Morgunblaðið - 07.01.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.01.1958, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 7. jafiúar 1958 MORGUNBLAÐIÐ 19 Bretar reyna að draga ur ummœlum Macmillans Bandaríkjastjórn lítt hlynnf griða- sáttmálum austurs og vesturs London, París og Washington, 6. jan. FORMÆLANDI brezka utanríkisráðuneytisins lét svo um mælt í dag, að Macmillan hefði aðeins varpað fram hugmyndinni um griðasáttmála milli austurs og vesturs í ræðu sinni á dögunum. Orð hans hefði ekki átt að skilja svo, að hann hefði borið fram einhverja formlega tillögu um betta efni. Tók formælandinn það fram, að Macmillan hefði lagt áherzlu á, að slíkur samningur yrði einungis hluti af miklu víðtækara samkomulagi. Fréttaritarar segja, að þessi uppástunga hafi haft miklu meiri áhrif á skoðanir manna en búizt hafði verið við í London. Full- víst er talið, að Macmillan hafi ekki gert ráð fyrir að orð hans yrðu tekin jafnbókstaflega og raun ber vitni. Það er sem sé ljóst, að hann hefur ekki ráðfært sig við forystumenn bandalags- ríkja Breta um þetta efni — jafnvel ekki við ráðherra sína. o—O—o Fastaráð Atlantshafsbandalags ins mun koma saman í vikunni og ræða bréf Bulganins, sem hann sendi forsætisráðherrum ýmissa bandalagsríkja í síðasta mánuði. Talið er og, að tekið verði til athugunar efni ræðu þeirrar, er Macmillan flutti. o—O—o Talsmenn frönsku stjórnarinn ar vilja nú ekkert láta uppi um álit sitt á orðum Macmillans. Hefur franska stjórnin beðið brezku stjórnina um nánari skýr- ingu á tillögum Macmillans — og jafnframt er það tilkynnt í París, að franska stjórnin bíði þess að málið verði rætt í Atlants hafsráðinu. Talsmaður utanríkisráðuneytis ins í Washington sagði á fundi með blaðamönnum í dag, að Bandaríkjastjórn hefði ekki beð- ið um neinar frekari skýringar á ræðu Macmillans. Hún teldi ekki að Macmillan mundi bera fram neina tillögu um griðasáttmála austurs og vesturs að svo komnu máli, Talsmaðurinn var inntur eftir hvort framkoma bandarísku stjórnarinnar benti ekki til þess að stjórnmálasamvinna Atlants- hafsbandalagsríkjanna væri enn of laus í reipunum þrátt fyrir nýafstaðinn fund í París. Ekkert svar fékkst við spurningunni. í Washington er talið að Banda- ríkisstjórn sé lítt hrifin af um- mælum Macmillans. Bandaríkin hafi jafnan verið andvíg griða- sáttmála austurs og vesturs. Frið urinn yrði að byggjast á öðru en sáttmála, sem aldrei væri hægt að treysta að haldinn yrði. V-þýzka stjórnin hafði áður látið í ljós ánægju yfir ummæl- um brezka forsætisráðherrans, en annað hljóð mun nú vera komið í strokkinn. Fulltrúi Ráðstjórnarinnar hjá S. Þ. var í dag spurður álits um málið og sagði hann, að Rússar fögnuðu öllu því er leitt gæti til friðvænlegra ástands í heimin- um. JT Agreiningur innon sijórnarihhar Stjórnarkreppu lokið JERÚSALEM 6. jan. — Tilkynnt hefur verið hér að stjórnarkrepp unni í ísrael sé nú lokið. Ben Gurion hefur tekizt að mynda stjórn með þátttöku þeirra fimm sömu flokka og stóðu að fyrri stjórn. Skipun stjórnarinnar er svipuð og áður var og stefnuskrá nær hin sama. Hins vegar er tal- ið, að Ben Gurion komi mun sterkari út úr þessari stjórnar- kreppu en hann hefur nokkru sinni áður verið. LONDON 6. janúar — í fyrra- málið leggur Macmillan upp í sex vikna ferð um nokkur samveldis- löndin — Indland, Pakistan, Ceyl on, Nýja-Sjáland og Ástralíu. í dag gekk hann á fund drottning- ar og kvaddi hana — og í kvöld var mikill straumur gesta á heim ili forsætisráðherrans, því að margir þurftu að kveðja þau hjón. Butler mun gegna forsætis- ráðherraembætti í fjarveru Mac- millans. Þeir sátu sátu báðir í dag ráðuneytisfund, hinn síðasta fyrir brottför Macmillans. Mun Kýpur málið hafa verið ræ'tt þar, en óljósar fregnir herma, að mikill ágreiningur sé nú innan stjórn Sputnik brunninn MOSKVU 6. janúar — Talsmað ur rússnesku vísindaakademíunn ar skýrði svo frá í dag, að rúss- neskir vísindatnenn væru þeirrar skoðunar, að Spútnik 1. hefði brunnið upp í loftlijúpi jarðar Kvað talsmaðurinn nákvæma skýrslu um ferðir hnattarins og endalok hans vera væntanlega innan skamms. arinnar um lausn þess — sérlega eftir að Foot landsstjóri lagði fram tillögur sínar. M.s. Lagarfoss Fer frá Reykjavík föstudaginn 10. þ.m. til: V estmannaeyj a, ísafjarðar, Siglufjarðar, Akureyrar, Húsavíkur. Vörumóttaka á miðvikudag og fimmtudag. -— H.f. Einiskipafélag íslands. ðryggi Bandaríkjanna í hættn segir sérfræðinganefnd Rockefellersfofnunarinnar WA'SHINGTON 6. janúar — Sér- leg nefnd Rockefellerstofnunar- innar, sem skipuð er 30 mönnum .— vísindamönnum og iðnaðar- sérfræðingum — hefur gefið skýrslu um herbúnað og þarfir Bandarík j anna. Segir þar, að forysta Bandaríkjanna á sviði hernaðar og tækni sé nú í mik- illi hættu og geysimikils átaks þörf, ef virðing og heiður " • ---o **V.*Wl*A. Bandaríkj anna eigi að varðveit- ast. Þegar verði að grípa til rót- tækra ráðstafana ef Bandaríkin eigi ekki að dragast aftur úr Ráð — /Jbróttir Framhald af bls. 18. Bristol R 5 — Mansfield 0 Chrystal Pal. 0 — Ipswich 1 Fulham 4 — Yeovil Bown 0 Huddersf. 2 — Charlton 2 Hull City 1 — Barnsley 1 Leyton 1 — Reading 0 Notts C. 2 — Tranmer R. 0 Rottherham 1 — Blackburn 4 Middelsbro 5 — Derby C 0 Sheffield U. 5 — Grimsby, 1 Accrington Stanley 2 _ Bristol C 2 Scunthorpe U. 1 Bradford C. 0 Norwich C. 1 — Darlington 2 Auk þess kemst svo annað hvort York City eða Birming- ham áfram í keppninni en leik þeirra varð að fresta vegna ónot- hæfs vallar í York City, stjórnarríkjunum á hernaðar- sviðinu. Ráðstjórnarríkin nái yf- irburðum eftir tvö ár, ef Banda- ríkjamenn endurskoði ekki áætl- anir sínar og gerbreyti áformum og skipulagningu á sviði hermála þegar í stað. Lagt er til, að 3.000 milljónum dollara verði varið til varnarmálaframkvæmda til viðbótar við fyrri fjárveitingu. Segir og, að öryggi Bandaríkj- anna sé I hættu, ef ekki verði þegar gerðar róttækar ráðstaf- anir í þessum málum. Aðstoðarstúlka á læ'-ningastofu, óskast 1. febr., helzt ekki yngri en þrítug. Eigin handarum- sókn með mynd (sem endur- sendist), ásamt uppl. um menntun, fyrri atvinnu og meðmælum, ef til eru, send- ist Mbl., merkt: „3658“, fyr- ir 12. þ.m. — Unglinga vantar til blaðburðar við Fjólugötu Tómasarhaga iOV0«ttthIllMll Sími 2-24-80 Vinoa Hreingerningar og alls konar viðgerðir. Vanir menn, fljót og góð vinna. — Sími 23039. — ALLI. Frímerki Frímerkjaskipti Skipti á erlendum frímerkjum fyrir íslenzk. — Ed. Peterson 1265 N. Harvard, Los Angeles 29, Calif. — Fasfeignir og leiga Þeir, sem ætla að selja, kaupa, leigja eða taka leigt, leiti alltaf fyrst upplýsinga hjá okkur. Það sparar yður mikla peninga. Upplýsinga- og viðskiptaskrifstofan Laugavegí 15 — sími 10059. Innilega þakka ég öllum þeim nær og fjær, sem glöddu mig með skeytum, gjöfum, viðtölum og heimsóknum á sjötugsafmæli mínu 5. nóvember síðastliðinn. Guð blessi ykkur öll. Æðey, 15. nóvember 1957. Ásgeir Guðinundsson. Eiginmaður minn JÓN GUÐNI JÓNSSON Bolungarvík, andaðist í Landakotsspítala, sunnudaginn 5. janúar. Elísabet Bjarnadóttir. Móðir okkar GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Stykkishólmi, andaðist 5. þ. m. Kveðjuathöfn verður í Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. þ. m. kl. 10,30 f. h. Jarðað verður frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 11. þ. m. Börn hinnar látnu. Jarðarför konunnar minnar og móður okkar INGIBJARGAR HELGADÓTTUR, sem lézt 1. janúar, fer fram frá Fríkirkjunni fimmtudag- inn 9. janúar. Hefst með bæn frá heimili hinnar látnu á Frakkastíg 17, kl. 1.150. Magnús Pálsson og synir. Útför móður okkar og tengdamóður GUÐRÚNAR MAGNÚSDÓTTUR, Tjarnargötu 47, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 8. janúar kl. 2 2 e. h. — Athöfninni verður útvarpað. Guðríður Jónsdóttir, Björn Benediktsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Guðjón Guðjónsson, Arnlieiður Jónsdóttir, Guðjón H. Sæmundsson. Útför móður minnar INGUNNAR JÓNSDÓTTUR THORSTENSEN sem lézt 1. janúar, fer fram frá dómkirkjunni fimmtu- daginn 9. þ. m. kl. 1,30 e. h. Jón R. Thorstensen. Útför DÝRLEIFAR TÓMASDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. jauúar kl. 10,30 f. h. Athöfninni verður útvarpað. Vandamenn. Maðurinn minn og faðir okkar ÓLAFUR ÞORBERGSSON, vélstjóri, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 9. janúar kl. 2 e. h. . Blóm og kransar afbeðið. Anna Pálsdóttir og dætur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður og tengda- föður GUÐJÓNS KR. JÓNSSONAR, Ágústa Jónsdóttir, börn og tengdabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.