Morgunblaðið - 25.09.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.09.1957, Blaðsíða 1
20 siður 44. árgangur. 216. tbl. — Miðvikudagur 25. september 1957. Prentsmiðja Morgunblaðsins- Þýzka skólaskipið „Pamir“, sem fórst í fárviðri á laugardaginn. Aðeins sex menn af „Pamir" á lífi Ný réttarhöld yfir Djilas HAMBORG, 24. sept. — í þriðja sinn á 25 árum hafa Þjóðverjar týnt skólaskipi. — Síðdegis á laugardag fórst 4-mastra segskip- ið „Pamir“ um 500 sjómílur suð- vestur af Azor-eyjum. Á "því voru 54 nemendur á aldrinum 16—18 ára, auk 32 manna áhafnar. Á mánudag fannst björgunarbátur, merktiur „Lubeck“, sem var heim kynni skipsins, á þeim slóðum, þar sem skipstjórann hafði síðast gefið upp stöðu þess, áður en samband við skipið hafði slitnað. Um 25 skip og 19 flugvélar taka nú þátt í leit að skipbrots- mönnum. í gær fann bandarískt skip fimm þeirra, og voru þeir fluttir til Casablanca á öðru banadrísku skipi. í kvöld hafði hvergi sézt til annars björgunar- báts, sem átti að hafa milli 15 og 25 manns innanborðs. Um helgina hamlaði óveður mjög leit að skipbrotsmönnum, en síðan NEW PORT, 24. sept.: — Eisen- hower Bandaríkjaforseti gaf í dag út fyrirskipun um, að fylkis- herinn í Arkansas yrði settur undir beina stjórn rikisstjórnar- innar í Washington. Svipti hann þannig Faubus fylkisstjóra mög«u leikanum á að beita fylkishern- um til að hindra skólagöngu blökkumannabarna í menntaskól ann í bænum Little Rock. í yfirlýsingu forsetans segir, að íbúarnir í Little Rock hafi ekki orðið við fyrri beiðni hans um að blanda sér ekki í afnám kynþátta-aðskilnaðar í skólan- um. Eisenhower flaug frá New Port á Rhode Island, þar sem hanrí var í sumarleyfi, til Washington í kvöld til að halda ræðu, sem bandarískar sjónvarps- og út- varpsstöðvar munu sendi um ger- lægði veðrið og var skyggni ágætt í dag. 2 björgunarbátar komust á fiot. Samkvæmt frásögn mannanna fimm, sem björguðust, tókst að koma tveimur af björgunarbát- unum á „Pamir“ á flot. í björg- unarbátnum, sem fannst, voru lík fimm manna, sem ekki höfðu þolað volkið, en hinir fimm voru aðframkomnir. „Pamir“ var notað sem skóla- skip af vestur-þýzka flotanum, en jafnframt var það haft í korn- flutningum milli Suður-Ameríku og Vestur-Þýzkalands. Það var á leið frá Buenos Aires til Ham- borgar, þegar það lenti í fár- viðrinu suðvestur af Azor-eyjum. Sjötti maður finnst Seint i kvöld tilkynnti Reuter- fréttastofan í New York, að fund- izt hefði björgunarbátur með ein um skipbrotsmanni af „Pamir“, og var hann á lífi. völl Bandaríkin. Skipun forset- ans nær til bæði herliðs og flug- véla, sem fylkisherinn hefur yfir að ráða. Róttækar ráðstafanir nauðsynlegar. Eisenhower gaf jafnframt Charles Wilson landvarnaráð- herra heimild til að beita her- mönnum Bandaríkjahers að svo miklu leyti, sem hann telur nauð synlegt til að hálda uppi lögum og reglu í Little Rock. Eisenhower sagði í yfirlýsingu sinni, að enn væri reynt að hindra fyrirskipanir Hæstaréttar um að hætta aðskilnaði kynþátta við skólann í Little Rock. Á því virðist mikil hætta, að þessari íhlutun verði haldið áfram, og því verður að grípa til róttækra ráðstafana, sagði hann. LONDON, 24. sept. JÚGÓSLAVNESK stjórnarvöld eru greinilega að herða tökin á þeim, sem gagnrýna skipulagið. — Þannig hefur Dedijer verið synjað um vegabréf til Englands, en þar átti hann að taka að sér kennslu við há- skólann í Manchester. Jafn- framt er boðuð ný herferð gegn Djilas höfuðgagnrýn- anda Títós. Synjunin til Dedijers kemur hinum fjölmörgu vinum hans í brezka Verkamannaflokknum mjög á óvart, en þeir voru ný- lega fullvissaðir um það af stjórn inni í Júgóslavíu, að ekki yrði reynt að hindra það á nokkurn hátt, að Dedijer gæti tekið að sér prófessorsembættið, en hann átti að halda fyrirlestra um sögu skæruhernaðarins í Júgóslavíu, sem er ekki pólitískt deiluefni. Hann átti líka að taka þátt í ráðstefnu, sem alþjóðleg samtök fræðimanna um sósíalisma halda þessa dagana, og átti hann að vera einn af ræðumönnum. Vildi ekki móðga Rússa Ein af skýringunum á því, að Dedijer hefur verið neitað um vegabréf, kynni að vera erindin, sem hann flutti á Norðurlöndum og víðar í Vestur-Evrópu fyrr á þessu ári. í þeim fordæmdi hann Sovétríkin svo kröftuglega, að júgóslavneska stjórnin sá sig til- neydda að lýsa því yfir, að er- indin væru skaðleg hagsmunum landsins. Eigi að síður höfðu menn búizt við, að stjórnin mundi leyfa honum að fara til Englands, þar sem það mundi hafa dregið úr þeim slæmu áhrif- um, sem fangelsun Djilasar hefir haft á Vesturlöndum. Það virð- ist hins vegar hafa orðið þyngra á metunum hjá Tító að gefa Rússum ekki ástæðu til óánægju, en þeir létu í Ijós þann grun í vor, að gagnrýni Dedijers væri gerð með þöglu samþykki júgó- slavnesku stjórnarinnar. Langar yfirheyrslur Útkoma bókar Djilasar, „Hin nýja stétt“, í Bretlandi og Banda- Blaðafulltrúi forsetans, James Hagerty, kvaðst ekki vita, hvað hefði knúið forsetann til að grípa til þessara aðgerða. í dag hefur allt verið með kyrrum kjörum í Little Rock, þar sem blökku- menn hafa ekki reynt að komast inn í skólann eftir að þeir voru beittir ofbeldi af hvítum mönn- um í gær. Um 200 manns höfðu safnazt saman við tálma lögregl- unnar kringum skólann í dag, en ekki kom til átaka. Fylkisstjórar afneita ofbeldi. í gær áttu fylkisstjórar suður- ríkjanna fund með sér í Georgíu- fylki og tóku undir þá áskorun fylkisstjórans í Florida, að allir leiðtogar suðurríkjanna beiti sér fyrir því, að dómi Hæstaréttar verði framfylgt og kynþátta- vandamálið leyst á „löglegan, já- kvæðan og hugrakkan hátt“. Framh. á bls. 19 ríkjunum hefur valdið miklu umróti heima fyrir. Haldnar hafa verið langvarandi yfirheyrslur yfir honum í fangelsinu, þar sem hann situr af sér þriggja ára fangelsisdóm, sem hann hlaut í desember í fyrra, þegar hann birti í erlendum blöðum gagn- rýni á júgóslavnesku stjórnina fyrir afstöðu hennar til atburð- anna í Ungverjalandi. Allar bækur hans bannaöar Samkvæmt fregnum frá frétta- ritara „Times“ í London er nú verið að undirbúa ný réttarhöld yfir Djilas, en jafnframt mun HELSINKI, 24. sept. — Ráðherr- arnir fjórir í finnsku stjórninni, sem voru i hinum svo nefnda Skog- armi Jafnaðarmannaflokks ins, hafa verið reknir úr þing- flokki Jafnaðarmanna. Var þetta samþykkt á fundi þingflokksins í dag, og segir í ályktun fundarins, að ráðherrarnir hafi gert sig sjálfa brottræka með starfsemi sinni í stjórn Sukselainens. Ráðherrarnir eru Aare Simon- en varaforsætisráðherra, Aino Malkamaeki félagsmálaráðherra, Mattii Lepistö varautanríkisráð- lierra og Valdemar Liljeström samgöngumálaráðherra. Fimmti meðlimur Skog-armsins í rík- isstjórninni, Olli Uoti varafélags- málaráðherra, á ekki sæti á þingi. AMMAN, 24. sept. — Hussein Jórdaníukonungur er í miklum vanda þessa viku. Utan frá er þjarmað æ meir að honum, og inn á við eykst ólgan. Hann er nýkominn heim frá Spáni, og síð- ustu dagana hefur hann setið nær látlaust á aukafundum með ríkisstjórninni. í síðasta lagi á morgun verður hann að ákveða, hvort þingið, sem var leyst upp fyrir 3 mánuðum eftir að bylt- ingarfyrirætianir sýrlenzkra her- foringja og leppa þeirra í jórd- anska hernum höfðu verið afhjúp aðar, skuli koma saman á ný eða hætta störfum fyrir fulit og allt. Hér er um það að ræða, hvort konungurinn eigi að halda áfram að stjórna með hernaðareinræði eða að reyna að koma á aftur eðlilegu ástandi í landinu. Talið er að hann muni biðjaum tveggja mánaða frest ennþá til að kalla saman þingið, en sá frestur mun ekki bæta ástandið í landinu, nema síður sé. Helmingurinn fiúði. Geti konungurinn ekki mynd- að stjórn, sem gefi þjóðinni ör- litla von um betra efnahagslegt og félagslegt ástand í landinu, verður honum steypt af stóli. Af 40 meðlimum þingsins er helm- ingurinn meðlimir flokka, sem nú eru bannaðir, og flestir þess- ara manna flúðu til Sýrlands, þegar Suleiman Nabulsi, sem var vinveittur Egyptum og Sýrlend- ingum, var rekinn frá völdum í apríl sl. Vinsældir minni. Þegar Hussein konungur gerði upp sakirnar við samsærismenn- ina meðal herforingjanna og bjargaði landinu frá byltingu stjórnin taka harðar á skoðana- bræðrum hans í Júgóslavíu. Eins og kunnugt er, er Dedijer einn þeirra, en hann var rekinn úr miðstjórn kommúnistaflokksins fyrir nokkrum árum, þegar hann veitti Djilas stuðning. Allar bæk- ur Djilasar hafa nú verið bann- aðar í Júgóslavíu. Gagnrýnin, sem bók hans, „Hin nýja stétt“, hefur sætt hjá vissum sósíalistum á Vesturlöndum, virðist hafa sannfært júgóslavnesku stjórn- ina um, að nýjar og harðari hegn- ingar gegn Djilas muni ekki verða fordæmdar jafnharðlega af sósíalistum í Vestur-Evrópu, Ameríku og Asíu og áður. Ráðherrarnir fjórir verða áfram meðlimir sjálfs Jafnaðarmanna- flokksins og sitja áfram á þingi. Fréttir i stuttu máli MOSKVU, 24. sept. — t dag til- kynnti Tass-fréttastofan rúss- neska, að undanfarið hefðu farið fram æfingar landhers og flota, og hefðu þá verið gerðar víð- tækar tilraunir með kjarnorku- og vetnissprengjur. NEW YORK, 24. sept. — Starfs- tími Hammarskjölds fram- kvæmdastjóra S. Þ. rennur út í apríl n. k., og mun öryggisráðið koma saman í næstu viku til að ræða málið. fyrir tilstuðlan ættarhöfðingj— anna, var hann harðhentur, en þá hafði hann þjóðina við hlið sér að miklu leyti. Síðan hafa vinsældir hans og stjórnarinnar dvínað verulega. Síðustu mánuð- ina hefur verið hægt að halda óánægjni fólksins í skefjum með því að setja bráðabirgðalög. í írak er hið sama gert, en bráða- birgðalögin þar miða að því að koma á skjótum efnahagslegum umbótum, sem veiti betri lífs- kjör í framtíðinni, þar sem aftur á móti Jórdaníumenn virðast ekki eiga fyrir höndum bjartari framtíð, eins og málum er nú háttað. Að vísu veita Bandaríkjamenn landinu mikla hjálp, bæði efna- hagslega og hernaðarlega, en á sama tíma eykst hinn leynilegi undirróður innanlands, sem er á yfirborðmu vinveittur Aröbum, en í eðli sínu kommúnískur. Út- varpið í Damaskus ræðst á hverj- um degi heiftarlega á Hussein, og í hernum, sem er einasti bak- hjarl konungs, sitja foringjarnir á svikráðum hver við annan og allt ólgar í undirróðri. Ræður úrslitum um tilveru Jórdaníu. Meirihluti Jórdaníubúa — og fyrst og fremst þeir % hlutar, sem eru arabískir flóttamenn frá ísrael — er vinveittur Nasser og viðurkennir algerlega samning Sýrlands við Sovétríkin. Atburð- irnir í Sýrlandi undanfarið höfðu og hafa það höfuðmarkmið að þurrka Jórdaníu af landabréfinu. Þess vegna stendur Hussein kon- ungur nú gagnvart ákvörðun, sem getur ráðið úrslitum um til- veru hans .sjálfs og þjóðar hans. Eisenhower grípur iií róttækra rábstafana í Arkansas Finnskir Jafnaðannenn sundraðir Hussein í vanda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.