Morgunblaðið - 07.01.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.01.1958, Blaðsíða 8
8 HOR'GVN BLAÐIÐ Þriðjudagur 7. janúar 1958 Orðabók Guðbrands Vigfússonar ÖLL þau árin sem Sir William Craigie' vann að hinni nýju út- gáfu orðabókar þeirrar hinnar miklu er kennd er við Guðbrand Vigfússon, lét hann mig fylgjast mjög nákvæmlega með starfi sínu. Það leið aldrei langt á milli bréfa frá honum, þó að ég væri stundum ósæmilega trassafeng- inn að svara. Og oftar en einu sinni heimsótti ég hann meðan hann hafði þetta járn í aflinum. En sögu málsins ætla ég ekki að segja hér, enda þótt hún sé að mestu geymd í bréfunum. Ekki var mér kunnugt um nema einn mann sem hann sér- staklega langaði til að skrifaði um bókina þegar hún kæmi út. Sá maður var Stefán prófessor Einarsson, sem í dag hefur skrif- að um hana í Morgunblaðinu, stuttlega, en rétt og vel, eins og vænta mátti. Dr. Stefán minnist á tvennt, sem kemur mér til að skýra frá atriðum, sem honum hefur ber- lega ekki verið kunnugt um. Hið fyrra er sú athugasemd hans, „að tæplega hefði það verið rangt þótt orðabókin gengi undir einu nafni enn (þ. e. auk Cleasby’s og Guðbrands): hins mikla fræði manns Konráðs Gíslasonar. Er það mikið mein þegar fræðimenn vilja heldur troða skó hver af öðrum en vinna saman í ást og bróðerni“. Þkna er hvert orð satt. Og ég er viss um að það gleður ekki aðeins Stefán Einarsson heldur og ýmsa þá aðra, sem elska bæði sannleikann og minningu Kon- ráðs, að sjálfur gekk Craigie frá titilblaði orðabókarinnar með þeim hætti sem Stefán gefur í skyn að átt hefði að gera. Konráð Gíslason var þar talinn aðalhöf- undurinn, en hvorki Guðbrandi né Cleasby gleymt. f þessu formi var titilblaðið fyrst sent umboðs- mönnum Oxford University Press hér og hjá þeim sá ég það. Ekki veit ég hvers vegna breytt var í gamla horfið, en vera má að það hafi verið talið hagkvæmast sök- um þess hve góðfræg bókin var löngu orðin undir nafni Guð- brands. Þó skyldi maður ætla að nafn Craigie’s, heimsfrægt ein- mitt á orðabókum, hefði átt að nægja til þess að jafna bagga- muninn, ef hann var einhver. Um þessa breytingu tel ég ólik- legt að Sir William Craigie hafi vitað. Hann veiktist um mánaða- mótin maí—júní, og eftir það tjáði ekki að leita ráða til hans, því hann var lengstum sárþjáð- ur og engu fær um að sinna. Að svo komnu er hann einn til frásagnar um hið mikla hand- rit Konráðs, átta bindi, sem geymt er í Bodleian Library í Oxford. En hann var þá lika dómbært vitni í þessu máli. Það handrit er að minnsta kosti í ýmsum greinum allmiklu fyllra en hin prentaða orðabók, og í sumum tilfellum eru styttingar á tilvitnunum þanmg gerðar að þær gera meininguna óskýran eða brjála henni. Væri augljós- lega æskilegt að einhver þar til hæfur maður, t. d. Stefán Ein- arsson eða Jakob Benediktsson, yrði látinn athuga þetta handrit grandgæfilega, enda þótt vel megi vera að rannsókn á því bæri ekki neinn hagnýtan ár- angur við samningu þeirra orða- bóka, sem nú eru i deiglunni og vitanlega byggja á nýrri útgáf- um. Það ætla ég að einhvern tíma muni þessi rannsókn verða fram- kvæmd, og þá mun það sýna sig, að því fari fjarri að Björn M. Ólsen hafi nokkurt orð ofmælt í því, er hann ritaði um Konráð og íslenzk-ensku orðabókina. Það var ekki að undra að Konráði sárnaði hversu hans hlutur var fyrir borð borinn. Og sárir voru sumir ættingjar hans yfir þessu, a m. k. Indriði systursonar hans, enda brá hann fljótt við og skrif- aði Craigie til þess að fá hjá honum staðfestingu minna orða er ég sagði honum um handrits- fundinn. Með þeim hafði annars stofnazt vinátta þegar er Craigie kom hifigað í fyrsta sinn, 1905. Þegar kveðjurnar héðan (eins og annars víðs vegar úr heiminum) bárust Craigie á hálfniræðisaf- mæli hans, skrifaði hann mér að vænzt hefði sér þótt um skeyti sem undirritað var „Börn Indriða Einarssonar", og þó komu héðan kveðjur frá slíkum alúðarvinum sem Zoega-fólkinu og frú Guð- rúnu ekkju Þorsteins Erlingsson- ar svo að einhverjir séu nefndir. Ekki sleit hún tryggðinni við Craigie þó að Þorsteins missti við. En að honum hafi þótt vænt um allar íslenzku kveðjurnar, efar enginn sem til þans þekkti. ísland var þessum manni svo undarlega heilagt land; fannst sumum sem jafnvel sjálf ætt- jörðin, Skotland, yrði að láta sér nægja annan sess. En svo liggur í orðum Dr. Stefáns dálítið annað, sem ég verð að mestu að leiða hjá mér, þó að ekki vilji ég ganga alveg fram hjá því. Hann sveigir að Guðbrandi (ef ég skil rétt) fyrir að eigna sér meira en hann átti. Ekki er Stefán átöluverður fyrir þetta, því að svo vissi ég að Craigie gerði einnig um skeið. En þá var hann ekki búinn að sjá öll gögn. Glarendon Press á eintak Guðbrands af orðabók- inni, og hann hefur skrifað þar margt á spássíur. í trúnaði fékk ég að kynna mér athugasemdir hans, en bæði var það, að ég skrifaði enga þeirra hjá mér, enda mundi mér ekki hafa verið heimilt að neyta þess þó að gert hefði. Hitt hlýtur mér að vera leyfilegt að segja, að þær eru sumar hvassar, en öll eru sverða- lög hans gegn Dasent og skjalli hans. Ef Konráð sárnaði, eins og vonlegt var, virðist Guðbrandi hafa sárnað ekki minna. Það sem ég sakna mest í hinni nýju útgáfu hinnar ekki lýta- lausu en samt alveg frábæru zókar, er að þar skuli ekki vera að finna ritgerð þá, er Craigie ætlaði að rita, en starfsþrekið leyfði honum að lokum ekki að gera. Ekki þar fyrir, hann var búinn að sjá að ekki væri enn þorandi að segja allan sannleik- ann — að svo miklu leyti, sem nú er unnt að leiða hann í ljós. Það er víðar en á íslandi að meiðyrðalög geta gert slíkt hættu legt. Og að leggja Clarendon Press í stórkostlega hættu til þess eins að rétta hluta löngu lát- inna manna, sem ekki er nú lík- legt að taki sér nærri nein jarð- nesk smámál — það hefði verið ómaklegt. Ekki var Clarendon Press (Oxford University Press) að vinna fyrir hugsanlegum gróða með útgáfu bókarinnar. Það mun meira að segja ekki vera neinn möguleiki til þess að endurheimta útlagðan kostnað. Útgáfan er, ef segja skal bláberan sannleikann, fórn á altari íslands. Svo var það hinn dálítið ófull- komni prófarkalestur á viðauka orðabókarinnar. Eins og nafn- togaður erlendur lærdómsmaður sagði í bréfi til mín í haust, rýrir sá ljöður í engan máta hagnýtt gildi bókarinnar, en það er samt leiðinlegt að hann skuli vera á þessari gersemi, og gott var það, að Craigie fékk aldrei um hann að vita. Þó ekki hefði verið fyrir annað en mjög dofn- aða sjón var hann ekki lengur orðinn fær um að leggja síðustu hönd á svo erfiða próförk (hann las að síðustu með sterku stækk- unargleri). Þetta vissi hann og hafði margsinnis orð á því. Dr. Jakob Benediktsson bauðst til að fara yfir próförk, og því boði ætlaði Sir William að taka. En það var eins og hann gengi á glóðum síðustu tvö eða þrjú árin, vissi að sökum aldurs gat kallið ekki verið langt undan, en brann af löngun að fá að sjá bókina út komna. Hann óttaðist að send- ing prófarka til íslands kynni að bakvið hafi verið í huga hans reynsla af íslenzka tómlætinu, þó ekki þori ég að segja neitt þar um. Ég hafði fullvissað hann um, að seinlæti af hendi Jakobs þyrfti ekki að óttast. En kunnugt var honum frá Hafnardvöl sinni hve erfiðlega það gekk að fá lesnar prófarkir af sumu því, er Bókmenntafélagið var þá að gefa út. Svo kom tilboð frá Peter Foote um að lesa próförk, og þar með fylgdi það loforð, að hvaða verk sem hann kynni að hafa fyrir framan sig þegar próförkin kæmi, skyldi hann tafarlaust leggja það til hliðar og ekki á því snerta fyrr en hann hefði komrft próförkinni frá sér. Craigie þekkti Foote og vissi að þessu loforði gat hann örugglega treyst. Hann gaf því þau fyrirmæli að próförkin skyldi send Peter Foote. Til allrar óhamingju voru fyrirmælin misskilin í Oxford, á þann veg, að senda skyldi Foote eintak af bókinni útkom- inni, enda var svo gert. Ef ekki hefði verið fyrir þenna hörmu- lega misskilning, er það ætlun mín að sá hefði mátt lengi leita sem finna vildi prentvillu í við- auka orðabókarinnar. Af „List of quoted and useful works“ (bls. 783—784) var líklega aldrei nein próförk lesin. En eins og Stefán segir, væri auðvelt að endur- prenta það blað, enda veit ég að komið hefur til tals að gera svo. Frá hagnýtu sjónarmiði skiptir það þó engu máli. Hvað sem þessu líður, megum við vera þakklátir. Orðabókin var búin að vera ófáanleg í rétt fjörutíu ár (ég keypti síðasta eintak fyrri útgáf- unnar og fyrsta eintakið sem selt var af hinni nýju), og með til- komu hennar á ný og þeim kennslubókum sem nú eru til, einkum hinni ágætu bók E. V. Gordons eins og hún er nú frá hendi A. R. Taylors, ætti að geta hafizt nýtt landnám íslenzkrar tungu og bókmennta út um heim- inn. Ég efa ekki að Dr. Stefán Einarsson muni geta orðabókar- innar í „Scandinavian Studies" og aðrir munu væntanlega geta hennar á öðrum stöðum. 28. des. 1957. DIESEL-vélar eru byggðar sérstaklega fyrir fiskibáta og smærri flutningaskip. \ Gangvissar, Þær eru: j Sparneytnar, < Auðveldair í meðförum. Lðgð sérstök áherzla á einfalda og trausta byggingu véla. Eru byggðar með eða án vökvaskiptingar. Allar nánari upplýsingar hjá umboðsmönnum, Alpha Diesel A.s. Fredrikshavn. BENEDIKTSSON Reykjavík, ❖ Sími 11228 — Hafnarhvoll ❖ T ♦♦♦ ♦♦♦ ❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖^ valda töf, enda má vera að á Sn. J. Gott árferði til lands Fréttabréf úr Austur-Skagafirði BÆ, HÖFÐASTRÖND, 1. jan. — Arið 1957 er gengið. Hér í Skaga firði hefir það runnið sitt skeið með sínu skini og skúrum eins og annars staðar. Flestir munu sammála um aö árferði til lands hafi verið gott og gjöfult, en nokkuð misjafnt til sjávar. Tíðarfar frá áramótum og fram eftir vetri var gott en nokkuð óstillt, auð jörð að mestu og bíl- fært t. d. yfir Lágheiði til Ólafs- fjarðar og víðar um, sem vana- lega er ekki fært aö vetri. Snjóa- kafli kom þó nokkur er fram á kom og kuldi í mai eins og vana- legt er orðið, en þó má segja að vel voraði svo að sláttur gat víða hafizt um og úr miðjum júní með sæmilegu grasi. Heyskapar- tíð varð hin bezta og bændur fengu því mikil og góð hey. Uppskera garðávaxta var vel í meðallagi og víða góð. Sláturfé reyndist heldur vænna en sl. ár, og nokkru fleiru slátr- að en áður. Fyrri hluta þessa vetrar hafa verið óstillur en engin harðindi. Fé gekk lengi fram eftir. A sum- um bæjum hefir það jafnvel geng ið frammi á afréttum fram að þessu. Heilsufar búpenings var mjög misjafnt sl. vetur. Kúafaraldur gekk yfir svo að sums staðar fór- ust 2 og 3 kýr á bæ. Einnig gerði lungnapest í sauðfé nokkuð vart við sig svo að af varð nokk- ur skaði. Framkvæmdir voru töluverðar eins og undanfarin ár, bæði í húsabótum og ræktun. Þó kostn- aður allur við hvers konar fram- ast fjárráð manna vera það mik- il, að þeir geti leyft sér nokkra fjárfestingu, en til allra stærn framkvæmda eru lán tekin, sero hjá æði mörgum eru að verða nokkuð há ef miðað er við þann bústofn, sem lifað er af. Atvinna er mikið 'sótt til Suð- kvæmdir hækki ár frá ári virð- urlands einkum úr þorpunum, t. d. fóru síðastl. vetur úr iá- mennu byggðarlagi, Hofsós og ná grenni, um 60 manns. Jafnvel er húsum lokað og fjölskyldan öll fer í atvinnu. Að vorinu kemur svo fólkið aftur heim og stundar sumarvinnu við sjóinn, vega- vinnu og önnur störf er til falla. Með þessu móti kemst fólkið mjög sæmilega af, þó óneitanlega væri skemmtilegra að taka sína atvinnu heima allt árið. Nokkur hreyfing er í þá átt að fá til Hofsós stærri útgerð e.n trillubátana, sem verið hafa og er nú þegar keyptur einn stærri bátur til staðarins, sem gerður verður út þaðan. sæmilegt, þó hefir inflúenza geng ið hér yfir eins og víðar. Mörg Heilsufar fólks hefir verið heimili hafa þó sloppið alveg, en önnur orðið hart úti, og jafnvel ber nú á að fólk veikist aftur, sem áður hafði fengið veikina. — B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.