Morgunblaðið - 25.09.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.09.1957, Blaðsíða 6
8 MORCVJSBL4Ð1Ð Miðvikudagur 25. sept. 1957 Röggsamur fundarstjóri kjörinn forseti Allsherjorþings S.Þ. Nýsjálendingurinn Sir Lesl- ie Munro, sem kjörinn hefur verið forseti Alls- herjarþings S.Þ. er kunnur og mikils metinn fyrir margra ára starf á ýmsum sviðum innan þessara alþjóðasamtaka. Eitt ár- ið var hann forseti Gæsluvernd- arráðsms og í fjögur ár sat hann sem fulltrúi Nýja-Sjálands í ör- yggisráðinu. Þar af gegndi hann árið 1954 formennsku í því og Sir Leslie Munro. hlaut mikið lof fyrir hina rögg- samlegustu fundarstjórn. ★ Sir Leslie Munro er fæddur í Auckland á Nýja-Sjálandi, 26. febrúar 1901. Hann stundaði lög- fræðinám þar í borg, var mál- flutningsmaður og síðarprófessor í lögum og loks forseti lagadeild- ar sama háskóla. Annars er hann fjölhæfur maður og hefur að ýmsu unnið. Hann er víðlesinn og fróður um bókmenntir og list- ir. Á árunum fyrir heimsstyrjöld var hann í heimalandi sínu kunn ur útvarpsfyrirlesari og skrifaði oft greinar í blöð um utanríkis- málefni. Árið 1942 var hann svo ritstjóri New Zealand Herald, eins stærsta dagblaðs þessa suð- læga eyríkis og hélt þeirri stöðu unz hann var skipaður sendi- herra í Washington og aðalfull- trúi Nýja-Sjálands hjá Samein- uðu þjóðunum. ★ Sendinefnd Nýja-Sjálands hjá S.Þ. er meðal hinna minnstu. En Sir Leslie Munro hefur gengið að starfinu með svo mikilli ein- beitni og skipulagningu, að þessi litla sendinefnd er talin betur upplýst en flestar aðrar um þau mál, sem á dagskrá eru hverju sinni. Hefur oft verið leitað til hennar um upplýsingar og oftsinnis hefur hún haft margt gott til málanna að leggja. Sjálf- ur hefur Sir Leslie Munro verið mikill starfsmaður og önnum kafinn í ýmsum nefndum sam- takanna. Mest orð fer af honum sem frábærum fundarstjóra. Bæði hefur hann sjálfur annazt fundarstjórn af miklum skör- ungsskap og einnig er það við urkennt að með ýmsmm tillög- um sínum hefur hann bætt úr fjölda ágalla á fundarsköpum S.Þ. Þegar hann var formað ur Öryggisráðsins 1954, tók hann t.d. upp þá aðferð, að semja sem formaður ráðsins yfirlit yfir niðurstöður um- ræðnanna. Kom þetta í stað ályktunar, sem tíðkazt hafði að ráðið samþykkti í lok hverr ar umræðu. Hafði ályktunar- samþykkt reynzt örðugleikum háð vegna neitunarvaldsins. ★ Reynslan af skörulegri fundar. stjórn Sir Leslie Munros var tví- mælalaust tilefni þess, að hann var kjörinn forseti Allsherjar- þingsins. Við þetta kjör átti hann í samkeppni við Wan prins frá Thailandi, sem var forseti Alls- herj arþingsins sl. ár, en langaði til að hljóta þann heiður að verða forseti þess tvö ár í röð. Wan prins leitaði stuðnings fulltrúa við kosninguna, en Sir Leslie hafði engan áróður í frammi fyr- ir sjálfan sig, utan hvað þess er getið, að hann hafði látið svo um mælt, að ef hann yrði kjörinn forseti Allsherjarþingsins, þá skyldi hann sjá um, að þingfund- ir hæfust stundvíslega. Og það er enginn vafi, að hann mun reyna að standa við þessi orð sín, þótt við ramman reip sé að draga, því að óstundvísi hefir verið mjög áberandi á þing fundum S.Þ. ★ Ef menn þekkja Sir Leslie Munro rétt, þá mun hann og beita valdi sínu sem fundar- stjóri til að reyna að stytta fundi S.Þ. Það hefur viljað við brenna, að umræður á fund- um þar dragist á langinn úr hófi fram. Hinn nýi forseti Alisherjarþingsins er þekkt- Áhorfendur, ungir sem gamlir og allir sem Stórmót Taflfélagsins EINHVER MESTI viðburður af mörgum stórum á sviði skák- íþróttarinnar hér á landi hin síð- ari ár, er Stórmót Taflfélags Reykjavíkur sem yfir stendur í Listamannaskálanum. Þar tefla tveir erl. stórmeistarar, sænskur og argentískur, ásamt tveim al- þjóðlegum skákmeisturum, ung- verskum og íslenzkum, og auk þess 8 ísl. skákmenn sem Tafl- félagið bauð til mótsins. Mót þetta hefur vakið verð- skuldaða athygli fólks. Þarna hefur mörgum gefizt tækifæri til að sjá alþjóðlegt skákmót, eins og þau gerast hvað bezt er- lendis þegar ekki er um að keppa stóra titla. Menn sjá hvernig slík mót eru framkvæmd. Gefst kost- ur á að fylgjast með þessum snjöllu erlendu-og innlendu skák mönnum keppa við klukkuna og glíma við flóknar skákstöður, sjá fyrir leiki mótherjans og byggja upp sókn og vörn. fylgjast með, og bollaleggja og dæma hver eftir beztu getu byrja að fylgjast með skák, hætta því seint. ur að því, að vera fljótur að slá fundarhamri í borðið. Hann mun og, ef að líkum læt- ur vinna að því meira á bak við tjöldin, en fýrirrennarar hans, að reyna að miðla mál- um og semja við fulltrúa um að takmarka nokkuð þær efn- islitlu langlokur, sem allt of mikið hafa sett svip sinn á fundi hjá Sameinðu þjóðun- um. sbrifar úr a lífinu KÆRI Velvakandi í þetta skipti sný ég mér til þín varðandi danslögin á laugar- dagskvöldum. Þau eru, sem kunn ugt er, mjög sjaldan lengur en til miðnættis nema um óæðri helgi- dag sé að ræða. Létt lög ÞARNA finnst mér mætti bseta úr máli, sem fjölda margir hafa mikinn áhuga á. Okkar góðu forráðamenn hjá Ríkisút,- varpinu hafa sýnt hlustendum sínum æ ofan í æ, hve mikið þeir hafa breytt og aukið dagskrána til hins betra og væri lítill hængur á að kippa þessu í lag. Ég vil leggja til , að danslögin verði ávallt til kl. 01,00 eftir mið- nætti og stundum til kl. 02,00, sem áður hefur. tízkazt. T. d. vegna fólksins úti á landsbyggð- inni, sem oft ekki kemst að heim an til að skemmta sér. Vegna sjómannanna á hafi úti, sem ekkert hafa sér til skemmtunar og vaka oft eftir lögunum, þenn- an stutta tíma, sem þau eru. Einn ig fólkið, sem fer sér til upp- lyftingar út að ganga, í bíó o. s. £rv., en síðan heim til sín, það langar oft til að hlusta, er það má sofa út að morgni. Að ógleymdum þeim mönnum í landi, er atvinnu sína stunda á þessum tíma. Ekki þyrfti endi- lega að leika eintóm danslög. Ágætt væri að fá létt lög, svo og létt klassisk lög inn á milli. Ann- ars finnst mér þulir útvarpsins hafa verið prýðisgóðir með laga- val sitt á laugardagskvöldum, og eiga þeir þakkir skilið fyrir það. Ég vona að þú Velvakandi góður ljáir mér rúm í blaði þínu fyrir línur mínar. • Fyrirfram þakklæti. S. K. Bókmenntir, en ekki klám HÉR í dálkunum á sunnudag- inn birtist pistill eftír sjálf- skipaðan siðameistara, sem nefn- ir sig Svein. Hann kveðst vera „þeirrar skoðunar, að kiám ,sé klám,“ og og er það út af fyrir sig merkileg yfirlýsing, en niður- stöðurnar, sem hann dregur af uppgötvun sinni, eru ekki eins merkilegar. Tilefni pistilsins er bók Mykles, Sangen om den röde rubin. Hann segir, að hér sé „um hina örgustu klámbók að ræða“ og telur sorp- og glæpa- ritin „ólíkt geðslegri" en þessa mikið ræddu skáldsögu. Ekki veit ég, með hvers konar gleraugum þessi Sveinn les bók- menntir, eða hvaða mælikvarða hann leggur á þær yfirleitt. En ekki er sá bókmenntasmekkur upp á marga fiska, sem setur listrænt skáldverk skör lægra en sorp- og glæparit. Rétt er það, klám er klám, en klám getui aldrei orðið bókmenntir. Fransk- ur hugsuður hefur sagt: „Klámið hefst þar sem bókmenntunum lýkur“. Ef Sveinn er í vafa um, að bók Mykles sé góðar oók- menntir, þá liggja fyrir dómar fremstu gagnrýnenda Dana og Norðmanna. Þá mun og í ráði, að bókin komi út á íslenzku, og geta menn þá gengið úr skugga um sanngirnina í sleggjudómum Sveins. Annars má benda honum á þann gamla sannleik, að það er hugarfar lesandans fyrst og fremst sem ræður því, hvað hann „fær út úr“ lestri bóka. „Hreinum er allt hreint," stendur í helgri bók. — Hreinn. Hér er annar stórmeistaranna á mótinu Svíinn G. Stáhlbcrg, einn kunnasti skákmeistari" heimsins. Samt á hann sigur engan veginn vísan. Já, það er mikið hugsað í Lista mannaskálanum þessar vikurn- ar, sennilega meira en nokkru sinni fyrr. Áhorfendur, sem verið hafa fjölmargir hafa tekið þátt í þessum miklu heilabrotum, og má sjá margan spekingssvipinn þar. Stundum er ekki laust við að meðal áhorfenda megi finna lausnir við vandanum á einstök- um skákborðum. En þessar „lausnir" áhorfenda eru oft ekki eins djúphugsaðar og þarf, og þess vegna er beðið með óþreyju eftir hverri mannshreyfingu á skákborðunum sex. Það er lær- dómsríkt skákunnendum að fylgj ast með svona móti, enda má þar fylgjast með skýringum við skákirnar, sem sagðar eru af ýms um öðrum góðum skákmönnum, en sitja við taflborðin. í Listamannaskálanum er öllu vel fyrir komið — eins þægilega og hægt er, og krefst það mikill- ar vinnu Taflfélagsmanna, sem sýnt hafa sig vandanum vaxnir. Frá skákmótinu. — Friðrik teflir við Arinbjörn. í einu horni saiarins eru skákir skýrðar, en allar skákir má sjá á sýningarborðunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.