Morgunblaðið - 25.09.1957, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.09.1957, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 25. sept. 1957 MORGVNBLAÐIÐ VI Cuðmundur Magnússon Minningarorð í DAG verður til moldar borinn Guðmundur Magnússon fyrrum forstöðumaður verkamannaskýlis ins í Reykjavík. Hann andaðist sunnudaginn 15. sept. s. 1. eftir langa vanheilsu, 81 árs að aldri. Með honum er horfinn að sjón- arsviðinu einn þeirra, sem gerðu garðinn frægan. Kyrrlátur í störf um sínum og farsæll til orðs og æðis setti Guðmundur sinn svip á bæjarlífið. Allir þekktu „Guð- mund í skýlinu“, margir urðu vinir hans og fáir eða engir áttu sökótt við hann. Saga Guðmund- ar er samslungin uppvaxtarsögu Keykjavíkurbæjar og verður ekki rakin hér, en nú er farinn frá okkur góður gestgjafi og vinur, einstakt ljúfmenni, ástríkur faðir og eiginmaður. Við, sem nú sökn- um Guðmundar munum varð- veita minninguna um hinn góða dreng. Guðmundur var fæddur 10. júlí 1876 að Heggstöðum í Anda- kílshreppi. Hann missti foreldra sína áður en hann varð 14 ára gamall, en ungur fluttist hann suður á Álftanes. Guðmundur byrjaði snemma að vinna fyrir sér og hóf sjósókn frá Álftanesi en einnig réri hann hjá Sigurði í Görðum. Aldamótaárið fluttist Guðmundur til Reykjavíkur, lagði stund á skósmíði og vann við þau störf í nokkur ár. En sjórinn heillaði hann aftur og hann réðist á fyrsta togarann. Deildarsljóri rekinn BONN 23. sept. — Það var til- kynnt í dag, að háttsettum manni í þýzka landvarnaráðuneytinu hefði verið vikið frá störfum Ástæðan er ósamlyndi milli hans og Strauss landvarnaráðherra Atburður sá gerðist fyrir nokkr. um dögum, að Strauss bað deild- arstjóra þennan að nafni Miiller- Hillebrand að koma og tala við sig. Deíldarstjórinn kom stund- víslega, en hafði beðið í hálftíma í biðstofu ráðherrans, þegar hann hvarf á brott og skildi eftir seðil til ráðherrans um að hann væri ekki vanur að þurfa að bíða í hálftíma, nú færi hann heim og þar gæti ráðherrann talað við sig. Eftir þennan atburð kallaði Strauss deildarstjórann á sinn fund og sagði að ekki væri hægt að nota slíkan mann í ráðuneyt- inu. —NTB EINAR ÁSMUNDSSON hæita rétta rlöginaðui. riafsteinn Sigurðsson hcraðsdómslög maðnr. Skrifstofa Hafnarstræá 5. Sími 15407. (^jéálelner^ íjölritarar og til fjölritunar. Einkaumboð Finnbogi Kjartansson Austurstræti 12. — Sími 15544. EGGERT CLAESSEN og GtíSTAV A. SVF.INSSON hæstarcttarlögmenn. Þórshamri við Templarasund. sem kom hingað til lands, fyrst háseti og síðar matsveinn. Guð- mundur var einnig í mörg ár það sem kallað var „kaupmannavakt- ari“, en slík störf eru nú horfin úr bæjarlífinu. Voru það vakt- störf við helztu verzlanirnar í bænum. Árið 1922 tók Guðmundur að sér umsjón og rekstur verka- mannaskýlisins og hafði þau störf á hendi í rúman aldarfjórð- ung. Fyrir þau störf sín var Guð- mundur kunnastur, en í þeim reyndi mjög á mannkosti hans. Sá, er þetta ritar, naut þess oft, hversu barngóður Guðmundur var. Margan bitann og sopann gaf Guðmundur þeim, sem erfitt áttu með greiðslu, og oft hýsti hann þá, sem hvergi áttu höfði sínu að að halla. Fyrir þann ónafn- greindra fjölda flyt ég þér, Guð- mundur, okkar beztu þakkir. Árið 1906 giftist Guðmundur eftirlifandi konu sinni. Sigríði Helgadóttur frá Kvíavöllum á Miðnesi, og eignuðust þau hjónin 9 börn og eru 7 þeirra á lífi, 5 dætur og 2 synir, sem öll eru gift og búsett hér í bænum. Barna börn þeirra hjóna eru 21 talsins og eitt þeirra, dreng, sem nú er 14 ára, hafa þau alið upp sem sitt eigið barn. Við hlið Guð- mundar stóð ætíð Sigríður kona hans, í blíðu og stríðu, og hin síðustu fimm árin eftir að hann veiktist og varð ósjálfbjarga sannaðist bezt hvern lífsförunaut Guðmundur hafði eignazt. Ég flyt eiginkonu, börnum og barnabörnum innilegar samúð- arkveðjur, og þakka þér að lok- um, Guðmundur, samverustund- irnar. Vinur. INGOLFSCAFE INGOLFSCAFE Gömlu- og nýju dansamir í Ingólfscafé i kvöld kl. 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 8 — Sími 12826. Söngvarar Helga Magnúsdóttir og Gunnar Erlendsson Silfurtunglið Opið í kvöld til kiukkan 11,30 Hljómsveit RIBA leikur Ókeypis aðgangur SILFURTUNGLIÐ. Útvegum skemmtikrafta. Sími 19611, 19965 og 18457 Ballettskóli Snjólaugar Eiríksdóttur tekur til starfa 1. okt. í Vonarstr. 4 (Verzlunarmannaheimilið). — Innritun og uppl. daglega í síma 16427, kl. 1—6 eftir hádegi Dansskóli Sigriðar Ármann Kennsla hefst þriðjudaginn 1. október í Garðastræti 8. Kennslugrein: BALLET Innritun og upplýsingar í síma 1-05-09 kl. 2—6 daglega. vetrargarðurinn DANSLEIKUR í Vetrargarðinum í kvöld kl. 9. Hljómsveit Vetrargarðsins leikur. Miðapantanir í síma 16710, eftir kl. 8. V. G. Dansskóli Guðnýjar Pétursdóttur tekur til starfa 1. okt. n.k. — Uppl. og innritun í síma 33252 í dag og næstu daga frá kl. 2—7 GÖMLU DANSARNIR Aðgöngumvðar frá kl. 8 sími 17985 Dansstjóri: Þórir Sigurbjörnsson. Söngvari: Sigurður Ólafsson. Bezta harmónikuhljómsveitin í bænum^ J. H. kvintettinn leikur. Þórscafe DAIMSLEIkliR AÐ ÞÓRSCAFÉ I KVÖLD KL. 9 K.K.-SEXTETTINN LEIKUR Söngvarar: Sigrún Jónsdóttir og Ragnar Bjarnasoa. Sími 2-33-33 VÓRÐUR-HVÖT — HEIMDALLIiR - OÐINISI Spilakvöld halda Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík í kvöld miðvikud. 25. september klukkan 8,30 e.h. Skemmtiatriði: 1. Félagsvist. — 2. Ávarp: Jóhann Haf stein alþm. — 3. Verðlaunaafhending. — 4. Dregið í happdrætti. — Kvikmyndasýning. Skemmtinefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.