósk- hyggju eina. Þess vegna voru þeir ekki ýkja margir, sem höfðu verulega trú á brezku gulli í þessari grein, þegar hlaup ið hófst. Það var vestur-þýzki Ev- rópumethafinn, Rainer Schu bert, sem tóku forustuna í upp hafi. Hemory var þó brátt kom inn í hóp fremstu manna, og þegar komið var á síðari beygj- una, ték hann gífurleg- an sprett, sem skapaði honum forskot er honum tókst að halda alla leið í mark. Schu- bert hafði ekki þrek til að fylffja Bretanum eftir, en landi hans, Gerhard Hennige tókst betur og kom annar í mark. Hörkukeppni varð um brons- verðlaunin milli Sherwoods og Vanderstock, en á síðustu metr unutn tókst Bretanum að þoka sér fram fyrir Bandaríkja- manninn, og tryggja landi sínu tvenn verðlaun í þessari mjög svo bandarísku keppnisgrein. Og þetta er í fyrsta sin-n í sögu Olympíuleikanna, að Bandaríkjamenn eiga engan hlaupara á verðlaunapalli. Annars má segja, að Hemory hafi komið nokkuð aftan að bandarísku keppinautunum í þessu hlaupi því að hann er af- sprengi bandaríska þjálfunair- kerfisins, og Bretar sjálfir eru fyrstir manna til að viðurkenna þá staðreynd. Hemory hefur að undanförnu stundað nám við Bostonháskóla, þjálfað þar og keppt fyrir skóla sinn. Og kannski er það táknrænt, að í brezku keppendaskránni gefur ha-nn upp hið bandaríska heim- ilisfang sitt. rslit: OL-meist. Dave Hemory (St- Bretl.) 4ÍT1 sek 2. Gerhard Hennige (V-Þýzka landi) 49.0 3. John Sherwood (St-Bretl.) 49.0 G. Vanderstock (USA) 49.0 V. Skomarokov (Sovét) 49.1 Ron Whitney (USA) 49.2 4. 5. 6. Zsivotsky OL-met GYULA Zsivogtsky frá Ungverja landi og heimsmethafi í sleggju- \kasti, setti í gær nýtt Olympíu- met í undankeppni sleggjukasts- ins, kastaði 72.60 m í sínu fyrsta kasti. Fyrra metið ártti Rússinn Klim 69.74 m. sett í Tokyo 1964. heimsmet Zsivotsky í sleggju- kasti er 73.76. Helzti keppinaut- ur Ungverjans, Romuld Klim frá Sovétríkjunum og OL-mesitari 1964, komst eiinnig í aðalkeppn- ina með 66.62 m kasti. Knottspyrno ó OL ÚRSLIT í knattspyrnuleikjum á Olympíuleikunum í gær urðu þessi: Frakkland — Mexíkó 4—1 Guina — Kólombía 3—2 Ungverjaland — Ghana 2—2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.