Morgunblaðið - 29.08.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.08.1957, Blaðsíða 2
í MOTt GII Wfíí, 4 f)lÐ Fimmtudagur 29. ágúst 1957 Uixm 62 ára gamli „fslendingur“ sokkinn í Reykjavíkurhöfn. (Ljósm. Mbl.: Gunnar Rúnar). Camli íslendingur sökk í Reykjavíkurhöfn í gœr B & K heimsækja Sýrland DAMASKUS, 28. ágúst. — Sýr- lenzka stjórnin tilkynnti í dag að Bulganin og Krúsjeff myndu heimsækja Sýrland fyrir áramót. Þegar landvarnarráðherra Sýr- lands var fyrir skömmu 1 heim- sókn í Moskvu bauð hann tví- menningunum formlega að koma til Sýrlands og þáðu þeir boðið. Þá hefur íulltrúi Sýrlands- stjórnar einnig tilkynnt að horf - ur séu á að þeir Kuwatly forseti (Sýrlands, Nasser forseti Egypta- 1 lands og Saud Arabíukonungur haldi ráðstefnu með sér í náinni framtíð. Ráðstefna sú yrði haldm annaðhvort í Rijad höfuðborg Arabíu eða í Kairo. — Reuter. Hlulaskipli á norska síldveiðiflotanum BJÖRGVIN 28. ág. (NTB). Eins og kunnugt er hafa Norðmenn nú tekið upp þann sið að senda skip til herpinótaveiða við ísland á sumrin. Flytja bátarnir síldina síðan ti)_ bræðslu á vesturströnd Noregs. í dag lauk fundi útgerð- armanna og sjómanna þar s°m ákveðið var endanléga, hvernig hlutaskipting á síldveiðunum í sumar skyldi vera. Þar var ákveð ið að sjómenn skyldu fá 28% af brúttó tekjum. Þetta mun skipt- ast í 13 hluti á skipum allt að 160 m rúmlestir í 14 hluti á stærri skipum. EITT elzta skip flotans og sumir segja aldursforseti, vélskipið ís lendingur, sem fyrir allmörgum árum var bjargað af hafsbotni inni í Eiðisvík, þar sem skipið lá sokkið í 10—20 ár, sökk aftur í gærdag hér í Reykjavíkurhöfn. Þegar Íslendingi var bjargað var hann gerður upp svo að nærri því var um nýtt skip að ræða. Það var sett í hann dieselvél, ný togvinda og fleira og kostað til hans offjár. Næstu árin var hann stöðugt að heita má að veiðum og í siglingum. Fyrir 3 árum eða um það bil var íslendingi lagt í Þanghafið, þ. e. vestan Ægisgarðs. Síðan hefur hann aldrei verið hreyfður nema þá til þess að flytja hann Bændadagur á Hvanueyri BÚNAÐARSAMBAND Borgar- fjarðar hefur ákveðið að efna til bændadags á sunnudaginn kem- ur á Hvanneyri. Hefst hátíðin kl. 2, með guðsþjónustu í Hvann- eyrarkirkju og prédikar sr. Berg- ur Björnsson í Stafholti. Á eftir hefst bændasamkoman með því að Sverrir Gíslason í Hvammi flytur ávarp. Síðan talar þing- maður Borgfirðinga, Pétur Otte- sen og Björn Blöndal rithöfundur í Laugarholti les upp. Þá skemmta þeir Sigurður Ólafsson og Guðmundur Guðjónsson. Úti á hinum víðlendu túnum Hvann- eyrarskóla verða sýndar nýjustu heyvinnuvélar, m. a. hinn nýi sláttutætari frá Gunnarsholti, sem vakið hefir mikla athygli þeirra, sem bezt hafa vit á slík- um vélum. Jafnframt verða kvik myndir sýndar. Kaffiveitingar verða fram bornar í matsal skól- ans, en þessari fjölbreyttu bænda hátíð Borgfirðinga lýkur svo með því, að samkomugestir fá sér snúning, og verður dansað, vænt anlega af miklu fjöri fram á kvöld og leika harmónikuleikar- ar fyrir dansinum. Slíka bændadaga hafa Borg- firðingar haldið árlega um nokk- urt árabil og hefur þá þótt góð skemmtun að bregða sér til Hvanneyrar, sem er miðstöð bú- vísinda um sunnanvert landið. til og frá milli bryggjanna í vest- urhöfninni. Útgerðarmaður skips ins Hallgrímur Oddsson, hætti al- veg að hugsa um það þegar eftir að því hafði verið lagt. — Síðan hefur öllu steini léttara verið stolið úr skipinu, t.d. var allt það sem var úr kopar fyrir löngu horfið. Þannig hefur þetta gamla skip legið í algjöru hirðuleysi um ára- bil. í gærdag klukkan 1 er menn komu til virinu sinnar vestur við Grandagarð að loknu matarhléi var því veitt eftirtekt að íslend- ingur gamli var sokkinn, þar sem hann lá við bryggjuna. Enginn hafði séð neitt athugavert við skipið um hádegisbilið. Spaugsamur náungi skaut því fram að nú myndi einhver hafa verið í koparleit, haldið að botn- ventillinn væri úr kopar. Hafnsögumenn skýrðu Mbl svo frá í gærkvöldi að ókunnugt væri hvað annað en margra ára hirðuleysi hefði valdið því að skipið sökk svo skyndilega, en það verði að sjálfsögðu athugað. L'itil sild til Hafnarfjarðar HAFNARFIRÐI. — Togarinn Júlí var hér í gær og íyrradag, en hann kom með fullfermi af karfa. Surprise kemur í dag og Ágúst er væntanlegur á föstudaginn. Hefur verið fremur góð karfa- veiði undanfarið. — Júní veiðir nú fyrir Þýzkalandsmarkað, og Röðull, sem kom úr slipp í gær, mun einnig veiða fyrir sama markað. Kringum 7 bátar eru nú byrj- aðir reknetjaveiðar hér í Flóan- um, en veiði hefur verið mjög treg, það sem af er. í fyrrinótt var t. d. afarmikill straumur, þannig að netin lögðust þá því sem næst flöt, og fékkst því lítið sem ekkert í þau. — Nokkuð fékkst af síld í Grindavíkursjón- um, en þar hefur hún verið mjög horuð, eða allt niður í 8% og er hún brædd. — Sökum storms voru bátar ekki almennt á sjó í Fegurstu garðarnir í Hafnarfirði DÓMNEFND sú, sem Fegrunar- félag Hafnarfjarðar tilnefndi á þessu ári til að dæma um feg- urstu garða ársins 1957, hefir nú skilað áliti. Niðurstaða nefndarinnar er þessi: Heiðursverðlaun hlýtur garður inn Ölduslóð 10, eign Jóns Egils- sonar og frú. Hverfisviðurkenningar hljóta þessir garðar. Fyrir suðurbæ: Garðurinn Öldugata 11, eign frú Herdísar Jónsdóttur. Fyrir vesturbæ: Garðurinn Reykjavíkurvegi 16 B, eign frú Kristínar Guðmundsdóttur. Fyirir vesturbæ: Garðúrinn Reykjavíkurvegi 31, eign Hen- riks Hansen og frú. Þá hefir nefndin að þessu sinni talið ástæðu til þess að fara rétt út fyrir bæjarmörkin og einnig veita viðurkenningu til Skúla Hansen og frúar að Skálabergi í Garðahreppi fyrir frábærilega fagran garð, sem þau hjónin hafa komið upp rétt við bæjarmörk Hafnarfjarðar. Vegna fyrirtækja og stofnana, vill nefndin veita St. Jósefsspít- ala sérstaka viðurkenningu fyrir fegrun þeirrar stofnunar, snyrti- legt og fagurt útlit. Jafnframt hefur dómnefndin athugað útlit þeirra staða, sem verðlaun og viðurkenningu hlutu á síðastliðnu sumri. Yfirleitt er ástand þeirra gott en þó vill nefndin sérstaklega taka það fram, að verðlaunagarðurinn frá í fyrra að Hellisgötu 1, er enn í framför og fegurð hans svo af ber í Hafnarfirði. Þá vill nefnd- in ennfremur taka fram, að Olíu- stöðin hf., sem fékk viðurkenn- ingu í fyrra, hefir enn aukið fegrun og snyrtilegt útlit á sínu athafnasvæði. Er það ánægjulegt og öðrum til eftirbreytni, þegar þeir sem viðurkenningar félagsins hafa hlotið halda áfram og draga ekki úr viðleitni sinni til fegrunar bæjarins. Engir kommúnislar í sýrlenzka hernum! DAMASKUS, 28. ágúst. — Hinn nýskiþaði yfirmaður sýrlenzka hersins Alifi Bizri lýsti því yfir í dag við vestræna fréttamenn, að hann væri ekki og hefði aldrei únisti. Þegar Bizri var spurður, hvort það væri ekki rétt að 6500 rússneskir sérfræðingar dveldust verið kommúnisti. Hann mót- mælti einnig þeim áburði að kommúnistar í sýrlenzka hernum hefðu nú tögl og hagldir. Sagði meira að segja að ekki væri einn einasti liðsforingi í honum komm nú í Sýrlandi, svaraði hann að ekki væri einu sinni einn tugur rússneskra sérfræðinga í landinu. — Reuter. Danir lesa upp Rauða Rúbíninn KAUPMANNAHÖFN 28. ágúst: (NTB). í dagskrá danska útvarps ins fyrstu viku september, sem út var gefin í dag, kemur í ljós, að þann 7. september verður varið 45 mínútúm af dagskránni til að lesa upp úr hinni umdeildu klámbók „Sangen om den Röde Rubin“, eftir Norðmanninn Agnar Mykle. Upplesarar verða Jörgen Claudi og Hans Henrik Krause. — Sukselainen Frh. af bls. 1. vegna þess að Skog-armur jafn- aðarmanna í þinginu studdi stjórnina. Búizt er við að seinni ákvæði í frumvarpinu um útflutnings- skatt og viðaukafjárlög verði ekki Þrándur í Götu. Þau verði sam- þykkt næstu daga með nokkrum breytingum. Þá verður hægt að slíta þingi og þingmenn fá stutt sumarfrí. Hér er aðeins um bráðabirgða- lausn að ræða, því að samningar hinna fimm lýðræðisflokka um endanlega lausn vandans strönd- uðu og verða ekki teknir upp fyrr en með haustinu. Skákmótið í HafnarfirSi í 7. UMFERÐ skákmótsins í Hafnarfirði gerðu Benkö og Frið- rik jafntefli, einnig Ingi R. og Kári Sólmundsson, og Jón Krist- jánsson og Árni Finnsson. 8. um- ferð er í kvöld. — Rússar Frh. af bls. 1. rússneski fulltrúinn skyldi hafna tillögunum skilyrðislaust og fara um þær hinum háðulegustu orð- um. Það meira að segja án þess að allar tillögur Vesturveldanna í þessu máli væru fram komn- ar og án þess að Rússum geti hafa gefizt tími til að grannskoða byr j unartillögurnar. Strax eftir að þetta varð kunn ugt, héldu þeir Eisenhower for- seti og Dulles utanríkisráðherra fund með sér í Washington og skömmu síðar gaf forsetinn út sérstaka tilkynningu um þetta mál. Hann sagðist harma þessa af- stöðu rússneska fulltrúans og taldi það valda sárum vonbrigð- um hjá öllum friðelskandi mönn um í heiminum, að Rússarskyldu hafna svo mikilvægri tillögu og það með háðsorðum og full- komnu ábyrgðarleysi. Benti forsetinn á það, að undarlegt væri að þessi skyndilegu um- skipti í afvopnunarumræðunum kæmu rétt í sama mund og Rúss- ar væru að hreykja sér af því að geta sent gereyðingarvopn hvert á land sem er. Eisenhower sagði: • — Þrátt fyrir þennan afturkipp munu Bandaríkin aldrei láta af viðleitni sinn til að finna leið sem geti bjargað mannkyninu fráger eyðingarstyrjöld.Þau munu enn sem fyrr leitast við að koma á tryggum friði með frelsi og jafn- rétti allra þjóða. í tilkynningunni kveðst Eisen- hower ekki skilja hvað valdi þessari skyndilegu ákvörðun Rússa. En ef þeir haldi fast við neitun sína, sé engu líkara en að þeir ætli sér að steypa mannkyn inu út í hyldýpisótta styrjaldar- hættunnar. Bréf: Hver er „síldarkángur" ? Hr. ritstjóri. . í TILEFNI af grein, sem birtist í blaði yðar í dag, vil ég leyfa mér að gera nokkra athugasemd og biðja yður að birta bréf þetta í blaðinu. Greinin ber yfirskriftina „Síld- arkóngurinn 1957 er ungur Sand- gerðingur, sem er meðal mestu sjósóknara flotans,“ og fjallar um hinn ágæta aflamann Eggert Gíslason, skipstjóra á v.b. Víði II., og velgengni bátsins á nýlokinni síldarvertíð. í greininni stendur: „þar (þ. e. á síldarvertíð nyrðra) hafði Víðir orðið með hæstan hlut allra skipa í síldveiðiflotanum og því hinn réttkjörni „Síldarkóng- ur 1957“.“ Af þessu er ekki vel ljóst hvort það er fremur skipstjórinn eða skipið, sem að dómi greinarhöf- undar á téðan titil, enda skiptir það litlu máli. Hitt er mjög vill- andi og hefur, að ég held, aldrei tíðkazt í sambandi við síldveið- amar, að telja annan síldarkóng en þann, sem fengið hefur mestan afla, en á þessu sumri var það ekki Víðir II., heldur Snæfell frá Akureyri, eign Útgerðarfélags KEA h.f. — Skipstjóri á Snæfelli er Bjarni Jóhannesson frá Flatey, alþekktur dugnaðar- og aflamað- ur.. Máli mínu til stuðnings vil ég geta þess, að undanfarin ár, þegar hinn kunni útgerðarmaður og skipstjóri Guðmundur Jörunds- son hefur verið aflahæstur á skipi sínu Jörundi hefur aldrei verið minnzt á annan síldarkóng jafnvel þótt ýmsir bátar hafi ver- ið með hærri aflahluti. í fyrrnefndri grein, eftir að síldarkóngsins hefur verið getið, er rætt um v.b. Mumma og afla hans á vertíðinni og síðan segir: „Á milli þessara tveggja Gerða- báta komu togarinn Jörundur og Helga frá Reykjavík.“ Sem sagt: Víðir, síldarkóngur, og þar næst koma í röð Jörundur, Helga og Mummi, en aflahæsta skipsins Snæfells er að engu getið. Ég vil taka það fram, að því fer fjarri að ég vilji kasta rýrð á þau góðu skip og skipstjóra, sem getið er um í margnefndri grein, en það er ósk mín og vafa- laust vilji yðar líka, að því sé ekki haldið leyndu fyrir lesend- um blaðsins hver sé hinn rétti „Síldarkóngur 1957“. Að síðustu vil ég tjá yður, að ég er þess fullviss að Bjarni Jó- hannesson, skipstjóri, muni vera fús til þess að ræða við frétta- mann frá blaði yðar, verði eftir því leitað. Með þökk fyrir birtinguna. Virðingarfyllst, P. t. Reykjavík, 28. ág. 1957. Gísli Konráðsson. ★ Blaðið vill geta þess að það sjónarmið var látið ráða hvaða skip í síldveiðiflotanum væri með mest aflaverðmæti, en það var Víðir II. Það var að sjálfsögðu ekki tilgangurinn með grein þess- ari að varpa neinum skugga á Bjarna Jóhannesson skipstjóra á Snæfellinu, eða aðra þá skip- stjóra á síldarflotanum, sem skar- að hafa fram úr á þessari vertíð og fleirum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.