Morgunblaðið - 09.02.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.02.1966, Blaðsíða 16
16 MORG UNB LAÐIÐ Miðvikudagur 9. febrúar 1966 mundur Sigurösson, Árni ísleifs son, Bjarni Guðmundsson og Ben edikt Árnason. Höfundar revíunnar koma fram Hlé á sýningum I mánuð HÖFUNDAR revíunnar Kleppur- hraðferð, sem sýnd hefur verið í Sigtúni að undanförnu, eru nú komnir fram í dagsljósið. En það eru þeir Bjarni Guðmunds- son og Guðmundur Sigurðsson, sem sömdu textann, og Árni ís- leifsson, sem gerði öll lögin nema eitt, „það bezta“ sem er eftir Bjarna Guðmundsson, eins og sá siðastnefndi komst að orði, er þeir félagar skýrðu fréttamönn- um frá þessu. Um leið kom leik- stjórinn fram á sjónarsviðið, Benedikt Árnason. Tilefni blaðamannafundar með fréttamönnum, var annars að skýra frá vandræðum revíu- manna. Revían hefur gengið vel, en nú er svo komið að Sigtún er upptekið fyrir árshátíðir og héraðsmót seinni hluta vikunnar fram í marz og revían fær ekki inni. >ví hefur verið brugðið á það ráð, að hætta nú í mánuð, nema hvað e.t.v. verða nokkrar sýningar utan Reykjavíkur, sú næsta fyrirhuguð í Hafnarfirði næstkomandi miðvikudag. Eftir mánuð verða svo sýningar aftur upp teknar í Sigtúni, en á meðan lesnar prófarkir Og aukið og endurbætt — einum vagni bætt á leiðina eins og þeir Bjarni og Guðmundur orðuðu það. Revían hefur nú verið sýnd 13 sinnum, ýmist fyrir opnu húsi eða á skemmtunum félaga og aðsókn verið góð. Höfundar textans hafa í 20—30 ár verið viðriðnir revíusamningu. Bjarni byrjaði með Fornum dyggðum 1938. Guðmundur var í nokkur ár samstarfsmaður Har- aldar A. Sigurðssonar við samn- ingu revía í Sjálfstæðishúsinu. Þessi revía er sú fyrsta, sem þeir hafa samið við alíslenzka tóniíst, sem Árni ísleifsson hefur að mestu gert. Úlafur Þ. Jónsson IVfinning ÓLÁFUR var fæddur að Ósi í Arnarfirði 5. okt. 18Q9. Foreidrar hans voru þau Björnfríður ijós- móðir Benjamínsdóttir og Jón bóndi Guðmundsson. Ólafur las utanskóla og tók stúdentspróf í Kaupmannahöfn í júní 1928. Áður hafði hann numið sjúkranudd og stundaði þá grein við Skodsborg Sanatori- um á árunum 1921 til 1929. Fyrst las Ólafur læknisfræði við Kaup- mannahafnarháskóla og síðan við Háskóla íslands og lauk þaðan prófi með • 1. einkunn 20. júni 1936. Settur var hann héraðs- læknir í Reykjafjarðarhéraði 1. júií 1986, skipaður héraðslæknir í Bildudalslæknishéráði 15. maí 1939. síðan í Stykkishólmslæknis- héraði 1948 — og gegndi hann því embætti til 1961, að honum var veitt Álafosslæknishérað — sem hann gegndi meðan starfs- kraftar leyfðu, en Ólafur and- I aðist 2. desember sl. eftir rúma fjögra mánaða erfiða sjúkdóms- legu á Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík. Það tímabil, sem Ól- afur var héraðslæknir í Stykkis- hólmi, var hann jafnframt spít- aiaiæknir við St. Fransiscus- sjúkrahúsið. Ólafur kvæntist eftirlifandi konu sinni, Ástu Guðmundsdótt- ur læknis Péturssonar á Eski- firði, 1. sept. 1934. Börn þeirra eru þessi: Steinunn, gift Þorleifi Einarssyni jarðfræðingi, Bjöm kennari, kvæntur Sigrúnu Pét- ursdóttur, Bergljót, gift Birni Péturssyni kennara, Baldur gjald keri, kvæntur Maríu Frímanns- dóttur, Ragnheiður, gift Sölva Pálssyni, Jón, en heitmy hans er Ingibjörg Guðmundsdóttir — og Sverrir, sem dvelur hjá móð- ur sinni. Mikið yndi hafði Óiafur af söng og hljóðfæraslætti — og einnig var hann mikiil iistunn- andi. Hann var stjórnandi kórs Stykkishóilmskirkju um árabil. Heimili þeirra hjóna veitti mikla rausn þau 13 ár, sem þau dvöldu í Stykkishólmi, enda eignuðust þau þar marga vini. Á gleðistund um var Ólafur hrókur alls fagn- aðar. Óiafur var skyldurækinn iækn- ir, enda naut hann vinsælda og trausts hjá öllum, sem honum kynntust. Hann réði yfir miklum hæfileikum sem læknir — og er ekki ofmælt, að persónutöfrar hans höfðu í ríkum mæli bæt- andi áhrif á heilsufar sjúklinga hans. Á Bíldudal gegndi ólafur ýms- um opinberum störfum, auk læknisþjónustunnar. Hann var oddviti hreppsnefndar, formaður stjórnar hraðfrystihúss hreppsins Og form, skipulagsnefndar Bíldu- dalskauptúns. Hann átti og sæti í skattnefnd og sáttanefnd. Eftir að hann flutti til Stykkishólms gegndi hann þar ýmsum opin- berum störfum, þar á meðal var hann oddviti hreppsnefndar mik- inn hiuta þess tíma, sem hann dvaldi þar. Við hjónin vottum eiginkonu Óiafs. börnum þeirra og öðrum ástvinum innilega samúð. Bless- uð sé minning hans. Siguröur Ágústsson. Ráðskona óskast á gott sveitaheimili í nánd við Reykjavík. Nýtízkuleg þægindi. Sér herbergi. Rafmagnsvél- ar. Hitaveita. Tilboð með nokkrum upplýsingum leggist inn á afgr. Mbl., merkt: f sveit — 8555. Vlst í Bandarákjunum Barngóð stúlka, 21 árs eða eldri, óskast í vist strax, á íslenzkt heimili í Bandaríkjunum. Þarf að kunna einfalda matreiðslu og vera vön hús- verkum. — Svar ásamt mynd og upplýsingum um menntun og fyrri atvinnu sendist afgr. Mbl. merkt: „777 — 8550.“ VIÐHORF þess, sem ritar, hljóta óhjákvæmilega að rnóta efnismeðferð og fram- setningu. Þar sem höfundur þessara orða hneigist einkum til viðhorfs í læknisfræðum, sem nefnist „psycho-soma- tisk læknisfræði“ er rétt að gera nánari grein fyrir, hvað við er átt með þessu útlenzka orði. Það er dregið af tveim grískum orðum psyche og soma, sem merkja sál og lík- ami. Sál er sú hugræna starfs eining, er einkennir einstakl- ing. Líkaminn er sá efnis- þáttur, ei einkennir einstakl- inginn. Þessi er læknisfræði- leg merking orðanna, og fell- ur hún nokkurnveginn að al- mennri notkun þeirra hér- lendis, þó að guðfræðileg skil- greining kunni að vera frá- brugðin að einhverju leyti. Psycho-somatisk læknisfræði er þá það viðhorf innan lækn- isfræðinnar, er lítur svo á, að samband sálar og líkama sé svo náið, að þessir þættir séu samvirkir í flestum, ef ekki öllum sjúkdómum, sem mann- inn hrjá, og reyndar sam- verkandi að heilbrigði líka. Þetta á ekkert skylt við sér- trú, heldur er það ákveðið viðhorf, sem beitt er, þegar ástæða þykir til, rétt eins og þegar smalinn prílaði upp á hólinn til að fá betri yfirsýn yfir hjörðina, sem honum bar að gæta. Þegar yfirsýn er fengin, þarf að snúa sér að hverju verkefni sérstaklega, sálariega eða líkamlega eftir ástæðum, nema hvorttveggja sé. Fyrsta ábendingin hljómar svo: Skapvonzka er óholl. Ef þú temur þér hana, verður hún að illum ávana, sem rask- ar jafnvægi þess hluta tauga- kerfis þíns, sem oftast er nefndur ósjálfráða taugakerf- ið, af því að starfsemin er þér ósjálfráð. Ósjálfráða tauga- kerfið starfar í nánum tengsl- um við dulvitund þína, enda spillist hún líka, ef þú sáir í hana sífelldu ógeði og nöldri. Af jafnvægistruflun í ósjálfráða taugakerfinu hljót- ast starfstruflanir í líffærun- um, sem síðan leiða til líkam- legra skemmda, ef ástandið er langvinnt. Þannig geturðu orðið þér úti um taugaveikl- un, gigt, magasár, ristilbólgu og of háan blóðþrýsting, ef þú gáir ekki að þér í tíma. Rétt er þó að geta þess strax, að fleira getur raskað jafn- væginu og orsakað hliðstæðar truflanir. og verður þess síð- ar getið. Skapvonzkan er illur vani og algengur heilsuiþjófur. Auk þess er hún smitandi. Gættu þess vel, að ekki leggi af þér fýlu fyrir vitin á öðru fólki. Skapvondir meim eru skam- haugar mannlífsims. Mundu það. Byrjaðu hvern dag með því að hrista hressilega af þér drungann og þakka þeim, sem þakka ber, fyrir tækifær- ið, sem þér er gefið með því að fá að lifa hér einn daginn enn. Bjóddu svo fólkinu þínu glaðlega góðan daginn og láttu sannast á þér, að skemmtinn maður er vagn á vegi. Physicus. Gar^ar Rafn Gunnarsson Minning F. 1/9 1941 — D. 19/1 1966. FYRIR níu árum kom til mín ungur maður, óharðnaður 15 ára unglingur, sem var að stíga sín fyrstu spor í lífsbaráttunni. Úr glaðlegu andliti hans skein eftirvænting og óvissa, eftir- vænting þess, sem er að leggja upp í ferðalag og óvissan um það, hvert sú leið lægi, sem hann haiði valið sér að ævi- vegi. Garðar Rafn Gunnarsson hét hann, hinn ungi mágur minn, og bað mig að verða leiðsögu- mann sinn og samferðamann á fyrsta áfanga lífsleiðarinnar, er liggja skyldi um Ránarslóð. Glaðvært fas og einlægni hins óreynda unglings batt okkur þegar vináttuböndum, sem styrktust og urðu nánari þegar fram liðu stundir en oftast gerist með tengdum. Hann var námfús og atorku- samur og stundaði sjóinn með mér af kappi en dvaldist þess í milli á heimli mínu. Ég fylgd- ist af ánægju með fiamförum hans og sá hann breytast úr óhörðnuðum unglingi í full- harðan og reyndan sjómann, sem var jafnvígur á alla þætti sjósóknar og eftirsóttur til hinna fjölbreytilegustu starfa. Er leiðir okkar skildu fyrir fjórum árum, blasti lífið við honum, og hann gekk út í það í gleði og tilhlökkun. Hann var sívinnandi, hjálpsemi hans var viðbrugðið, og lagði hann oft nótt með degi við margbreyti- leg störf. Hann tók að sér bú- stjórn í sveit í forföllum, og hvort sem hann var á dekki eða í vél á togara, 1. vélstjóri eða landformaður á bát í beiting- um, lék allt í höndum hans og fylgdi honum birta glaðværðar og góðar minningar. Hann réðst í það að kaupa bát ásamt fleirum og reri á hon- um við aflasæld hvenær, sem færi gafst, og sýndi glögg- skyggni til eftirbreytni. Þannig hafði Garðar Gunnars son ungur að árum búið sig vel til vegferðar á lífsleiðinni þegar ský dró fyrir sólu, og það varð hlutskipti hans að leggja út á hafið mikla aðeins 24 ára gamall. í þá ferð fylgja honum bænir og þakkir fyrir bjartar minn- ingar um góðan dreng, sem svo skamma stund átti þess kost að vera samferðamönnum til gleði og yndisauka. Foreldrum hans og ættingjum votta ég samúð við fráfall hug- fólgins ástvinar Sigfús Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.