Morgunblaðið - 17.06.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.06.1961, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 17. júní 1961 Skyndibmðkaup Renée Sbann: 6, að hann var kvæntur. En Júlíu hafði hún trúað fyrir þessu þeg- ar frá upphafi. Sandra stóð nú við spegilinn og var að bursta gljásvarta hárið á sér, og er augu þeirra systranna mættust, hugs- aði hún til þess með kvíða, hve mjög hún mundi sjá eftir systur einni. — Hversvegna þurftirðu að vera að giftast manni, sem vinn- ur í útlöndum? sagði hún. — Mér finnst það illa gert af þér. Júlía hló ofurlitið. — Ég veit það. En þar fyrir gat ég ekki farið að sleppa honum. — Nei, vitanlega gaztu það ekki. Sandra sneri sér á skrúfu- stólnum við snyrtiborðið. — Veiztu nokkuð? — Ef bara hann Clive væri frí ©g frjáls.... Hún sneri sér aftur að speglinum. — Það er ekkert sérlega gaman að vera bara „hin konan“. —■- Þú ert vonandi ekki orðin það? f Barátta Markúsar gegn Goody- goo auglýsingunum hefur borið það mikinn árangur að eigandi u sælgætisgerðarinnar, frú Wood- — Nei, en ég gæti verið það. Ég get ekki neitað, að það gæti verið freistandi. Júliu varð illt við. — Það máttu ekki gera, Sandra. Það yrði aldrei annað en ógæfa fyrir þig- Sandra tók ofurlítinn kipp. — Ég veit bara ekki, hvað ég á að gera. Aftur sneri hún sér að Júlíu. — Hvað mundir þú gera ef Robin væri giftur einhverri annarri? Einhverri, sem hann elskaði alls ekki, en þú elskaðir hann afskaplega mikið? Júlía sagðist ekki vita það — hún gæti yfirleitt ekki hugsað sér, að slíkt kæmi til. En svo bætti hún við: — Gæti ekki Clive bara fengið skilnað — án þess þó að þú kæmir þar við sögu — og svo gætuð þið gift ykkur? — Hann ætlar að reyna það, þegar konan hans kemur heim. Hún er búin að vera að heiman næstum heilt ár. Hann.... Sandra þagnaði allt í einu og all, er í alvarlegum fjárhagserf- iðleikum. — . . . og hún er svo yndæl kona! greip höndum fyrir augu og axl- irnar skulfu af ekka. í sama vet- fangi var Júlía komin fram úr rúminu og lagði armana um systur sína. — Gráttu ekki, elsk- an. Það er svo hræðilegt. Ég hafði ekki hugmynd um, að þú tækir þér þetta svona nærri. Sandra reyndi að harka af sér. — Ég get stundum ekki að mér gert. Hún brosti gegn um tárin, og sagði Júlíu að láta þetta ekki á sig fá. — Þetta er sjálfsagt sumpart af því, að þú ert að fara að heiman. Ég hef alltaf haft þig til að tala við. Og ástarævintýrin okkar eru svo hvort öðru ólík. Þú ferð beint í sæluna. Ég skil ekki í að neitt geti brugðizt .... Júlía sagðist vona, að svo yrði ekki. — Nei það getur ekki brugð- izt, hélt Sandra áfram. — Þú ferð á mánudaginn, og tíu dög- um seinna ertu komin í höfn, þar sem Robin bíður eftir þér. Svo verður brúðkaupið haldið og allt í lukkunnar velstandi. Júlía andvarpáði ánægjulega. — Já, svona verður það, sagði hún vonglöð. — Ó, Sandra, ég vildi, að horfurnar væru eins hjá þér. Heldurðu samt að það sé ráðlegt að halda áfram að um- gangast Clive? Ég held þú hafir ekki annað en kvöl og raunir af því. Og... ,ef ég mætti svo segja ... .þá er engin framtíð í því. — Nema maður láti til skarar skríða! Júlía varð óróleg. Sandra mátti eíki gera slíka vitleysu. Þá yrði mamma þeirra alveg frá sér: Mamma þeirra, sem hafði svo strangar hugmyndir um rétt og rangt og mundi alveg sleppa sér ef hún vissi, að dóttir hennar væri jafnvel ekki nema skotin í giftum húsbónda sínum. — Nei það skaltu aldrei gera, sagði hún, einbeittlega. Sandra leit á hana með á- hyggjusvip. — Nei, líklega geri ég það ekki. Mér þykir fyrir því, að þú skulir ekki vera lengur heima, til þess að telja mér hug- hvarf, ef freistingin ætlar að verða alltof sterk. Hún stóð upp af stólnum, fór úr sloppnum og steig upp í rúmið sem var hinu megin í herberginu, beint á móti Júlíu rúmi. — Góða nótt, elskan. Þú verður að fara að sofa, þú færð víst nóg að snúast næstu tvo dagana, býst ég við, og svo á mánudaginn.... Segðu mér: hlakkarðu óskaplega mikið til að giftast honum Robin? Júlía átti bágt með að ná and- anum Tilhugsunin ein fékk henni ákafs hjartsláttar. — Já, ég er ógurlega spennt. Ég tel klukkutímana. Ef eitthvað kæmi í veginn á síðustu mínútu, hed ég, að ég dæi. Sandra brosti um leið og hún rétti út höndina, til þess að slökkva Ijósið. Já, hvort hún hafði ekki rétt fyrir sér, þegar hún sagði, að ástarævintýrin þeirra systranna væru hvort öðru ólík. Mikið gat hún öfundað Júlíu! Seirina. — Þetta er í fyrsta sinn, sem ég hef ekki getað sofið . . . Eg held ég skreppi út og fái mér — Vertu róleg. Það kemur ekk ert í veginn. Þú ert fædd undir heillastjörnu. Það hefur mér allt- af fundizt. Rétt eins og hitt, að ég sjálf væri fædd undir óheilla- stjömu. Þú ert ein þeirra stúlkna, sem guðirnir eru góðir við. Þeir hafa þegar ákveðið for- löig þín og Öll þín braut verður rósum stráð. Hún andvarpaði of urlítið,, lagðist út af og breiddi of an á sig. Þessvegna var ég að segja þér áðan að þú værir ham- ingjubarn. II. Sandra leit á úrið sitt. — Ég má ekki koma seint heim í kvöld, Clive. Clive lagði höndina á hennar hönd. — Það er nú ekki orðið svo áliðið elskan. — Klukkan er næstum tíu, og það tekur talsverðan tima að komast heim. Clive Brasted leit á hana. — Ég vildi, að þú þyrftir ekki neitt að fara heim. — Já, en það þarf ég bara, svaraði Sandra og kenndi ör- væntingar í málrómnum. — Við skulum ekki vera meira saman ein í kvöld, Clive elskan. Ég þoli það ekki. — Finnst þér kannske varnirn- ar þínar vera að brotna niður? — Ég veit ekki. Nei, kannske ekki það. Nei, áreiðanlega ekki. Ég er bara þreytt og í vondu skapi. Ég vildi óska, að Júlía væri ekki að fara á mánudaginn. — Kannske það fari allt út um þúfur og hún komi bráðlega heim aftur. Sandra leit á hann með móðg- unarsvip. — Þetta er ljótt af þér að segja. Auðvitað fer þetta allt vel, og þau verða afskaplega hamingjusöm. Ég finn það alveg á mér. — O, mér finnst nú hjónabönd geta farið út um þúfur. Sem dæmi má nefna mitt eigið. — Þú hefur bara verið óhepp- inn. — Ætli Margot finnist ekki það sama um sig? Sandra leit á hann, forvitin. — Hvað voruð þið eiginlega lengi hamingjusöm, Clive? spurði hún og furðaði sig um leið á því, að hún skyldi ekki hafa komið með þessa spurningu fyrir löngu. 3|Utvarpiö Laugardagur 17. júní (Þjóðhátíðardagur íslendinga) 8:30 Morgunbæn, fréttir og íslenzk sönglög. 10:10 Veðurfregnir. 10:20 Islenzk kór- og hljómsveitarverk. 12:00 Hádegisútvarp. 13:40 Frá þjóðhátíð í Reykjavík: a) Hátíðin sett (Eiríkur Asgeirs son forstjóri, formaður þjóð- hátíðarnefndar). b) Guðsþjónusta í Dómkirkjunni (Biskup Islands, herra Sigur- björn Einarsson, messar; Dóm kórinn og Arni Jónsson syngja; dr. Páll Isólfsson leik ur á orgel). c) 14:15 Hátíðarathöfn við Aust- völl: — Forseti hæstarétt- ar Gizur Bergsteinsson, leggur blómsveig að fótstalla Jóns Sigurðssonar. — Allir við- staddir syngja þjóðsönginn. Forsætisráðherra, Ölafur Thors, flytur ræðu. — Avarp Fjallkonunnar. — Lúðrasveit- ir leika. d) 15:00 Barnaskemmtun á Arn- arhóli: Dr. Þórir Kr. Þórðar- son prófessor ávarpar börnin. gönguferð! Þér virðist ha|a átt erfiða nótt lögregluþjónn! — Já, ég er þreyttur og svang- ur . . . En þetta sælgæti dugar mér bar til ég kem heim! —- Lúðrasveit drengja leikur. — Leikþáttur eftir Gest Þor- grímsson. — Kristín Anna Þórarinsdóttir syngur vísur úr leikritinu „Dýrin í Bakka- skógi". — Sverrir Guðjóns- son (11 ára) syngur. — Þáttur úr „Skugga-Sveiní“. — Klem- ens Jónsson stjórnar leikþátt um og skemmtuninni í heild. 16:00 Miðdegistónleikar: Islenzk tón- list. — (16:30 Veðurfr.). 17:00 Lýst íþróttakeppni í Reykjavík (Sigurður Sigurðsson). — Tónl. 19:00 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Frá þjóðhátíð i Reykjavík: Kvöld vaka á Arnarhóli: a) Lúðrasveit Reykjavíkur leik- ur. Stjórnandi: Páll Pampichl er Pálsson. b) Geir Hallgrfmsson borgar- stjóri flytur ræðu. c) Karlakór Reykjavíkur syng- ur. Söngstjóri: Sigurður Þórð arson. Einsöngvarar: Guð- mundur Guðjónsson og Guð- mundur Jónsson. Píanóleikari: Fritz Weisshappel. d) Leikþáttur eftir Guðmund Sigurðsson. Leikendur: Er- lingur Gíslason og Knútur Magnússon. e) Operusöngvaramir Sigurveig Hjaltested og Kristinn Halls- son syngja. f) Leikþáttur: „Stefnumót á . Arnarhóli** eftir Ragnar Jó- hannesson. Leikendur: Herdís Þorvaldsdóttir, Valur Gíslason og Steindór Hjörleifsson. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:05 Danslög. 02:00 Dagskrárlok. Sunnudagur 18. júní 8:30 Lífleg morgunmúsík. 9:00 Fréttir. 9:10 Morguntónl. (10:10 Veðurfr.). a) Konsert I G-dúr fyrir fiðlu og strengjasveit eftir Ditters- dorf (Jean Pougnet og Baro* que strengjasveitin í Lundún- um leika; Karl Haas stj.). b) Biblíusöngvar op. 99 eftlr Dvorák (Marta Krásová og Premysl Koci syngja. Við orgelið: Miroslav Kampels- heimer). c) Sinfónía i d-moll eftir César Franc (NBC-sinfóníuhljómsv# leikur; Guido Cantelli stj.), 11:00 Messa í Dómkirkjunni (Prestur: Séra Jón Þorvarðsson. Organ* leikari: Dr. Páll Isólfsson). 12:15 Hádegisútvarp. 14:00 Miðdegistónleikar: a) „Svanasöngur“ eftir Schubert (Bernhard Sönnersted syngur; Folmer Jensen leikur undir). b) Fiðlukonsert í D-dúr op. 77 eftir Brahms (Wolfgang Schneiderhan og Fílharmoníu sveit Berlínar leika; Paul van Kempen stjórnar). 15:30 Sunnudagslögin. (16:30 Veðurfr.) 17:30 Barnatími (Anna Snorradótir); a) Þjóðarleiðtogi Islendinga: Snorri SUgfússon, André* Björnsson og Bjarni Einarsson minnast Jóns Sigurðssonar í stuttu máli. b) Ævintýri af Öla og Stfnu. c) Fimm mínútur með Chopin.* d) Sagan „Stúart litli“; sjöttl lestur. 18:30 Miðaftanstónlelkar: Guy Luypaerts og hljómsveit hans leika lög eftir Irving Berlin. 19:00 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 „A slóðum Jóns Sigurðssonar**: Lúðvík Kristjánsson sagnfræðing ur les úr hinni nýju bók sinni. 20:25 Einsöngur: Franski Ijóðasöngv- arinn Géard Souzay syngur lög eftir Fauré og Ravel; Daltou Baldwin leikur undir á píanó, (Hljóðr. á söngskemmtun i Aust urbæjarbfói 4. maí sl.). 21:00 íslenzk húsmóðir: Dagskrá Kven réttindafélags Islands. Rætt við Halldóru Eggertsdóttur náms- stjóra um störf húsmæðra, Auðt Þorbergsdóttur lögfræðing um • réttarstöðu þeirra, og Svein As- geirsson hagfræðing um hag- skýrslur og framfærslukostnað. Anna Sigurðardóttir og Elín Guð mundsdóttir undirbúa dagskrána. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:05 Danslög. 23:30 Dagskrárlok. Mánudagur 19. júni 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Jón Þorvarðsson. — 8:05 Tónleikar, — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp. (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:0B Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfréttir). 18:30 Lög úr kvikmyndum. 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Um daginn og veginn (Andrés Kristjánsson ritstjóri). 20:20 Einsöngur: Guðmunda Elíasdótt- ir syngur. 20:45 Utvarpssagan: „Vítahringur" eft ir Sigurd Hoel; XII. (Arnheiður Sigurðardóttir). 21:15 Tilkynnt síðar. 22:15 Fréttir og veðurfregnir. 22:25 Búnaðarþáttur: Agnar Guðnason ráðunautur talar um jurtalyf og notkun þeirra. 22:40 Kammertónleikar: Italski kvart- ettinn leikur tvö ítölsk verk: a) „La Tiranna Spagnola'* op. 44 nr. 4 eftir Boccherini. b) Strengjakvartett í g-moll eft- ir Cambini. 23:10 Dagskrárlok. >**/• *‘r * * .'••jr izt Sc rvis • • og þér kaupib Scn/is þi/ottaué/. mm u. Aiásturstræti 14 ?••.:•'Sími 11687 : -v, .•: »’."•.••'•• • ' ■ ■ - Fieírí /j,'° °9 ^ •• siv :— Hvað er klukkan? a r L á ð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.