Morgunblaðið - 07.01.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.01.1958, Blaðsíða 11
Þriðjudagiir 7 ianúar 1958 MORC V1\RT 4 ÐIÐ 11 Sýningin „Bærinn okkar" er fjallar um skipulagsmál Reykjavikur var opnuð í gær KLUKKAN 3 í gær var opnuS í bogasal Þjóðminjasafsins sýning, sem nefnist Bærinn okkar. l*ar hefur verið komið fyrir uppdrátt- um, líkönum og Ijósmyndum, sem gefa glögga mynd af þróun Keykjavíkur úr litlu verksmiðjuþorpi í nýtízku borg. Einkum er I lögð áherzla á að kynna síðustu áfanga þessarar þróunar og þar með starf skipulagsdeildar Reykjavíkur að undanförnu. Á sýning- unni eru uppdrættir og líkön af þeim hverfum borgarinnar, se?n nú er verið að byggja upp eða byggð verða á næstu árum, svo og af ýmsum stórbyggingum. Mesta athygli vekur geysistórt líkan, iúmir 8 fermetrar, af allri Reykjavík fyrir vestan Elliðaár. Eru þar sýnd hús og götur, sem nú eru og gert er ráð fyrir á skipu- lagsuppdráttum þeim, sem skipulagsdeildin hefur unnið að að und- ar.förnu. — Sýningunni er mjög smekklega fyrir komið af starfs- mönnum skipulagsdeildarinnar. Forstöðumaður hennar, Gunnar óíal'sson, opnaði sýninguna með ræðu. llún verður opin fyrst um sinn kl. 2—10 daglega. Reykjavíkurlíkanið Ofan við dyrnar á bogasalnum í Þjóðminjasafninu stendur nafn sýningarinnar skráð með hvítum árum. Stærst er Háaleitissvæðið, en það er 148 hektarar að stærð. Til samanburðar má geta þess, að allur bærinn innan Hringbraut- Gunnar Ólafsson, skipulagsstjóri, sýnir þeim Herði Bjarna- syni, húsameistara ríkisins, og Gunnari Thoroddsen, borgar- stjóra, Reykjavíkurlíkanið. stöfum: Bærinn okkar. Framan við dyrnar er komið fyrir tveim- ur myndasúlum, á annarri eru ljósmyndir, þar sem sér yfir hin ýmsu hverfi Reykjavíkur, á hinni eru myndir úr skólum, dagheim- ilum og leikvöllum. Þegar inn er komið, verða fyrst fyrir úti á gólfinu nokkur líkön af einstökum húsum, en innar er hið mikla líkan af Reykjavík. Þar eru sýnd hús þau, sem nú eru svo og þær byggingar, sem reisa á eftir þeim skipulagsupp- dráttum, sem hafa verið sam- þykktir. Auk þess hefur við smíði líkansins verið höfð hliðsjón af tveimur uppdráttum, sem langt eru komnir á teikniborðum þeirra, sem vinna í skipulags- deild bæjarins. Annar er af Laug ardalssvæðinu, hinn af svæðinu vestan Kaplaskjólsvegar. Þetta stóra Reykjavíkurlíkan vakti mikla athygli allra þeirra, sem skoðuðu sýninguna, meðan fréttamaður Morgunblaðsins stóð þar við í gær. Hæðir og kvosir í bænum eru allar sýndar, svo og götur, tjarnir og garðar. Yfirlit fæst yfir hæðir húsanna við hverja götu og nákvæm líkön eru aí helztu stórbyggingum. Öll hús eru sýnd, þó að ekki sé tækifæri til að kynna sér öll útskot, svalir og tröppur á þeim! Líkanið er málað i skærum litum og smíði þess og frágangur ellur hinn bezti. Axel Helgason byrjaði á vinnunni við líkanið, en síðan tók Sigmar Kristinsson, módelsmið- ur skipulagsdeildarinnar við og lauk verkinu. Við athugun á þessu mikla likani af Reykjavík vekur það sérstaka athygli, hve stór svæði nafa verið sKÍpulögð nú á síðustu ar að Tjörninni meðtalinni er um 200 hekiarar. Af Háaleitis- svæðinu er sérstakur uppdráttur á einum vegg sýningarsalsins, og þar er einnig sýnt skipulag nokk- urra annarra af þeim hverfum, sem skipulögð hafa verið nýlega. Einstök hverfi og stórbyggingar En þarna í bogasalnum getur að líta fleiri líkön en það, sem nú hefur verið frá sagt. Þarna er sérstakt líkan af Háaleitissvæð- inu, af skipulagi á Klambratúni, af Laugarási, en ákvörðun um staðsetningu háhýsa þar var tek- in ekki alls fyrir löngu, líkan er af staðsetningu sundlauga í Laug ardal og af svæðinu milli Suður- iandsbrautar og Hátúns, en þar verður komið fyrir þremur stór- byggingum. Þá eru líkön af ein- stökum byggingum: Bæjarsjúkra húsmu, Langholtsskóla, Háteigs- kirkju, Langholtskirkju, Kenn- araskólanum, kirkju Óháða safn- aðarins, læknahúsinu, Búnaðar- félagshúsinu og fjölbýlishúsi prentara. Loks eru í einu horni á salnum nokkur líkön af gömlum húsum í Reykjavík. Eru þau gerð af Eggerti Guðmundssyni listmál- ara, og er smíði þeirra einn þátt- urinn í þeirri viðleitni bæjaryfir- valdanna að safna sem gleggst- um heimildum um hina gömlu Reykjavík. Þarna er m.a. líkan af Skólavörðunni, sem nú er löngu horfin, líkan af Hlíðarhúsabæn- um, sem stóð vestarlega við Vest- urgötuna og af ýmsum fleiri hús um. Þróun Reykjavíkur Þetta var um likönin. Ef við lítum nú á veggina verður reynd ar fyrst fyrir enn eitt slíkt. Það er af Reykjavík á tímum innrétt- inga Skúla fógeta og sést þar Að- alstræti þeirra tíma. Þetta likan er á endaveggnum vinstra megin, þegar inn er komið. Þarna eru auk þess uppdrættir og myndir af Reykjavík á ýmsum tímum. Elzti uppdrátturinn er frá 1770. í skýringunum, sem fylgja, er fyrst talað um fálkahúsið og mun sú bygging hafa staðið, þar sem nú er verzlunarhús O. Johnson & Kaaber. Alls eru uppdrættirnir 7, þeirra á meðal er fallegur upp- dráttur frá 1836, sem gerður var af frönskum manni. Þá er þarna sjaldgæfur uppdráttur frá 1903. Líklegt er að fleiri en fréttamað- ur Morgunblaðsins undrist þá geysilegu stækkun Reykjavíkur, sem oi'ðið hefur frá þessum tíma. Á þessum vegg, þar sem sýnd er þróun höfuðstaðarins fram yf- ir síðustu aldamót, er strengdur grófur, dumbrauður dúkur og fyr ir ofan kortin og myndirnar er skrifað með hvítum stöfum: „Reykjavík er að magnast að fólksfjölgun". Þessi orð eru tekin hr bl^ðinu Þjóðólfi árið 1861, en Stóra Reykjavíkurlíkanið er fremst á myndinni. Á veggnum er uppdráttur, sem sýnir stækkun Reykjavíkur á síðustu áratug- um. — (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) .... þá voru íbúar Reykjavíkur 1444. Hafði þeim fjölgað um 300 á 10 árum. Ný byggingarsvæði Á vinstra langvegg salsins eru fyrst uppdrættir af nýjum bygg- ingarsvæðum í Reykjavík. Er þeim komið fyrir á lituðum spjöldum, er standa örlítið út á gólfið. Þarna er fyrst hverfið við Há- logaland, sem nú er verið að byggja. Þar verða 1200 íbúðir fyrir 5400 manns. Næst eru hverfin á Laugarási, þar sem m. a. á að reisa nokkur háhýsi, og við Elliðavog. Þarna verða 500 íbúðir fyrir 2200 mannsl Síðan er Laugarnesið þar sem gert er ráð fyrir 800 íbuð um fyrir 3600 manns og mð mikla svæði á Iláaleiti og ná- grenni. Þar er gert ráð fyrir 3400 íbúðum fyrir 15.000 manns. Loks er nýtt hverfi á Skildinganesi og Melunum. Þar eiga að vera 470 íbúðir fyrir 2100 manns. Öll þessi nýju bæjarhveifi hafa verið skipulögð nú á sl. 4 llluti af Reykjavikurlikaninu: Hofnin og miðhluti borgarinnar. Líkanið er smíðað með hliðsjón af þeim ákvörðunum, sem teknar hafa verið um breytingar á þessum bæjarhverfum og einnig er tekið tillit til nokkurra skipulagstillagna, sem enn hafa ekki verið afgreiddar. Á myndinni sést ráðhúsið við norðurenda Tjarnarinnar, Tjarnarbrúin er horfin og Hallgrímskirkja gnæfir yfir Skóla vö rðuholt. árum. Á þessum tíma hafa veriS skipulögð fleiri íbúðahverfi og auk þess hverfi fyrir ýmsan at- vinnurekstur. Stækkandi borg Ef við höldum nú áfram að skoða það, sem til sýnis er á veggjunum í bogasalnum, sjáum við næst kort af öllu lögsagnar- umdæmi Reykjavíkur, og síðan koma kort og myndir af bæjar- landinu fyrir vestan Elliðaár. A endavegg salsins, andspænis dyrunum, er geysistór uppdrátt- ur, þar sem sýnd er stækkun bæjarins stig af stigi. Er hann í mörgum litum og mjög vel gerð- ur. A hægri hliðarvegg eru síðan 4 skipulagsuppdrættir af svæð- inu innan Hringbrautar. Hinri elzti er frá 1927, hinn síðasti frá 1955. Síðan koma uppdrættir af holræsakerfinu í borginni og at aðalumferðargötunum. Loks eru uppdrættir þeir, sem verðlaun fengu í samkeppni um skipulag Klambratúns, sem nýlega var efnt til, og svo uppdrættir af svæði milli Laugavegs og Hverf- isgötu, sem skipulagsdeildin hef- ur gert tillögur um, að byggt verði upp eftir sérstakri heildar- áætlun. í setningarræðu sinni vék Gunnar Ólafsson, skipulagsstjóii, sérstaklega að nauðsyn þess að gera slíkar byggingaráætlanir til að nýta sem bezt dýrar verzlun- arlóðir. Rakti hann það mál nokkuð og taldi nauðsynlegt að breytingar væru gerðar á lögun- um um skipulagsmál, áður en hafizt verður handa um aðgerðir á þessu sviði. Loks er þess að géta, að ur lofti sýningarsalsins hangir stór hringur og innan í honum er komið fyrir myndræmu, er sýnir útsýni yfir bæinn úr turni Laug- arnesskirkju. Er þetta nýstárleg uppsetning og hin smekklegasta eins og annað á þessari sýningu. Öllum Reykvíkingum, sem fylgjast vilja með því, sem byggt verður í borg þeirra á næstu ár- um — nú er verið að byggja og byggt hefur verið á liðnum árUm, er ráðlagt að sjá þessa sýningu. Hún gefur glögga mynd af hinni hröðu stækkun Reykjavíkur og hinu mikla starfi, sem unnið hef- ur verið að undanförnu til að greiða fyrir því, að ný og fögur hverfi bætist við þá byggð, sem fyrir er í höfuðstaðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.