Morgunblaðið - 25.09.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.09.1957, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 25. sept. 1957 MORGVNBLAÐIÐ 11 Mario Cavaradossi (Stefán Islandi) TOSCA eftir Puccini - Leikstj.: Holger Boland - Hljómsveitarstjóri: dr. Urbancic - SÖNGUR hefur ekki áður verið eins jafngóður í nokkurri óperu, sem við höfum flutt og glæsileg- ur í alla staði og nú í Tosca. Gilti þetta jafnt um stærri sem smærri hlutverkin. \ðalhlutverkin þrjú voru í mjög góðum höndum þar sem voru þau Guðrún Á. Símon- ar (Tosca), Stefán Isiandi (Cav- aradossi) og Guðmundur Jóns- son (Scarpia). Guðrún söng hlut- verk Tosca með miklum yfir- burðum og glæsibrag, enda há- menntuð söngkona. Þá var heið- ursgesturinn Stefán Islandi í essinu sínu og gekk söngur hans til hjartans, enda röddin afburða fögur og heillandi. Guðmundur fannst mér stórkostiegur og að- sópsmikill. Hin „smærri“ hlutverk- in voru sungin af Kristni Halls- syni, sem söng hlutverk djákn- ans snilldarlega, og kom hér að góðu gagni hin mikla kímnigáfa hans ásamt meðfæddum músík- gáfum. Ævar Kvaran naut sín betur nú en nokkru sinni fyrr, og var frammistaða hans með á- gætum. Þorsteinn Hannesson hef- ur merkilegt hlutverk og er all- mikið ásviðinu, en syngur þó alls tæpa mínútu. En hann er eftir- minnilegur persónuleiki ásviðinu. Einar Eggertsson (Sciarrone), Hjálmar Kjartansson (fanga- vörðurinn) og Sigurveig Hjalte- steð (rödd hjarðsveinsins) leystu öll sín hlutverk ágætlega af hendi. Sama má segja um kórinn. Dr. Urbancic hefur lagt geysi- mikla vinnu í allan undirbúning, og má það heita kraftaverki næst að koma jafnerfiðu verki og Tosca er á svið á jafnskömmum tíma og hér átti sér stað. Er all- ur flutningur óperunnar honum til mikils sóma. En auðvitað hvíl- ir flutningurinn mest á stjórnand anum, sem samræma verður sem bezt söng og hljóðfæraleik. Hlutverk Sinfóníuhljómsveitar- innar er hér æði erfitt á köflum. Því miður er staðsetning hennar í gryfju Þjóðleikhússins óheppi- leg. Það þarf að gera hér nauð- synlegar breytingar, og er mér kunnugt um að þjóðleikhússtjóri hefur mikinn hug á að „gryfj- an“ verið endurbætt á þann hátt, sem með þarf. Hér var t. d. skort- ur á strokhlóðfærum mest áber- andi, sem vonlegt var. Aftur á móti verkuðu blásararnir of sterkt á köflum, svo að til lýta var. En plássið leyfir ekki að fleiri strokhljóðfæri komizt þarna fyrir. 1 óperum Puccinis er orkesturhljómurinn svo litauð- ugur og blæbrigðaríkur að fyllsta samræmis verður að gæta í jafn- vægi milli strokhljóðfæra og blás- ara. Það var vel til fallið að bjóða okkar frægasta núlifandi söngv- ara, Stefáni Islandi, heim til að syngja í Tosea. Hann söng hlut- verk Cavaradossis í Mílanó fyrir réttum 25 árum. Hann á því 25 ára söngafmæli nú, en 50 ára af- mæli á hann 6. október. Allir þekkja Stefán, hinn glæsilega miklum vinsældum að fagna með al almennings frá því fyrsta, enda er nú svo komið að óperuflutn- ingur er orðinn sjálfsagður og nauðsynlegur þáttur í starfsemi Þjóðleikhússins. Að þessu sinni mun þó fögn- uður mánna vera meiri og al- mennari en við flestar aðrar óperusýningar hér og ber þar tvennt til. Óperan „Tosca“ er ein af áhrifamestu og ágætustu óper- um, sem samdar hafa verið, bæði um efni og tónlist og vinsældir hennar eru sízt minni nú, en þeg- ar hún var fyrst flutt á leiksvið- um heimsborganna fyrir rúmlega hálfri öld. — En það, sem öllu öðru fremur vekur fögnuð okkar og laðar okkur í leikhúsið að þessu sinni, er að jafnframt því að heyra og sjá þessa fögru óperu, gefst okkur nú kostur á að hylla einn af okkar fremstu og ágæt- ustu listamönnum, Stefán íslandi, en hann er hingað kominn til þess að halda upp á 50 ára af- mæli sitt í ættlandi sínu og hópi góðra og gamalla vina og jafnframt minnist hann 25 ára glæsilegs listaferils síns með því að fara hér með eitt af aðalhlút- verkunum í „Tosca“. — Eg vona að ekki sé á neinn hallað þó sagt sé, að fáir eða enginn íslenzkur söngvari hafi eignazt hér eins marga aðdáendur og Stefán ís- landi, enda er hann gæddur fag- urri söngrödd, sem hann beitir af mikilli kunnáttu og smekkvísi og hin listræna túlkun hans er jafnan örugg og frjálsmannleg. — Ég vil leyfa mér við þetta tæki- færi að árna Stefáni allra heilla á þessum tvöföldu tímamótum á ævi hans í von um að hann eigi enn langan og farsælan starfs- feril framundan, um leið og ég þakka honum þann þátt sem hann hefur átt að því að auðga listalíf þjóðarinnar og þann unað sem hann hefur veitt okkur með list sinni. Hljómsveitarstjórinn dr. Victor Urbancic hefur unnið hér mikið og gott starf við mjög erfiðar aðstæður, en um það, sem og ann- að er að tónlistinni og söngnum lýtur verður ekki fjallað hér og vísa ég um það til umsagnar dr. Páls ísólfssonar hér á undan. Sviðsetning og leikstjórn hins danska óperusöngvara Holger Bo- lands ber þess vitni, að hann er kunnáttumaður góður og skilur verkefni sitt til hlitar og þær kröfur, sem það gerir til sviðs og leiks. — Heildarsvipur leiksins er Guðmundur Jónsson leikur fantinn og „don Júaninn" í óper- unni, hinn kaldrifjaða Scarpia, lögreglustjóra. Gervi Guðmundar er ágætt og leikur hans afbragðs- góður. Guðmundur gaf mikil fyr- irheit með leik sínum í Rigólettó, og þau fyrirheit hefur hann vissu lega staðið við og meira til. Kristinn Hallsson leikur djákna. — Kristinn hefur sýnt það áður að hann býr yfir góðri og skemmtilegri leikgáfu og leik- ur hans í þessu hlutverki stað- festir það fullkomlega. — Spol- etta, fulltrúa lögreglustjórans, leikur Þorsteinn Hannesson. Hlut verkið er að vísu ekki mikið, en Þorsteini tekst að gefa því eftir- minnilegan svip með góðu gervi og ágætum leik. — Ævar Kvar- an leikur Cesare Angelotti, póli- tískan flóttamann, — lítið hlut- verk, er hann gerir því góð skil. Lárus Ingólfsson hefur gert leiktjalda- og búningateikningar og lagt þar lítið til málanna sjálf- ur, en haldið sig að mestu að gömlum og góðum fyrirmyndum. Frumsýningargestir tóku óper- unni með geysifögnuði og þökk- uðu hljómsveitarstjóranum, leik- stjóra og leikendum með fögrum blómum og langvarandi lófataki. Sigurður Grímsson. H E IÐ M Ö RK ÞAÐ ÉR ánægjulegt til þess að 1 skilyrði plantnanna spillast einn- vita, hve margir góðir Reykvík- ig af þeim sökum. Sviðsmynd úr 1. þætti tenórsöngvara, sem haft hefur fegurstu rödd allra íslenzkra söngvara, að öllum öðrum ólöst- uðum. Hann hefur gert garðinn frægan og borið hróður íslands víða um lönd. Og íslendingar munu einum rómi óska honum til hamingju með 25 ára söngvara afmælið og þakka honum giæsi- legan söngvaraferil. P. í. II ÞAÐ ER ALLTAF mikill viðburð ur í tón- og leiklistarlífi okkar fámennu höfuðborgar þegar óper- ur eru fluttar hér á sviði Þjóð- leikhússins. — Því hefur löngum verið haldið fram að við íslend- ingar séum söngelskir og að það er ekki fjarri sanni, má marka af því, að óperur hafa átt hér mjög góður, staðsetningar eðli- legar og óþvingaðar og hraði leiksins hæfilegur. — Stefán íslandi fer, sem áður er sagt, með eitt af aðalhlutverk- um óperunnar. Mario Cavara- dossi, listmálara. Er leikur Stef- áns mjög áferðargóður, svipbrigði hans og hreyfingar tala sínu máli og bera þess Ijósan vott að hér er þjálfaður listamaður að verki. Hin mikilhæfa og menntaða ingar láta sér annt um Heiðmörk og skógræktarstarfsemina þar, og hve sárt marga tekur það að sjá nýgræðinginn verða fyrir spjóll- um af manna völdum, þegar ógætilega er gengið um þau svæði, sem trjáplöntur hafa verið gróðursettar í. Um þessa umhyggjusemi ber vott itn. a. smágrein, sem birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 14. þ.m. eftir Magnús Finnbogason og bréf frá öðrum Reykvíking til Velvakanda nokkru áður. Er skylt, að Skógræktarfélag Reykjavíkur, sem falin hefir ver- ið umsjá Heiðmerkur, taki til greina slíkar raddir, og ekki úr vegi, að gerð sé nokkur grein fyrir því af hálfu félagsins, hvern ig þessum málum er háttað. Eins og kunnugt er, þá er veru- legur hluti þeirra plantna sem fara í Heiðmörk á hverju ári gróðursettur af „landnemum á Heiðmörk", þ. e. félögum, sem fengið hafa spildur til umráða, og hafa flest félögin 5 ha, en sum stærri spildur, en samtals eru allar þær spildur, sem úthiutað hefir verið um 300 ha að víðáttu. Hins vegar er öllum heimil um- ferð um Heiðmörk, hvar sem er, og má segja, að það sé grundvall- aratriði, því að Heiðmörk er og á að vera „friðland Reykvíkinga" allra. En óhjákvæmilega verður þetta til þess, að oft er gengið um svæði, þar sem litlar plöntur eru að vaxa úr grasi, eða naumast það, og er þá hætta á, að einhver brögð verði að því, að á þeim sé traðkað. En sé höfð nokkur gát á, verður þess venjulega fljótt vart, hvort gengið er um svæði þar sem litlar plöntur eru, og þarf þá að varast eftir föngum að stíga ofan á þær eða utan í þær. Árangur af gróðursetningunni á Heiðmörk er ennþá býsna mis- jafn, en segja má, að með ári hverju fáist nýjar sannanir fyrir þvi, að skógrækt á Heið- mörk muni vel takast. Aldrei síðan skógrækt hófst þar hefir gróska verið jafnmikil og á því sumri sem nú er senn um garð gengið, og gefur t. d. Sitkagrenið sums staðar vissulega fyrirheit um fagran skógargróður er timar líða. Akvegirnir um Heiðmörk eru lagðir ekki sízt með það fyrir augum að auðvelda landnemum aðgang að spildum sínum. Meðal þeirra sem taka þátt i gróður- setningunni, meira og minna virk an, eru börn og aldrað fólk, og það þarf að koma ekki svo litlum flutningum að hverri spildu, plöntum og áburði, auk verkfæra. En það hefir einnig komið í ljós, að gangstígar myndast sums- söngkona, Guðrún Á. Símonar j staðar út frá akvegunum út um fer með titilhlutverkið, Tosca.-1 Mörkina, bæði þar sem akvegir Er það veigamikið hlutverk og enda og á nokkrum öðrum stöð vandasamt og gerir ýtrustu kröf- ur bæði til söngs og leiks. Guð- rún er þróttmikil og skapheit listakona og kemur það mjög fram í leik hennar, enda þótt ýmislegt standi þar enn til bóta, svo sem hreyfingar, en þó eink- um handatilburðir. um. Og slíkir gangstígar hafa myndazt sums staðar þar, sem fyrir nokkrum árum voru gróður settar trjáplöntur, sem nú eiga stöðugt á hættu að verða traðkað- ar undir fótum, auk þess sem jarð vegurinn kringum þær verður samanþjappaður, svo að vaxtar Þetta vandamál hefir einmitt verið rætt nýlega af forráðamönn um Skógræktarfélags Reykjavík- ur, og virtist þeim, að augljós- lega væri aðeins um eitt að ræða, nfl. að flytja plönturnar til, því að sjálfsagt væri að virða stíga (skógarstíga), sem myndast „af sjálfum sér“. Þeir munu, er tímai liða, einnig setja sinn svip á Mörkina. Tré mega gjarnan vera beggja megin við þá, en ekki í þeim og ekki of nærri þeim. Það mun verða hluti af vorstörfunum á Heiðmörk næsta vor að lagfæra þetta. Svipað og um stígana gildir um suma aðra staði, t. d. fallegar lautir og hraunbolla, sem breiða út faðminn móti vegfarendum, sem vilja fá sér nestisbita eða hvílast í góðu skjóli. Á slíkum stöðum þarf að fara varlega í að gróðursetja plöntur, og hefir það verið haft í huga, en þó e. t. v. ekki alls staðar sem skyldi, og þarf þá að ráða bót á því, enda er það vandalítið, meðan plönturnar eru smáar. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefir í þjónustu sinni mann, sem hefir með höndum umsjón og á sumrin eftirlit á Heiðmörk, bæði eftirlit með girðingunni og hinu girta landi. Að vísu er hann þar ekki stöðugt, en alltaf um helgar, og í sumar hefir hann á hverjum morgni farið til álesturs inn á Heiðmörk, að veðurathugunar- stöðinni, sem sett var þar upp sl. vor. Það á við um mann þenn- an, eins og aðra starfsmenn Skóg- ræktarfélagsins, sem hafa með höndum störf í Heiðmörk, að hann lætur sér mjög annt um Mörkina, og rækir starf sitt af al- úð og samvizkusemi, þótt almenn ingur verði hans lítt var. Annars verður að segja það Reykvíkingum til hróss, að um- gengni þeirra á Heiðmörk er með ágætum. Þrátt fyrir allan þann. fjölda, sem heimsækir Heiðmörk á sumrin, einkum um helgar, sést þar varla nokkurn tíma pappírs- rusl eða annað sem stingur i augu. Einu óvelkomnu gestirnir á Heiðmörk .eru rjúpnaskyttur á haustin, en bannað er með öllu að skjóta rjúpur á Heiðmörk. Hugmynd Magnúsar Finnboga- sonar um nauðsyn þess að klippa frá smáplöntum og hlúa að plönt um með áburðargjöf og á annan hátt eftir þörfum er alveg í sam- ræmi við hugmyndir forráða- manna skógræktarinnar á Heið- mörk um þessi atriði. og hefir þetta verið gert eftir föngum, bæði af eftirlitsmanninum og öðrum starfsmönnum Skógrækt- arfélagsins. Það skal að lokum endurtekið, að það er vel farið, að Heiðmörk á slíka góða talsmenn sem Þá er gáfu tilefni til þessara lína. Því aðeins verður Heiðmörk það unaðslega friðland sem henni er ætlað að vera, að sem flestir Reykvíkingar ekki aðeins komi þar sér til hvíldar og hressingar, heldur einnig láti. sér annt um hana á allan hátt. Guðm. Marteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.