Morgunblaðið - 19.08.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.08.1959, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 19. ágúst 1959 m o n c 11 n n i. 4 ð i ð 9 Hlustað á útvarp FÓLK lætur illa yfir útvarps- leikritunum í sumar. Satt er það, að þau hafa verið misjöfn, — þ. e. a. s. þau fáu er eg hef •hlustað á. Þó má segja eitt gott unf’þau, að þau hafa ekki verið neinar langlokur. Eg hef kann- ske sloppið við þau lélegustu. Nú ætla eg að fara að hlusta á leikrit aftur, þegar eg get komið því við, t. d. leikritið eftir Piran- dello, sem ég þá mun geta um í lok þessa þáttur. — Nú langar mig til að geta um tvennt er eg las í blaði og mér fannst eins og neistar í dimmviðrinu. Hauki í Svartárkoti þykir ekki dýrt að leigja hesta sína fyrir 7 krónur um klukkutímann, eða 168 krón- ur um sólarhring. Eg man það, að á unglingsárum minum voru hestar leigðir útlendingum fyrir eina krónu á dag. Þetta er nokk- uð mikil hækkun og ekki furða þótt jafnvel Skotum þyki dýrt. — Þá er annað úr blaði: Eg er alveg sammála Bernharði Stef- ánssyni um að banna ætti bæj- arstjórn Reykjavíkur með lög- um að byggja ráðhúsið úti í tjörninni. Eg held að allir bæj- arbúar nema bæjarstjórnin sé á móti þessari staðsetningu ráð- húss Reykjavíkur. Yið viljum hafa okkar tjörn eins og hún er. Ráðhúsið gæti staðið á svæðinu milli Bröttúgötu og Túngötu, kumbaldarnir sém þar eru ættu allir að hverfa — því fyr þess betra. —• Mánudag 10. þ. m. talaði Ein- ar Ásmundsson hæstaréttarlög- maður um daginn og veginn. — Talaði hann fyrst um æsku landsins og kvað það einkenni allra tíða að æskulýðnum væri hallmæR og eldri kynslóðin kvartaði um að unglingar væru verri en var á þeirra tímum. Sagði ræðumaður að þetta væri óvenjulega áberandi nú á' tím- um. Mér finnst þetta eðlilegt því æskulýður landsins hefur aldrei tekið meiri breytingu á stuttum ' tíma en einmitt nú á síðustu 2—3 áratugum. Eg geri ráð fyrir að unglingar séu ekki verri nú en áður var, þegar eg var ungur, en að einu leyti virðist mér þó um afturför að ræða. Allt fram undir 1930, jafnvel lengur, sá eg aldrei barnungt fólk drukkið á almannafæri en nú er þetta mjög algengt. Á mínum unglingsárum notuðum við ekki tóbak fyrr en um tvítugsaldur, það voru hrein- ar undantekningar ef það kom fyrir. Á þeim árum voru ungl- ingar miklu betur uppfræddir i kristnum fræðum og sóttu vel kirkjur. Hefur það vafalaust haft góð áhrif. Eg veit ekki af hverju það er að kirkjunnar þjónar virð- ast hafa lítil áhrif á æskulýðinn nú, þó geri eg ráð fyrir að skól- arnir eigi höfuðsökina. — Einari Ásmundssyni fannst of mikið talað um afbrot og bresti fólks í blöðum. Eg get vel trúað því, að hann hafi þar rétt fyrir sér. Einnig taldi hann undarlegt hversu lítt yngri kynslóðin berí hönd fyrir höfuð sér í blöðum og í útvarpi. Eitt sinn í vetur kom unga fólkið fram í útvarpi (í þætti Sigurðar Magnússonar). Húðskammaði það okkur eldra fólkið og mætti vel vera að við hefðum gott af því að fá slíkar dembur við og við. — Auðvitað er það svo, að meðal þess er „misjafn sauður í mörgu fé“, en að öllu athugu hygg eg að það sé svipað og var fyrir 50—60 ár- um, þegar ég var barn og ungl- ingur. — Ræðumaður vill fá mikinn straum erlendra ferða- manna hingað. Þar er ég ekki á sama máli. Það má sjálfsagt græða eitthvað af erlendum gjaldeyri á þessu fólki, en leið- inlegt að gera mikinn hluta af íslenzku þjóðinni að skríðandi og bukkandi þjónustuliði erlendra manna. Þannig virðist mér það vera, t. d. í Noregi og víðar þar sem fólkið reynir að græða sem mest á erlendu ferðafólki. Ef til vill fer svo, eins og Einar Ásmundsson sagði, að ekki verð- ur komizt hjá því, að menn ferð- ist hingað og þá ber auðvitað að taka því með gestrisni og án þess að glata nokkru af manndómi og sjálfsvirðingu. — Loks gat E. Á. um skattamálin. Eg er honum al- veg samdóma í því að sú aðferð sem nú er notuð til þess að ná fé af mönnum til ríkis og sveita- félaga er ótæk og þarf að ger- breytast. Niðurjöfnun útsvara, eins og nú er verður alveg að leggja niður og taka upp aðrar aðferðir til tekjuöflunar, sama er að segja um tekjuskattinn til ríkis. ★ Ævar Kvaran talaði í þetta sinn um H. C. Andersen, fræg- asta skáld Dana, fyrr og síðar. Var það listalega fluttur þátttir og hreinasta unun á að hlusta, enda þótt maður vissi talsvert um H. C. Andersen áður og hefði marglesið öll ævintýri hans frá barnæsku fram til gamals ald- urs. Því miður held eg að ungl- ingar þessa tíma kjósi fremur annað til lesturs — ef þeir þá lesa nokkuð, — láti bíóin og hið viðurstyggilega jazz og ameríska dægurlagaglamur duga sem and- lega fæðu. — Um Indíána í Norður-Ameríku og lifnaðarhætti þeirra talaði séra Hákon Loftsson 13. þ. m. Var það fróðlegt eriridi vegna þess, að margir hafa alveg rang- ar hugmyndir um þennan kyn- stofn er eitt sinn var einráður á öllu meginlandi Ameríku. — Og nú er séra Sigurður Einars- son byrjaður að lesa hina löngu og ágætu sögu Garman og Worse eftir Alexander Kielland. Fer hann vel og skörulega af stað. Óskandi væri að hann vandaði þýðingu sögunnar allt til enda og sleppti engu úr. Það eru hrein ustu afglöp og ósæmilegt með öllu þegar þýðendur og upplesar- ar skáldsagna (aðrir en höfund- ar sjálfir) leyfa sér að sleppa köflum úr útvarpssögum. ★ Þá var það leikrit eftir Luigi Pirandello, Fíflið, sem Karl Guð mndsson þýddi og var hann einnig leikstjóri. Lárus Pálsson fór ákaflega vel með sitt hlut verk og aðrir leikarar sæmilega. Sjálft er leikritið vel frambæri- legt en ekki meira. Eg hafði vonazt eftir betra eftir þennan fræga höfund og á sama máli er fólk það er ég hef talað við um leikritið. Sigurður Skúlason magister las ágætlega hina gamalkunnu sögu Islenzkt heljarmenni eftir J. Magnús Bjarnason. Bárður Jakobsson flutti erindi um mála- ferlin gegn Zacco og Vanzetti, sem ekki er óhugsandi að dæmd- ir hafi verið saklausir og teknir af lífi fyrir ránmorð. „Réttar- morð“ eru hryllileg og ætti líf- látshegning hvergi að vera í lög- um. — Þorsteinn Jónsson. Löriíhm sjengiír tregt í Neskaup* stað NESKAUPSTAÐ, 17. ágúst. Hér inni hafa legið um 70 bátar, en í dag hafa þeir verið að tín- azt út. Ægir, sem var staddur á Reyðarfjarðardýpi um kl. 18, sagði þá batnandi veður, en ekki hafði hann orðið var við neina síld. Engin tilkynning hefur bor- izt um veiði hér eystra. Löndun gengur tregt hér í Nes* kaupstað, vegna þess að verk- smiðjan hefur verið að bila. Um 5 þús. mál bíða nú löndunar hér í höfninni. Ingvar E. ísdal — minning HINN 10. þ.m. andaðist Ingvar E. ísdal í Sjúkrahúsi Hvíta- bandsins eftir stutta legu. Hann var fæddur í Dilksnesi í Horna- firði 25. nóv. 1877. Foreldrar hans voru Halldóra Jónsdóttir og Eymundur Jónsson bóndi þar. Er hann var fjögurra ára fór hann í fóstur til hjónanna Hall- dóru Jónsdóttur og Eiríks Guð- mundssonar frænda síns og flutt ist með þeim að Brú á Jökuldal og ólst þar upp til 18 ára ald- urs. En útþráin greip hann; fór hann fyrst til Noregs og vann þar um tíma, en hélt þaðan til Kaup- mannahafnar og hóf nám í hús- gagnasmíði og lauk því 1903. Haraldur Böðvarsson: Heggur sá er hlífa skildi í GREINARSTÚF er ég reit í með því að pína alla útgerðar- Morgunblaðið 11. þ. m. minntist ég lítillega á veldi Síldarverk- smiðja ríkisins og sambúðina við Rauðku, síldarverksmiðju Siglu- fjarðarbæjar ,sem er lítið fyrir- tæki en gott, í samanburði við SR. — Síðan ofannefnd grein birtist hafa þeir atburðir gerzt að SR á Raufarhöfn hafa á ódrengileg- an hátt beitt þá báta er viðskipti hafa haft við Rauðku á Siglu- firði ómannúðlegum refsiaðgerð- um með því að láta nefnda báta algerlega sitja á hakanum með löndun síldar, þangað til allir samningsbátar SR hafa losað sina sild, jafnvel þó að þeir síðustu þeirra hafi komið til hafnar sól- arhringi síðar eða meira. M. a. af þessum sökum hafa bátar er við- skipti hafa haft við Rauðku, ekki árætt að fara til Raufarhafnar til þess að fá losun þar, heldur beðið í óvissu jafnvel í heila viku á Austfjarðarhöfnum eftir löndun þar. Það eru þegar aug- ljós fleiri dæmi þess að ýmsir bátar hafa tapað af talsverðum afla af þessum sökum og er skað- legt og háskalegt að slíkt einræði og yfirgangur skuli eiga sér stað nú á tímum, og það hjá fyrir- tæki ríkisins, sem allir lands- menn eiga saman. Er þetta vegna þess að SR þoli ekki frjálsa samkeppni eða hver er ástæðan? Hvernig færi ef all- ar síldarverksmiðjur austan og norðanlands og Rauðka þar með talin, gerðu' sams konar bind- andi samninga við viðskipta- menn sína og SR gerir? Rauðka hefur engin skilyrði sett sinum mönnum og þeir eru alveg frjáls- ir að því hvar þeir leggja á land sína síld hverju sinni og þurfa þar af leiðandi ekki að óttast refsiaðgerðir af þeim sökum. í þeim óverulegu síldarhrot- um er komu í sumar, urðu bát- arnir stundum að bíða lengri og skemmri tíma til þess að fá los- un á Siglufirði og hefði Rauðka ekki verið starfrækt, mundi ástandið hafa verið mun verra, því hún tók á móti um 50 þús- und málum, en það virðist vera markvisst stefnt að því hjá stjóm SR að ganga að Rauðku dauðri menn og sjómenn á síldarflot- anum til að gera bindandi samn- inga um að leggja enga sild upp hjá henni. Síldarverksmiðjurnar eru ennþá alltof afkastalitlar og megum við ekki við því að missa neina þeirra og sízt af framan- greindum ástæðum. Við feðgarnir, Sturlaugur og ég, gerum út í sumar á síldveið- ar 8 báta eða eiginlega ekki nema 7 báta, því sá síðasti fór svo seint norður að öll veiði var að mestu búin fyrir Norðurlandi, þegar hann kom þangað og aflaði þar aðeins 49 mál og tunnur. Við höfum undanfarin ár skipt aðallega við Rauðku og sömu- leiðis nú í sumar — en til þess að draga úr — ef hægt væri — mesta ofstæki stjórnar SR, þá létum við stærsta bátinn okkar, Böðvar, leggja eingöngu upp hjá SR og hina bátana öðru hvoru bæði á Skagaströnd og Raufar- höfn, en hinir 6 voru að mestu hjá Rauðku. En þrátt fyrir þetta hafa SR beitt refsiaðgerðum eins og að framan getur. Bátur okk- ar, Keilir, kom nýlega til Rauf- arhafnar með afla ásamt ca 15 bátum öðrum og var hann lát- inn vera síðastur í röðinni til losunar og um það bil er hann áéti að byrja losun komu ca 14 bátar á ný og var hann því færð- ur líka aftur fyrir þá alla. Af þessum ástæðum hefur skipstjóri og skipshöfn ekki árætt að koma aftur til Raufarhafnar. Næst komu tveir bátar okkar, Höfrungur og Bjarni Jóhannes- son, til Raufarhafnar og byrjaði þá sama stríðið og sögðu skip- stjórar bátanna okkur að þeir myndu hætta veiðum nema þessu yrði kippt í lag. Hinir bátarnir hafa haldið sig við Austfirði þrátt fyrir mjög tvísýn löndun- arskilyrði þar, vegna framan- greindra ástæðna. Síðan þetta gerðist höfum við feðgarnir reynt allar hugsanlegar leiðir til þess að fá bót á þessu ástandi en án árangurs. Sveinn Bene- diktsson, sem er 'staðsettur á Rnufarhöfn í sumar, hann er stjórnarformaður SR, tjáði okk- ur í símtali að hann mundi geta kippt þessu í lag, ef við vildum senda sér símskeyti þess efnis, að við lofuðum því að selja SR alla bræðslusíld af bátum okk- ar næsta ár. Þetta finnst okkur vera svo ólystugur biti að við höfum ekki treyst okkur til að kyngja honum ennþó. Við höf- um það frá góðum heimildum að bókað sé í fundargerð SR á Siglufirði að kaupa ekki af okk- ar bátum bræðslusíld ósamnings- bundið. Eg get ekki að því gert að mér finnst öll kúgun og yfir- gangur eins og að framan er lýst, eigi ekki við í okkar þjóð- félagi — og hvergi — og geri einnig ráð fyrir að flestir ís- lendingar séu mér þar sammála. Ríkisfyrirtæki eins og SR er byggt upp fyrir þjóðarbúið til þess að taka að sér og þjóna mikilvægu hlutverki, þ. e. að hjálpa landsins börnum til að draga björg í bú — í ríkiskass- ann m. a. — en ekki til að tor- velda það. Ég vil að lokum beina þeim orðum til hins mikla dugnaðar- og atorkumanns, Sveins Bene- diktssonar, formanns stjórnar SR, í allri vinsemd, að hann end- urskoði afstöðu sína í framan- greindu máli og að hann stuðli að farsælli sambúð milli síldar- veksmiðjanna nú og í framtíð- inni, öllum til gagns og bless- unar, því aðalatriðið ætti að vera það, að afkastageta allra síldar- verksmiðja landsins nýttist sem bezt, enda mun það sýna sig þeg- ar verulegt magn síldar fer að berast aftur, eins og í gamla daga, veitir ekki af að svo verði gert. Sótti síðan námskeið í teikning um og rafmagnsfræði, að því loknu réðist hann vélstjóri. á « kip en vélfræði hafði hann lært á þessum árum erlendis. í siglingum var hann 2—3 ár en kom heim og settist að á Seyðisfirði 1906 og kom þar upp trésmíðaverkstæði. Hann kvænt ist 11. jan. 1908 Guðrúnu Krist- jánsdóttur frá Litluströnd við Mývatn en missti hann 1924. Þau eignuðust tvö börn, Rögnu, gifta Árna' J. Sigurðssyni, kaup- manni og Eggert er starfar hjá rafveitumálajitjóra ríkisins» kvæntur Karlottu Jónsdóttur. Árið 1913 var byggð háspennu rafveita á Seyðisfirði, hin fyrsta hér á landi, og réðist Ingvar rafveitustjóri bæjarins til 1917 er hann fluttist til Húsaví'kur til að veita forstöðu kolanámi á Tjörnesi, sem Þorsteinn Jóns- son kaupm. á Seyðisfirði starf. rækti. Þá var verið að byggja rafstöð Reykjavíkur við Elliðaár og var fsdal ráðinn þangað sem vélstjóri, en var fljótlega falið að sjá um nýbyggingu spenni- stöðva og viðhald þeirra. Var við það þar til hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir. Ingvar ís- dal var mikill hagleiksmaður sem hann átti kyn til, mátti segja að allt léki í höndum hans. Áfti hann margt haglega gerðar gripa er hann hafði smíðað eða safnað og var safn hans af ýmsum göml- um gripum hið merkasta. Bóka- maður var hann og átti gott bóka safn. Ingvar fsdal var myndarlegur á velli, marma glaðastur í hópi góðra vina og minnisstæður öll um er kynntust honum. Við vinir hans söknum hans og gleðistund- anna með honum. — H. E. Sverting jakonur fangelsaðar DURBAN 17. ágúst. Reuter. -— Alda andspyrnuhreyfingar svert- ingja gegn hvítum mönnum breið ist nú út um Natal-hérað. Síð- ustu daga hafa verið stöðugar erjur og óeirðir í héraðinu. Lög- reglulið frá öðrum héruðum landsins hefur þyrpzt til Natal og verið stofnaður fjöldi bifhjóla sveita lögreglu, sem þeysa um héraðið og hjálpa til við að bæla niður óeirðir svertingja. Bryn- varðir vagnar hafa einnig verið notaðir í átökum síðustu daga. Hundruð svertingjakvenna hafa verið fangelsaðar, en það eru sérílagi konurnar, sem beita sér fyrir mótspyrnunni. EinbýlishÚ! við Langagerði til sölu. Nánari upplýsingar gefur. 6 3 MÁIJTtTMNGSSKRIFSTOFA Hinars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar Guðmundar Péturssonar. Aðalstræti 6 — Símar: 1-2002, 1-3202, 1-3602

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.