Morgunblaðið - 29.08.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.08.1957, Blaðsíða 16
2-24-8» fHmaQPHttirifafrtfe 12-24-80 193. tbl. — Fimmtudagur 29. ágúst 1957. A ný eru hafnar framkvæmdir við hina miklu hengibrú yfir Hvítá í Biskupstungum hjá Iðu. — Sjá grein á bls. 9. (Ljósm. Mbl.: Gunnar Rúnar). A.S.I. slaðfesfi úrskurðinn varðandi Efra-Sogs-flufninga MORGUNBLAÐIÐ frétti í gærkvöldi að stjórn Alþýðusambands fslánds hefði komið saman og fjallað um úrskurð stjórnar Lands- sambands vörubílstjóra, eftir kröfu stjórnar Mjölnis í Árnessýslu, i deilu Mjölnis við Vörubílstjórafélagið Þrótt í Reykjavík. ★ — ★ — ★ Stjórn A.S.f. staðfesti á þessum fundi sínum úrskurð stjórnar I.andssambands vörubílstjóra um skiptingu flutninga á efni og öðru að Efra-Sogs-virkjun. A.S.f. stjórnin vísaði málinu að öðru leyti frá sér og benti á að það væri ekki á valdi annarra en þings Landssambandsins sjálfs að breyta úrskurðinum. ★ — ★ — ★ ]Þá hefur Mjölnis-stjórn einnig farið þess á leit við stjórn Dags- brúnar að hún grípi inn í deilu þessa á þann hátt að neita að hlaða Þróttarbíla, sem varning flytja austur að Efra-Sogi. f gærkvöldi höfðu ekki borizt fréttir af afstöðu Dagsbrúnarstjórnar, en kunnugir töldu ólíklegt að hún vilji hafa afskipti af deilunni með nokkrum þeim hætti sem Mjölnis-stjórn hefur óskað eftir. Stuðningur við Mjölni’ SELFOSSI, 28. ágúst. — Fulltrúa- ráð verkalýðsfélaganna hér í sýsl unni hélt fund á Selfossi í gær- kvöldi. Umræðuefnið var deila Mjölnismanna. Samþykkti fund urinn að beina þeim tilmælum til verkamannafélagsins Dags- brúnar í Reykjavík, að Dagsbrún armenn verði ekki látnir vinna við að lesta eða losa bíla, sem flytja efni til virkjunarinnar við Efra-Sog á meðan flutningadeil- an er óleyst. Þá lýsti fundurinn yfir eindreg inni samstöðu fulltrúaráðsins með vörubílstjórafélaginu Mjölni í fyrrnefndri deilu og hét ein- dregnum stuðningi verkalýðs- félaganna í Arnessýslu við hverj- ar tiltækar ráðstafanir til að tryggja réttláta lausn deilunnar. Eéraðsmót Sjálfstæðismanna i Eyjaíirði um næsta helgi UM næstu helgi verða tvö hér- aðsmót Sjálfstæðismanna í Eyja- firði. Verður annað mótið í Ól- afsfirði, en hitt að Freyvangi, hinu nýja og myndarlega félags- heimili í Öngulsstaðahreppi. í Ólafsfirði. Mótið í Ólafsfirði er nk. laugar dag kl. 8,30 síðd. Munu þar flytja ræður alþingismennirnir Ingólf- ur Jónsson og Magnús Jónsson. Fluttur verður gamansöngleik- urinn „Ást og andstreymi", eftir Offenbach, sem fluttur hefur verið á mörgum héraðsmótum í sumar við mikla hrifningu áhorfenda. Söngvarar eru þau Guðmunda Elíasdóttir, Guðmund ur Jónsson og Þuríður Pálsdótt- ir. Undirleik annast Fritz Weiss- happel. Að lokum leikur hljómsveit fyrir dansi. í Freyvangi. Mótið í Freyvangi er nk. sunnu dag og hefst kl. 9 síðdegis. — Verða þar sömu dagskráratriði og á mótinu í Ólafsfirði. Leikhús Heimdallar sýnir gamanleik Frumsýningin verður annað kvöld HEIMDALLUR, félag ungra Sjálfstæðismanna, frumsýnir gaman- leikritið „Sápukúlur", eftir George Kelly í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld kl. 8,30. — Leikhús Heimdallar mun nú í fjórða skiptið hefja sýningu á sumarleikriti. Þessi þáttur í félagslífi Heimdallar hefur verið mjög vinsæll og vakið áhuga annarra á leiksýningum yfir sumartímann. Leikritið „Sápukúlur" er bráð skemmtilegt og hefur verið sýnt við góðar undirtektir í Banda- ríkjunum. Höfundur leikritsins er George Kelly, sem er í dag framarlega í hópi leikritahöfunda vestanhafs. Leikstjórn annast Indriði Waage, en leikarar eru; Róbert Arnfinnsson, Herdís Þorvalds- dóttir, Arndís Björnsdóttir og Kristbjörg Kjell, og má af þessu sjá að vel hefur tekizt til um val leikara. Leikritið stendur yfir í aðeins 45 mín. og verður síðan dansað til kl. 23,30. Væntir Leikhús Heimdallar góðrar þátttöku almennings í við leitni sinni til þess að lífga skemmtanalíf bæjarbúa. Aðgöngumiðasala er í Sjálf- stæðishúsinu (uppi) frá 9—5. Miðapantanir í síma 17100. Engir Þrótfar-bílar á leiðinni til Efra-Sogs Æsifrétt Tímans borin til baka VEGNA fréttar í Tímanum í gær að 5 vörubílar frá Þrótti hefðu kvöldið áður farið með varning austur að Efra-Sogi kom Mbl. að máli við Friðleif I. Friðriksson, formann Þróttar og spurði hvað hæft væri í þessu. Friðleifur kvað þessa frétt Tímans alranga, og kvaðst ekki skilja hvernig hún gæti verið til komin né í hvaða tilgangi hún væri birt. Ekki hefði blaðið leitað neinna upplýsinga um þetta hjá Þrótti áður en frétt- in var birt. Formaður Þróttar sagði, að síð- an vörubílarnir 13 brutust í gegn- um vegatálmun Mjölnis hefði enginn vörubíll frá Þrótti farið austur og myndi ekki gera, nema verktakarnir óskuðu eftir flutn- ingi. Mbl. sneri sér þá til Árna Snævarr, sem er einn í stjórn verktakanna og innti hann eftir hvort nokkur ósk lægi nú fyrir um flutning á vörum austur að Efra-Sogi. Hann kvað það ekki vera sem stendur. Samkvæmt því getur Mbl. því fullyrt að engir vörubílar frá Þrótti fóru austur hvorki í fyrradag né í gær. En framtíðin er óráðin. Þingmenn frá Norðurlöndum hafa undanfarna daga verið að koma til Islands til þátttöku í norrænu þingmannaráðstefnunni. Þessi mynd var tekin á Reykjavíkurflugvelli í fyrrakvöld, þegar nokkrir danskir þingmenn komu hingað með Viscount-flugvél Flugfélagsins. Á miðri myndinni sést Páll Ásg. Tryggvason stjórnarráðsfulltrúi taka á móti hinum erlendu gestum. Bridgemótið í Vínarborg: (Ljósm.: Sv. Sæm.) ísland náði jöfnu við Belgíu — tap gegn Ítalíu ÍSLENZKA sveitin á bridgemótinu í Vínarborg hefur enn ekki „fundið sjálfa sig'1 eftir sigurinn yfir Austurríki. í 11. umferð náði hún jafntefli við Belgíu, en í 12. umferð töpuðu íslendingar fyrir ítölum, en þeir eru nú langsigurstranglegastir á mótinu — hafa enn engum leik tapað. Úrslit 11. umferðar Lebanon vann Finnland 89:73. Noregur og Danmörk gerðu jafn- tefli 49:48. Spánn vann Svíþjóð 51:40. Ítalía vann Pólland 74:33. ísland og Belgía skyldu jöfn 46:47. Sviss og Þýzkaland skyldu jöfn 69:70. Frakkland vann Hol- land 90:27. Austurríki og Engiand skyldu jöfn 50:47. «>------------------------------ Úrslit 12. umferðar Holland vann Austurríki 50:40. Frakkland vann Þýzkaland 69:58. Belgía vann Sviss 58:43. Ítalía vann ísland 69:28. Spánn vann Pólland 68:43. Danmörk vann Svíþjóð 75:50. Noregur vann Finn land 68:56. írland vann Lebanon 77:42. — Vilhjálmur. Fundir þingmannasambands Norðurlanda hefjast í dag í DAG hefst í Reykjavík 31. fundur þingmannasambands Norðurlanda. Þingmannasambandið var stofn að órið 1907, og hafa oftast verið haldnir fundir annað hvort ár, til skiptis í höfuðborgum Norður- landa. Á þessum fundi verða umræðu efni sem hér segir: Beinir og óbeinir skattar, og flytur Trygve BratteU fjármálaráðherra Nor- egs framsöguræðu. Alþjóðalög- regla, sem þátt í starfsemi Sameinuðu þjóðanna til að við- halda friði í heiminum. Fram- söguræða: Rickard Sandler fyrrv forsætisráðherra Svíþjóðar, og ennfremur mun einn finnnsku fulltrúanna flytja framsöguræðu um þetta efni. Davíð Ólafsson fiskimálastjóri flytur greinar- gerð af hálfu íslands um fisk- veiðitakmörk. Að lokum verð- ur rætt um framtíðarstarfsemi þingmannasambandsins, og mun Alsing Andersen, fyrrv. ráðherra og formaður dönsku þingfulltrú anna flytja framsöguræðu. Þinginu lýkur á föstudags- kvöld, en á laugardag verður þingfulltrúum boðið í ferðalag til ýmissa staða í nágrenni Reykjavíkur, þ. á. m. Þingvalla. Meðan þingið stendur yfir munu þingfulltrúar m. a. fara til Bessastaða í boði forseta ís- lands. í stjórn íslandsdeildar þing- mannasambandsins eru þessir menn: Gunnar Thoroddsen, borg- arstjóri, formaður, Bernharð Stefánsson, bankastjóri, Emil Jónsson, bankastjóri, og Hanni- bal Valdimarsson, félagsmálaráð herra. Ræðir um hand- ritamálið í KVÖLD kl. 8.30 heldur Bjarni M. Gíslason erindi í útvarpið um lýðskólana dönsku og handrita- málið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.