Morgunblaðið - 25.09.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.09.1957, Blaðsíða 16
16 MORGVISBI AÐ1Ð Miðvikudagur 25. sept. 1957 !A ustan Edens eftii Johir Steinbeck 1391 kindunum, hvað sannur karlmaður gæti. — Cal sat hljóður við hlið hans og hlustaði. Þegar lækka tók í flösk- unni hjá Rabbit, laumaðist Cal frá honum og fékk Louise Schnei- der til að kaupa flösku fyrir sig. Og Rabbit lagði frá sér tómu flösk una, greip svo til hennar aftur og hélt þá á fullri flösku í hend- inni. „Skrítið", sagði hann. — „Ég hélt að ég hefði ekki átt nema eina flösku. Sannarlega gleðilegur mis- skiiningur". Þegar seinni flaskan var hálfn- uð, hafði Rabbit ekki aðeins gleymt því, hver Cal var, heldur og líka þvíj hve gamall hann var. Hann mundi bara það eitt, að hjá honum sat mjög kær, gamall vinur. „Nú skal ég segja þér nokkuð, George", sagði hann loðmæltur. — „Þegar éíT er búinn að fá mér ofurlítið meiri hressingu úr þess- ari hérna, förum við báðir niður I Salinas Row. Farðu nú ekki að segja mér að þú hafir ekki efni á því. Ég borga það allt saman. Sagði ég þér, að ég hefði selt fjörutíu ekrur fyrir mjög hátt verð — og þad meira að segja hálf gert óræktarland?" Og hann hélt áfram: — „Harry, á ég að segja þér hvað við skul- Um gera. I kvöld lítum við ekki við neinum fimmtíu centa hórum. Við förum beint til Kate. Það koát ar að vísu mikið, tíu dollara, en það skiptir ekki neinu máli. Þar er líka sirkus, skal ég segja þér. Hefurðu nokkurn tíma séð sirkus, Harry? Þar er nú fjör í pilsun- um, maður lifandi. Kate er nú manneskja sem veit hvað hún Syngur. Þú veizt hver Kate er, Q- Þýðing Sverrn Haraldsson □--------------------n George, er það ekki? Hún er kona Adams Trask, móðir litlu skratta kollanna, tvíburanna. Drottinn minn sæll. Aldrei gleymi ég því þegar hún skaut hann og strauk í burtu. Skaut hann í öxlina og strauk í burtu. Nei, hún var ekki aldeilis nein fyrirmyndar eigin- kona, en sem hóra ber hún langt a' öllum öðrum. Og svo segja þeir sem vita betur, að hórur verði góð ar eiginkonur, ef þær á annað borð giftast. Þær hafa reynsluna, skyldi maður halda — kunna list- ina. — Réttu mér höndina, Harry og hjálpaðu mér á fætur. Um hvað var ég annars að tala?“ „Sirkus“, sagði Cal lág.um „Oh, já. Þú mátt passr. þig að missa ekki augun út úr augnatótt- unum, þegar þú sérð sirkusinn hjá Kate. Veiztu hvað þær gera þar?“ Cal gekt lítið eitt á eftir, svo að Rabbit skyldi ekki taka eftir honum. Rabbit sagði honum hvað þær gerðu. Og það var ekki það, sem vakti viðbjóð hjá Cal. Honum fannst það bara heimskulegt og vitlaust. Nei, það var hugsunin um mennina, sem horfðu á þær. Þegar þeir gengu undir götuljós- ker og Cal sá andiltið á Rabbit, vissi hann hvernig áhorfendurnir á þessum sirkus myndu líta út. Þeir gengu í gegnum grasi vaxna garðinn og upp ómáluðu húsatröppurnar. Þótt Cal væri stór eftir aldri reyndi hann samt að ganga á tánum. Dyravörðurinn veitti honum ekki mikla athygli. Rökkrið í herberginu, þar sem að- Sendisvemn óskast , íuiipimuu, HATEIGSVEG 2 Unglingar eða eldra fólk óskast til að bera blaðið til kaupenda víðsvegar um bæinn. Sími 2-24-80 eins logaði á einum, litlum lampa, leyndi æsku hans og hann hvarf óséður í hóp hinna óstyrku og eirð arlausu manna, er sátu þar og biðu. 3. Áður hafði Cal alltaf langað til að koma sér upp safni af hlutum er hann hafði séð og hlutum er hann hafði heyrt — eins konar vöruskemmu, með vopnum og verjum, er hann gæti haft not af, ef svo bæri undir. En eftir heim- sókn sína ' hóruhús Kates, fann hann aðeins til örvæntingarfullrar þarfar fyrir hjálp. Eitt kvöld, þegar Lee sat og hamraði á ritvélina sína, var bank að létt á hurðina og Cal kom inn. Cal tyllti sér fremst á rúmstokk- inn og Lee settist í djúpa hæginda stólinn. Hann var alltaf jafnhrif- inn af því hve óvenjulega þægileg- ur sá stóll var. Lee krosslagði hendurnar framan á maganum, eins og hann væri með víðar, kín- verskar ermar og beið þolinmóður þess er koma skyldi. Cal '•tarði á blett uppi í loftinu, beint fyrir of- an höfuðið á Lee. Cal talaði hratt og í hálfum hljóðum: — „Ég veit hvar mamma er og hvað hún gerir. Ég sá hana“. Lee bað hljóðrar bænar um leið- sögn í þessu vandamáli. „Hvað er það sem þig langar að vita?“ spurði hann. „Ég veit það varla enn. Ég er að reyna að hugsa. Ætlarðu segja mér alveg satt?“ „Auðvitað“. Spurningarnar voru svo marg- ar og í svo miklum hrærigraut í huga Cals, að honum veittist erf- itt að einbeita sér að einni sér- stakri: — „Veit pabbi það?“ „Já“. „Hvers vegna sagði hann þá að hún væri dáin?“ „Til þess að hlífa ykkur við sorg og þjáningum". Cal hugsaði sig um eitt andar- tak, áður en hann bar fram næstu spurningu: — „Hvað hafði pabbi gert henni, fyrst hún fór svona frá honum?“ „Hann elskaði hana af allri sál sinni og öllum líkama sínum. Hann gaf henni allt, sem hann gat gef- ið“. — „Skaut hún hann?“ „Já“. „Hvers vegna?' „Vegna þess að hann vildi ekki að hún færi“. „Gerði hann henni nokkuð illt?“ „Ekki svo að ég viti til. Það hefði ekki verið líkt honum, að gera nokkuð slíkt“. „Hvers vegna gerði hún það, Lee?“ „Ég veit það ekki“. „Veiztu það ekki, eða viltu ekki segja það?“ „Ég veit það ekki“. Cal sat svo lengi án þess að segja eitt orð, að Lee var tekinn að ókyrrast í sætinu. Honum létti stórum, þegar Cal rauf þögnina aftur. Nú var röddin breytt. Það var kominn einhver bænarhreim- ur í hana. „Þú þekktir hana, Lee. Hvernig var hún?“ Lee andvarpaði og hendur hans losuðu takið á stólbríkunum: — „Ég get bara sagt það sem ég held. Það má vel vera að mér skjátlist". „Og hvað heldur þú?“ „Cal“, sagði hann. — „Ég hef hugsað um það oft og mörgum sinnum og ég hef enn ekki kom- izt að neinni sérstakri niðurstöðu. Hún er og verður gáta, manneskj an sú. Mér finnst einhvern veginn að hún sé ekki eins og aðrar mann eskjur. Það er eitthvað sem hana vantar algerlega. Kannske góð- vild, eða samvizka. 1 hvert skipti sem ég minnist hennar, er eins og hugsanir ínar fálmi sig áfi-am í niðamyrkri. Ég veit ekki hvað það var sem hún vildi, eða eftir hverju hún sóttist. Hún var full af hatri, en ég veit ekki hvers 1 vegna, eða hvað það var, sem hún hataði með svo dauðlegum ástríðu ofsa. Það er og verður algert leyndarmál. Og það var eitthvað ónáttúrlegt við þetta hatur henn- ar. Það var hvorki æðislegt né blint. Það var kalt og miskunnar- laust. Ég veit ekki til hvers ég er að segja þér frá þessu“. „Ég þarf að fá að vita vissu mína“. „Hvers vegna? Leið þér ekki bet ur, áður en þú fékkst nokkuð að vita?“ „Jú, en Lér eftir get ég ekki hætt“. „Það er alveg rétt“, sagði Lee. „Þegar fyrsti sannleikurinn renn- ur upp fyrir manni, er of 'seint að stanza í leit sinni að honum — nema því aðeins, að maður sé hræsnari eða heimskingi. — En meira get ég ekki sagt þér, vegna þess að ég veit ekki meira sjálf- ur“. „Segðu mér þá eitthvað meira um pabba“, sagði Cal. „Það get ég gert“, sagði Lee. Svo var eins og hánn legði við hlustirnar: — „Skyldi annars Lsugaveg 33 Asnerískir tækifæriskjólar í fallegu ú'rvali MARKÚS Eftlr Ed Dodd 1) — Heldurðu, að einhver hafi kveikt í skóginum til þess að draga athygli okkar frá folanum. — Það getur hugsazt. Nú ættir þú og Siggi að snúa heim og at- huga það. Hér er kominn nógur liðsafli til a ðslökkva eldinn. 2) — Siggi, það er búið að taka Freyfaxa. — Já, og Bangsa líka. 3) Á meðan úti í mýrinni: — Þessi ól er orðin slitin. Fol- inn gæti hæglega slitið hana í sundur og sloppið heiih. Ég verð bara að gera kví utan um folann. nokkur heyra til okkar? Við skul- um tala lágt“. „Segðu mér eitthvað meira um pabba“, endurtók Cal. „Ég held að faðir þinn hafi það í ríkum mæli, sem hana skorti svo mjög. Hjá honum er góðvildin og samvizkusemin á svo háu stigi, að það nálgast galla. Það háir hon- um og hindrar hann“. „Hvað gerði hann, þegar hún fór frá okkur?“ „Hann dó“, sagði Lee. „Hann gekk að vísu um, en hann var samt sem áður dáinn. Og það er fyrst núna fyrir skemmstu, að hann lifnaði aftur“. Le_ sá undar- legan, nýjan svip á andliti Cal. Augun voru stærri og opnari en venjulega og munnurinn, sem áð- ur hafði verið hörkulegur og sam- anbitinn hafði nú mýkri og mild- ari línur. í svip hans sá nú Lee í fyrsta skipti svip Arons, þrátt fyrir ólíkan hörundslit. Herðar Cals titruðu lítið eitt, líkast því Sem vöðvarnir hefðu legið of lengi undir þungu fargi. „Amar nokkuð sérstakt að þér, Cal?“ spurði Lee, er hann sá hin ytri merki þeirrar innri baráttu, er drengurinn háði. „Mér þykir svo vænt um hann“, sagði Cal. „Það þykir mér líka“, sagði Lee. „Ég býst ekki við að ég hefði get- að verið svo lengi hjá honum, ef svo hefði ekki verið. Hann er ekki hygginn á veraldlegan mæli- kvarða, en hann er góður maður. Kannske bezti maður sem ég hef nokkru sinni kynnzt“. Cal reis snögglega á fætur: — „Góða nótt, Lee“, sagði hann og bjóst til að fara. „Nei, bíddu andartak. Hefurðu sagt nokkrum frá þessu?“ „Nei“. „Ekki Aroni? — Nei, auðvitað myndirðu ekki gera það“. „En ef hann kæmist nú að því sjálfur?“ „Þá yrðir þú að hjálpa honum og styrkja hann. Nei, farðu ekki alveg strax. Við fáum kannske ekki tækifæri til að tala saman aftur. Þú ,:annt að bera kala til mín, vegna þess að ég veit að þú þekkir hið sanna í þessu máli. Segðu mér aðeins þetta, að end- ingu — hatarðu móður þína?“ „Já“, svraði Cal. „Mér datt það svo sem í hug“, Sagði Lee. — „Aldrei held ég að faðir þinn hafi hatað hana. Hann kenndi einungis nístandi harms“. Cal gekk til dyra, hægt og hljóð Miðvikudagur 25. september: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna: Tónleik ar af plötum. 19,30 Lög úr óperum (plötur). 20,30 Erindi: Fuglinn dúdú (Ingimar Óskarsson náttúru fræðingur). 20,55 Tónleikar (pl.), 21,20 Samtalsþáttur: Edvald B. Malmquist ræðir. við Vigfús Helga son kennara og Kristján Karlsson skólastjóra bændaskólans að Hól- um í Hjaltadal, í tilefni af 75 ára afmæli skólans í sumar. 21,35 Tón leikar (plötur). 21,50 Upplestur: Kvæði úr bókinni „Sól og ský“ eftir Bjarna Brekkmann. 22,10 Kvöldsagan: „Græska og getsak- ir“ eftir Agöthu Christie; XII. (Elías Mar les). 22,30 Létt lög (plötur). 23,00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 26. septemher: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni1, sjó- mannaþáttur (Sjöfn Sigurbjörns- dóttir). 19,30 Harmonikulög (plötur). 20,30 Úr sjóði minning- anna: Dagskrá Menningar- og minningarsjóðs kvenna, gerð úr ritum Ólínu Jónasdóttur. — Karó- lína Einarsdóttir og Valborg Bents dóttir velja efnið og búa til flutn- ings. Flytjendur auk þeirra: Halla Loftsdóttir og Andrés Björnsson. 21,30 Útvarpssagan: „Barbara“ eftir Jörgen-Frantz Jacobsen; VII. (Jóhannes úr Kötlum). — 22,10 Kvöldsagan: „Græska og getsakir" eftir Agöthu Christie; XIII. (Elías Mar les). 22,30 Sin- fónískir tónleikar (plötur). 23,10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.