Morgunblaðið - 09.02.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.02.1966, Blaðsíða 14
14 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 9. febrúar 196« Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. TRA USTUR EFNAHAGUR rátt fyrir þær miklu verð- hækkanir, sem orðið hafa hér innanlands síðustu ár, er hagur landsins út á við traustur og gjaldeyrisvara- sjóðir hafa farið stöðugt vax- andi. Auðvitað er þetta fyrst og fremst að þakka miklum aflabrögðum og góðæri til lands og sjávar, en staðreynd er þetta engu að síður. Á grundvelli þessarar traustu stöðu út á við hefur reynzt unnt að auka stöðugt frjálsan innflutning og af- nema höft og þvinganir. Frjálsræðið í innflutningnum og mikið vöruframboð hefur verið bezta kjarabót, sem landsmenn hafa fengið. Áður var hér vöruskortur og oft voru fluttar til lands- ins bæði dýrar og lélegar vörur, sem fólk varð að kaupa nauðugt viljugt, en nú er gnægð flestra vöruteg- unda og mikið og gott úrval. Menn voru farnir að trúa því að við íslendingar yrð- um alla tíð að búa við höft og þvinganir, en Viðreisnar- stjórnin hafði djörfung til að snúa við á þeirri óheillabraut, og menn hafa séð hinn mikla árangur. Að vísu er það enn svo að um 14% innflutnings- ins er bundið við jafnvirðis- kaupalöndin, en fregnir hafa nú borizt af því, að kommúnistaríkin sækist ekki lengur eftir vöruskiptavið- skiptum, og má því vænta þess að viðskipti okkar við þau verði einnig frjáls innan tíðar, öllum til hagsbóta. Þannig er nú unnið jafnt og þétt að því að uppræta leifar haftatímabilsins og spilling- una, sem þá þróaðist. Það hef- ur að vísu tekið menn.nokk- urn tíma að átta sig á frjáls- ræðinu, en allt andrúmsloft í viðskiptamálum hefur þó gjör breytzt til hins betra. Á tímum vöruskorts var einnig talið nauðsynlegt að halda uppi víðtækum verð- lagshömlum, og skrifstofu- menn og umboðsmenn flokka ákváðu verðlagið, en ekki markaðurinn og atorka kaup- sýslumanna. Enn eru að vísu við líði algjörlega óraunhæf verðlagsákvæði á sumum svið um, en einnig í því efni hefur mikið breytzt til batnaðar, en þó þarf von bráðar að upp- ræta einnig þessar leifar haftaskipulagsins, sem engum er til hagsbóta til frambúðar. Öflug samkeppni og mikið vöruframboð tryggir bezt hag neytandans, en ekki eitthvert verðlag, sem tilbúið er af kontoristum. Sjálfsagt er að fylgjast með verðlagsþróun og birta upplýsingar um breytingar á verðlagi, en það er ekki sama og að nauðsyn- legt sé að hafa verðlagshöft, sem hindra eðlilega sam- keppni, og þar með hagstæð- ustu viðskiptakjörin, þegar til lengdar lætur. En þótt við búum nú við aukið viðskiptafrelsi og traust an fjárhag út á við, er nauð- synlegt að menn geri sér grein fyrir því, að stórfelldar kaupgjalds- og verðlagshækk- anir mega ekki verða á næst- unni. Meginástæðan til þess að hinar miklu hækkanir, sem orðið hafa á síðustu árum, hafa ekki stefnt fjárhag þjóð- arinnar í voða, eru þær, að mikil aflabrögð voru og hækk andi verðlag á útflutningsaf- urðum okkar. Þetta hagstæða árferði gat staðið undir verð- hækkununum. En menn mega ekki reikna með því að sjávaraflinn aukist stöðugt ár frá ári, og verðlag afurðanna fari hækkandi líkt og verið hefur að undanförnu. Þess vegna er nauðsynlegt að stemma stigu við kaupgjalds- og verðlagshækkunum. Ekkert glapræði væri verra í efnahagsmálum en kollvarpa þeim mikla árangri, sem náðst hefur, þannig að á ný verði horfið til hafta og þvingana. Þá mundi hagvöxtur þjóðar- innar minnka og afkoma al- mennings versna. AÐGERÐIRNAR í EFNAHAGS- MÁLUM J vaxandi og blómlegu þjóð- félagi hljóta stöðugar breyt ingar að verða í efnahags- og viðskiptamálum. Þar getur ekki orðið um neina stöðnun að ræða, enda er það mál hag- fræðinga, að glíma við hin dag legu vandamál í efnahagslíf- inu eigi að forða því, að til meiriháttar vandræða komi eða kreppuástands. Nú um áramótin voru vext- ir nokkuð hækkaðir, og ráð- stafanir gerðar til aukinnar sparifjárbindinga til að koma í veg fyrir óhóflega þenslu, sem illviðráðanleg hefði getað orðið. Jafnfíamt var tilkynnt að nokkrar tollalækkanir væru fyrirhugaðar, og fyrir skömmu var innflutnings- frelsi aukið enn, eins og menn vita. Efnahags- og framfara- stofnunin í París, sem íslend- ingar eru aðilar að, gefur ár- lega út skýrslur um þróun efnahagsmála í aðildarríkjun- um, og bendir á það sem af- laga fer, og jafnframt á úr- UM hálftíuleytið á hverj- um morgni fer 33 ára gam- all V-Þjóðverji, Gunther S. (eftirnafninu er haldið leyndu), til vinnu. Gunther, sem býr í litlu fjallaþorpi í Sauerland, stundar þó ekki venjuleg störf. Á því leikur ekki vafi, að enginn annar V- Þjóðverji stundar sömu vinnu. Gúnther tæmir spilavél- ar. Hann stingur 10 pfenn- inga pening í þær, tekur í Flestlr tapa. Lifir á fjárhættuspili og greiðir enga skatta V-Þjóðverji hefur sérstaka hæfileika, sem gerir honum kleift að vinna i sífellu í spilavélum handfangið og vinnur sex- tíu, áttatíu eða hundrað pfenninga. Þannig heldur hann áfram, unz hann hef- ur tæmt vélina, eða eig- andinn tekur hana úr sam- bandi. Venjulegt fólk nefnir þessa atvinnu fjárhættu- spil, en Gúnther er á ann- arri skoðun, því að hann og fjölskylda hans hafa ekki haft aðrar tekjur undan- farin 15 ár. Fyrir nokkrum árum gengu ýmsar sögusagnir um fólk, sem iþóttist hafa „lært“ á á- kveðnar tegundir spilavéla. Margir gáfu sig fram við framleiðendur þeirra, og kröfðust peninga fyrir að hætta spilamennskunni. Fram leiðendur hafa þó raunveru- lega aldrei haft miklar á- hyggjur af slíku fólki, því að flest var ekki eins leikið, og það þóttist vera. Þá er sífellt verið að þreyta spilavélum, nýjar gerðir koma á markað- inn og „sérfræðingarnir" mega sín einskis. Framleiðendur vita hins vegar lítið eða ekkert um Gúnther. Hann beitir ekki venjulegum „brögðum". Hann hagnýtir sér aðeins sérstakan, meðfæddan hæfiléika. Af eðli- ræði, sem til bóta gætu orðið. í ársskýrslunni um ísland, sem nýlega hefur verið birt, kemur fram, að sérfræðingar stofnunarinnar eru á sama máli og íslenzk stjórnarvöld um nauðsyn þess að halda verðbólgu í skefjum og um þau úrræði, sem í því efni séu helzt til bóta. legum ástæðum er hann fá- máll um leikni sína. Gunther sér greinilega töl- ur á skífum, sem snúast með allmiklum hraða. Hann komst að raun um þennan hæfileika fyrir 15 árum. Hann getur m.a. greinilega séð loftventil á bíldekki, er það snýst. Hann sér tölurnar á spila- vélunum, og stöðvar skífurn- ar á réttu augnabliki. Á 16 ár- um hefur honum tekizt að þjálfa sig svo vel, að gert er ráð fyrir, að hann hafi haft a.m.k. tvær og hálfa millj. ísl. króna í tekjur, og er þó senni- lega of lágt reiknað. Sumir þeirra, sem reka spilahús, þekkja Gúnther, en fæstir amast við honum, því að hann etur og drekkur í veitingasölum þeirra, og skil- ur oftast eitthvað eftir í vél- unum. Þá sjá venjulega aðrir gestir hve vel Gúnther geng- ur, og þeir reyna af kappi að græða eins mikið og hann, en gengur ekki eins vel, og því fyllast vélarnar von bráðar á ný. A ð r i r spilahúsaeigendur reiðast, er þeir sjá til Gúnt- her. Þeir taka vélarnar úr sambandi, eða setja upp skilti um, að vélarnar séu bilaðar. Gúnther verður að vinna a.m.k. 500 ísl. kr. á dag, en þá verður hann að einbeita Þótt hagfræðingar taki ekki endanlegar ákvarðamr í efnahagsmálum heldur stjórn málamennirnir, hlýtur auð- vitað að verða tekið tillit til þess, sem þeir segja, því að þeir byggja bæði á reynslu og víðtæku námi. Auðvitað geta einstök úr- ræði, sem gripið er til, ætíð sér a.m.k. 70 sinnum. Þá verður hann að rabba við gesti, og aka milli spilahús- anna, oft langa leið. Þá verð- ur hann stundum að búa í gistihúsum, ef hann á of langa leið fyrir höndum heim, og langt er liðið á kvöld. Kona hans og sonur, Heinz- Gúnther, búa í nýrri íbúð, og Gúnther ekur um í nýjum bík Þó borgar hann engan tekju- skatt. Yfirvöldin hafa rætt við hann um tekjur hans, en þar eð enginn veit með vissu, hve miklar tekjur hann hefur, verður að fara eftir framtali hans. Mörg tímarit hafa verið á hælunum á Gúnther, Oig boðið honum 20.000 ísl. kr. fyrir við- töl, en hann sinnir ekki slík- um boðum. Þá yrði hann þeg- ar í stað landsfrægur, og yrði að leita sér að annarri vinnu. Heima hefur Gúnther stóra spilajvéi, og þar æfir hann sig ásamt syni sínum, sem senni- lega á einhvern tíma eftir að feta í fótspor föðurins. orkað tvímælis, en í megin- dráttum vita menn nú, hvern- ig á að stjórna efnahagslífinu þannig, að framfarirnar verði sem mestar og lífskjörin sem bezt. Þessa þekkingu höfum við íslendingar eins og aðrir hagnýtt okkur, og þess vegna er nú blómlegt atvinnulíf á íslandi og lífskjörin góð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.