Morgunblaðið - 17.06.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.06.1961, Blaðsíða 6
6 MORCUNfíL4Ð1Ð LaugardagUr 17. Júní 1961 Jóhann Hannesson, prófess- or, varð fúslega við tilmæl- um Velvakanda um að segja sitt álit á ummælum mennta- málaráðherra iSovétríkjanna, sem mjög hafa verið til um- ræðu manna á milli, síðan þau voru eftir henni höfð í viðtali hér í blaðinu: Eru krist indómur og komúnismi sam- rýmanlegar stefnur? VELVAKANDI hefir beðið mig að segja nokkuð um þetta efni með hliðsjón af svari frú Furtsevu mennta- málaráðherra þann 10. þ.m. Svar hennar kom eins greið- lega og erta úr poka. En það hefði getað verið gefið fyrir 20 öldum af einum af for- feðrum Marxismans, ef krist indómurinn hefði þá verið til. Frúin hefur alveg rétt fyrir sér áð mínum dómi, þegar um Marxisma er að ræða. Hann byggir á díalektiskri efnis- hyggju, en henni fylgir hvar- vetna sú trúarsetning að ekk ert sé til nema efni og orka. Allt, sem gerist, telur þessi hyggja vera breytingar og hreyfingar í efninu. Á þetta einnig við sálarlegar, þjóðfé- lagslegar hagfræðilegar breyt ingar, en þser gerast ekki í jöfnum straum, eiris og gert er ráð fyrir í hinni vélrænu efnishyggju, heldur eftir díal ektiskum lögmálum, frum- stæðu, andstæðu og sam- stæðu, stöðugt á ný og á ný. Til hafa verið aðrar gerðir kommúnisma, t.d. í klaustr- unum, þar sem félagsheildin á allt, en einstakar persónur ekki neitt, nema hið himneska föðurland, sem sál þeirra stefnir til. Þ-ar taka menn bók staflega orð Jesú: Safnið yð- ur ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð granda og þjófar brjótast inn og stela en safnið yður fjársjóðum á himni. Þannig er klaustra- kommúnisminn gjörólíkur Marxisma, sem ekki þekkir annað en jarðneska fjársjóðu og jarðlífið eitt. Mesta áhuga mál Marxista er að ná valdi yfir öllum fjársjóðum jarð- arinnar, enda er Das Kapítal — Fjármagnið — heitið á trú arbók þeirra. Samtal frúarinnar og Blaða mannsins var fjörlegt og skemmtilegt og þar kom ýmis legt fram. í hans sporum hefði ég þó lagt enn eina for vitnisspurningu fram fyrir Frúna: Hvað álíta kommún- istar að sálin sé? Þeir eiga að mínum dómi erfiðara með að gera grein fyrir því en nokkru öðru, svo almenning- ur geti skilið hvað þeir eru að fara. II. Að kristindómur og Marx- ismi fái samrýmst, er hug- mynd sem aðeins getur fest rætur, ef málin eru ekki at- huguð. Sálrænt menningarlíf er einnig í augum hins mennt aða Marxisnja efni, eða eins og þeir orða það, endurkast af efninu (reflex) í sjálfu sér og þetta er í sífelldri breyt- ingu. Minnir þetta mjög á kenningu Demókritosar, hins gríska spekings, er var nokkru eldri en Sókrates og lifði hann þó. Hann áleit að enginn Guð væri til, engin sál og enginn til gangur, heldur væri gjörvöll til veran atómur í hreyfingu og væru þær þó innbyrðis ólíkar. Þess vegna verða ekki allir við burðir eins, sem í heiminum gerast, því sanieining og sundrun atómstundanna eru á ýmsa vegu. Marx skrifaði doktorsritgerð um þennan speking og tók hóuns trú. Atómkeimingin var svo nán ar útlistuð af atómistum, en svo nefndust lærisveinar Demókrítosar framan af. Síð ar kom Epikúros til sögunn- ar og heimfærði kenninguna nánar, einkum á sviði siðfræð innar. Er hann einkum frægur fyrir hedónisma, nautna- hyggju sína eða eins og kenn Jóhann Hannesson, prófessor ingin er stundum nefnd, evda imonismus, hamángjuhyggja. Taldi hann að nautnin væri hið æðsta markmið og æðst allra gæða. Lúcretius, sem var samtímamaður CaesarS, var þó öllu skarpskyggnari hugs- uður og atómkenning hans er í raun og veru snildarverk. Hann taldi trúarbrögðin ein- bera blekkingu, áleit að ótt- inn hefði skapað guðina og þess vegna bæri að útrýma trú með „vísindum", mjög líkt og Frú Fursteva taldi að gerast mundi. Þessi kenning er því eldri en kristindómur- inn. — Athyglisvert er að Henri Bergson, einn frægasti heimspekingur 20. aldarinnar, fór þveröfuga leið: Hann taldi að trúarbrögðin væru meðöl gegn ótta o>g vörrr gegn honum og taldi þau nauðsyn- leg mönnunum og æðst allra verðmæta. Lúcretíus var þó ekki jafn sæll í sinni skoðun og Frú Furtseva, því sagan segir að hann hafi verið geð- veikur öðru hvoru, en skrifað heimspekiljóð sín á milli kast anna og að síðustu ráðið sig af dögum. Hin vísindalega atómukenn ing var fram sett af Dalton 1808 og styður ekki éfnishyggj una á sama hátt og hin forna gríska, nema síður sé, enda eru margir nútíma „atómist- ar“ engir efnishyggjumenn, t.d. hvorki Max, Plank né Einstein. Hin díalektiska aðferð er bæði frá Forn-Grikjum og þó einkum Hegel, frægum þýzk- um heimspeking, er Marx lærði mikið af. Hegel taldi reyndar að allt væri andi, alTt væri skynsamlegt ((sbr. Ijóð ið: Þú mikli, eilífi andi, sem í öllu og alls staðar býrð — er mjög minnir á Hegel). Marx sneri þessu við og taldi allt vera efni, en hélt hinni þekk ingarfræðilegu tækni Hegels. Allt, sem gerist, gerist í stig- um, frumsíæðu (these), and stæðu (antithese) og sam- stæðu (synthese) og gildir þetta lögmál í sögunni. Díal- ektiska aðferð má nota þótt menn aðhyllist ekki efnis- hygju — það gera þeir Plató, Hegel, Kierkagaard o.fl. En í Marxismanum eru díalektisk aðferð og efnishyggja tengd- ar þannig saman að úr verður hin sérikennilega lifsskoðun nútíma kommúnisma. Þannig eru hugsunin og sál in taldar vera efni, sem er í umbreytingu og hreyfingu. Og allt, sem af sálrænum rót um er runnið, hlýtur í Marx insmanum að vera sögulegum örlogum háð. Svo er um sið- gæðið, greinarmun góðs og ills, loforð og samninga. Á bak við allt slíkt stendur engin sam- söm sál, heldur aðeins efni, sem er í hreyfingu. Kenning- in um hina „friðsamlegu sam tilveru um langan tíma“ er þannig breytingum háð. í þeirri merkingu, sem vér leggjum í orðin „Friðsamleg" og „um langan tima“ eru þessi hugtök ekki meint í dí- alektiskri efnishyggju. Það leiðir af skilningi kommún- ista á sálinni, breytingunni og efninu. ni. Marx var kunnugur he- breskri og kristinni hugsun. Og margir telja að finna megi hjá Marxistum skoðanir, sögu viðburði og hliðstæður, í röð, sem minni verulega á söguat- riði og kenningar hinnar kristnu hjálpræðissögu. Þeim mætti raða nokkuð á þessa leið: Upprunasyndin svarar til eignaréttarins. Þrældómshúsið í Egipta- landi svarar til kapítalismans. Hinn útvaldi lýður-«svarar til verkalýðsins. Móse svarar til Marx, Lenín til Jósúa. Boðorðin tíu og lögmálið svarar til Das Kapital og Manifesto. Brottförin og ferð um eyði mörkina: Bylting í Rússlandi. Fyrirheitna landið: Rúss- land. Hinn þrjóski lýður, sem jörðin gleypti: Kúlakkarnir, nú allir dauðir. Borgin helga: Moskva Endurlausnarinn: Kommún istaflokkurinn. Júdas: Svikarar heima fyr- ir. Farisear og tollheimtumenn Hin gamla rússneska yfirstétt. Villa Júdaista, Heimagyð- inga: Pasternak. Heiðnar þjóðir: Lönd kapí talista. Guðhræddir heiðingjar: Taglhnýtingar kommúnista víða um lönd. Kristnaðar þjóðir: Fylgiríki kommúnista. Kristniboð: Starf kommún ista í öðrum löndum. Andkristurinn mikli eða Djöfullinn: Ameríka, Banda- ríkin. Villutrúarmenn meðal heið ingja: Tító. Postulaforinginn: Krúsjeff. Hinir síðustu tímar: Samtil veruskeið. Pílagrímar, er ferðast til Borgarinnar helgu: Vestræn- ir fulltrúar ýmissa kommún- istaflokka. Dómsdagur; heimsendir: Endalok samtilveru og alveldi komúnista. Postular, er ferðast um og styrkja söfnuðina; Furtseva, Mikojan o.fl. Þegar samanburður á krist indómi og kommúnisma er gerður eins og hér hefir verið — og margir gera — til þess að leiða í ljós hinn trúarlega blæ, sem á kerfunum er, þá virðist margt „sláandi líkt“. En þegar nánar er að gætt, hverfur líkingin, af því að hún hefir ekkert af hinu eilífa f sér, heldur aðeins ytra borð fyrirbæranna. Kommúnisminn er auður og tómur og dimm- ur„ af því að Guð er ekki f honum með sín eilífu verð- mæti. Þar eru engin fyrirheit frá Guði, engin krossfesting eða upprisa, engin sköpun eða endurlausn í kommúnisman- um, ekkert hjálpræði, ekkert eilíft líf, engin trú, von eða kærleikur, ekkert náðarorð í Marxismanum Sé eitthvað af þessu að finna þrátt fyrir allt hjá einstökum Marxistum, þá er það lán frá kristindómnum. Hins vegar má í honum heyra dóm Guðs lögmáls. Þess vegna getur Guð notað hann sem refsivönd sinn á iðrunar- lausan og „rotinn" kapítal- isma, verkfæri til að skapa eitthvað nýtt, sem engan órar fyrir. En mjúkhent verður sii aðgerð ekki. Henni má e.t.v. líkja við nýja herleiðingu Babylon í hjálpræðissögunni. Vertu svo blessaður og sæll og vel vakandi! Jóhann Hannesson. Mörg var bdn landans í H IN NI stórfróðlegu bók sinni, „Á slóðum Jóns Sig- urðssonar“, sem út kom í vik unni, rekur Lúðvík Krist- jánsson m. a. kvabb íslend- inga á Jóni meðan hann var í Höfn. Er sagt frá ýmsu kátlegu þessu viðvíkjandi í kaflanum „Mörg var bón landans“, sem er tæpar 50 bls. Fer hér á eftir ein af mörgum frásögnum kaflans og ber hún heitið „Pappír, bækur, blöð, önglar og salt“. Sveinn Skúlason ritstjóri Norðra skrifar Jóni 6. febrúar 1857: „Nú hef ég stóra bón til yðar og sem ég bið yður að láta mig sem fyrst vita, hvernig gengur, og hún er þessi: Mig langar mikið til að komast í samband við Dreuzen pappírs- sölumann og fá hjá honum helzt með Bornholmurum eða Helga Johnsen 2 balla af Norðrapapp- ír og hálfan annan af betri pappír.... Kaupmennirnir, sem ] hafa pantað pappír fyrlr prent- smiðjuna snuða hana óguðlega, ' , t-f og ætlaði ég að reyna að koma /Kut., /(*•***». Framh. á bls. 15 , 'i ‘ (Sfmo r,ir?yS y/iZ v&tnyrrrrv rf+viyrrrt £ *' 1 : ./C (Tjbyr. ). ‘■•'1 v i>yi v A). A/* 7/ •,Cr> 00,y fir ^ --- f/ ‘ ’ /IS^. «0/ Qiz&a 3^ ’izf' /L— Þetta er einn af listunum sem Jón Sigurðsson gerSi yfir beiðnir manna og annað kvabb. ' FERDIIMAIMV*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.