Morgunblaðið - 17.06.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.06.1961, Blaðsíða 15
f Laugardagur 17. júní 1961 MORGVNBLAÐIÐ 15 — Mörg var hón landans Framh. af bls. 6. því á, að hún ætti beinlínis við skipti við einhvern pappírssölu- mann. En mest liggur mér þó á að fá þetta fyrst fyrir sjálfan mig, því að prentsmiðjan fær pappírinn líka gróflega fram. Ég vona svo góðs til yðar, að þér gjörið svo vel og gjörið hvað þér getið í þessu. Ég skal borga það allt að hausti með ávísunum“. Þorsteinn Kúld ávarpar Jón þannig 4. marz 1845: „Ég veit ekki önnur ráð en að biðja þig útvega mér með 1. tækifæri 1 Vídalínspostillu í góðu bandi, þó ekki gyllta í sniðum. Ég hef verið beðinn um hana af góðum vin. Og hún setti að koma með ltu skipum. Hjálpaðu mér nú með hana upp á einhvern máta. Þótt ég biðji aðra, kemur það ekki fyrr en allt um seinan, en hjá þér er framkvæmdin alltaf söm og jöfn“. ' Naumast mun hafa verið stofnað svo lestrarfélag hér á landi í tíð Jóns, að ekki væri leitað til hans um peningafram- lag eða gjafabækur. Og einnig að þessu leyti virðist hann oft- ast hafa orðið við beiðni manna. Þorvaldur Jónsson læknir á ísa- firði skrifar honum 27. febrúar 1866: „Nokkrir ísfirðingar tóku sig saman í vetur til að stofna lestrarfélag og bókasafn, og er þegar búið að gefa talsvert til þess af bókum, en af því að menn samt óttast, að það ekki geti vel dafnað, nema það njóti góðra manna að fyrir utan sig, þá var mér, sem var valinn forseti félagsins til hausts, falið að leita yðar meðal annarra og biðja yður styrkja félagið með því að gefa því eitthvað sjálfur og með því að vera talsmaður þess við aðra í Kaupmanna- höfn, sem gefið hafa út bækur og kynnu að vilja unna félag- inu nokkurra af þeim“. Magnús Grímsson og Sveinn Skúlason, sem þá eru við nám f Reykjavikurskóla, stíla eftir- farandi bréf til Jóns Sigurðs- sonar og Vilhjálms Finsens 3. mara 1847: „Hið konunglega skólastjórn- arráð hefur gjört oss skólapilt- wm í Reykjavíkurskóla það að ekyldu, að sjá oss sjálfum fyrir bókum, er aðrir hafa hingað til útvegað oss. Þetta viljum vér Iiú gjöra og virðist oss bezt að fá I einu lagi bæði þær bækur, iem lesnar eru í skóla og aðrar, er vér þykjumst þurfa og aðrir hafa beðið oss um, og ætlum vér, að þá munum vér fá meiri afslátt, þegar svo mikið er tekið 1 einu. En allt þetta fer nú í olestri fyrir oss, ef vér njótum ei að góðra manna, sem eru við hendina erlendis og geta samið fyrir vora hönd við bóksal- »na.... Vér treystum því, að þið verð ið við bæn okkar, og þar er líka allt undir komið, því að ennars verðum vér að lesa á lófa vora næstkomandi skóla- ár“. ÞaS kom á Jón að annast þessi bókakaup og ekki aðeins f þetta skipti, sem sjá má af bréfi Magnúsar Grímssonar 3. marí 1848. En ekki var iestrarefnið, sem Jón var beðinn um að útvega eetíð svona mikið. Þuríður Kúld hafði keypt blaðið „Dagmar". Það hafði hún fengið með beztu skilum. En svo hætti það að berast henni, og þá skrifar hún Jóni 9. marz 1876: „Þér getið því nærri, að or- sakalaust muni ég ekki gjöra mig svo djarfa að ónáða yður með bréfi. Líka veit ég þér get- ið nærri, að það muni ekki vera um pólitík, þar er ég ekki inni í .... Ég er hætt að fá blaðið „Dagmar“ .... og datt mér í hug, þar ég sé eftir blaðinu, að leita yðar og vita, hvert þér vilduð vera svo góður að hjálpa mér til að fá það með því að gefa útgefaranum mína Adr., og hann sendi það þá til Finsens (póstmeistara) með hverri ferð, og að borgunin mætti þá ganga gegnum yðar hendur. Þetta er nú einstaklega djarft, ég veit það, en þér hafið fyrir- gefið meira stundum". Seinna vill Þuríður hætta við að kaupa „Dagmar“, en fá þess í stað „Hjemmets Mönster Baz- ar“. Þegar hún hefur kynnzt því blaði um skeið, vill hún skipta og fá „Dagmar“ á nýjan leik“. Og að sjálfsögðu um- gengst Jón þetta allt fyrir frú Kúld. Jón var stundum í útvegun- um fyrir verzlun Ásgeirs Ás- geirssonar á ísafirði. Þegar hann sat á þingi 1867, fékk hann boð frá Ásgeiri um að saltlaust væri vestra, og var hann beðinn um að greiða úr þeim vandræðum hið bráðasta með því að senda salt frá Reykjavík, ef fáanlegt væri, en annars að útvega það frá Dan- mörku. í annan tíma var Ásgeir í önglahraki, og þá skrifaði hann Jóni: „Hér eru menn nú í mesta basli með fisköngla. Ég hafði að sönnu vel eins mikið af þeim og ég var vanur, en Clau- sen hafði ekkert sent af þeim, og mínir önglar eru nærri farn- ir. Þess vegna vil ég biðja yður gjöra svo vel að fara til Gustaf- sens Naalemager í Stóra-Strand- strætinu og biðja hann um 20.000 af No 7 og 10.000 af No 6. En hann þarf að fá að vita það strax og þér fáið bréfið, svo að hann verði búinn með það, áður en það fer aftur. En ef hann skyldi nú ekki geta það á svo stuttum tíma, að þér vilduð þá gjöra svo vel að fara til Möllersenke & Co í Litlu- Kjöbmagergade og biðja þá um það, sem Gustafsen kann að vanta. Ég vona hvor þessara sem er láni mér það, þar til í haust, ef guð lofar mér að koma. Þegar þetta væri fengið, þarf að láta það í dálítinn kassa og senda það til Reykjavíkur með gufuskipinu og þaðan hingað með beztu ferð, sem þér fáið. Þetta er nú skömm, að ég verð að gjöra yður þetta ómak, en ég get ekki vel annað“. — Vorblómasalan Framh. af bls. 3. hafa átt þennan snotra létti vagn og sást fjölskyldan oft aka um í honum. Blómavagn inn þótti setja svip á bæinn þennan hátíðisdag, einkum voru krakkarnir hrifnir og eltu. A myndinni sjást tvær telpur horfa á. E.t.v. þekkir einhver þær. Myndin er tekin í Kirkjustræti framan við Bæjarfhgetagarðinn. Nú er þetta háa grindverk horfið og garðurinn opinn fyrir almenn ing. Þegar Hringkonur hófust þannig handa um að safna fé með merkjasölu árið 1911, var félagið búið að starfa í 5 ár. í fyrstu beindi það kröftum sínum að því að styrkja sæng urkonur, en breytti því fljót- lega yfir í að styrkja berkla- sjúklinga, reisti m,a. Kópa- vogshælið og rak það um tíma, og hætti ekki þeirri starfsemi sinni fyrr en berkla lögin gengu í gildi þá snéri Hringurinn sér að barnaspít- alamálinu. Vorblómin voru ekki aðeins seld þennan eina dag 1911, heldur áfram á iðnsýningunni sem opnuð var 17. júní og stóð allt sumarið. Frú Kristín Jocobson var formaður Hrings ins öll fyrstu árin og ti) dauða dags. — Svipmyndir Framh. af bls. 11. í Norðanfara segir 1867: „Frá byrjun kláðasýkinnar skiptust menn í tvær sveitir, þótt niður- skurðarflokkurinn væri þegar í upphafi miklu mannsterkari. For seta Alþingis 1857 (J. Sig.) tókst með umráði stiftamt- manns þá að vefja þinginu um fingur sér. Stjórnin lét síðan, knúin og besetin af einhverjum illum anda, ginnast til að fram- fylgja lækningunum með ó- heyrðu afli. Stjórnin vildi aú vera viss um sigurinn, tók sér því í hönd „gimstein þjóðarinn- ar“ (J. S.), fékk honum í vas- ann þúsundfalda Júdasarpen- inga, með því að hún var ný- búin að lesa söguna af Hrólfi kraka á dönsku". En eftirmálin urðu stærri, Jón var ekki kjörinn forseti þingsins árið eftir og munaði einu atkvæði. Menn sáu þó síð- ar, að stefna Jóns í máli þessu hafði verið hin rétta og varð málið því síðar til þess að auka mjög róður Jóns og efla traust þjóðarinnar á honum. Sann- mæli var það, sem Hirðir, blað lækningamanna sagði um eina af ræðum Jóns á Alþingi um kláðamálið: „Allt að einu og það er víst, að margt af því, er þessi vor merkismaður hefur ritað um mál vor íslendinga, mun uppi verða, þá er vér sem nú lifum, erum lagðir undir græna torfu, svo ætlum vér og, að ræða hans á Alþingi í sum- ar muni, þá er tímar líða, ljóst bera vitni um það, hversu skarpskyggn hann var“. Sagan hefur sanrtað, að þessi spámannlegu orð Hirðis voru sannmæli. Þakkarávarp þjóðliátíðarinnar 1874 til Jóns Jón forseti gat ekki komið því við að koma út til íslands og sækja þjóðhátíðina 1874. — Helzta hátíð landsmanna var á Þingvöllum 5.—7. ágúst. Þar var kjörin nefnd til þess að semja ávarp, sem Jóni skyldi sent. í nefndinni voru kjörnir Grímur Thomsen, Jón á Gaut- löndum og Eiríkur Magnússon. Ávarp þeirra var samþykkt í einu hljóði og sent Jóni undir- ritað af fundarstjóra og fund- arritara. Þar sem ávarp þetta mun lýsa vel hug landsmanna til Jóns á þessum árum, þykir rétt að birta það orðrétt hér á eftir: „Virðulegi herra! Á þessum hátíðisdegi þjóðar vorrar er það hin ljúfasta skylda, er þessi fundur fær fullnægt, að votta yður í nafni íslands sona og dætra systkina- legar þakkir fyrir hið mikla gagn, er þér hafið unnið landi yðar sem forvörður í frelsisbar- áttu þess, og fyrir hina miklu frægð, er þér hafið unnið því sem þjóðlegur vísindamaður, meðal hins menntaða heims. Elskaði bróðir. Oss hefur verið það sár sökn- uður að sjá yður ekki í hópi vorum á þessum hátíðardegi þjóðar vorrar. En því heldur þykir oss, bræðrum yðar, það þjóðheilög' nauðsyn að minnast þess, að þér hafið barizt í broddi frumherja þessa lands fyrir frelsi þess og frægð. Sókn yðar og vörn hefur náð þeim leikslokum, að vér fáum á þessum degi horft fram á ó- íarnar brautir þjóðlífs vors með v o n í stað ó 11 a. Þol- gæði yðar, fyrirhyggju og staðfesta hefur reist yður þann minnisvarða á hinu heilaga lög- bergi sögudísar þessa „sögu, stáls og söngva lands“, er um aldur og ævi mun uppi vera meðal hinna minnugu systkina yðar og bera blessunarávöxtu í hjörtum hinna frjálsbornu barna ættjarðar yðar. Vér biðjum af heitu bróður- hjarta, að guð megi lengja og farsæla yðar dýra líf og að þessi þjóð megi sem lengst vérða að- njótandi yðar vizkufullu ráða og starfsömu handar“. Merkið er fallið úr hendi foringjans Enn kom Jón út til íslands til Alþingis 1877. Hann var þá farinn maður og hrumur. Hann var kjörinn forseti sameinaðs þings og einnig neðri deildar með öllum greiddum atkvæðum, nema sínu eigin. Þingið vildi sýna foringjanum þessa hinztu sæmd, en engum duldist, að hann var kominn að leiðarlok- um. Hann stýrði þingfundum af sama skörungskapnum, en þó eins og í draumi. Það var sem gamall vani gæfi honum mátt- inn, en aldrei tók hann til máls á þessu þingi. Merkið var að falla úr höndum foringjans. Eftirmaður hans var ótominn. Þá lauk stjórnmálaferli Jóns forseta. Eftir þingslitin héldu Reyk- víkingar Jóni mikla skilnaðar- veizlu. I veizlunni var sem bráði af honum og flutti hann skörulega og innblásna ræðu, fulla af hvatningum til þjóðarinnar. Lagði hann út af orðunum: Það skal fram, sem horfir, meðan rétt horfir. Skömmu síðar sigldi Jón ut- an. Var það í fimmtánda sinn, er hann sigldi af landi brott, í fyrsta sinn til náms, en fjórtán sinnum af Alþingi. í þrítugasta sinn, er hann fór yfir úfnar öld- ur Atlantshafsins þrem árum síðar, var hann liðið lík á heim leið til þess að hvíla í þeirri mold, sem líf hans var helgað. Grelöð, kona Áns rauðfelds, landnámsmanns á Eyri við Arnarfjörð, réði bólfestu hans ,þar, því að hún þóttist finna þar hunangsilm úr grasi. í lok rits síns um Jón Sigurðsson seg- ir Páll Eggert: „Hinni fyrstu húsfreyju á Rafnseyri þótti ilm- ur úr grasi í Rafnseyrarlandi, og réð það byggðum hennar þar. íslendingum mun ætíð bykja ilmur þaðan, meðan þeir minnast Jóns Sigurðssonar". J. R. Þjóðræknisfélag íslendinga Gestamót í Tjarnarcafé sunnudaginn 18. þ.m. hefst kl. 20,30. Vestur-lslendingar þeir, sem hér eru á ferð eru með þessari auglýsingu boðnir á mótið. — Að öðru leyti er öllum heimill aðgangur á meðan húsrúm leyfir. Aðgöngumiðar við innganginn. PRJÖNLES Maður með þekkingu á prjónlesframleiðslu og vanur rekstri prjónavéla óskast til starfa nú þegar eða síðar á árinu. Nýr og góður vélakostur verður fyrir hendi. Einstakt tækifæri fyrir duglegan og áhuga- saman mann. Öruggt, tryggt og vellaunað starf. Þeir, sem vilja sinna þessu og óska frekari upplýs- inga, vinsamlega leggi nöfn og heimilisföng í lokuðu umslagi á auglýsingaskrifstofu blaðsins fyrir 26. júlí n.k. merkt: „1312“. Með allar upplýsingar verður farið sem trúnaðarmál . Trillan er til söiu. Hún er ný, 6 smálestir að stærð. Upplýsingar gefur Jón Björnsson Hólavegi 10 Sauð- árkróki. Afgreiösíustörf Oss vantar duglegan afgreiðslumann yfir sumartímann. Einnig framtíðaratvinna getur komið til greina. Upplýsingar á skrif stofu vorri kl. 5—6 mánudaginn 19. júní. Verzlun O. Ellingsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.